Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
VIÐSKIPTA
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
30 ára Hildur Ýr
ólst upp í Grafarvogi
og í Búðardal í Dala-
byggð en býr núna í
Borgarnesi. Hildur Ýr
vinnur hjá Húsa-
smiðjunni í Borg-
arnesi. Helsta áhuga-
mál hennar er hestamennska og hún
er með fjögur hross. Hún segir að
útreiðarleiðirnar í Borgarfirði séu
mjög skemmtilegar.
Maki: Stefán Dal, f. 1988, vinnur í
Norðuráli á Grundartanga.
Sonur: Björn Ágúst, f. 2016.
Foreldrar: Ingibjörg Marteinsdóttir, f.
1968, starfar í Lyfju á Borgarnesi og
Haraldur Harðarson, f. 1962, kennari
í Fjöltækniskólanum í Reykjavík.
Hildur Ýr
Haraldsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það hefur ekkert upp á sig að vera
að skæla út af hlutum sem lítill vandi er að
kippa í liðinn. Farðu og finndu þér félaga;
margar hendur vinna létt verk.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú álítur þig mjög hagsýna/n en
ertu það? Það má alltaf fara betur í saum-
ana á hlutunum. Ættingi þinn á við vanda
að stríða, kannski þú getir hjálpað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú getur búist við að gamlir vinir
skjóti upp kollinum. Haltu þínu striki og þá
mun allt fara vel. Komandi mánuðir verða
spennandi fyrir fjölskylduna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt bæta samskipti við þína
nánustu á komandi ári með ánægjulegum
hætti. Gæludýr kemur inn á heimilið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér er alveg óhætt að taka minni-
háttar áhættu til að setja svolítið líf í tusk-
urnar. Breytingar á heimili takast vel og
eru allir sáttir við útkomuna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Farðu í gegnum geymsluna og
gefðu til að búa til pláss fyrir það nýja. Þér
finnst þú á réttri leið í lífinu og því ber að
fagna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með
hálfgert leiðindaverk í dag. Nú kemur sér
vel að eiga góða samstarfsmenn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert forvitin/n og kemst að
því sem þú þarft að vita. Ekki taka vanda-
mál annarra inn á þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Framvindan er oft hröð og þú
nýtur þess að hafa mikið fyrir stafni.
Hugsaðu vel um þig og reyndu að fá tíma
fyrir einveru á hverjum degi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú lætur einskis ófreistað í leit
að sannleikanum í dag, jafnvel þótt það
baki þér óvinsældir. Þú vilt helst slíta sig
lausa/n en það er ekki hægt núna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert að reyna að gleyma
óþægilegum aðstæðum en hver einasta
hugsun og reynsla er rituð í frumurnar.
Segðu því aðeins skoðun þína ef þú ert
beðin/n um það.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þeir sem leita ráða hjá þér hafa
stundum á orði að þú ættir að gerast laun-
aður ráðgjafi. Reyndu að einbeita þér að
starfi þínu.
meðfram kennslunni og segir að þessi
beina tenging við atvinnulífið hafi
bæði eflt kennsluna og bætt ráðgjöf-
ina, enda gott að blanda saman fræð-
um og framkvæmd. Það er langur
listi ráðgjafarverkefna sem Kristján
hefur sinnt og má þar nefna fyrir
Norrænu ráðherranefndina í Kaup-
mannahöfn; Evrópuráðið; IESE-
viðskiptaháskólann á Spáni svo ein-
hver séu nefnd. Hann var formaður
Félags viðskiptafræðinga og hag-
þessum störfum var ég búinn að vera
aðstoðarkennari Gylfa Þ. Gíslasonar
frá því ég kom heim frá Danmörku og
síðan árið 1991, þegar ég hætti hjá
AB, varð ég lektor við Viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands.
Kennslan hefur verið kjölfestan á
mínum starfsferli og ég hef haft um
og yfir 5.000 nemendur á ferlinum og
margir hverjir hafa orðið samstarfs-
menn í atvinnulífinu og vinir.“
Kristján sinnti rekstrarráðgjöf
K
ristján Jóhannsson
fæddist 4. janúar 1951 í
Reykjavík og ólst upp í
vesturbænum. „Gríms-
staðavörin var okkar
leikvöllur og það var mikill krakka-
skari á Grímsstaðaholtinu. Við strák-
arnir stóðum stundum þarna á stein-
garði sem átti að vera bryggja og
veiddum þar marhnúta, sem þá voru
kallaðir massadónar. Ég man líka að
engin af mömmunum vildi elda
aflann.“
Kristján fór í Melaskóla og Haga-
skóla og útskrifaðist frá Verslunar-
skóla Íslands árið 1972. Hann kvænt-
ist Ingibjörgu Sigurðardóttir,
skólaástinni úr Versló, 13. október
1973. „Hún segist nú hafa tekið eftir
mér í Melaskólanum og valið mig, en
ég held því fram að ég hafi valið
hana.“
Kristján fór með fjölskyldu sinni til
Danmerkur þar sem hann nam
rekstrarhagfræði og lauk cand.merc.-
meistaraprófi í fjármálum frá Við-
skiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.
„Við bjuggum í Danmörku í sex ár og
það hefur mótað okkar lífsstíl mikið.
Inga var orðin lífeindafræðingur og
fór að vinna á spítalanum í Frederiks-
bjerg. Við bjuggum í úthverfi á mjög
fallegu svæði og fórum að gera ýmis-
legt sem við höfum ekki gert heima.
Fórum í skógarferðir, tíndum sveppi,
ræktuðum tómata í garðinum, hjól-
uðum og sigldum á kanó og fundum
svona annan lífsstíl sem við höfum
haldið mikið í síðan. Svo kynntist ég
badminton og við feðgarnir fórum
mikið á leiki.“
Kristján vann meðfram náminu í
Privatbanken og einnig við afkomu-
rannsóknir hjá danska efnahagsráðu-
neytinu. „Við námslokin var mér boð-
in staða í háskólanum í Kaupmanna-
höfn, en var þá einnig komin með
tilboð frá Félagi íslenskra iðnrekenda
og það varð úr að við fórum heim.“
Kristján var í þrjú ár hagfræð-
ingur Félags íslenskra iðnrekenda.
„Þetta var mjög spennandi tími því
það var verið að ræða starfsskilyrði
atvinnugreina, skoða regluverkið og
jafna skilyrðin.“ Næst varð Kristján
forstjóri Almenna bókafélagsins og
bókaverslunar Sigfúsar Eymunds-
sonar, og var þar í sex ár. „Samhliða
fræðinga í fjögur ár og hefur átt sæti
í stjórnum margra fyrirtækja, s.s.
Arion banka, Stefnis, Sagafilm, Sam-
herja, Olíudreifingar, Parlogis og
fleiri og hefur hlotið alþjóðlegar við-
urkenningar fyrir störf sín. Kristján
hefur einnig verið virkur í starfi
Frímúrarareglunnar á Íslandi um
margra ára skeið.
Frá árinu 2007 hefur hann verið
stjórnarformaður Icepharma hf. „Ég
var fenginn til að vera í stjórn
Austurbakka þegar hann fór á mark-
að. Síðan er hann keyptur af markaði
og sameinaður öðrum félögum sem
urðu Icepharma 2006 í eigu Atorku.
Þegar þeir ákváðu að selja félagið ár-
ið 2007 spyr Jóhann sonur minn mig
af hverju við kaupum ekki félagið
með öðrum og það varð úr. Við erum
með yfirburðastarfsfólk og undir-
tónninn í allri starfseminni er lýð-
heilsa og hreysti og endurspegla
vörur og þjónusta okkar það.“
Kristján hefur frá Danmerkur-
dvölinni hugað vel að heilsunni og
þau hjónin eru mikið útivistarfólk.
Hann spilaði badminton með
UNION, fer á skíði, spilar golf og
fer í gönguferðir í sveitinni með
Ingu og nýtur þess að rækta og
vinna í sumarhúsi þeirra hjóna í Út-
hlíð. Hann fer reglulega í leikfimi
með Vöskum öldungum í íþróttahúsi
HÍ og fer í sund á morgnana í Nes-
lauginni. „Síðan nýt ég þess að
grúska í sagnfræði og les mikið um
stríðsárin og eins um sjósókn við Ís-
landsstrendur og útgerð nýsköp-
Kristján Jóhannsson stjórnarformaður Icepharma hf. – 70 ára
Stórfjölskyldan Öll samankomin á jólunum. Standandi f.v.: Guðveig Lísa,
Kristján Ingi, Jóhann Ingi, Inga Rósa, Guðrún Helga, Eldur og Sigríður
Ósk. Sitjandi f.v.: Jóhann Már, Grímheiður, Guðmundur Orri, Kristján, Ingi-
björg, Ingibjörg Drífa í fangi ömmu sinnar, Helena Inga og Ísey.
Ferill fræða og framkvæmda
Hjónin Kristján og Ingibjörg eru mikið skíða-
fólk og hér eru þau í Ölpunum í skíðaferð.
Stundin okkar Kristján var ásamt æskuvinum sínum úr Haga-
skóla í hljómsveitinni FØNIX. Hinrik Bjarnason fékk þá til að
leika undir í fyrsta þætti Stundarinnar okkar á aðfangadag 1966,
skömmu eftir stofnun Sjónvarpsins, og spiluðu þeir í nokkrum
þáttum þann vetur. Stundin okkar er elsti þáttur Sjónvarpsins.
30 ára Una ólst upp í
Fossvoginum og býr
þar núna. Hún er tón-
listarmaður, söngkona
og lagasmiður og hef-
ur gefið út undir nafn-
inu UnaStef & the
SP74. Síðan er hún
líka tónskáld. Una kennir jazzsöng og
samspil við Tónlistarskóla FÍH. Fyrir utan
tónlistina er hún keppniskona í garð-
yrkju, hörð Víkingskona og fótboltabulla.
Maki: Hlynur Hallgrímsson, f. 1985, töl-
fræðingur hjá Reykjavíkurborg.
Sonur: Stefán Kári, f. 2015.
Foreldrar: Stefán S. Stefánsson, f. 1957,
tónlistarmaður og Anna Steinunn Ólafs-
dóttir, f. 1957, félags- og uppeldis-
ráðgjafi.
Una
Stefánsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is