Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég hef fengist við yrkingar síðan ég
man eftir mér, en dróttkvæðum
hætti kynntist ég fyrst í íslensku-
tíma í menntaskóla og dáðist að hon-
um. Hugsaði með mér hvílíkir höfuð-
snillingar tungunnar það væru sem
gætu ort í þessum hætti. Ég hef af
og til spreytt mig á dróttkvæðum
hætti síðan ég var unglingur, en
þetta er það fyrsta sem ég yrki í
þessum hætti sem ekki er kerskni-
kveðskapur,“ segir Davíð Þór Jóns-
son sem nýlega sendi frá sér ljóða-
bókna Allt uns festing brestur, en
bókin sú geymir trúarljóð sem Davíð
yrkir við 13 liði hinnar klassísku
messu.
„Ég hef svolítið fengist við að leika
mér að því hvernig hægt er að orða
hluti á mismunandi vegu. Ég hef
verið að reyna að yrkja sálma og ein-
hverntíma náði ég að setja faðirvorið
í bundið mál, en það kom til af því að
þegar ég las Sjálfstætt fólk sá ég að
Bjartur í Sumarhúsum hafði aldrei
nennt að hafa fyrir því að læra faðir-
vorið af því honum þótti ekki mikið
til frelsara koma sem gat ekki komið
frá sér rímaðri bæn. Ég vildi að
Bjartarnir á meðal okkar ættu eina
stuðlaða og rímaða útgáfu af faðir-
vorinu, og tókst því á við verkefnið.“
Ort í tveimur fæðingarorlofum
Davíð segist hafa samið trúar-
ljóðin í nýju bókinni fyrst og fremst
til trúarsvölunar.
„Ég vinn mikið með messutexta í
mínu prestsstarfi og mér finnst gam-
an að hugleiða þá, því það er svo auð-
velt að detta í það far að ryðja þeim
upp úr sér eins og formúlum án þess
að gefa merkingu þeirra raunveru-
legan gaum. Þegar ég var í
fæðingarorlofi með dóttur mína fyrir
fjórum árum þá byrjaði ég að leika
mér að þessum textum messuforms-
ins. Þegar fæðingarorlofi lauk fór ég
aftur að vinna og hugsaði ekkert
meira um þetta. Tveimur árum síð-
ar, nánast upp á dag, fæddist okkur
annað barn, ég fór aftur í fæðingar-
orlof og tók þá upp þráðinn í yrking-
unum. Ég lagfærði það sem þurfti að
laga og mér tókst að ganga frá því í
þeirri mynd að ég treysti mér til að
sýna öðrum það.“
Vel hægt að messa með þeim
Ekki er það létt verk að yrkja
undir dróttkvæðum hætti, með öll-
um þeim reglum um atkvæðafjölda,
stuðla og höfuðstafi, hrynjandi og
innrím sem það krefst. Þegar Davíð
er spurður hvers vegna hann hafi
valið svo snúinn bragarhátt segir
hann það sumpart hafa verið vegna
þess að hann vildi gera sér þetta erf-
itt.
„Þessi bragarháttur ber með sér
blæ hefðarinnar, hann er gamall og
íslenskur og mér fannst eitthvað rétt
við að gera þetta dróttkvætt. Mér
fannst það gefa textanum ákveðinn
hugleiðslublæ. Kannski finnst ein-
hverjum að þetta sé ekki almenni-
legt dróttkvæði af því að þetta er
skiljanlegt hjá mér, en með því öðl-
ast merking textans vonandi meiri
dýpt eða opnast á einhvern hátt fyrir
fólki. Ég er ekki að umorða eða
yrkja upp messutextana, heldur er
ég miklu frekar að spinna við þá,“
segir Davíð og bætir við að vel sé
hægt að messa með þessum nýju
textum hans í stað hinna hefðbundnu
messutexta.
„Grunnhugsunin er sú að öll al-
vöru tónskáld í gegnum tíðina hafa
samið sínar messur. Ég er ekki tón-
skáld en mitt form er hið bundna mál
og mig langaði að leggja mitt af
mörkum með því að yrkja mína
messu.“
Hroki, hégómi og aðrir brestir
Ljóð Davíðs eru sannarlega lof-
gjörð til Drottins og ljóssins, en
hann kemur líka inn á hroka, hé-
góma og aðra bresti hjá mannfólk-
inu.
„Fyrir mér er ástæða þess að við
byrjum hverja messu á miskunnar-
bæn sú að áður en við getum gengið
fram fyrir Guð þá þurfum við að við-
urkenna bæði fyrir honum og sjálf-
um okkur að við þurfum hjálp. Þar
kem ég inn á það sem mér finnst
vera hroki heimsins, að halda að við
séum svo stór, sterk og sjálfstæð að
við getum allt sjálf. Þess vegna segi
ég í ljóðinu: „Heimi hrokans stæka,
hlotnist miskunn, Drottinn.“
Ljóðin eru líka óður til sköpunar-
verksins, náttúrunnar:
„Allt sem er og hrærist, ómar
Guðs af rómi.“ Davíð segist hafa vilj-
að leggja út frá því að vera ekki mjög
dogmatískur heldur tala um ástina,
fegurðina og kærleikann. „Fyrir
mér er það Guð,“ segir hann og bæt-
ir við að hann brenni fyrir því að
opna augu fólks fyrir þeim kærleika
og friði sem trúin veitir.
„Ef ég væri ekki að leitast við það
í mínu starfi, þá væri ég einfaldlega
ekki starfi mínu vaxinn. Þessi ljóð
yrki ég samt ekki sem prestur, held-
ur sem trúaður maður, og er meira
umhugað um mína persónulegu
trúarsannfæringu heldur en ein-
hverjar kenningar rétttrúnaðar.
Ég lít ekki á þetta sem trúboð eða
hluta af minni vinnu, heldur er ég
fyrst og fremst að þessu af knýjandi
þörf til að yrkja,“ segir Davíð og
bætir við að hann voni að fólki finnist
gott að lesa bókina.
„Ég hef fengið góð og hlý viðbrögð
frá lesendum, og mér þykir vænt um
það.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Davíð Þór „Hroki heimsins að halda að við séum svo stór, sterk og sjálfstæð að við getum allt sjálf.“
Ég vildi gera mér þetta erfitt
Davíð Þór Jónsson sendir frá sér bók með trúarljóðum sem hann yrkir undir dróttkvæðum hætti
Gerir þetta af knýjandi þörf til að yrkja „Fyrir mér er Guð ástin, fegurðin og kærleikurinn“
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND
JÓLAMYNDIN 2020
Jarðargróði góður,
græna engið væna,
lækur sem um sumar,
silfurtær sem blærinn,
seytlar milli syllna,
senn í hafið rennur;
fegurð láðs og lagar
lotning tjáir Drottni.
Líf og yndi lofa
lilja vallar falleg,
dýr í skreipu djúpi,
dröfnótt lóa í móa.
Allt sem er og hrærist
ómar Guðs af rómi,
Guðs í himingeimi,
Guðs í ranni manna.
Exitus