Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 32
Verk eftir Mozart, Haydn, Walker og Hauk Tómasson
verða leikin á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands á nýju ári sem fram fara í Eldborg Hörpu fimmtu-
daginn 7. janúar kl. 20 undir stjórn Bjarna Frímanns
Bjarnasonar. Einleikarar eru Katie Buckley á hörpu og
Frank Aarnink á slagverk. Í samræmi við sóttvarnalög
er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 50 manns í
hvert sóttvarnarhólf og ber gestum að bera grímu. Tón-
leikarnir eru um klukkustundarlangir og án hlés.
Meistarar Vínarklassíkurinnar
Þórska
ffi á K1
00 -
öll laug
ardags
kvöldm
illi
8 og 12
Á Þórsk
affi spilu
m við gö
mul
og góð d
anslög í
bland vi
ð það
vinsæla
sta í dag
-
Hver v
ar þinn
uppáh
aldssk
emmt
istaðu
r?
Var það
Ingólfs
kaffi, T
unglið,
Sportk
affi, Ka
ffi Ólive
r eða
Thorva
ldsen?
Við rifju
m upp s
kemmti
legar sö
gur
af skem
mtistöð
um og h
eyrum í
fólki
sem van
n á þess
um stöð
um og
auðvitað
líka í þei
m sem s
kemmtu
sér á þe
ssum st
öðum.
Þór Bæring sér um að allir
skemmti sér vel á Þórskaffi -
öll laugardagskvöld á K100
frá 20.00 til 00.00
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þetta eru 38 stig í sextán leikjum. Það eru 2,4 stig eða
svo að meðaltali í leik. Það þarf rúmlega tvö stig að
meðaltali í leik til að fara upp svo það hefur gengið vel
hingað til,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi
Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. Ólafur hætti
með karlalið FH og tók við danska liðinu Esbjerg um
miðjan júlí á síðasta ári. Esbjerg var þá nýfallið niður í
B-deild Danmerkur eftir tvö ár í deild þeirra bestu. Ólafi
hefur tekist vel til við að koma sigurhugarfari í liðið
eins og átta deildarsigrar í röð gefa til kynna. »27
Lærisveinar Ólafs í Danmörku unnu
átta leiki í röð fyrir vetrarfrí
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tveir verslunarstjórar og einn
verslunarmaður Samkaupa braut-
skráðust úr fagnámi verslunar og
þjónustu í Verzlunarskóla Íslands
skömmu fyrir jól og urðu þar með
fyrstir til þess að ljúka þessum
áfanga. „Ég er mjög þakklátur fyr-
ir að hafa fengið þetta tækifæri,“
segir Jón Steinar Brynjarsson,
verslunarstjóri í Nettó Búðakór í
Kópavogi. Hann lauk jafnframt
stúdentsprófi, en Aðalbjörg Valdi-
marsdóttir, verslunarmaður Kjör-
búðarinnar á Blönduósi, og Sara
Líf Fells Elíasdóttir, verslunar-
stjóri Iceland Arnarbakka í
Reykjavík, brautskráðust með
honum úr fagnáminu.
Námið er 90 einingar og fer
fram í lotum. Það hófst í janúar í
fyrra og má rekja til þess að
fulltrúar frá VR og SVÞ leituðu til
Verzlunarskólans og þróunarhópur
var myndaður með fulltrúum Sam-
kaupa, Húsasmiðjunnar og Lyfju.
Þremenningarnir riðu á vaðið en
um 20 nemendur eru í náminu.
Hvatning og stuðningur
„Framkvæmdastjóri mannauðs-
sviðs Samkaupa hvatti mig til þess
að fara í fagnámið,“ segir Jón
Steinar, sem hefur verið í núver-
andi starfi síðan í maí 2019. Fyrir
nokkrum árum byrjaði hann í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja en segir
að hann hafi ekki almennilega
fundið sig í náminu, hætt og farið
út á vinnumarkaðinn. Frekara nám
hafi samt blundað í sér en það hafi
verið hægara sagt en í að komast.
„Ekki er auðvelt að missa tekjur
til þess að fara í dagskóla,“ út-
skýrir hann og bætir við að fag-
námið hafi verið sem himnasend-
ing. Starfsreynslan og fyrra nám
hafi verið metið og þar sem hann
hafi átt lítið eftir til þess að ljúka
stúdentsprófi hafi hann ákveðið að
taka það líka. Hann hafi því tekið
nokkra kúrsa aukalega í sumar og
haust. „Ég var strax spenntur fyr-
ir fagnáminu og ekki síst vegna
þess að ég gat stundað það og
haldið 100% starfi á sama tíma.
Það var tækifæri sem ekki var
hægt að sleppa.“
Jón Steinar segist hafa fundið
fyrir miklum létti þegar stúdents-
prófið var í höfn. „Það var asna-
skapur að ljúka því ekki fyrr en
gleðin er þeim mun meiri núna og
prófið opnar ansi margar dyr því
nú get ég haldið áfram í háskóla-
nám, farið í sérhæft nám sem
gagnast í starfi til framtíðar.“
Samkaup hafa staðið þétt við
bakið á Jóni Steinari og hann er
ánægður með stuðninginn. „Ég er
mjög ánægður og held að ég geti
ekki unnið fyrir betra fyrirtæki
enda sé ég framtíð mína hjá Sam-
kaupum.“ Hann bætir við að álagið
hafi verið mikið undanfarna mán-
uði vegna námsins, sem hann bætti
við sig til að ljúka stúdentsprófinu,
og því ætli hann að hlaða batteríin
áður en hann ákveði með fram-
haldið. Hann hafi hug á að fara í
viðskiptafræði og taka lögfræði
með að hluta en hafi ekki hugsað
það nánar. „Ég stefni á áframhald-
andi nám í haust. Viðskiptafræðin
hefur alltaf heillað mig og sama er
að segja um lögfræðina. Þetta
verður væntanlega einhver
blanda.“
Námið himnasending
Menntun Jón Steinar Brynjarsson með viðurkenningar sínar.
Jón Steinar segir fagnám í VÍ opna margar dyr
Brautskráning Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Sara Líf Fells Elíasdóttir.