Morgunblaðið - 06.01.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 06.01.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  4. tölublað  109. árgangur  SNÚIN STAÐA Í BARÁTTU UM SKELJUNG SMEKKLEYSA Í 33 ÁR OGÞRIÐJUNGI BETUR MIKIL ÁSKOR- UN AÐ SPILA Í FRAKKLANDI AFMÆLISRIT 24 SVAVA RÓS 23VIÐSKIPTAMOGGINN Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Ætla má að búið verði að bólusetja 8,1% þjóðarinnar í lok fyrsta ársfjórð- ungs. Heilbrigðisráðuneytið segir að von sé á 5.000 bóluefnisskömmtum frá Moderna fyrir febrúarlok, en auk 10.000 skammta frá Pfizer í fyrra, er búist við 45.000 skömmtum öðrum til loka mars. Ráðuneytið treystir sér hins vegar ekki til þess að greina frá frekari afhendingu bóluefnis, en von- ar að hún verði örari er á líður. Þessir 60 þúsund skammtar ættu að duga til þess að bólusetja 30 þús- und manns. Í landinu búa liðlega 368 þúsund manns, svo þar er um að ræða 8,1% Íslendinga. Öll ríki í Evrópusamstarfi um bólu- efnisinnkaup eiga að fá hlutfallslega jafnmikið og stýrist afhending og skammtafjöldi af því. Innkaup á bólu- efni undir forystu Evrópusambands- ins hafa sætt mikilli gagnrýni, þar sem stjórnmálaíhlutun, viðskipta- sjónarmið og skriffinnska eru sögð hafa tafið ákaflega fyrir. Efnahagslífið háð bóluefni Miklu getur varðað hversu hratt og vel bólusetning gengur og ekki aðeins fyrir heilbrigði einstaklinga. Þannig gerir Alþjóðabankinn ráð fyrir því að vaxtarhorfur helmingist frá fyrra mati ef hökt verður á bólusetningu. Forystumenn í ferðaþjónustu segja þessa þróun ekki gefa tilefni til bjart- sýni, sem hafi „beinar efnahagslegar afleiðingar“. „Við erum nú í þeirri stöðu að geta ekki treyst því að bólusetning muni bjarga einhverju umfram það sem við áttum von á áður en bóluefnið fór að berast,“ segir Jóhannes Þór Skúla- son, framkvæmdastjóri SAF. Aðeins bóluefni fyrir 8%  60.000 skammtar á fyrsta ársfjórðungi  Aukin svartsýni á efnahagsafleiðingar MBóluefni »2, 4, ViðskiptaMogginn Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir upptökuver Reykjavík Studios í Gufunesi skapa nýja möguleika í íslenskri kvik- myndagerð. Það sé enda eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu sem geri kleift að fullvinna erlendar kvik- myndir á Íslandi. Með því geti tekjur þjóðarbúsins af kvikmynda- gerðinni stóraukist. „Rökin fyrir því að koma til Ís- lands og taka upp mynd í þessu stúdíói, frá sjónarhóli þeirra sem stýra málum í Hollywood, eru að hægt er að fulltaka myndina á Ís- landi, ef hún hentar í útitökur hér á landi, í stað þess að þurfa að skipta um starfslið og fara eitthvað annað í millitíðinni,“ segir Baltasar í ítar- legu viðtali við ViðskiptaMoggann. Áskrifendur um heim allan Þá feli sókn streymisveita, á borð við Netflix, í sér mikil tækifæri til framleiðslu fyrir sístækkandi hóp áskrifenda um heim allan. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mörg járn í eldinum Baltasar undirbýr tökur á kvikmynd í Suður-Afríku í maí. Kostnaður við verkefnið er áætlaður tæplega átta milljarðar króna. Skapar ný tæki- færi fyrir Ísland  Baltasar segir nýtt stúdíó byltingu  Frank Michelsen úrsmíðameist- ari segir söluna hafa stóraukist eft- ir að hann flutti verslun Michelsen frá Laugavegi á Hafnartorg. Raunar sé sú ákvörðun ein sú besta sem fjölskyldan hafi tekið í 110 ára sögu verslunarinnar. Veltuaukningin sé gríðarleg en að öðru leyti trúnaðarmál. Frank segir í samtali við Við- skiptaMoggann að gott aðgengi að versluninni og bílakjallari eigi þátt í auknum viðskiptum. Salan jókst á Hafnartorgi  Nú í janúar 2021 eru 19.749 lands- menn metnir með 75% örorku en þeir voru 20.078 fyrir réttu ári og 19.999 í janúar 2019, samkvæmt upp- lýsingum á heimasíðu Trygginga- stofnunar. Nýgengi 75% örorkumats, fjöldi þeirra sem metnir eru með 75% örorku, fer lækkandi. „Við erum að fá fleiri mál inn til okkar en áður þar sem fólk hefur ekki fengið örorku- mat sem það telur sig þurfa,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalagsins. „Þetta er fólk sem hefur ekki lengur færni til að stunda vinnu vegna heilsu- brests eða slysa. Einnig hefur komið fleira fólk sem var með 75% örorku- mat en fór svo í endurmat og var lækkað niður í 50% örorku.“ Hún segir að með slíkri lækkun á örorkumati eigi fólk ekki lengur rétt á örorkulífeyri en geti fengið örorkustyrk sem er um 36 þúsund krónur á mánuði. Upphæð örorkulíf- eyris er hærri og ræðst af mörgum þáttum. »12 Færri fá 75% örorkumat Kennsla hófst í mörgum framhaldsskólum í gær. Eftir að sótt- varnareglur voru rýmkaðar var tekið á móti nemendum í staðnám á ný þar sem aðeins hafði verið fjarnám í boði. Aug- ljóst var að þessar stúlkur í Menntaskólanum í Reykjavík voru ánægðar með að fá að hitta skólafélagana á ný. Grímurnar skyggðu ekki á gleðina sem skein úr augum stúlknanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðin skein í gegnum grímurnar á fyrsta skóladeginum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.