Morgunblaðið - 06.01.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Útsalan
er hafin
Samkvæmt
könnun sem
sænska dag-
blaðið Afton-
bladet birti í gær
bera um 42 pró-
sent þeirra sem
tóku afstöðu
„mjög lítið
traust“ til Stef-
ans Löfvens, for-
sætisráðherra
Svíþjóðar. Hefur sú tala hækkað
um tíu prósentustig frá sambæri-
legri könnun blaðsins í síðasta mán-
uði. Einungis um 31% svarenda
sagðist bera „mjög mikið“ eða
„frekar mikið“ traust til Löfvens,
og hafði sú tala lækkað um sjö pró-
sentustig milli mánaða.
Hinar auknu óvinsældir Löfvens
eru raktar til þess að hann sást
heimsækja úrabúð í miðbæ Stokk-
hólms, eftir að ríkisstjórnin hafði
hvatt fólk til þess að halda að sér
höndum í verslunarferðum vegna
kórónuveirufaraldursins.
Þá voru aðrir ráðherrar í ríkis-
stjórn hans „gripnir“ í búðar-
ferðum í aðdraganda jólanna, og
Dan Eliasson, yfirmaður almanna-
varna, fór til Kanaríeyja yfir jólin,
eftir að Svíar höfðu verið hvattir til
að láta af „ónauðsynlegum ferða-
lögum“. 62% svarenda í könnun
Aftonbladet báru mjög lítið traust
til Eliassons.
Bera minna traust
til Löfvens en áður
Stefan
Löfven
SVÍÞJÓÐ
Saksóknarar í Wisconsin-ríki
greindu frá því í gær að lyfsalinn
Steve Brandenberg, sem eyðilagði
um 570 skammta af bóluefni Mod-
erna-fyrirtækisins í desember síð-
astliðnum, tryði á samsæriskenn-
ingar og væri þeirrar skoðunar að
bóluefnið væri hættulegt mönnum
og gæti breytt DNA þeirra sem
tækju það.
Brandenberg var handtekinn í
síðustu viku, en hann skildi 57 glös
af bóluefninu eftir utan frystis og
sá þannig til þess að það skemmd-
ist, en um tíu skammtar voru í
hverju glasi.
Taldi bóluefnið geta
breytt DNA manna
BANDARÍKIN
Breski ráðherrann Michael Gove
varaði við því í gær að útgöngu-
banni ríkisstjórnarinnar yrði mögu-
lega ekki aflétt fyrr en í mars-
mánuði. Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Bretlands, tilkynnti um
útgöngubannið í ávarpi sínu í fyrra-
kvöld, en það nær einungis til íbúa
Englands.
Felur bannið í sér að Englend-
ingar mega ekki yfirgefa heimili
sín nema til þess að versla nauð-
synjar eða sinna líkamsrækt næstu
sex vikurnar. Þá hefur öllum skól-
um á Englandi verið lokað vegna
uppgangs kórónuveirunnar.
Gove sagði við fréttastofu Sky
News að ekki væri hægt að segja
nákvæmlega fyrir um hvenær
banninu yrði aflétt, en það á að
standa til 15. febrúar hið minnsta.
Sagði Gove að mögulega yrði hægt
að aflétta sumum af þeim takmörk-
unum sem settar voru á í gær í
marsmánuði, en ekki öllum. Þá
væru „mjög erfiðar vikur“ fram
undan.
Almenningur á Englandi virðist
styðja útgöngubannið samkvæmt
könnunum, en ríkisstjórnin hefur
verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki
lokað skólum strax á mánudaginn.
Gætu framlengt útgöngubannið
BRETLAND
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Búist er við stormasömum degi á
Bandaríkjaþingi í dag, en þá munu
báðar deildir þingsins koma saman á
sameiginlegum þingfundi til þess að
staðfesta formlega niðurstöðu for-
setakosninganna, sem fram fóru í
nóvember síðastliðnum, en þar hafði
demókratinn Joe Biden, fyrrverandi
varaforseti, betur gegn sitjandi for-
seta, repúblikanum Donald Trump,
en forsetinn hefur neitað að viður-
kenna ósigur.
Að öllu jöfnu væri um formsatriði
að ræða, en bandamenn Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta í báðum
deildum hafa lýst því yfir að þeir
hyggist reyna að snúa niðurstöðu
kosninganna við á þingfundinum
með því að knýja fram atkvæða-
greiðslu um hvort þingið samþykki
að kjörmenn frá vissum ríkjum verði
taldir með.
Til þess að knýja fram slíka at-
kvæðagreiðslu þarf að minnsta kosti
einn þingmaður úr fulltrúadeild og
einn úr öldungadeildinni að gera at-
hugasemd við kjörmenn ákveðins
ríkis. Um leið og það liggur fyrir
halda þingdeildirnar hvor um sig
umræðu um athugasemdirnar, og
þurfa báðar deildir að samþykkja
þær til þess að kjörmönnunum verði
vikið frá. Í ljósi þess að demókratar
eru með meirihluta í fulltrúadeild-
inni eru nær engar líkur á því.
Hollustupróf fyrir 2024?
Þá þykir næsta víst að athuga-
semdirnar verði einnig felldar í öld-
ungadeildinni þó að repúblikanar
séu þar með meirihluta, en nokkrir
þeirra, þar á meðal Mitt Romney,
forsetaframbjóðandi repúblikana
árið 2012, og Susan Collins, þing-
maður Maine, hafa þegar viðurkennt
sigur Bidens og fordæmt tilraunir
kollega sinna til þess að snúa niður-
stöðu kosninganna við.
Engu að síður hafa 13 öldunga-
deildarþingmenn flokksins í hyggju
að gera athugasemdir við niðurstöð-
una, og er þar í fararbroddi Ted
Cruz, þingmaður Texasríkis. Stjórn-
málaskýrendur vestanhafs telja að
þingmönnunum 13 megi vera ljóst að
tillaga þeirra verði felld, en fyrir
þeim vaki einkum að sýna stuðnings-
mönnum Trumps að þeir styðji
áfram við bakið á honum.
Þá beri einhverjir þingmannanna,
sér í lagi Cruz, þá von í brjósti að
stuðningur þeirra við Trump núna
muni skila sér í auknu fylgi þegar
kemur að því að velja frambjóðanda
flokksins fyrir kosningarnar 2024.
Málið hefur engu að síður ýtt und-
ir innanflokksátök meðal repúblik-
ana, þar sem Mitch McConnell, leið-
togi þeirra í öldungadeildinni, reyndi
í síðustu viku að koma í veg fyrir að
kollegar hans tækju undir mótbárur
repúblikana í fulltrúadeildinni.
Samkvæmt heimildum Wash-
ington Post vakti þar meðal annars
fyrir McConnell að koma í veg fyrir
að þingmenn repúblikana þyrftu að
taka opinbera afstöðu, en McConnell
var sagður óttast að það gæti skaðað
vonir þeirra öldungadeildarþing-
manna flokksins sem munu sækjast
eftir endurkjöri í þingkosningunum
árið 2022.
Utan þinghússins er svo gert ráð
fyrir að stuðningsmenn Trumps
muni fjölmenna til þess að mótmæla
niðurstöðu kosninganna. Trump
hyggst sjálfur ávarpa mótmælendur
við Hvíta húsið, en einn af skipu-
leggjendum mótmælanna var hand-
tekinn af lögreglunni í Washington-
borg í fyrrinótt fyrir að hafa brennt
fána sem tengdist Black Lives Mat-
ter-hreyfingunni í áþekkum mót-
mælum í síðasta mánuði.
Hvor mun ráða þinginu?
Það dregur ekki úr spennunni sem
ríkir í Washington að kjósendur í
Georgíuríki greiddu atkvæði í gær í
seinni umferð kosninganna til öld-
ungadeildarinnar, en bæði þingsæti
ríkisins voru undir. Mun niðurstaðan
ráða því hvor flokkurinn ræður öld-
ungadeildinni næstu tvö árin.
Síðustu skoðanakannanir bentu til
þess að frambjóðendur demókrata,
John Ossoff og Raphael Warnock,
hefðu nauma forystu á David Purdue
og Kelly Loeffler, en óvíst var hve-
nær niðurstaðan myndi liggja fyrir,
þar sem talning atkvæða gæti dreg-
ist fram til fimmtudags.
AFP
Georgía Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í fyrrinótt í aðdraganda seinni umferðar
kosninga til öldungadeildarinnar. Bæði þingsæti ríkisins eru undir og gæti niðurstaðan skipt sköpum.
Átakadagur í vændum
Báðar deildir Bandaríkjaþings koma saman í dag Stuðningsmenn Trumps
hyggjast knýja fram atkvæðagreiðslu Óvíst um niðurstöðuna í Georgíuríki