Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 15
Ég man varla eftir Hauki
nema með Stellu sér við hlið. Þau
rugluðu reytum sínum saman
mjög ung og eignuðust frum-
burðinn, Rúnar, sama ár og áð-
urnefnd mynd var tekin, í febr-
úar.
Þá var Stella tæplega 18 ára.
Fyrir mér voru Haukur og Stella
glæsilegir fulltrúar rokkkynslóð-
arinnar. Það var hálfs árs aldurs-
munur á Elvis og Hauki. Ég sá
Hauk og Stellu að vísu aldrei
dansa eða rokka, en af þeim geisl-
aði lífsfjörið, gleðin og ástin. Þau
voru óskaplega ástfangin þegar
ég sá þau fyrst saman. Og alla tíð
síðan. Auðvitað skiptust á skin og
skúrir í hjónabandi Hauks og
Stellu, eins og gerir í öllum
hjónaböndum. En ég held og full-
yrði að ástin á milli þeirra kólnaði
aldrei.
Fyrir fjórum árum missti
Haukur hetjuna sína, lífsföru-
nautinn sinn, hana Stellu. Eftir
það var hann svolítið eins og
vængbrotinn fugl. Og nú hefur
hann kvatt okkur líka.
Við, afkomendur Daníels
Daníelssonar og Guðrúnar S.
Guðmundsdóttur í Guttorms-
haga, ætluðum að halda ættar-
mót síðastliðið haust austur í
Holtum og á Rangárvöllum, en
þurftum að fresta því. Þar átti
Haukur frændi að sitja í öndvegi,
elstur þálifandi afkomenda afa og
ömmu í Guttormshaga. Nú von-
umst við til að geta haldið ætt-
armótið í haust, 2021. Þar mun
Haukur frændi skipa heiðurssess
í hjörtum okkar allra.
Blessuð sé minning Hauks Jó-
hannssonar. Veri hann kært
kvaddur.
Trausti Steinsson.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast og um leið kveðja
Hauk frænda. Haukur var móð-
urbróður minn og fyllir stórt
rými í mínu hjarta.
Það er í raun erfitt að nefna
hann án þess að minnast á Stellu
konu hans, sem lést fyrir fjórum
árum, en Haukur og Stella eru í
mínum huga eining sem var
bundin órjúfanlegum böndum,
enda búin að fylgjast að frá unga
aldri.
Minningar mínar um heim-
sóknir til þeirra, hvort heldur
sem var í Hallstún eða á heimili
þeirra á Hellu eru svo samofnar
æsku minni og til þessa dags að
maður upplifir stór kaflaskil þeg-
ar þessi heiðurshjón hafa nú bæði
kvatt okkur.
Haukur var mikill karakter
sem ég leit upp til, ljúflyndur og
hnyttinn töffari, íhugull og það
var mjög stutt í vel ígrunduð og
meinfyndin svör, nokkuð sem
telst til ættareinkenna hjá þeim
systkinum á sama hátt og hlát-
urinn.
Hláturinn sem einkennir þau
er ættaður frá Völu ömmu og lýs-
ir sér svona ; Fyrst kemur ein-
hverskonar hvinur djúpt úr iðr-
um þeirra, þá eldroðna þau og
jafnvel tárast og ef þau standa
upprétt á þessum tíma, missa þau
jafnan annað hnéð örlítið undan
sér og standa svo skökk þar til
hláturskastið er gengið yfir.
Eftir að amma Vala og afi Jói
kvöddu tók Haukur við keflinu
sem aldursforseti ættarinnar,
sannkallaður ættarhöfðingi bæði
á velli og í gjörðum.
Á myndinni sem ég mun ætíð
hafa af honum, er hann að taka á
móti okkur fagnandi á ættarmóti
í Hallstúni með fallega skeggið
sitt og kúrekahatt á höfðinu og
Stella einhvers staðar eða nánast
allsstaðar í einu að bardúsa og
bralla eitthvað skemmtilegt fyrir
barnabörnin sín og önnur ætt-
menni.
Þeirra stóra gæfa var að eign-
ast börnin sín; Rúnar, Jóhönnu
og Össa sem hafa svo aftur fært
þeim hjörð afkomenda sem nú,
líkt og ég, horfa fram á kaflaskil.
Þeim öllum votta ég og fjölskylda
mín dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Hauks frænda.
Karl Jóhann.
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
✝ Hannes Lár-usson fæddist
11. apríl 1940 á
Leysingjastöðum í
Austur-Húnavatns-
sýslu. Hann lést á
dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 25. desember
2020.
Foreldrar hans
voru Lárus Jak-
obsson, f. 12.10.
1892 í Syðra Tungukoti, A-
Húnavatnssýslu, d. 27.2. 1967 og
Sigríður Jónsdóttir, f. 10.1. 1914
í Öxnatungu, V-Húnavatnssýslu,
d. 12.4. 1999.
Systur Hannesar eru Erla, f.
28.12. 1934, d. 10.12. 1983, Lilja,
f. 26.2. 1937, d. 12.1. 2014, Elín
Birna, f. 2.7. 1947 og Inga Þóra,
f. 31.7. 1949, d. 1.8. 2002.
Hannes giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Sólveigu Sig-
urbjörnsdóttur frá Sauðadalsá í
V-Húnavatnssýslu, 1964.
Börn þeirra eru:
1. Jón Ingi Hannesson, f. 10.7.
1962, sambýliskona hans er Anja
Arai, f. 3.10. 1974. Börn Jóns
Inga frá fyrra sambandi eru:
Hannes Jón Jónsson, f. 23.2.
1980. Eiginkona hans er Harpa
dóttir, f. 26.6. 2006. Barn Hjör-
leifs frá fyrra sambandi er Vikt-
or Sindri Hjörvar, f. 28.1. 1988.
Eiginkona hans er Gabriella Ba-
nic Hjörvar, f. 4.3. 1988. Þeirra
börn eru Sindri Emanuel, f. 2018
og Alisia, f. 2020.
Hannes ólst upp á Leysingja-
stöðum í Austur-Húnavatnssýslu
en flutti 9 ára gamall að Upp-
sölum í Miðfirði, árið 1949. Árið
1959 flutti hann ásamt fjölskyldu
sinni á Óspaksstaði í Hrútafirði,
þar sem hann bjó alla tíð síðan.
Hannes sótti þá menntun sem
í boði var á þeim tíma að
Skeggjastöðum í Miðfirði, en
ungur var hann farinn að stunda
bústörf með föður sínum að
Uppsölum og tók snemma við
búskap á Óspaksstöðum. Með
bústörfum vann hann í mörg ár
við póstdreifingu í Hrútafirði.
Hannes hafði gaman af söng
og var virkur í mörg ár í Kirkju-
kór Staðarkirkju. Einnig var
hann virkur í Veiðifélagi Hrúta-
fjarðarár og sat í stjórn þess
nokkrum sinnum í gegnum tíð-
ina.
Útför Hannesar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 6. janúar
2021, klukkan 13.
Streymt verður frá:
https://www.akraneskirkja.is/.
Virkan hlekk á streymi má
finna:
https://www.mbl.is/andlat/.
Jóhannsdóttir, f.
16.6. 1986. Þeirra
börn eru: Sólveig
Birta, f. 2009, Jó-
hann Úlfur, f.
2011, Jón Jökull, f.
2016.
Andri Valur
Jónsson, f. 3.11.
1983, sambýlis-
kona hans er
Ragnheiður Þórdís
Jónsdóttir, f. 19.11.
1982.
Zahra Inga Jónsdóttir, f.
18.10. 1997.
2. Sigrún Lára Hannesdóttir,
f. 23.2. 1964. Börn hennar eru:
Rúna Björg Hannesdóttir, f.
18.8. 1987, sambýlismaður henn-
ar er Aron Ingi Agnarsson, f.
20.11. 1991, barn þeirra er
Hanna Mjöll Aronsdóttir, f.
2017. Guðjón Þorsteinsson, f.
8.9. 1989, sambýliskona hans er
Ásdís Jónína Halldórsdóttir, f.
13.2. 1995, barn þeirra er Írena
Máney Guðjónsdóttir, f. 2018.
3. Hjörleifur Þór Hannesson,
f. 12.8. 1970, eiginkona hans er
Guðrún Jóhanna Halldórsdóttir,
f. 3.5. 1972. Þeirra börn eru:
Gunnhildur Hjörleifsdóttir, f.
12.11. 2004 og Sólveig Hjörleifs-
Hann pabbi minn er farinn í
sína síðustu ferð og hún liggur
yfir móðuna miklu.
Hann ferðaðist ekki mikið en
hann naut þess að fara um og
sjá hvað menn væru að bardúsa
eins og hann kallaði það.
Hann pabbi minn var fámáll
maður, harður af sér, kvartaði
aldrei og heyrðist aldrei
kveinka sér þótt á móti blési.
Ég lærði af honum að maður
gerir hlutina af því að þess er
þörf, en ekki af því að þeir séu
skemmtilegir. Þó var aldrei
langt í bros og glettur þó svo
hann virkaði þungur á svip.
Þó að hann og mamma væru
ekki alltaf sammála í sinni bú-
skapartíð þá var tryggðin við
hjónabandið og búskapinn allt-
af sú sama; maður hleypur ekki
undan bagga, maður réttir úr
sér.
Ég hef búið erlendis síðustu
20 ár, sem gerði það að verkum
að við sáumst ekki jafn oft og
áður, en þó oftast um sauðburð,
réttir og um jól. Þetta voru
góðar samverustundir og við
tókum upp þráðinn þar sem við
slepptum honum síðast. Geng-
um í verkin saman eins og við
höfum alltaf gert og þau gerð
eftir þínu höfði sem féll mér
nánast alltaf vel. Stundum gat
ég ekki ekki annað en brosað
yfir því að ég, um fimmtugt,
fann fyrir stolti þegar pabbi
minn treysti mér fyrir einföld-
um verkum eins og að bera
áburð á túnin.
Þú markaðir djúp spor í okk-
ur öll, mig og börnin mín
Hannes Jón, Andra Val og
Zöhru Ingu. Djúp spor af virð-
ingu og ástúð til þín sem föður
og afa sem bjó yfir lífsreynslu
sem við skynjuðum og virtum.
Ég sakna þín mikið elsku
pabbi minn og okkar samveru-
stunda. Minning þín mun lifa
áfram í þeim minnismerkjum
sem þú hefur sjálfur reist hér á
Óspaksstöðum.
Jón Ingi Hannesson.
Komið er að kveðjustund. Öll
vitum við hvernig þetta endar
hjá okkur öllum en samt kemur
þetta alltaf á óvart. Pabbi vissi
fyrir víst að það var farið að
húma að kveldi og þrátt fyrir
að eiga alltaf kraft og nýtt líf til
að hefja aftur eftir hvert áfallið
á fætur öðru síðastliðin tvö ár
vissi hann sem var að kveðju-
stundin nálgaðist. En hún kom
fullfljótt eins og hún gerir allt-
af.
Eftir lifa minningar um föð-
ur sem sagði ekki alltaf það
sem honum fannst, tjáði ekki
mikið tilfinningar sínar en
sýndi þær með því að vilja hafa
mann með sér. Ég man kvöld-
ferðirnar sem snáði í fjósið með
mömmu og pabba þar sem ég
lærði, kvöld eftir kvöld, að
syngja Guttavísur. Alla túrana
sem ég sníkti um smala-
mennskur á hnakkkúlunni, sem
var sársaukafullt þægindi en
um leið vel þess virði því ég var
með pabba.
Allar póstferðirnar um sveit-
ina sem við fórum í og öll kaffi-
stoppin heima á bæjunum sem
stóðu til boða og um leið að fá
að kynnast sveitungunum í
gegnum hann.
Pabbi nennti að hafa okkur
krakkana með, ekki bara fyrir
félagsskapinn heldur líka til að
kenna okkur handbrögðin og
ganga úr skugga um að við
gætum ráðið við hlutina því þá
vorum við gjaldgeng til vinnu.
Hann treysti okkur til að sinna
ákveðnum störfum um leið og
við höfðum krafta og vit til.
Hann lagði áherslu á að við
myndum sinna okkar störfum
vel og kenndi okkur metnað til
að standa okkur og láta verkin
tala.
Það er gaman að rifja upp að
við vorum farin að smala með
honum upp úr sex ára aldri,
keyra bíla og dráttarvélar upp
úr átta ára aldri og 12 ára gát-
um við sinnt búinu ef þess
þurfti.
Hann hafði líka gaman af að
kenna okkur það sem hann
undi sér best við; silungsveiði í
vötnum og rjúpnaveiði. Ég var
varla farinn að ganga þegar við
vorum farin að veiða á stöng og
12 ára fór ég með honum í
fyrstu veiðiferðina til að veiða
rjúpur í jólamatinn, hæfilegt
magn, enga ofveiði, nokkuð sem
hefur verið rík hefð síðan.
Þrautseigja pabba í veikind-
um sínum einkenna hvernig
hann hugsaði. Fyrst og fremst
þurfti að sinna búinu, sama
hvernig honum leið, og hann
kappkostaði að ná bata síðast-
liðið vor til þess að hann kæm-
ist heim í sauðburð og heyskap.
Það gekk því miður ekki eft-
ir. Pabbi var fyrst og síðast
bóndi, hafði gaman af dýrum og
þeim störfum sem fylgja bú-
störfum. Hápunkturinn hjá
honum í þeim störfum voru
göngur og réttir. Uppi á heiði
með góða sveitunga og góða
hesta undi hann sér best og
nóttin í gangnaskálanum var
best ef lítið var sofið en mikið
sungið.
Elsku pabbi, sumarlandið
hefur fengið öflugan bónda til
sín og þangað til að við hitt-
umst á ný treysti ég á að söng-
urinn ómi á heiðinni þar.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hjörleifur Þór.
Með ólýsanlegum söknuði
kveð ég elsku afa, minn allra
einasta.
Við afi áttum alveg einstakt
samband, þurftum yfirleitt bara
að horfa hvort á annað og þá
vissum við hvað hitt var að
hugsa. Mér er svo minnisstæð
ein réttarhelgin, það var fullt
út að dyrum á Óspaksstöðum
vegna ættingja og vina sem
komu til að aðstoða í göngum
og réttum.
Mig vantaði bara smá frið
þannig að ég fór og settist inn í
herbergið mitt. Kom hann þá
inn til mín stuttu seinna, settist
á rúmið og andvarpaði. Þá
læddist að okkur báðum bros,
því við vorum nefnilega bæði að
fela okkur.
Bara til að fá augnablik í ró
og næði. Svo sátum við bara, í
þögninni.
Afi var ekki maður margra
orða og þess vegna þótti honum
gott að vera í kringum dýrin
sín, hann þurfti ekki að halda
uppi samræðum við þau. Það
var svo einstakt að sjá hvað
kindurnar urðu uppveðraðar
þegar hann kom inn í fjárhúsin.
Jú, þær vissu að nú væri mat-
artími, en það var svo greini-
legt að þær voru líka glaðar að
sjá hann. Ég kallaði hann alltaf
„kindahvíslarann“, hann gat
klappað og knúsað þær kindur
sem voru vanalega svo styggar
að þær litu ekki einu sinni á
mig.
Ég var svo heppin að fá að
alast upp á Óspaksstöðum hjá
ömmu og afa. Afi var ekki bara
afi minn, hann ól mig upp að
miklu leyti, var vinur minn, var
mín föðurímynd. Ég er Hann-
esdóttir í dag vegna hans, ég
vildi ekki vera neitt annað.
Afi var mér svo dýrmætur,
eini afinn sem ég átti. Það
verður erfitt að fylla tómarúm-
ið innra með mér. Að ég geti
ekki lengur hringt í hann þegar
Hanna er sofnuð á kvöldin og
við segjum hvort öðru hvað við
gerðum yfir daginn. Þótt ekk-
ert væri að frétta þá var þetta
bara fastur liður hjá okkur. Ef
ég tafðist eitthvað með að
hringja, þá hringdi hann í mig
til að athuga af hverju ég væri
ekki búin að hringja í hann.
Síðastliðið ár var langt og
strembið fyrir afa en ég verð að
eilífu þakklát fyrir tímann sem
við fengum saman. Ég gerði
mitt besta í að vera til staðar
fyrir hann á meðan hann gerði
sitt besta til að ná aftur heilsu.
Ómetanleg samvera.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Rúna Hannesdóttir.
Afi minn og nafni Hannes
Lárusson bóndi á Óspaksstöð-
um er látinn. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að eyða
miklum tíma æsku minnar í
Hrútafirðinum hjá honum og
ömmu og minnist hans fullur af
þakklæti.
Afi bar ekki tilfinningar sín-
ar né skoðanir utan á sér, hann
var maður fárra orða og oft var
erfitt að átta sig á hvað honum
fannst um menn eða málefni.
Hann talaði ekki illa um nokk-
urn mann en var að sama skapi
lítið í því að hlaða menn lofi. Ef
hann virkilega hreifst af ein-
hverju svo að aðrir tækju eftir
voru það helst skepnur.
Ég held og vona að hann hafi
verið stoltur af ævistarfi sínu,
uppbyggingunni heima á
Óspaksstöðum, börnunum sín-
um þremur og búskapnum.
Heimurinn sem tók á móti hon-
um og hann ólst upp í hentaði
honum, að ég held, miklu betur
en sá heimur sem hann kvaddi
nú á milli jóla og nýárs. Hann
var hreinræktaður íslenskur
sauðfjárbóndi af gamla skólan-
um og því hlutverki sinnti hann
af lífi og sál án þess að velta
því eitthvað frekar fyrir sér.
Nægjusemi, dugnaður og
þrjóska eru orð sem lýsa hon-
um og hans lífi ágætlega. Hann
hafði gaman af því að ríða út og
fara til veiða en það var samt
eins og honum fyndist að það
sem hann gerði þyrfti alltaf að
vera til einhvers gagns og hann
hafði afar takmarkaðan skiln-
ing á því sem hann kallaði
endalaust flandur mitt inn á
Holtavörðuheiðina í algjöru til-
gangsleysi, öðru en bara til
þess að njóta. Munurinn á
hugsunarhætti kynslóða okkar
kom þar mjög skýrt fram.
Hann var ekki mikill á velli
en ótrúlega hraustur og þrótt-
mikill þangað til allra síðustu
árin, rúmt síðasta árið dvaldi
hann á mismunandi sjúkra-
stofnunum og mikið sem mér
fannst það eiga illa við hann.
Ég hefði óskað honum þess að
draga síðasta andardráttinn við
bústörf heima á Óspaksstöðum,
klæddur lopapeysu í kvöldsól.
Afi og amma á Óspaksstöð-
um hafa alltaf verið festan í
mínu lífi, ræturnar og burð-
arbitarnir, þar hefur maður
getað gengið að öllu vísu, hjá
þeim hefur alltaf allt bara verið
eins og það er og umfram allt
eins og það var, það hefur verið
mér ómetanlegt og fyrir það
verð ég ævinlega þakklátur.
Ég held að afi minn hafi
kvatt þetta líf eins sáttur og ís-
lenskur sauðfjárbóndi getur
orðið og ég er nokkuð viss um
að hann kvaddi áhyggjulaus,
held að hann treysti okkur sem
eftir erum til þess að sjá um
það sem ég held að honum hafi
verið kærast; ömmu, Óspak-
sstaðina og fylgjast með veð-
urskeytunum.
Með þakklæti og söknuði
óska ég nafna mínum góðrar
ferðar.
Hannes Jón Jónsson.
Á jóladagskvöld bárust okk-
ur þær fréttir að góðvinur fjöl-
skyldunnar, Hannes Lárusson,
væri fallinn frá.
Steinunn María frænka mín
var örlagavaldur í mínu lífi
þegar hún bauð mér í heimsókn
norður í Brú 1982. Árið eftir
var ég aftur kominn í Brú.
Ekki leið á löngu, þrátt fyrir
gott atlæti hjá frænku, þar til
hugur minn leitaði til næsta
bæjar við Brú, þetta voru
Óspaksstaðir þar sem Hannes
Lárusson og Sólveig Sigur-
björnsdóttir bjuggu. Þarna var
mikið líf, krakkar, hestar og
mikið um að vera sem heillaði
10 ára pjakk. Úr varð að ég
endaði á Óspaksstöðum þetta
sumarið. Þarna kynntist ég
þessari fjölskyldu sem hefur
fylgt mér og seinna meir minni
fjölskyldu síðan. Þau eru okkur
öllum dýrmæt tengslin sem
hafa myndast í gegnum tíðina,
dætur mínar fengu þarna ann-
að sett af ömmu og afa. Hannes
var vinnusamur bóndi sem
gerði hlutina eftir sínu höfði og
venjulega var engu breytt af
samferðamönnum sem hann
hafði ákveðið enda stundaði
hann sinn búskap af myndar-
brag. Ég lærði margt undir
öruggri stjórn Hannesar bæði í
leik og starfi. Smölun, heyskap-
ur, sauðburður, silungsveiði,
berjamór, flagvinna, girðingar-
vinna, umgengni um vélar,
skotveiði, hestamennska og
akstur ökutækja; allt var þetta
ævintýraheimur fyrir 10 ára
strák. Sauðburður og réttir
hafa verið órjúfanlegur hluti af
tilverunni frá 1982 hjá mér og
fyrir börnunum mínum hefur
þessi tími verið eins og jólin,
alls ekki síðri. Þarna náðu dæt-
ur mínar tengingu við lífið í
sveitinni og tengdust störfum í
sauðburði og réttum með
Hannesi og Sollu.
Þegar ég lagðist á koddann á
jóladagskvöld komu minning-
arnar um Hannes á færibandi,
þær sterkustu voru þó safnið
að koma af fjalli og Hannes á
Tígli, lykt af slægju eldsnemma
að morgni, pípulykt, veiði í
Holtavörðuvatni og söngur í
gangnamannaskálanum þar
sem Hannes var í sínu rétta
umhverfi. Hann hafði alltaf
áhuga á ökutækjum og fyrr á
tíð ferðaðist hann stundum
hratt. Heimsókn okkar á
byggðasafnið á Skógum er mér
minnisstæð, sérstaklega var
gaman að skoða söguna með
Hannesi og Sollu, sem upplifað
höfðu megnið af því sem fyrir
augu bar á safninu. Seiglan og
dugnaðurinn, seiglan kom vel í
ljós nú í seinni tíð. Það var eins
og hann ætti níu líf; þrátt fyrir
að Ferguson keyrði yfir hann
eða veikindi steðjuðu að reis
hann alltaf aftur og var ótrú-
lega fljótur að mæta í fjárhúsin
á nýjan leik, þetta var maður
sem hljóp og smalaði það sem
við smölum akandi í dag.
Hannes hafði sterkar skoð-
anir og var alltaf vel inni í því
sem var að gerast í þjóðfélag-
inu, hann skákaði manni venju-
lega þegar kom að þjóðfélags-
umræðu líðandi stundar og
þekkti söguna vel. En umfram
allt þá var hann sterkur kar-
akter.
Við fjölskyldan eigum fullt af
góðum minningum frá Óspak-
sstöðum og góðum samveru-
stundum sem við geymum í
hjarta okkar.
Takk kæri vinur fyrir sam-
ferðina, þín verður sárt saknað.
Elsku Solla, Hjölli, Rúna,
Jón Ingi, Lára og fjölskyldur,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jónmundur Gunnar
Guðmundsson
og fjölskyldan
Dynskógum 11.
Hannes Lárusson