Morgunblaðið - 06.01.2021, Page 16

Morgunblaðið - 06.01.2021, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 ✝ Anna Hall-grímsdóttir fæddist á Helgu- stöðum í Helgu- staðahreppi 7. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð 27. des- ember 2020. For- eldrar hennar voru Hallgrímur Stef- ánsson, f. 1885, d. 1923, og Sveinlaug Helgadóttir, f. 1886, d. 1971. Systkini Önnu voru Ari Þórir, f. 1910, d. 1989, Guðný Stefanía, f. 1913, d. 1943, Gunnar Valgeir, f. 1915, d. 2008, Helga Þuríður, f. 1919, d. 1938, og Óli Ríkharð, f. 1923, d. 1941. Anna giftist eiginmanni sínum Einari Kristjánssyni, f. 1912, d. 1994, hinn 15. maí 1937. Börn þeirra eru: 1) Halla, f. 1941, maki Gunnar Hjaltason, f. 1942. Börn: Anna Ragnheiður, f. 1964, Hjalti, f. 1969, og Sturla, f. 1971. Barna- börn: Gylfi, Laufey, Arnbjörg Bára, Viktor, Emelia, Sigurd, Stefanía, Ásta María og Ólafur Guðmundur. Barnabarnabörn: Ísey Hrefna, Anna Guðný, Júl- íanna Líf, Glóey, Fanndís Harpa, Alfred, Nikoline Diljá og Natalia Malen. 2) Ríkharð, f. 1942, maki Óla Hvanná. Haustið eftir fór Anna sem vinnukona í Landsbankann og þar fór svo að einn banka- starfsmaðurinn og hún renndu hýru auga hvort til annars sem endaði með trúlofun hennar og Einars Sveins Kristjánssonar, hún 16 og hann 21. Þau giftu sig 15. maí 1937. Þau eignuðust fyrsta bílinn 1955 og eftir það voru ferðalög tíð um allt Ísland og 1964 var fyrsta utanlands- ferðin farin. Eftir það var ekkert sem stöðvaði ferðaáhuga hjónanna og ferðalög urðu fastur þáttur í þeirra lífi. Anna var ein af stofnendum slysavarnadeildarinnar Haf- rúnar 1933, þá 16 ára gömul, og var hún gerð að heiðursfélaga. Anna og Einar byggðu húsið Einarsstaði og fluttu þar inn 1944 og bjó Einar þar það sem hann átti eftir ólifað. 1999 flutti hún á neðri hæðina í Svínaskála- hlíð 15, var þar til 2006 þegar hún festi kaup á íbúð í Melgerði 13 Reyðarfirði. Árið 2013 flutti hún svo í Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð þar sem hún bjó til æviloka. Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju 6. janúar 2020 klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Streymt verður beint frá athöfn- inni á Facebook-síðunni Eski- fjarðarkirkja. https://www.facebook.com/ eskifjardarkirkja/. Virkan hlekk á streymi má finna: https://www.mbl.is/andlat/. Björk Ingvars- dóttir, f. 1942. Börn: Guðný Anna, f. 1964, Einar Ísfeld, f. 1969, Ingvar, f. 1970, Lára, f. 1970, og Telma, f. 1972. Barnabörn: Víðir Ís- feld, Anton Friðrik, Aldís María, Hrafn- hildur Freyja, Aron Sölvi, Sandra Björk, Kolbrún Þóra, Birg- itta Dröfn, Sesselja Ósk, Emma Rós, Ríkey Anna, Rakel Ösp, Jó- hann Geir og Hólmfríður Björk. Barnabarnabörn: Hallvarður Einar, Kristín Tinna, Móheiður, Máney Björk, Esjar Sverrir og Hrafntinna Marín. 3) Guðný, f. 1948, maki Andres Gunnlaugsson, f. 1947. Börn: Lilja, f. 1972, og Einar, f. 1976. Barnabörn: Andres Viðar, Birg- itta, Guðný Edda og Benedikt Alex. Anna ólst upp á Helgustöðum til sex ára aldurs og flutti til Eskifjarðar með móður sinni eft- ir andlát föður síns. Innan við fermingu var hún send í vist og 16 ára varð hún vinnukona hjá Rögnu og Jóni bakara og það fannst henni sem besti hús- mæðraskóli sem hún bjó að alla ævi. Sumarið eftir lá leiðin upp á Jökuldal sem kaupakona að Stundum höfum við leitt hug- ann að þeirri staðreynd að tími Önnu ömmu myndi koma en eftir því sem árin með henni urðu fleiri og minningarnar betri vorum við bara ekkert svo viss um það að hún myndi kveðja á næstunni 103 ára gömul. Alla mína grunnskólagöngu þegar Anna amma og Einar afi bjuggu á Lambeyrarbrautinni fór ég ósjaldan í hádegismat til þeirra, enda bjuggu þau stein- snar frá grunnskólanum á Eski- firði. Þetta voru gæðastundir sem ég átti með þeim ömmu og afa og einnig Ara bróður ömmu en hann var daglegur gestur í há- degismat hjá ömmu. Lambeyrar- braut 2 var mitt annað heimili æskuárin og undi ég mér vel þar. Fyrsta utanlandsferð okkar systkina (Einar og Lilja) var um sumarið 1986 en þá buðu Anna amma og Einar afi okkur með til Færeyja með Norrænu. Það var óskaplega gaman fyrir pjakk eins og mig að fá að fara til útlanda og það með ömmu og afa en þau voru veraldarvön og höfðu gam- an af því að ferðast. Eftir að við Sandra fluttum til Danmörku heyrðum við reglu- lega í ömmu í gegnum síma. Það var þó sérstaklega skemmtilegt símtalið hinn 7. ágúst 2003 þegar ég hringdi í ömmu til að segja henni að hún hefði fengið litla stúlku í afmælisgjöf, en Birgitta okkar fæddist einmitt á afmæl- isdegi Önnu ömmu. Þær Birgitta áttu alltaf alveg sérstakt sam- band sem einkenndist af kær- leika og virðingu. Þær voru ófáar veislurnar sem þær stöllur héldu og buðu ættingjum að koma og fagna með sér. Afmælisóskir þeirra voru oft af sama meiði enda óskuðu þær sér þess alltaf að fá föt. Þær elskuðu báðar að vera fínar. Ein eftirminnilegasta veislan var haldin í Vöðlavík, þá tókum við með okkur nesti og eyddum deginum í allsherjar fjöruferð með tilheyrandi sulli, hlátri og gleði. Hún Anna amma var einstök kona, hún átti næga hlýju í hjarta sér fyrir sérhvert barn. Hún var afar hrifin af öllum afkomendum sínum og við fjölskyldan vorum svo heppin að fá að eyða mörgum skemmtilegum stundum með henni. Okkur fannst gaman að sækja hana og fá hana í heimsókn til okkar, þá kom hún og gisti hjá okkur yfir helgi. Hún settist oft- ast í stól í stofunni og óskaði strax eftir því að fá eitthvert verkefni eins og það að brjóta saman þvottinn eða spila við krakkana. Guðný Edda hafði mikið dálæti á því að spila við ömmu enda vann hún ömmu sína iðulega. Anna amma sat aldrei auðum höndum, því hún notaði sérhvert tækifæri til að grípa í prjónana. Hún sá svo sannarlega til þess að engum yrði kalt á fingrum eða tám. Amma spjallaði mikið við krakkana og forvitnað- ist um það hvað þau væru að bar- dúsa alla daga. Hún sagði þeim sögur frá gömlum tímum og minnti þau á mikilvægi þess að vera duglegur að lesa og skrifa. Síðustu ár höfum við verið reglu- legir gestir á Hulduhlíð til að heimsækja ömmu, þar tók hún alltaf vel á móti okkur, sýndi okk- ur gamlar myndir, gaf okkur kon- fekt og leyfði Benedikt Alex að nota göngugrindina sem kapp- akstursbíl. Okkur þótti öllum ósköp vænt um þessu dásamlegu konu og henni þótti svo vænt um okkur. Hvíldu í friði elsku amma, við munum sakna þín mikið. Einar, Sandra og börn. Elsku amma. Tíminn þegar ég var yngri á Einarsstöðum rifjar bara upp góðar minningar, bobb- spilið í kjallaranum, allar góðu kökurnar og dönsku Andrés önd- blöðin. Ég man líka eftir steins- lípivélinni sem stundum var í gangi heilu sólarhringana. Þegar ég var 13 ára tók ég 8. bekk á Eskifirði og var þá hjá ömmu og afa á Einarsstöðum og ekki var langt í skólann. Það var alltaf fyrsta mál, eftir að við fluttum til Danmerkur, að koma og heim- sækja þig þegar við komum til Ís- lands. Og takk fyrir allar ullar- flíkurnar sem þú ert búin að prjóna á mig og mína í gegnum tíðina, þær hafa vermt okkur alla tíð, eins og minningin um þig mun gera. Elsku besta amma, takk fyrir góðan tíma og góðar minningar. Sturla Gunnarsson. Elsku besta amma mín, lang- stærsta fyrirmynd mín í lífinu. Takk fyrir allt, takk fyrir að kenna mér að prjóna, takk fyrir að kenna mér að tína ber og njóta náttúrunnar, takk fyrir að kenna mér að rækta garðinn, takk fyrir að kenna mér æðruleysi. Takk fyrir að reyna að kenna mér að steikja kleinur og búa til slátur, og takk fyrir að kenna mér að baka pönnukökur. Takk fyrir allar útilegurnar, lautarferðirnar og sumarbú- staðaferðirnar. Takk fyrir öll skemmtilegu jólaboðin. Takk fyrir að passa mig þegar ég var lítil og síðar börnin mín eftir að þau fæddust. Takk fyrir að vera alltaf svona fín, flott og umfram allt glöð og kát og þakklát því sem lífið hafði upp á að bjóða. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku amma, takk og góða ferð. Anna Ragnheiður (Anna Heiða). Elsku langamma. Þakklæti er það fyrsta sem okkur kemur í huga, sitjandi hér að skrifa minn- ingargrein um þig langamma okkar, við á aldrinum 24-33 og öll orðin foreldrar. Vonandi erfum við eitthvað af langlífi þínu í gegnum genin þín, en einnig get- um við lært af jákvæðninni, lýs- isinntöku og ástríku hjónaband- inu sem þú talaðir oft um. Þú hefur verið okkur svo kær í gegnum árin, og minningarnar eru óteljandi sem við eigum um þig. Þú varst ávallt höfðingi heim að sækja, og stundum þótti okk- ur nóg um þegar þú hafðir staðið í 40 mínútur og borið fram allar kræsingarnar úr ísskápnum án þess að við næðum að setjast nið- ur saman og spjalla. Það var í raun ekki fyrr en í Hulduhlíð sem það róaðist hjá þér í uppvaskinu og við gátum spjallað almenni- lega saman. Sterkasta minningin hjá okk- ur öllum eru þau skipti sem við fórum í berjamó með þér fyrir of- an bæinn, komum heim með af- raksturinn og fengum okkur ber með rjóma og nóg af sykri. Ásamt því að spila rommý dag- inn út og inn, með rás eitt í bak- grunninn. Það er mjög minnisstætt þeg- ar Abba fékk að gista í Svína- skálahlíð rétt fyrir jólin. Skórinn var settur út í glugga á efri hæð- inni og um morguninn vaknaði hún með tvær gjafir í þetta sinn; eina í skónum í glugganum og aðra í skónum í anddyrinu. Við skildum ekkert hvað jólasveinn- inn var að rugla þessa nóttina og töluðum oft um þennan misskiln- ing hjá honum. Þú varst alltaf svo gjafmild, það eru ótal margir sokkar, tusk- ur og alls konar handverk sem þú hefur gefið okkur gegnum tíðina. Það varst alltaf svo lagin í hönd- unum fram á síðasta dag, sama hvað það var. Það er búið að vera gaman að geta heimsótt þig á Hulduhlíð, fá hlýjar móttökur og rúnt um gangana. Það vakti mikla lukku hjá yngstu kynslóð- inni. Við kveðjum þig með hlýhug og þakklæti. Þú ert nú loksins komin til langafa, 26 árum eftir að hann fór, sem þú elskaðir svo heitt og hlakkaðir alla tíð til að hitta aftur. Stelpurnar okkar munu muna eftir þér í gegnum minningar og ljósmyndir enda ekki margir sem eiga langalang- ömmu. Hvíl í friði elsku amma og góða ferð. Gylfi Frímannsson, Laufey Frímannsdóttir, Arnbjörg Bára Frímannsdóttir. Þegar flutt er á ókunnan stað þar sem engin elsku mamma er fyrir getur reynst erfitt að ná Anna Hallgrímsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, THEÓDÓRA ÓLADÓTTIR frá Siglufirði, lést á heimili sínu, hjúkrunarheimilinu Mörk, á aðfangadag. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dagný Ásgeirsdóttir Jens Matthíasson Signý Höskuldsdóttir Inga Óladóttir Sverrir Björnsson Ásgeir Óli, Benedikt Óliver Okkar ástkæri SVERRIR GUNNARSSON skipasmíðameistari, Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 1. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 14. janúar klukkan 13 og í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Kristrún Stefánsdóttir Inga María Sverrisdóttir Guðfinnur Einarsson Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Bjarni Bjarnason Marteinn Sverrisson Margrét Halldórsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÓBERT ÓLAFUR GRÉTAR MCKEE kennari, Klukkubergi 18, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning Sorgar- miðstöðvarinnar, banki 0513-26-009753, kt. 521118-0400. Hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat Helga Margrét Sveinsdóttir Anton Sveinn McKee Karitas Irma McKee Högni Grétar Kristjánsson Arnar Róbertsson Marín Ólafsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, afi, stjúpi og tengdafaðir, HELGI JÓHANN KRISTJÁNSSON, Hólagötu 39, Njarðvík, lést á heimili sínu að morgni 30. desember. Kristjana Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn G. Jóhannsson Kristrún Ólöf Sigurðardóttir Sigríður Linda Helgadóttir Sunna Rós Helgadóttir Þórunn Maggý Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR GUÐNADÓTTIR garðyrkjubóndi, Skrúð, Reykholtsdal, lést sunnudaginn 27. desember. Útför hennar fer fram í Reykholtskirkju föstudaginn 8. janúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á www.kvikborg.is Sigfús Kristinn Jónsson Einar Guðni Jónsson Josefina Morell og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐLAUGSDÓTTIR, áður Gullsmára 8, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi laugardags 19. desember. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 8. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni https://youtu.be/ztdC6wt6jwY Alúðarþakkir til starfsfólks Grundar fyrir einstaka umhyggju og umönnun. Ásgeir Grétar Sigurðsson Þorgerður Gunnarsdóttir Gunnlaugur Sigurðsson Sólveig Edda Bjarnadóttir Anna Dóra Sigurðardóttir Hafliði Magnús Guðmundsson Þrándur Sigurðsson Rakel Guðmundsdóttir og fjölskyldur Ástkær bróðir okkar, GUÐMUNDUR ÍVARSSON ANDERSEN, fv. rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni og Snigill, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 1. janúar. Ingibjörg Ívarsdóttir Erla Ívarsdóttir Gretar Ívarsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.