Morgunblaðið - 06.01.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.01.2021, Qupperneq 17
áttum. Blessuð börnin eru þó oft- ast fljót að finna nýja vini. Það var mitt lán að þar var Anna Hallgrímsdóttir, sem nú hefur horfið til annarra heima. Það var einmitt á afmælisdaginn hennar 7. ágúst 1976 sem ég og fjöl- skylda mín urðum nágrannar þeirra Önnu og Einars Krist- jánssonar á Lambeyrarbraut- inni á Eskifirði. Seint og snemma voru þau tilbúin að rétta okkur hjálparhönd árin ell- efu sem við vorum í næsta húsi við þau og það verður aldrei full- þakkað. Anna var fædd og uppalin á Eskifirði og hafði ætíð átt sitt heimili þar. Eftir lát Einars tók hún sig upp og flutti yfir Hólmahálsinn og satt að segja kom það mér og mörgum öðrum á óvart. Á Reyð- arfirði keypti hún sér notalega íbúð í blokk og undi þar vel um tíma eða þangað til að hún flutti aftur til Eskifjarðar á dvalar- heimilið Hulduhlíð þegar það var opnað. Það var notalegt að heim- sækja Önnu hvar sem hún bjó, hún tók ætíð vel á móti okkur og alltaf bar hún sig vel og var glöð og hress. Það var ánægjulegt að vera gestur í fjölmennri veislu á 100 ára afmælisdegi hennar. Þar tók hún á móti gestum kát, fín og flott og leit út eins og sjötug væri. Við hittumst í síðasta sinn sl. sumar daginn eftir að hún varð 103 ára. Veiran stjórnaði þeirri heimsókn eins og öllum samskiptum fólks á liðnu ári. En við fengum að hitta hana. Hún sat inni í stofu sinni en við úti á veröndinni hennar öll dúðuð teppum. Enn bar hún sig vel og gladdist með okkur yfir að hitt- ast skamma stund. Starfsstúlka opnaði dyrnar aðeins svo við gát- um talað saman en ekki máttum við þiggja konfektmola hjá henni og það þótti henni leitt. En marga góða mola hef ég þegið hjá henni vinkonu minni frá okk- ar fyrstu kynnum. Mér þótti vænt um hve vel þær náðu saman, nöfnurnar Anna og móðir mín, sem kom stundum að sunnan í heimsókn og til aðstoðar við okkur fjöl- skylduna. Þær voru mér elsku Anna og elsku mamma. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vináttu Önnu og fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við Bogi sendum Höllu, Rík- harði, Guðnýju og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Önnu Hallgrímsdóttur. Elsa Petersen. Anna Hallgríms og fólkið hennar á Einarsstöðum hafa verið hluti af lífi mínu síðan ég fyrst man eftir. Ég lagði snemma leið mína á stuttum fót- um út Mölina, upp með Lamb- eyraránni og yfir gömlu tré- brúna til þess að hitta leiksystur mína Guðnýju. Við lékum okkur úti og inni undir verndarvæng Önnu. Í minningunni var hún alltaf glöð og í góðu skapi. Ef vit- leysan í okkur keyrði úr hófi var kannski sagt í sposkum tón: Þetta er viskulegt. Í garðinum uxu rifsberjarunn- ar. Okkur stöllum þóttu rifsberin herramannsmatur þótt græn væru. Og Anna sagði glettnis- lega: Bannsettir fuglarnir éta öll rifsberin af trjánum mínum. Það er ekkert eftir þegar ég ætla að fara að gera sultu. Þetta dugði. Við sáum rifsberin í friði eftir það. Eitt af því sem ég dáðist að í fari Önnu er hvað hún talaði blæ- brigðaríkt og fallegt mál. Ég þekki engan sem talar fallegri ís- lensku en hún gerði. Hikorð, tafs eða hálfar setningar komu aldrei úr hennar munni. Anna kynntist sorginni ung. Þegar hún var sex ára fórst faðir hennar, Hallgrímur Stefánsson, ásamt þremur öðrum með mb. Kára frá Helgustöðum. Móðir hennar, Sveinlaug Helgadóttir, stóð ein eftir með sex börn. Báðar systur Önnu dóu í blóma lífsins úr berklum og bróðir hennar dó ung- ur á sóttarsæng. Á efri árum auðnaðist henni betri heilsa og lengra líf en flest- um. Hún hélt heimili til 97 ára aldurs en þá fluttist hún í Huldu- hlíð á Eskifirði. Þar tók hún á móti gestum og gangandi í fallegu herbergi með útsýni til Bleiksár- fossa, þokkafull og tíguleg, fal- lega klædd og fín um hárið og oft- ast með eitthvað handa yngstu kynslóðinni á prjónunum eða heklunálinni. Þegar mig langaði, í seinni tíð, að vita eitthvað um gamla daga á Eskifirði, gömul vinnubrögð eða þjóðhætti var lausnin alltaf sú sama: Ég spyr Önnu. Það var orð- ið svo margt sem enginn vissi nema hún. Ullarnærbolirnir úr prjónavél- inni hennar Önnu vörðu mig fyrir vetrarkuldanum öll mín bernsku- ár. Ég óx upp úr bolunum en yl- urinn fylgir mér alla tíð. Að leiðarlokum vil ég þakka okkar löngu kynni, allt frá því að hún benti mér ungri á hvað væri viskulegt – eða hitt þó heldur, til þess er hún fagnaði mér með kaffi og konfekti í kóf-uppstyttunni í sumar. Guðnýju, Höllu, Ríkharð og fjölskyldum þeirra sendi ég sam- úðarkveðjur. Sigurborg Hilmarsdóttir. Hátíð ljóssins og áramótin gera tilfinningar gjarnan litríkari og kalla m.a. fram það fegursta og gæfuríkasta sem borið hefur við á lífsleiðinni. Meðal þess eru kynn- in af samferðamönnum sem vöktu í brjósti hugrenningar um gleði og stolt. Ein þeirra sem sam- fylgdin gaf var Anna Hallgríms- dóttir brosmild og hlý. Þar fór vönduð kona og verklagin. Næm á það sem háleitt var og fagurt. Hógvær miðlaði úr djúpri for- tíð og þar af mörgu að taka. Þar á meðal manngæsku og trúfesti. Yfirlætislaus lagði hún samtíð sinni til staðfestu, styrk og rétt- sýni og slíkir máttarstólpar hverju samfélagi kjölfesta. Vand- fýsin valdi hún það besta úr and- legum sjóðum en lét sér fátt um annað finnast. Anna fyllti öldina í aldri og gott betur. Gerði það að hætti örlátrar húsmóður sem fagnaði gestum innilega sem að garði komu. Veg- leg samkoma haldin í safnaðarsal Eskifjarðarkirkju og vel veitt. Hún hænd að góðri tónlist og sótti eftir föngum tónleika og samkomur. Æskan henni hug- leikin og fylgst grannt með fram- vindu. Anna bar sig alla tíð vel, falleg kona og bjó reisn yfir. Unni sínu samfélagi og gladdist yfir öllum umbótum mannlífi og framþróun til hagsbóta. Hún eignaðist bless- unarríkt líf, átti góða að og góðri heilsu að fagna. Síðustu árin hlaut hún kærkomið athvarf í Huldu- hlíð. Þar leið henni vel og naut að- hlynningar eins og best gerist. Aðeins ár liðið síðan hún rómaði aðbúnað allan á því góða heimili og gæfu sína að fá þess notið. Það sem hún saknaði helst var: „að hafa ekki nóg fyrir stafni“. Enn þyrsti lófana í verkefni og fingurgómarnir enn ótrúlega fim- ir þrátt fyrir að hafa skilað drjúgu dagsverki. Hún vildi sannarlega sínum og sínu samfélagi allt hið besta. Þakklátur kveð ég hana og sendi ástvinum og vinum innileg- ar samúðarkveðjur. Guð blessi þá gjöf sem hún var. Davíð Baldursson. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 ✝ Haraldur Júl-íusson fæddist á Akureyri 18. októ- ber 1951. Hann lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 27. desem- ber 2020. Foreldrar hans voru Júlíus Bogason og Hrafn- hildur Finnsdóttir, bæði látin. Har- aldur var næst- yngstur sex systk- ina: Vilborg látin, Finnbogi Brynjar látinn, Jónína Guðný látin, Svandís búsett í Ástralíu og Stefán búsettur á Akureyri. Haraldur giftist Halldóru Ei- ríksdóttur 21. janúar 1971, börn þeirra eru: 1) Eiríkur, f. 28. apr- íl 1970, sonur hans Sigfús Orri, f. 22 febrúar 2001. 2) Júlíus, f. 28. apríl 1970, d. 27. mars 1996. 3) Hrafnhildur, f. 29. júlí 1975, gift Elvari Thorarensen, börn þeirra Alexandra Ýr, f. 13. október 1994, Júlíus Fann- ar, f. 24. júní 1998, og Elvar Hólm, f. 29. apríl 2004. Haraldur lærði húsasmíði í Iðn- skólanum á Ak- ureyri og starfaði við það allt þar til heilsan brást. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. janúar 2021, klukkan 13.30 Sökum aðstæðna verða að- eins nánustu ættingjar við- staddir en hægt verður að horfa á Jarðarfarir á Akureyrarkirkju – Beinar útsendingar. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/yybfk6f4/. Hægt er að nálgast virkan hlekk á streymið á: https://www.mbl.is/andlat/. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að pabbi, Haraldur Júl- íusson, sé látinn aðeins 69 ára að aldri. Pabbi barðist hetjulega við erfiðan lungnasjúkdóm og þurfti að lúta í lægra haldi fyrir honum 27. desember síðastliðinn. Pabbi var frábær hlustandi og minn helsti stuðningsmaður sem sýndi áhuga á öllu sem ég gerði. Við gátum rætt saman svo tím- unum skipti um allt milli himins og jarðar og aldrei skorti okkur umræðuefni. Pabbi var húsa- smíðameistari og eru þau ófá hús- in á Akureyri sem hann byggði. Þau hús ræddum við oft þar sem pabbi deildi áhugamáli mínu um byggingarstíl og fallega innréttuð hús. Hann studdi okkur systkinin og ráðlagði okkur og aldrei kom maður að tómum kofunum, hvort sem það var varðandi fram- kvæmdir, hönnun, fatastíl eða annað, enda hafði hann sterkar skoðanir sem hann lá ekki á. Það var einn af hans sterku kostum að þú vissir alltaf hvar þú hafðir hann. Hann var hreinn og beinn og heiðarlegri mann var ekki hægt að finna. Í seinni tíð bjuggu foreldar mínir hjá okkur hjónum og er sá tími ómetanlegur fyrir okkur öll. Aldrei slettist upp á vinskapinn og sambúðin gerði það að verkum að tengslin okkar á milli urðu enn sterkari þótt þau væru sterk fyrir. Börnin mín eru heppin að hafa bú- ið í nánum samskiptum við for- eldra mína og munu þau tengsl aldrei rofna. Pabbi var mikill og einstaklega góður golfspilari og meðlimur í Golfklúbbi Akureyrar allt til enda. Allir hér í denn þekktu pabba og eins og einn skólabróðir minn sagði eitt sinn þegar hann frétti að Halli Júll, eins og hann var kall- aður, væri pabbi minn: „Hann er legend.“ Þegar heilsan var farin að daprast og pabbi var kominn með súrefni þá gafst hann ekki upp heldur fékk sér golfbíl því í golf skyldi hann fara. Golfklúbbur Akureyrar hefur því nú misst góð- an félaga úr sínum röðum. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég hef fulla trú á að nú sért þú kominn á teig á fallegum golfvelli með Júlla bróður og rauð- vín í hendi. Þar tekur þú á móti okkur hinum þegar okkar tími kemur. Þín dóttir, Hildur. Afi minn og ein af mínum helstu fyrirmyndum hefur nú kvatt þennan heim. Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt um afa Halla og hversu mikil áhrif hann hefur haft á mig. Ég hef alltaf átt góð tengsl við afa og á yngri árum vaknaði áhugi hjá mér á golfi, þar sem afi var mikill golfspilari og var hann einn sá besti sem ég veit um, þrátt fyrir veikindi fór hann samt í golf og lét ekkert stoppa sig. Hann keppti á mótum og þrátt fyrir að vera með slæman lungnasjúkdóm vann hann langoftast öll þau mót sem hann tók þátt í, eða eins og hann orðaði það: „rústaði þeim“! Afi gafst aldrei upp og hefur hann kennt mér að gefast aldrei upp á því sem ég vil gera. Ég var svo heppin að afi og amma áttu heima hjá okkur um stund á neðri hæðinni svo alltaf gat ég kíkt niður í kaffi og rætt um daginn og veginn. Alltaf gat ég leitað ráða hjá afa ef eitthvað bját- aði á, afi var alltaf hreinskilinn og sagði manni alltaf það sem honum fannst. Hann var alltaf góður og á ég eftir að sakna þess að heyra sögunar hans, hann átti svo marg- ar góðar sögur að segja. Afi Halli lét gott af sér leiða og bætti líf þeirra sem á vegi hans urðu. Vertu sæll afi minn. Ég syrgi þig en góðu minningarnar og þakklætið eru sorginni yfirsterk- ari. Þú hefur markað líf mitt og fjölda annarra og sá sem auðgar líf annarra hefur vissulega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Takk fyrir samveruna, skiln- inginn, gleðina og umhyggjuna. Ég trúi því að núna sértu á flottasta golfvellinum með rauðvín í hendi. Alexandra. Haraldur Júlíusson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, J. SÆVAR GUÐMUNDSSON, Ástjörn 2c, Selfossi, lést þriðjudaginn 29. desember á líknardeild HSU. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 11. janúar klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þóra Björg Ögmundsdóttir Valgerður Sævarsdóttir Halldór Páll Halldórsson V. Helga Valgeirsdóttir Brynjar Hallmannsson barnabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN RUNÓLFSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, áður Réttarheiði 4, Hveragerði, lést á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði á nýársdag, 1. janúar. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 8. janúar klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði fyrir yndislega umönnun. Þórður Ingólfsson Málfríður Mjöll Finnsdóttir Guðrún Ingólfsdóttir Pétur Benediktsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og frændi, SIGURGEIR BJARNI GUÐMANNSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 30. desember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra. Rannveig Sigurgeirsdóttir Sverrir Jónsson Elín Guðmannsdóttir Bára Guðmannsdóttir Alda Guðmannsdóttir Anna S. Guðmundsdóttir Guðmann Sigurgeir, Bára og Bára Vilborg systkinabörn og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður, faðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN HALLDÓRSSON, Þrastarási 44, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 8. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://livestream.com/accounts/5108236/events/9471837 Ragnhildur Jónsdóttir María Sigrún Jónsdóttir Þorsteinn Gíslason Sigrún Jónsdóttir Hrafnhildur Jónsdóttir Eyvindur Gunnarsson Úlfar Jónsson Helga S. Sigurgeirsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI HELGI KRISTBJÖRNSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 8. janúar klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Færum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Seltjarnar þakkir fyrir góða umönnun. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug. Guðrún Inga Bjarnadóttir Kristbjörn Bjarnason Steinunn Björg Jónsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Óskar G. Hallgrímsson Ásta S. Ólafsdóttir Henrik Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur minn, bróðir og mágur, RÚTUR SIGURÐUR RÚTSSON vélvirki, Svalbarði 12, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 30. desember. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymi frá athöfninni verður á https://youtu.be/ijuYfgwF4CA Sigríður Karlsdóttir Karl Rútsson Jóna Pálína Grímsdóttir Anna Þorsteinsdóttir Óskar L. Rútsson Helena Leifsdóttir Sumarliði J. Rútsson Kristjana G. Guðbergsdóttir Ingi B. Rútsson Gréta Rögnvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.