Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 20

Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum 50 ára Kári ólst upp á Egilsstöðum en býr í Vestmannaeyjum. Hann er íþróttakenn- ari að mennt en er verkstjóri í fiskvinnsl- unni Leo Seafood. Kári er í Kiwanis- klúbbnum Helgafelli, Tippklúbbnum Þumalputtar og Mótorhjólaklúbbnum Drullusokkar. Maki: Lóa Sigurðardóttir, f. 1966, kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja. Börn: Gabríel, f. 1996, og stjúpbörn eru Ágúst Sævar, f. 1984, Sigþór, f. 1990, og Brynjar og Aníta, f. 1994. Foreldrar: Hrafnkell Kárason, f. 1938, vélvirki og Dröfn Jónsdóttir, f. 1940, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Kári Hrafn Hrafnkelsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að nýta áhrif þín á yfirboð- ara eða stjórnendur til þess að gera öðr- um gott. Forðastu allar fjárfestingar í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk kemur þér á óvart með örlæti eða er jafnvel furðulega vinalegt. Taktu því fagnandi því allt er breytingum háð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Heimilið er þinn griðastaður þar sem naprir vindar lífsins ná ekki til þín. Reyndu að skipuleggja tíma þinn vand- lega. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forvitni er þér eðlislæg og þú fell- ur aftur og aftur fyrir hinu eilífa nýjabrumi. Nú er rétti tíminn til þess að gera lang- tímaáætlanir fyrir heimilið og vinnuna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Margir möguleikar eru í stöðunni varðandi samband sem erfiðleikar eru til staðar í. Starf þitt felst í að einbeita sér að því hvað á að gera, ekki hvernig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ástríðan tekur völdin hjá þér næstu daga. Finndu þér tómstundagaman sem þú getur látið lyfta þér upp í frítíma þín- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú þarft að leita aðstoðar einhvers er þetta góður dagur til þess. Gefðu róm- antískum elskhuga alla þína ást í stað þess að flækja málin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur því þá gæti illa farið. Samtöl við systkini fá aukið vægi. Eitt lítið bros getur lýst upp langa stund. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að fara með löndum í dag, því þú ert illa undir það búinn að lenda í einhverju orðaskaki við vinnu- félaga. Sýndu sveigjanleika. 22. des. - 19. janúar Steingeit Segðu hefðbundnum við- horfum stríð á hendur, nú er þörf fyrir ferskar hugmyndir. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gefðu þér því góðan tíma svo allt fari nú á besta veg. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú munu hlutirnir gerast hratt í lífi þínu. Sjálfsöryggi þitt hefur aukist og því áttu auðveldara með að ná markmiðum þínum en áður. S vanborg Egilsdóttir fædd- ist 6. janúar 1946 á Litlu- Reykjum í Hraungerð- ishreppi hjá móðurfor- eldrum sínum. „Fyrstu sex vikurnar var búið um mig í efstu kommóðuskúffunni sem var látin vera uppi á kommóðunni sem í herberginu var.“ Foreldrar Svan- borgar bjuggu þá á Selfossi og þar ólst hún upp, elst í stórum systkina- hópi. Svanborg gekk í Grunnskóla Sel- foss. „Svo lauk ég gagnfræðaskóla verknáms af því ég ætlaði nefnilega að verða handavinnukennari, en það varð ekki meira úr því.“ Hún var ritari sýslumanns Árnesinga, Páls Hallgrímssonar, 1966-1976. „Það er gaman að nefna að Páll var síðasti konungsskipaði sýslumaðurinn á Ís- landi. Svo fór ég í ljósmóðurnám, maðurinn minn fór í skóla í Reykja- vík og þá vildi ég líka fara í skóla.“ Hún útskrifaðist frá Ljósmæðra- skóla Íslands árið 1978. Svanborg starfaði á fæðingar- deild Landspítalans 1978-1982 og Heilbrigðisstofnun Suðurlands 1982-2011, þar af síðustu 10 árin sem yfirljósmóðir. „Ég tók á móti 600-700 börnum, það er eins og eitt lítið bæjarfélag. En þegar ég varð yfirljósmóðir þá er ég ljósmóðir nr. 2 og tók þá bara á móti 10 börnum á ári í stað kannski 30-40.“ Svanborg vann einnig við sumarafleysingar á St. Fransiskus-spítalanum í Stykkishólmi 1994 og 1995. „Mér fannst þetta svo gaman að ég vann í sumarfríunum sitt hvorn mánuðinn þessi tvö ár, en það er mikið sóst eftir vönum ljósmæðrum á sumrin.“ Svanborg var formaður ritnefnd- ar Ljósmæðrablaðsins 1980-1982, sat í kjaranefnd BSRB 1979-1981 og hefur starfað í ýmsum nefndum á vegum Ljósmæðrafélags Íslands. Hún sat í stjórn Samtaka heilbrigð- isstétta, þar af formaður í fjögur ár, 1991-1997, sat í Heilbrigðisnefnd Suðurlands 1982-1994 og aftur 2010-2018 þá sem varaformaður. „Þegar ég fór að taka saman störf mín að félagsmálum þá finnst mér þetta svo mikið, ég sat t.d. 20 ár í heilbrigðisnefnd og skil ekkert í því hvernig ég hafði tíma fyrir þetta allt saman.“ Í nokkur ár hefur Svanborg skipulagt árlegar sumarferðir fyrir ljósmæður 60 plús um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Við hjónin höfum verið dugleg að ferðast um landið á sumrin, þvert og endilangt, og ég er með Vega- handbókina hjá mér sem er ágætis- Svanborg Egilsdóttir ljósmóðir – 75 ára Fjölskyldan Efri röð frá vinstri: Arnar Freyr, Guðmundur Rúnar, Sigfús, Heidrun og Helga. Neðri röð frá vinstri: Svanborg, Sigmar og Matthías, samankomin í Eyrarbakkafjöru árið 2017. Tók á móti einu bæjarfélagi Ljósmæður Útskriftarhópurinn 1978 samankominn síðastliðið sumar í Grasagarðinum. Svanborg er lengst til hægri í efri röð. Afmælisbarnið Svanborg í vinnunni. leið til að ferðast um landið. Svo höfum við farið til margra borga í Evrópu, sonur okkar býr í Þýska- landi og við förum árlega til hans.“ Svanborg stundaði nám í gler- Hlutavelta Cristina Elena Furdi safnaði 10.350 krónum til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Rauði krossinn þakkar henni kærlega fyrir hennar framlag til mannúðarmála. 30 ára Tinna Kristín er frá Hítardal á Mýr- um, en býr í Kópa- vogi. Hún vinnur á leikskólanum Læk í Kópavogi og er nemi í kvikmyndafræðum við Háskóla Íslands. Tinna er skákkona og hefur oft lent í verðlaunasætum á Íslandsmótum kvenna í skák. Hún er í landsliðshópi kvenna og hefur keppt á ólympíumótum. Systkini: Leifur, f. 1989, og Hulda Rún, f. 1996. Foreldrar: Finnbogi Leifsson, f. 1955, bóndi í Hítardal, og Erla Dögg Ár- mannsdóttir, f. 1964, aðalbókari hjá Samverki í Kópavogi, búsett í Hítardal. Tinna Kristín Finnbogadóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.