Morgunblaðið - 06.01.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
Markvörðurinn Patrik Sigurður
Gunnarsson er genginn til liðs við
danska knattspyrnufélagið Silkeborg
en þetta staðfesti danska félagið á
samfélagsmiðlum sínum í gær. Patrik
kemur til félagsins á láni frá Brentford
og skrifaði hann undir samning sem
gildir út tímabilið. Silkeborg er í þriðja
sæti dönsku B-deildarinnar með 31
stig. Stefán Teitur Þórðarson leikur
með Silkeborg.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
hefur gert samning við Bandaríkja-
manninn Antonio Hester og mun hann
leika með liðinu út þessa leiktíð. Leik-
maðurinn staðfesti tíðindin við Karf-
an.is. Hester lék afar vel með Tinda-
stóli í tvö tímabil og varð bikarmeistari
með Skagfirðingum árið 2018.
Sigurvin Reynisson verður áfram í
herbúðum Gróttu sem féll úr efstu
deild karla í knattspyrnu á nýliðnu ári.
Sigurvin hefur gert nýjan samning við
Gróttu sem gildir út keppnistímabilið
2022 en Sigurvin hefur verið í röðum
félagsins síðan 2015.
Sigurvin var fyrirliði Gróttu í sumar og
einnig tvö árin þar á undan þegar liðið
vann sig upp um tvær deildir á
Íslandsmótinu.
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur
gert samninga við þá Brian Fitzpat-
rick og Earvin Morris um að leika með
liðinu út tímabilið. Morris, sem er 26
ára skotbakvörður, hefur leikið í Finn-
landi, Grikklandi, Svíþjóð og í Póllandi.
Framherjinn Fitzpatrick hefur leikið
með liðum í Argentínu, Svíþjóð, Tékk-
landi, Grikklandi, Japan og í Danmörku
en hann er 31 árs.
Henrik Toft Hansen, leikmaður PSG
í Frakklandi og danska landsliðsins í
handknattleik, er með kórónuveiruna
og er óvíst að hann verði klár í slaginn
fyrir EM í handbolta í Egyptalandi sem
hefst 13. janúar.
Handknattleiksdómararnir Anton
Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
dæma leik Hollands og Slóveníu í und-
ankeppni EM karla. Erlingur Rich-
ardsson er þjálfari hollenska liðsins.
Enska knattspyrnufélagið Man-
chester City tilkynnti í gærkvöldi að
Colin Bell sé látinn 74 ára að aldri.
Bell lék stórt hlutverk hjá City er liðið
varð Evrópumeistari bikarhafa 1970
og Englandsmeistari árið 1968. Lék
hann 394 leiki með liðinu frá 1966 til
1979 og skoraði níu mörk.
Slóveninn Luka Doncic átti sann-
kallaðan stórleik þegar liðs hans Dall-
as Mavericks heimsótti Houston Roc-
kets í bandarísku NBA-deildinni í
körfuknattleik. Doncic var með þre-
falda tvennu, skoraði 33 stig, tók sex-
tán fráköst og gaf ellefu stoðsend-
ingar í 113:100-sigri Dallas.
Hann varð með þessu
sá fjórði fljótasti í
sögu NBA til að
skora þúsund stig,
taka þúsund frá-
köst og eiga þús-
und stoðsend-
ingar í deildinni
en hann náði
þeim áfanga í
139 leikjum. Á
undan honum
eru aðeins Oscar
Robertson (98
leikir), Ben Sim-
mons (123 leikir)
og Magic John-
son (126 leikir).
Eitt
ogannað
gerði mjög góða hluti hjá Arsenal og
ég veit að hann getur gert mjög góða
hluti með Bordeaux líka því leik-
mannahópurinn er virkilega öflugur.
Ég hef tekið skynsamlegar ákvarð-
anir á mínum ferli og vonandi heldur
það áfram.“
Áherslan á andlegan styrk
Lyon og PSG hafa haft mikla yfir-
burði í Frakklandi á undanförnum
árum en Bordeaux ætlar sér að berj-
ast um franska meistaratitilinn við
risana tvo á næstu árum.
„Martínez lagði mikla áherslu á
andlegan styrk í öllum samtölunum
mínum við hann og það er stærsti
munurinn að hans sögn á topp-
liðunum tveimur, Lyon og PSG, og
öðrum liðum í frönsku 1. deildinni.
Leikbreytirinn sem flestir leikmenn
þessara liða hafa er andlegur styrk-
ur inni á vellinum og þó að leik-
mannahópur Bordeaux sé vissulega
sterkur andlega vantar aðeins upp á
að ná efstu liðum deildarinnar.
Eins og ég kom inn á áðan þá
munar samt sem áður ekki miklu á
liðunum og Bordeaux gerði sem
dæmi markalaust jafntefli gegn PSG
í deildinni í september. Bordeaux
tapaði svo á útivelli gegn Lyon með
einu marki nokkrum dögum síðar
þannig að munurinn er ekki svo mik-
ill. Fyrsti leikur liðsins í janúar eftir
vetrarfrí verður gegn PSG og það
væri gaman að fá tækifæri til þess að
spreyta sig í þeim leik.“
Mun meiri samkeppni
Lið Bordeaux er eitt það sterk-
asta í Evrópu en Svava vonast til
þess að vinna sér inn sæti í byrj-
unarliði franska liðsins, sem og ís-
lenska landsliðsins.
„Samkeppnin hérna er mun meiri
en hjá Kristianstad og ég gerði mér
grein fyrir því áður en ég ákvað að
skipta yfir. Ég þarf þess vegna bara
að standa mig á æfingum, nýta þau
tækifæri sem ég fæ, og vonandi skil-
ar það mér tækifæri í byrjunarlið-
inu. Þjálfarinn er ekki bara að hugsa
mig sem framherja heldur í allar
stöðurnar fremst á vellinum og það
eykur möguleika mína líka á því að
spila.
Mig langar að spila meira með ís-
lenska landsliðinu og núna er ég
komin í sterkara lið í sterkari deild.
Ég þarf fyrst og fremst að standa
mig vel með mínu félagsliði til þess
að auka möguleika mína á sæti í
landsliðinu og vonandi gengur það
eftir. Þegar allt kemur til alls fannst
mér þetta góður tímapunktur fyrir
mig persónulega til þess að breyta
til og þetta var tækifæri sem var of
erfitt að hafna,“ bætti Svava við.
Tækifæri í Frakklandi sem
ekki var hægt að hafna
Svava Rós skrifaði undir átján mánaða samning við 1. deildar lið Bordeaux
Ljósmynd/Bordeaux
2022 Svava Rós Guðmundsdóttir er komin til þriðja besta liðs Frakklands eftir tvö tímabil í Svíþjóð.
FRAKKLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Svava Rós Guðmundsdóttir er tilbú-
in í næstu áskorun á sínum knatt-
spyrnuferli en hún skrifaði undir
átján mánaða samning við Bordeaux
í frönsku 1. deildinni á mánudaginn
síðasta.
Sóknarkonan, sem er 25 ára göm-
ul, kemur til franska félagsins frá
Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún
hefur leikið frá 2019 en samningur
hennar í Svíþjóð rann út um áramót-
in.
Bordeaux er þriðja besta lið
Frakklands þessa dagana en liðið er
í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar
með 23 stig, 7 stigum minna en
Frakklands- og Evrópumeistarar
Lyon sem er í öðru sæti deild-
arinnar, og 8 stigum minna en topp-
lið PSG.
„Ég er ótrúlega glöð að þetta sé
loksins komið á hreint,“ sagði Svava
Rós í samtali við Morgunblaðið.
„Það er eitthvað síðan ég tók
ákvörðun um að ganga til liðs við
Bordeaux. Þeir vildu hins vegar gera
þetta á formlegan hátt og ég skrifaði
þess vegna ekki undir samning við
félagið fyrr en í gær [fyrradag] þeg-
ar ég var mætt til Frakklands. Það
var gott að koma þessu frá og núna
get ég farið að einbeita mér að fót-
boltanum á nýjan leik.
Það voru nokkur lið sem sýndu
mér áhuga en eftir að hafa rætt við
þjálfara Bordeaux, Pedro Martínez,
var ég nokkuð viss um hvað ég vildi
gera. Franska 1. deildin er hrikalega
sterk og tvö efstu liðin hérna eru á
meðal þeirra bestu í heiminum í dag.
Bordeaux er aðeins á eftir þeim eins
og staðan er í dag en samt sem áður
er bilið alltaf að minnka.
Þegar allt kom til alls leist mér
virkilega vel á allt í kringum félagið,
hvernig þjálfararnir lögðu hlutina
upp og hvaða hugmyndir þeir höfðu
um framtíð klúbbsins,“ bætti Svava
við.
Skynsamlegar ákvarðanir
Svava hélt út í atvinnumennsku
árið 2018 þegar hún gekk til liðs við
Röa í Noregi en þar sló hún rækilega
í gegn áður en hún samdi við Kristi-
anstad í sænsku úrvalsdeildinni.
„Ég pæli virkilega vel í öllu því
sem ég geri og tek mér fyrir hendur.
Ég hef því verið lítið í því að taka
alltaf það fyrsta sem býðst sem
dæmi og kýla bara á það. Eins þá
þurfa ákveðnir hlutir að vera á
hreinu og ég hef reynt að kynna mér
þjálfara þeirra liða sem ég er að fara
að spila með nokkuð vel áður en ég
skrifa undir samning.
Þjálfari Bordeaux stýrði Arsenal
frá 2014 til ársins 2017 þegar að þær
urðu bikarmeistarar í tvígang. Hann
Ísak Bergmann Jóhannesson, leik-
maður sænska knattspyrnufélags-
ins Norrköping, gæti verið á leið til
Red Bull Salzburg í Austurríki að
sögn Hjörvars Hafliðasonar. Ísak
er einn efnilegasti knattspyrnu-
maður landsins og þrátt fyrir að
vera einungis 17 ára gamall var
hann einn besti leikmaður sænska
úrvalsdeildarliðsins á tímabilinu.
Þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik
í nóvember á síðasta ári þegar hann
kom inn á sem varamaður í 4:0-tapi
gegn Englandi í Þjóðadeild UEFA á
Wembley.
Ísak líklega til
Salzburg
Ljósmynd/Norrköping
Umtalaður Ísak Bergmann Jóhann-
esson er sífellt í umræðunni.
Varnarmaðurinn Birkir Valur
Jónsson er kominn aftur til úrvals-
deildarliðs HK í knattspyrnu eftir
hálfs árs lánsdvöl hjá Spartak
Trnava í Slóvakíu.
Birkir fór til slóvakíska félagsins
í lok júlí eftir að hafa leikið fyrstu
níu leiki Kópavogsliðsins í deild-
inni. Hann lék fjóra leiki með liðinu
í efstu deildinni þar í landi, tvo
þeirra í byrjunarliðinu, og skilur
við það í fimmta sætinu. Birkir Val-
ur, sem er 22 ára gamall, hefur ver-
ið fastamaður í liði HK sem hægri
bakvörður undanfarin ár.
HK endurheimtir
Birki frá Slóvakíu
Morgunblaðið/Sigurður
Heimkoma Birkir Valur Jónsson
spilar með HK næsta sumar.