Morgunblaðið - 06.01.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.01.2021, Qupperneq 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Annað af aðeins tveimur svoköll- uðum Gamlatestamentis-mál- verkum hollenska meistarans Rem- brants van Rijn sem enn eru í eigu einkaaðila, ekki í safni, verður selt á uppboði hjá Sotheby’s í New York síðar í mánuðinum. Mál- verkið Abraham og englarnir er lítið, ekki nema 16 x 21 cm, en mun kosta sitt; það er metið á allt að 3,8 milljarða króna. Síðast var verkið boðið til sölu á almennum markaði árið 1848 og selt fyrir 64 pund. Í The Art Newspaper er haft eftir yfirmanni hjá Sotheby’s að þetta sé eitt síðasta tækifærið til að eignast mikilvægt verk eftir Rembrandt. Fyrstu heimildir um verkið er að finna í lýsingu tveggja kaupmanna í Amsterdam á því árið 1647. Síðustu verk Rembrandts sem hafa verið seld á uppboðum hafa verið keypt af söfnum í Asíu. Abraham og englarnir Málverk Rembrandts frá árinu 1646 er aðeins 21 cm á breidd en metið á nær fjóra milljarða króna og verður selt í mánuðinum. Englamálverk Rem- brandts á uppboð Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Smekkleysa 33 1/3 nefnist nýútkom- in bók en tilefni útgáfunnar er aldar- þriðjungsafmæli Smekkleysu en ná- kvæmur aldur hennar við útgáfu bókarinnar var 33 ár og einn þriðji úr ári, eins og titill bókarinnar ber með sér. „Smekkleysa hefur um þriggja áratuga skeið verið drifkraftur frumsköpunar í íslenskri tónlist og orðlist og stuðl- að að varðveislu menningar- verðmæta á sviði orðsins og tón- listarinnar. Smekkleysa hef- ur verið útgáfa og plötubúð, staðið fyrir tón- leikum og sýn- ingum og fjölda viðburða og nú, 33 árum og 300 útgáfum síðar, efnir Smekkleysa til útgáfu bókar um leyndarmál sín og gróusögur þar sem ekkert er dregið undan!“ segir í tilkynningu. Bókin er ríkulega myndskreytt og eiga margir þekktir listamenn efni í henni. Flestar ljósmyndanna eru eft- ir Björgu Sveinsdóttur og eru marg- ar ljósmynda bókarinnar fáséðar og í greinum fjallað að mestu um fá- heyrða tónlist og annað fágæti, eins og því er lýst. Meðal þeirra sem eiga efni í bók- inni eru Árni Matthíasson, Björg Sveinsdóttir, Arnar Eggert Thor- oddsen, Úlfhildur Dagsdóttir, Jó- hamar, Sjón, Þór Eldon, Bogomil Font, Margrét Örnólfsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Örn Benediktsson, Sigtryggur Baldursson, Adler Pap- foti, Didda Jónsdóttir, Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Birkir Björnsson, Haraldur Jónsson, Gunnar Hjálmarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Óskar Jónasson, Páll Tha- yer, Magga Stína, Sigurjón Kjart- ansson, Óttarr Proppé, Ásmundur Jónsson og Ólafur J. Engilbertsson en sá síðastnefni sá jafnframt um rit- stjórn bókarinnar. Safnað í sarpinn „Þetta hefur í raun verið mörg ár í vinnslu og er að miklu leyti byggt á ritinu sem kom út samhliða sýning- unni sem var gerð árið 2003,“ segir Ólafur um ritið og á þar við sýninguna Hum- ar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Ólaf- ur var sýningarstjóri hennar og sýn- ingarskráin ritið sem hann nefnir. „Síðan bættist við meira efni og bita- stæðari greinar eins og t.d. ítarleg grein eftir Arnar Eggert Thorodd- ssen sem var reyndar skrifuð árið 2011. Það hefur safnast í þennan sarp síðustu 17 ár, frá því við tökum saman efni fyrir sýninguna 2003 sem var líka sett upp í London, Kaupmannahöfn og í Færeyjum,“ segir Ólafur og nefn- ir hina ýmsu listamenn sem greinar eiga í hinu nýja riti. Ólafur segir að í bókinni megi finna minningar og glefsur úr sögu Smekk- leysu og þá sérstaklega frá fyrstu ár- um hennar, aðdraganda og senunni sem þá var á níunda áratugnum. „Hvernig þetta verður til í kringum það að Ásmundur [Jónsson] og Guðni Rúnar [Agnarsson] voru með þáttinn Áfanga á Rás 1 um það leyti sem Rás 2 var að verða til. Í síðasta þættinum varð Kukl til sem hljómsveit og það er eiginlega þá sem þessi grunnur er lagður að stofnun Smekkleysu. Þá verður þessi samruni á t.d. Purrki Pil- nikk, Þey og Medúsu-hópnum og síð- an Björk úr Tappa tíkarrassi. Þetta rennur saman og Grammið verður síðan athvarfið næstu árin. Þetta þróast yfir í stofnun Sykurmolanna þremur árum síðar,“ segir Ólafur frá en Smekkleysa er stofnuð árið 1986 og Sykurmolarnir í kjölfarið. Markaðsfræðin skoruð á hólm „Sykurmolarnir voru stofnaðir sem léttúðug sveit til að fjármagna eitthvað sem fólk vildi gefa út en bjóst ekki við að selja. Það var eiginlega hugmynda- fræðin, þetta var leið til að skora þessa markaðsfræði á hólm og ganga til liðs við þennan meginstraum en það kom kannski á óvart hvað þetta gekk upp af því þetta var gert með svona húmor, til að gera grín að poppmenningunni,“ segir Ólafur. Stofnun Smekkleysu hafi því verið andóf gegn markaðsvæðingu lista og þá einkum tónlistar. Ólafur segir ýmsa anga hafa sprott- ið upp úr Smekkleysu og nefnir sem dæmi að fyrsta bók Jóns Gnarrs hafi verið gefin út af Smekkleysu en Smekkleysa gaf út bækur jafnt sem plötur. Ólafur nefnir einnig bækur Jó- hamars. „Þetta var beint framhald af því hvernig þetta hafði gengið fyrir sig hjá t.d. Medúsu og fleirum, hver og einn var bara að fylgja sínu eftir. Þannig hefur Smekkleysa virkað að mestu leyti, sem einstaklings- framtak,“ bendir Ólafur á. Upptaktur að Fóstbræðrum Björg Sveinsdóttir á flestar ljós- myndir bókarinnar, sem fyrr segir, og hafa margar hverjar sjaldan og jafnvel aldrei verið birtar. Einnig eru í bókinni veggspjöld og ljósmyndir eftir aðra sem hafa hvergi birst áður og eru því mikið fágæti. Má til dæmis sjá myndir af skemmtikvöldum Smekkleysu, t.d. af grínatriði Stefáns Jónssonar og Óskars Jónassonar og bendir Ólafur á að þau hafi verið að vissu leyti, ásamt póstkortum Smekkleysu, upptaktur að Fóst- bræðra-gríninu góðkunna þar sem Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr hafi líka komið fram, og dragsjó og fleira nýmeti verið á boðstólum. Ljósmynd/Árni Matthíasson Í Ameríku Úr ferð Risaeðlunnar, Ham og Bless 1989. Mynd tekin fyrir utan barinn Downtown Beirut í New York. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Grín Frá Smekkleysukvöldi 3. sept- ember árið 1990. Stefán Jónsson og Óskar Jónasson að sprella. Ólafur J. Engilbertsson Drifkraftur frumsköpunar  Smekkleysa fagnar aldarþriðjungsafmæli með útgáfu veglegs afmælisrits  Fjöldi greina, sjald- séðar ljósmyndir og veggspjöld meðal efnis  „Mörg ár í vinnslu,“ segir Ólafur Engilbertsson Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.