Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 28
Fuglabjargið nefnist tónleikhúsverk eftir Birni Jón Sig- urðsson sem sviðslistahópurinn Hin fræga önd frum- sýnir í samstarfi við Borgarleikhúsið á Litla sviðinu á laugardag kl. 13. Tónlistina semur Ingibjörg Ýr Skarp- héðinsdóttir og leikstjóri er Hallveig Kristín Eiríksdóttir. Í sýningunni bregða leikarar og hljóðfæraleikarar sér í hlutverk fugla sem búa í fuglabjarginu á eyjunni Skrúði fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar. Áhorfendur fá að fylgjast með einu ári í eyjunni þar sem árstíðir koma og fara. Fuglabjargið frumsýnt á laugardag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Trommuleikarinn Magnús Trygva- son Eliassen er í nokkrum hljóm- sveitum og dúettum. Hann er eftir- sóttur í sínu fagi og spilaði inn á tíu plötur með jafn mörgum böndum á nýliðnu ári. „Ég hef haft nóg að gera,“ segir hann slakur. Þegar Magnús var sex ára, 1992, byrjaði hann að læra á trommur. „Ég eyddi löngum stundum á hverj- um degi við að slá á lærin á mér og því var ákveðið að slá til,“ segir hann um upphafið. Guðmundur R. Einarsson var fyrsti kennarinn. „Hann reyndist mér mjög vel og kenndi mér margt sem ég nota enn.“ Hann hafi síðan haft marga kennara heima og erlendis og spilað með mörgu góðu tónlistarfólki. „Það að spila með fólki hefur fleytt mér hvað lengst og mest.“ Magnús hefur einkum haft lifi- brauð af því að semja og spila tón- list undanfarin 15 ár. „Ég hef mest spilað „skringipopp“ og impróv- íseraða eða snarstefjaða tónlist, eins og það er víst á íslensku.“ Hann segir gaman að spila alla tónlist. „Ef við trúum því að við séum að gera eitthvað skemmtilegt er gam- an.“ Auk þess að leggja ýmsu tónlist- arfólki lið í sérstökum verkefnum hefur Magnús lengi verið í hljóm- sveitum eins og ADHD, Amiinu, Moses Hightower og Hirst og. Hann og Sölvi Kolbeinsson spila líka oft saman sem dúett svo dæmi séu tekin. „Tónlistarfólk er alltaf tilbúið til þess að koma saman og spila og það er mikilvægt.“ Trommarinn leggur áherslu á að ekkert sé nýtt undir sólinni en hann sé umkringdur mjög færu fólki sem reyni að ýta sjálfu sér og öðrum áfram í nýjar áttir. „Því fleiri klukkutímum sem ég eyði í að semja tónlist eða spila á sér stað meðvituð eða ómeðvituð þróun.“ Nóg að gera Samkomutakmarkanir vegna kór- ónuveirufaraldursins hafa komið í veg fyrir tónleika með mörgum áheyrendum, en tónlistarfólk hefur leitað lausna, spilað fyrir fámennari hópa og streymt miklu efni með góðum árangri. „Þessi blessaða veira hefur veitt mér þann stór- brotna munað að ég hef getað eytt tíma með sjálfum mér, farið yfir hluti í tónlist sem hafa lengi setið á hakanum,“ segir Magnús. „Ég hef líka haft meiri tíma en áður til þess að semja tónlist. Því hefur margt gott komið út úr þessu ástandi og til dæmis hefðu þrjár eða fjórar plötur, sem ég tók þátt í að gera ekki litið dagsins ljós á nýliðnu ári ef veiran hefði ekki tröllriðið samfélaginu.“ Allt tónlistarhald og öll spila- mennska tekur mið af sóttvarna- ráðstöfunum. Magnús segir að tón- listarfólk þurfi að laga sig að breyttum aðstæðum og hann haldi áfram að spila fyrir fólk þótt færri megi koma saman hverju sinni en áður. Hann spili til dæmis með hljómsveit Mikaels Mána Ásmunds- sonar í Mengi við Óðinsgötu í kvöld, verði með útgáfutónleika með Sölva Kolbeinssyni á sama stað fimmtu- dags- og föstudagskvöld og spili þar á tónleikum með hljómsveit Tuma Torfasonar á sunnudagskvöld. „Sem betur fer er alltaf staður og stund fyrir tónlist.“ Tónlistarmaður Magnús Trygvason Eliassen semur tónlist og spilar á trommur með góðu fólki. Fjölhæfur trymbill  Magnús Trygvason Eliassen spilaði inn á margar plötur 2020 ... stærsti uppskriftarvefur landsins! MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Við erum á mjög fínu hóteli ásamt portúgalska liðinu og höfum ekki undan neinu að kvarta. Við erum út af fyrir okkur með eina hæð á hótelinu. Auk þess eru fundarsalur og matsalur á annarri hæð sem við notum. Við erum á ráðstefnuhóteli og portúgalski hópurinn notar aðrar tvær hæðir fyrir sig og sín fundahöld,“ seg- ir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, meðal annars um gang mála í samtali við Morgunblaðið í dag en karlalandsliðið mætir Portúgal í kvöld í undankeppni EM klukkan 19:30. » 22 Tímafrekt ferðalag hjá landsliðinu en góður aðbúnaður í Portúgal ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.