Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 62

Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 30-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM ÚTSALA! SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fuglabjarg nefnist nýtt barnaverk sem frumsýnt verður á laugardag, 9. janúar, á Litla sviði Borgarleik- hússins. Höfundur verksins er Birnir Jón Sigurðsson og leikstjóri Hallveig Kristín Eiríksdóttir en þau eru einnig höfundar leik- myndar. Segir á vef leikhússins að í fuglabjarginu á eyjunni Skrúði gerist margt ut- an sjónsviðs mannanna, þangað flykkist sjófuglar á vorin og allt lifni við á meðan skarfurinn kvarti og kveini. Á sumrin sé ýmislegt um að vera, langvían þori ekki að stökkva úr hreiðrinu og æðarfuglar dóli í flæðarmálinu. Á haustin fari svo farfuglar í hátíðlega skrúðgöngu til vetrarstöðva undir dynjandi súlukasti og á köldum vetrum hlæi haftyrðlar í snjónum. Verkinu er lýst sem áferðar- fögru tónleikhúsi fyrir börn þar sem hljóðfæraleikarar og söngv- arar verksins bregði sér í allra fugla líki. Höfundar verksins eru þeir sömu og gerðu sýninguna Kartöflur sem tilnefnd var til Grímunnar sem leikrit ársins 2020 en tónlist verksins sömdu þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir og er verkið unnið í samstarfi við sviðslistahópinn Hina frægu önd. Brotist út úr óperuforminu „Þetta er barnaópera að ein- hverju leyti en svo erum við líka að leika okkur svolítið með formið þannig að við erum búin að brjót- ast dálítið burt úr óperuforminu, hinu hreina óperuformi, og ákváðum því að kalla þetta tón- leikhús,“ útskýrir Hallveig, leik- stjóri sýningarinnar. Hún er spurð hvort flytjendur séu þá allir tónlistarmenn. „Við erum með þrjá söngvara og leik- ara. Það eru Viktoría Sigurðar- dóttir sem er söngleikjamenntuð, Björk Níelsdóttir sem er óperu- söngkona og Ragnar Pétur Jó- hannesson sem er óperusöngvari. Svo eru fjórir hljóðfæraleikarar sem leika svolítið líka á sviði, ég er að láta þau gera ýmislegt,“ seg- ir Hallveig kímin. Hljóðfæraleik- ararnir eru Björg Brjánsdóttir flautuleikari, Bryndís Þórsdóttir fagottleikari, Halldór Eldjárn slagverksleikari og Tumi Árnason saxófónleikari og reynir ekki að- eins á tónlistarhæfileika þeirra heldur líka leiklistarhæfileika. Hallveig nefnir sem dæmi að Hall- dór þurfi bæði að leika á slagverk og leika ritu. Flytjendur þurfa að framkalla ýmis fuglahljóð með hljóðfærum sínum og nefnir Hallveig sem dæmi að saxófónleikarinn Tumi þurfi að túlka æðarfugl og flautu- leikarinn Björg sé mjög skapandi í sínum fuglahljóðum. „Þetta eru mikið til blásturshljóðfæri, þ.e. fagott, flauta og saxófónn, og svo þurfa þau líka að mynda fugla- hljóð með munninum og garga, þetta er mikið garg,“ segir Hall- veig kímin. – Það fyrsta sem mér dettur í hug er Pétur og úlfurinn þegar þú lýsir þessu … „Já, það veitir innblástur en munurinn er sá að þar er eitt hljóðfæri fyrir hvert en öll hljóm- sveitin spilar með öllum fuglunum hér,“ svarar Hallveig. Ár í lífi fugla á eyju – En hver er sagan? Þið farið í gegnum árstíðirnar og þarna koma fram ólíkir fuglar en er ein- hver saga rakin? „Sagan er í rauninni portrett af ári í eyjunni þannig að aðal- persónan er eyjan sjálf og svo er sagan í rauninni byggð á stað- reyndum um hvenær fuglarnir koma og fara og hvað þeir eru að gera á eyjunni. Þetta er allt byggt á líffræðilegum staðreyndum, við erum að fylgjast með því hvernig karakterarnir haga sér eftir árs- tíðunum. Það er boginn okkar og við erum að gera tilraunir með það,“ svarar Hallveig. – Fyrir hvaða aldur myndir þú segja að verkið væri? „Allt frá þriggja, fjögurra ára upp í tíu ára. Þetta er náttúrlega tónverk þannig að það ætti að höfða til frekar breiðs aldurshóps en þetta er aldurinn sem við mið- um við.“ – Búningahönnun hlýtur að hafa verið nokkuð strembin? „Jú, hún er mikil og við ákváðum að sækja innblástur í persónuleikana sem við sjáum í gegnum líffræðileg einkenni fuglanna þannig að æðarfuglarnir eru allir í lúxusdúnúlpum og skarfurinn fer aldrei úr eyjunni, er þar allt árið þannig að hann er í náttsloppi sem við erum búin að „fuglvæða“,“ svarar Hallveig kím- in en það er Sólveig Spilliaert sem hannaði búninga. „Þeir eru mjög flottir hjá henni,“ segir Hallveig um búningana. Þakklát fyrir að fá að sýna Hallveig segir hópinn afar þakk- látan fyrir að fá yfirleitt að sýna verkið á tímum farsóttar. Þau hafi ekki gert lengur ráð fyrir því að geta það en svo hafi það óvænt boðist að frumsýna nú á laugar- dag. „Það er bara frábært, þótt það sé ekki nema einn þriðji af salnum, að fá að klára vinnuna og deila því sem við höfum verið að skapa og leika okkur með. Við er- um rosalega þakklát fyrir það,“ segir Hallveig. Hún ítrekar að lok- um mikilvægi tónlistarinnar í verkinu sem sé í raun hálft verkið. Ingibjörg Ýr sé aðaltónskáldið og Ragnheiður svo komið inn á seinni stigum og klárað verkið með henni. Frekari upplýsingar og miða- sölu má finna á vef Borgarleik- hússins, borgarleikhus.is. Ljósmynd/Owen Fiene Fuglagarg Það gengur stundum mikið á hjá fuglunum á eyjunni Skrúði. Hér virðast nokkrir æðarfuglar vera að sýsla við egg, klæddir lúxusdúnúlpum. „Þetta er mikið garg“  Fuglalífið á Skrúði er viðfangsefni tónleikhússsýningarinnar Fuglabjargs sem frumsýnd verður á Litla sviði Borgarleikhússins á laugardag  Æðarfuglar í dúnúlpum og skarfur í náttsloppi Ljósmynd/Owen Fiene Tónaflóð Ýmis hljóðfæri eru notuð í sýningunni Fuglabjargi. Hallveig Kristín Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.