Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 61

Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Íslensk kvennaknattspyrna er svo sannarlega á mikilli uppleið og munu bæði Breiðablik og Val- ur leika í Meistaradeild Evrópu á komandi keppnistímabili. Sveindís Jane Jónsdóttir gekk til liðs við stórlið Wolfsburg á dögunum og Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir er að ganga til liðs við Bayern München á næstu dögum. Þá er Alexandra Jó- hannsdóttir, liðsfélagi þeirra hjá Breiðabliki, að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku líka en hún hefur verið orðuð við félög í Þýskalandi. Sveindís og Karólína eru báðar 19 ára gamlar og Alex- andra er einungis tvítug. Þá er Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, í viðræðum við stórlið Everton á Englandi en hún er einungis 17 ára gömul. Svava Rós Guðmundsdóttir gekk til liðs við þriðja besta lið Frakk- lands í byrjun árs frá Kristian- sand en Svava er 25 ára gömul og á því nóg eftir. Í lokakeppni EM 2017 sem fram fór í Hollandi voru tveir leikmenn að spila í liðum sem hægt að er að segja að hafi verið í heimsklassa eða sérflokki. Sara Björk Gunnarsdóttir var þá leik- maður Wolfsburg og Dagný Brynjarsdóttir lék með Portland Thorns í Bandaríkjunum. Það gæti vel farið svo að á EM 2022 muni Ísland eiga leikmenn í liðum á borð við Lyon, Bordeaux, Bayern München, Wolfsburg, Everton og Rosengård sem dæmi, allt lið í heimsklassa. Með svoleiðis landslið má alveg gera kröfu á árangur og það er eflaust mun meiri innistæða fyrir því en sumarið 2017. KSÍ þarf því að vanda ansi vel til verka þegar næsti landsliðs- þjálfari verður valinn, enda liðið til alls líklegt á næstu árum. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is síðari hálfleik. Ágúst Elí var kominn í markið og varði þrjú skot á skömm- um tíma. Viggó kom Íslandi yfir 21:20 á 48. mínútu í fyrsta skipti síð- an á 14. mínútu þegar Ísland var yfir 6:5. Spennan hélst út leikinn. Íslenska liðið lék ágætlega miðað við aðstæður. Ekki einungis með það í huga að Aron Pálmarsson er úr leik heldur einnig í ljósi þess að liðið kom sjaldan saman á árinu 2020. Liðið spilaði ekki í rúma átta mánuði sem er lengsta hlé hjá landsliðinu í 56 ár. Það var því nánast fyrirséð að ryð yrði í leik liðsins og jákvætt að sýna þá seiglu að eiga þó möguleika að vinna. Þegar upp var staðið réð úr- slitum að markvarslan var betri hjá Portúgal og fóru þrjú víti forgörðum hjá Íslandi. Naumt tap í Portúgal eftir mikla baráttu  Portúgal í efsta sæti riðilsins í undankeppninni  Alexander meiddist Ljósmynd/FPA Öflugur Elvar Örn Jónsson lyftir sér upp fyrir framan portúgölsku vörnina í leiknum í Matosinhos í gærkvöld. EM 2022 Kristján Jónsson kris@mbl.is Portúgal tók forystuna í kapphlaup- inu um að vinna 4. riðil undankeppni EM karla í handknattleik með sigri gegn Íslandi, 26:24, í Matosinhos í Portúgal í gær. Liðin mætast hins vegar aftur á Ásvöllum á sunnudag- inn og þá getur Ísland breytt þeirri stöðu. Tvö lið komast áfram í loka- keppnina 2022 og ekkert bendir til annars en að það verði Ísland og Portúgal. Töluverð barátta var í leiknum og spennan var til staðar svo gott sem allan leikinn en Portúgal var oftar yfir í leiknum. Íslenska liðið byrjaði leikinn með Arnar Frey og Ými í miðri vörninni. Sinn hvorum megin voru Elvar og Alexander. Arnór fyrirliði og Bjarki Már voru í hornunum. Í sókn kom Janus inn á fyrir Ými. Í upphafi leiks var engu líkara en misskilningur hefði átt sér stað í heilbrigðiskerfinu í Portúgal. Heimamenn virtust halda að Alex- ander Petersson hefði óskað eftir því að fara í lýtaaðgerð á andliti í heim- sókn sinni til landsins. Leikmenn Portúgals voru boðnir og búnir og fóru tvívegis í andlitið á Alexander áður en fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Í báðum tilfellum fengu þeir tveggja mínútna brottvísun en síðara brotið verðskuldaði rautt spjald ef ég skil reglurnar rétt. Alex- ander kom ekki meira við sögu og Ómar Ingi kom inn á. Leikurinn var mestmegnis í járn- um í fyrri hálfleik og ekki munaði miklu á liðunum en Portúgal var þó yfirleitt yfir. Að loknum fyrri hálf- leik var munurinn orðinn þrjú mörk, 14:11 fyrir Portúgal. Íslenska liðið komst aldrei almennilega í gang í fyrri hálfleik en á hinn bóginn kom heldur ekki langur slæmur kafli. Markvarslan réð úrslitum Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Viggó tvívegis og minnkaði muninn í eitt mark. En Portúgal náði strax þriggja marka forskoti á ný. Leik- urinn þróaðist áfram með svipuðum hætti og í fyrri hálfleik. Portúgal var yfir en Ísland sjaldnast langt undan. Íslendingar minnkuðu reglulega muninn niður í eitt mark. Þegar korter var eftir jafnaði Elv- ar með góðu skoti frá punktalínunni. Skoraði þá fimmta mark sitt í leikn- um og leikmaður Portúgals, Fábio Magalhaes, fékk rauða spjaldið fyrir að ýta Elvari þegar Selfyssingurinn var kominn í loftið. Í næstu sókn Portúgala fékk Arnar Freyr þriðju brottvísunina og þar með rautt spjald. Mikið gekk því á um miðjan Arnór Þór Gunnarsson, hornamað- urinn reyndi, var fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal í undan- keppni EM í handknattleik í gær- kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti skömmu fyrir leikinn að Arnór hefði verið skipaður fyrirliði í þessum leik en Aron Pálmarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, bæði í EM- leikjunum og á HM í Egyptalandi. Þar með eru bræður fyrirliðar tveggja landsliða en Aron Einar bróðir Arnórs hefur verið fyrirliði knattspyrnulandsliðsins um árabil. Arnór tók við sem fyrirliði Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Fyrirliði Arnór Þór Gunnarsson lék sinn 115. landsleik í gærkvöld. Þýska karlalandsliðið í handknatt- leik, undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar, er nánast öruggt með sæti í lokakeppni EM 2022 eftir sannfær- andi útisigur gegn Austurríki í Graz í gær, 36:27. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína og þyrftu að tapa þremur síðari leikjum sín- um til að EM-sætið væri í hættu. Marcel Schiller átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Þjóðverja en Johannes Golla kom næstur með 4 mörk. Hjá Austurríki voru Boris Zivkovic og Sebastian Frimmel at- kvæðamestir með 7 mörk hvor. Alfreð með ann- an fótinn á EM Ljósmynd/@DHB_Teams Þýskaland Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þjóðverja. Íþrótta- og ráðstefnumiðstöðin í Ma- tosinhos, undankeppni EM karla, miðvikudag 6. janúar 2021. Gangur leiksins: 1:1, 4:3, 6:6, 9:7, 11:8, 14:11, 15:14, 17:14, 19:17, 20:21, 22:21, 23:22, 23:23, 26:23, 26:24. Mörk Portúgals: Pedro Portela 7/4, Antonio Rodrigues 3/1, André Go- mes 3, Luís Frade 3, Diogo Bran- quinho 2, Miguel Martins 2, Rui Silva 2, Victor Iturriza 2, Joao Ferraz 1, Alexandre Cavalcanti 1. Varin skot: Alfredo Quintana 16/1, Humberto Gomes 2/2. PORTÚGAL – ÍSLAND 26:24 Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 6, Elvar Örn Jónsson 6, Viggó Krist- jánsson 4/1, Arnór Þór Gunnarsson 3/1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1, Óm- ar Ingi Magnússon 1, Ólafur Guð- mundsson 1, Janus Daði Smárason 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 7, Viktor Gísli Hallgrímsson 4. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Fabian Baumgart og Sascha Wild, Þýskalandi. Áhorfendur: Ekki leyfðir. Undankeppni EM karla 4. riðill: Portúgal – Ísland.................................. 26:24 Staðan: Portúgal 3 3 0 0 91:72 6 Ísland 2 1 0 1 60:46 2 Ísrael 1 0 0 1 22:31 0 Litháen 2 0 0 2 46:70 0 2. riðill: Austurríki – Þýskaland ...................... 27:36  Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Eistland – Bosnía ................................. 24:21  Þýskaland 6, Austurríki 2, Eistland 2, Bosnía 0. 5. riðill: Holland – Slóvenía .............................. 23:34  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Tyrkland – Pólland............................... 24:29  Slóvenía 2, Pólland 2, Holland 2, Tyrk- land 0. Danmörk Nyköbing – Vendsyssel ...................... 32:24  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 4/1 skot, 19%, í marki liðsins.  Ítalía Bologna – Udinese................................... 2:2  Andri Fannar Baldursson sat á vara- mannabekk Bologna allan tímann. Grikkland Asteras Tripolis – Olympiacos............... 0:4  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. England Deildabikarinn, undanúrslit: Manch. Utd – Manch. City.................... (0:1)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport.  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.