Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Íslensk kvennaknattspyrna er svo sannarlega á mikilli uppleið og munu bæði Breiðablik og Val- ur leika í Meistaradeild Evrópu á komandi keppnistímabili. Sveindís Jane Jónsdóttir gekk til liðs við stórlið Wolfsburg á dögunum og Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir er að ganga til liðs við Bayern München á næstu dögum. Þá er Alexandra Jó- hannsdóttir, liðsfélagi þeirra hjá Breiðabliki, að öllum líkindum á leið í atvinnumennsku líka en hún hefur verið orðuð við félög í Þýskalandi. Sveindís og Karólína eru báðar 19 ára gamlar og Alex- andra er einungis tvítug. Þá er Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, í viðræðum við stórlið Everton á Englandi en hún er einungis 17 ára gömul. Svava Rós Guðmundsdóttir gekk til liðs við þriðja besta lið Frakk- lands í byrjun árs frá Kristian- sand en Svava er 25 ára gömul og á því nóg eftir. Í lokakeppni EM 2017 sem fram fór í Hollandi voru tveir leikmenn að spila í liðum sem hægt að er að segja að hafi verið í heimsklassa eða sérflokki. Sara Björk Gunnarsdóttir var þá leik- maður Wolfsburg og Dagný Brynjarsdóttir lék með Portland Thorns í Bandaríkjunum. Það gæti vel farið svo að á EM 2022 muni Ísland eiga leikmenn í liðum á borð við Lyon, Bordeaux, Bayern München, Wolfsburg, Everton og Rosengård sem dæmi, allt lið í heimsklassa. Með svoleiðis landslið má alveg gera kröfu á árangur og það er eflaust mun meiri innistæða fyrir því en sumarið 2017. KSÍ þarf því að vanda ansi vel til verka þegar næsti landsliðs- þjálfari verður valinn, enda liðið til alls líklegt á næstu árum. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is síðari hálfleik. Ágúst Elí var kominn í markið og varði þrjú skot á skömm- um tíma. Viggó kom Íslandi yfir 21:20 á 48. mínútu í fyrsta skipti síð- an á 14. mínútu þegar Ísland var yfir 6:5. Spennan hélst út leikinn. Íslenska liðið lék ágætlega miðað við aðstæður. Ekki einungis með það í huga að Aron Pálmarsson er úr leik heldur einnig í ljósi þess að liðið kom sjaldan saman á árinu 2020. Liðið spilaði ekki í rúma átta mánuði sem er lengsta hlé hjá landsliðinu í 56 ár. Það var því nánast fyrirséð að ryð yrði í leik liðsins og jákvætt að sýna þá seiglu að eiga þó möguleika að vinna. Þegar upp var staðið réð úr- slitum að markvarslan var betri hjá Portúgal og fóru þrjú víti forgörðum hjá Íslandi. Naumt tap í Portúgal eftir mikla baráttu  Portúgal í efsta sæti riðilsins í undankeppninni  Alexander meiddist Ljósmynd/FPA Öflugur Elvar Örn Jónsson lyftir sér upp fyrir framan portúgölsku vörnina í leiknum í Matosinhos í gærkvöld. EM 2022 Kristján Jónsson kris@mbl.is Portúgal tók forystuna í kapphlaup- inu um að vinna 4. riðil undankeppni EM karla í handknattleik með sigri gegn Íslandi, 26:24, í Matosinhos í Portúgal í gær. Liðin mætast hins vegar aftur á Ásvöllum á sunnudag- inn og þá getur Ísland breytt þeirri stöðu. Tvö lið komast áfram í loka- keppnina 2022 og ekkert bendir til annars en að það verði Ísland og Portúgal. Töluverð barátta var í leiknum og spennan var til staðar svo gott sem allan leikinn en Portúgal var oftar yfir í leiknum. Íslenska liðið byrjaði leikinn með Arnar Frey og Ými í miðri vörninni. Sinn hvorum megin voru Elvar og Alexander. Arnór fyrirliði og Bjarki Már voru í hornunum. Í sókn kom Janus inn á fyrir Ými. Í upphafi leiks var engu líkara en misskilningur hefði átt sér stað í heilbrigðiskerfinu í Portúgal. Heimamenn virtust halda að Alex- ander Petersson hefði óskað eftir því að fara í lýtaaðgerð á andliti í heim- sókn sinni til landsins. Leikmenn Portúgals voru boðnir og búnir og fóru tvívegis í andlitið á Alexander áður en fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Í báðum tilfellum fengu þeir tveggja mínútna brottvísun en síðara brotið verðskuldaði rautt spjald ef ég skil reglurnar rétt. Alex- ander kom ekki meira við sögu og Ómar Ingi kom inn á. Leikurinn var mestmegnis í járn- um í fyrri hálfleik og ekki munaði miklu á liðunum en Portúgal var þó yfirleitt yfir. Að loknum fyrri hálf- leik var munurinn orðinn þrjú mörk, 14:11 fyrir Portúgal. Íslenska liðið komst aldrei almennilega í gang í fyrri hálfleik en á hinn bóginn kom heldur ekki langur slæmur kafli. Markvarslan réð úrslitum Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Viggó tvívegis og minnkaði muninn í eitt mark. En Portúgal náði strax þriggja marka forskoti á ný. Leik- urinn þróaðist áfram með svipuðum hætti og í fyrri hálfleik. Portúgal var yfir en Ísland sjaldnast langt undan. Íslendingar minnkuðu reglulega muninn niður í eitt mark. Þegar korter var eftir jafnaði Elv- ar með góðu skoti frá punktalínunni. Skoraði þá fimmta mark sitt í leikn- um og leikmaður Portúgals, Fábio Magalhaes, fékk rauða spjaldið fyrir að ýta Elvari þegar Selfyssingurinn var kominn í loftið. Í næstu sókn Portúgala fékk Arnar Freyr þriðju brottvísunina og þar með rautt spjald. Mikið gekk því á um miðjan Arnór Þór Gunnarsson, hornamað- urinn reyndi, var fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal í undan- keppni EM í handknattleik í gær- kvöld. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti skömmu fyrir leikinn að Arnór hefði verið skipaður fyrirliði í þessum leik en Aron Pálmarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, bæði í EM- leikjunum og á HM í Egyptalandi. Þar með eru bræður fyrirliðar tveggja landsliða en Aron Einar bróðir Arnórs hefur verið fyrirliði knattspyrnulandsliðsins um árabil. Arnór tók við sem fyrirliði Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Fyrirliði Arnór Þór Gunnarsson lék sinn 115. landsleik í gærkvöld. Þýska karlalandsliðið í handknatt- leik, undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar, er nánast öruggt með sæti í lokakeppni EM 2022 eftir sannfær- andi útisigur gegn Austurríki í Graz í gær, 36:27. Þjóðverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína og þyrftu að tapa þremur síðari leikjum sín- um til að EM-sætið væri í hættu. Marcel Schiller átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Þjóðverja en Johannes Golla kom næstur með 4 mörk. Hjá Austurríki voru Boris Zivkovic og Sebastian Frimmel at- kvæðamestir með 7 mörk hvor. Alfreð með ann- an fótinn á EM Ljósmynd/@DHB_Teams Þýskaland Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þjóðverja. Íþrótta- og ráðstefnumiðstöðin í Ma- tosinhos, undankeppni EM karla, miðvikudag 6. janúar 2021. Gangur leiksins: 1:1, 4:3, 6:6, 9:7, 11:8, 14:11, 15:14, 17:14, 19:17, 20:21, 22:21, 23:22, 23:23, 26:23, 26:24. Mörk Portúgals: Pedro Portela 7/4, Antonio Rodrigues 3/1, André Go- mes 3, Luís Frade 3, Diogo Bran- quinho 2, Miguel Martins 2, Rui Silva 2, Victor Iturriza 2, Joao Ferraz 1, Alexandre Cavalcanti 1. Varin skot: Alfredo Quintana 16/1, Humberto Gomes 2/2. PORTÚGAL – ÍSLAND 26:24 Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 6, Elvar Örn Jónsson 6, Viggó Krist- jánsson 4/1, Arnór Þór Gunnarsson 3/1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1, Óm- ar Ingi Magnússon 1, Ólafur Guð- mundsson 1, Janus Daði Smárason 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 7, Viktor Gísli Hallgrímsson 4. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Fabian Baumgart og Sascha Wild, Þýskalandi. Áhorfendur: Ekki leyfðir. Undankeppni EM karla 4. riðill: Portúgal – Ísland.................................. 26:24 Staðan: Portúgal 3 3 0 0 91:72 6 Ísland 2 1 0 1 60:46 2 Ísrael 1 0 0 1 22:31 0 Litháen 2 0 0 2 46:70 0 2. riðill: Austurríki – Þýskaland ...................... 27:36  Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Eistland – Bosnía ................................. 24:21  Þýskaland 6, Austurríki 2, Eistland 2, Bosnía 0. 5. riðill: Holland – Slóvenía .............................. 23:34  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Tyrkland – Pólland............................... 24:29  Slóvenía 2, Pólland 2, Holland 2, Tyrk- land 0. Danmörk Nyköbing – Vendsyssel ...................... 32:24  Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 4/1 skot, 19%, í marki liðsins.  Ítalía Bologna – Udinese................................... 2:2  Andri Fannar Baldursson sat á vara- mannabekk Bologna allan tímann. Grikkland Asteras Tripolis – Olympiacos............... 0:4  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. England Deildabikarinn, undanúrslit: Manch. Utd – Manch. City.................... (0:1)  Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport.  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.