Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 5. tölublað 109. árgangur
-25%VÍTA
MÍNDAGAR 7.–10. janúar
25% afsláttur af N
ow, Bio-Kult,
Gula miðanum og
BetterYou
LISTAMENN
OG GÓÐAR
SÝNINGAR
UPPBYGGING Í EYJUM
HEIÐRAR SPRELLI-
GOSANN LILLU
FRÆNKU
MIKIL BJARTSÝNI RÍKIR 16-20 EDDA BJÖRGVINS 12MYNDLIST 64
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Íslendingar þurfa að gæta að
breyttu umhverfi heimsviðskipta,
bæði hvað varðar viðskipti með
vörur og þjónustu. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu utanríkisráðu-
neytisins um utanríkisviðskipta-
stefnu Íslands, sem Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra kynnti
í gær.
„Skýrslan dregur fram mikilvægi
frjálsra viðskipta fyrir okkur Íslend-
inga. Hagsæld okkar byggist að
miklu leyti á fríverslunarstefnunni
enda góð pólitísk sátt um hana,“ seg-
ir Guðlaugur Þór í samtali við Morg-
unblaðið. Hann bendir á að það sé
ekki sjálfgefið. „Við erum með 90%
tollfrelsi meðan Evrópusambandið
er með um 26% tollfrelsi þegar litið
er til tollnúmera. Það skiptir máli
fyrir okkur hér, en er líka gott að
hafa í huga fyrir þá sem vilja ganga í
Evrópusambandið, því þá myndi
vöruverð í landinu hækka með áhrif-
um á samkeppnishæfni íslenskra
fyrirtækja.“
Fram kemur í skýrslunni að þróun
heimsviðskipta beri það með sér að
hefðbundnir markaðir Íslendinga
séu hlutfallslega að dragast saman í
heimsviðskiptun, en á nýjum og fjar-
lægari mörkuðum eru einnig að
verða miklar lýðfræðilegar breyting-
ar, sem felast ekki síst í ört vaxandi
miðstétt. „Okkar hefðbundnu mark-
aðir eru mjög mikilvægir og verða
það áfram. Þeir eru hins vegar ekki
að stækka,“ segir Guðlaugur Þór.
„Vöxturinn er fjær okkur, einkum í
Asíu. Menn sjá það bara að Evr-
ópubúar voru um fjórðungur mann-
kyns í kringum 1900. Nú eru þeir um
5%.“
Í skýrslunni má finna á einum stað
helstu upplýsingar um stöðu utan-
ríkisviðskiptanna og helstu horfur.
Horft út fyrir Evrópu
Ný utanríkisviðskiptaskýrsla Horft til vaxandi miðstéttar
nýmarkaðsríkja Bandaríkin stærsta útflutningsríkið
MAukin viðskipti utan Evrópu »22
Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta réðust inn
í þinghúsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær-
kvöld til þess að stöðva staðfestingu öldungadeildarinnar á
réttu kjöri Joes Bidens í embætti forseta. Fresta þurfti þing-
fundi meðan þinglögreglan reyndi að rýma húsið með tára-
gasi. Áhlaup óaldarseggjanna hófst eftir harðorða ræðu
Trumps, þar sem hann sagðist aldrei myndu viðurkenna ósig-
ur í forsetakosningunum, en hann hvatti mótmælendur síðar
til að halda heim, þörf væri á friði, lögum og reglu. »34
AFP
RÁÐIST INN Í ÞINGHÚSIÐ Í WASHINGTON
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir atvinnu-
leysi áfram munu verða mikið á fyrri
hluta ársins, ef ferðaþjónustan
kemst ekki í gang. Fyrir vikið muni
dreifing bóluefnis hér á Íslandi hafa
áhrif á atvinnustigið næstu mánuði.
Yngvi Harðarson hagfræðingur
segir að ef væntingar almennings
daprist vegna hægagangs við bólu-
setningu geti það dregið úr einka-
neyslu og framkvæmdum í vor.
Kristrún Frostadóttir, aðal-
hagfræðingur Kviku banka, segir
erfiða stöðu í helstu viðskiptalöndum
munu hafa áhrif á spurn eftir ferða-
lögum, óháð aðgerðum hér. Erfið
staða í ferðaþjón-
ustu muni ekki
síst bitna á lág-
launafólki.
„Þetta er allt
saman uppskrift
að áframhaldandi
atvinnuleysi
næstu mánuðina.
Spurningin er
hvort við náum
innlendri þjón-
ustu aftur í gang. Hvort við náum
veitingastöðum, líkamsræktar-
stöðvum og menningarlífinu af stað
þótt hér verði áfram takmarkanir
fyrir ferðaþjónustuna.“ »6 og 32
Auknar líkur á miklu
atvinnuleysi í vor
Bóluefni hefur áhrif á fjölda starfa
Kristrún
Frostadóttir