Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  5. tölublað  109. árgangur  -25%VÍTA MÍNDAGAR 7.–10. janúar 25% afsláttur af N ow, Bio-Kult, Gula miðanum og BetterYou LISTAMENN OG GÓÐAR SÝNINGAR UPPBYGGING Í EYJUM HEIÐRAR SPRELLI- GOSANN LILLU FRÆNKU MIKIL BJARTSÝNI RÍKIR 16-20 EDDA BJÖRGVINS 12MYNDLIST 64 Andrés Magnússon andres@mbl.is Íslendingar þurfa að gæta að breyttu umhverfi heimsviðskipta, bæði hvað varðar viðskipti með vörur og þjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu utanríkisráðu- neytisins um utanríkisviðskipta- stefnu Íslands, sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í gær. „Skýrslan dregur fram mikilvægi frjálsra viðskipta fyrir okkur Íslend- inga. Hagsæld okkar byggist að miklu leyti á fríverslunarstefnunni enda góð pólitísk sátt um hana,“ seg- ir Guðlaugur Þór í samtali við Morg- unblaðið. Hann bendir á að það sé ekki sjálfgefið. „Við erum með 90% tollfrelsi meðan Evrópusambandið er með um 26% tollfrelsi þegar litið er til tollnúmera. Það skiptir máli fyrir okkur hér, en er líka gott að hafa í huga fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið, því þá myndi vöruverð í landinu hækka með áhrif- um á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.“ Fram kemur í skýrslunni að þróun heimsviðskipta beri það með sér að hefðbundnir markaðir Íslendinga séu hlutfallslega að dragast saman í heimsviðskiptun, en á nýjum og fjar- lægari mörkuðum eru einnig að verða miklar lýðfræðilegar breyting- ar, sem felast ekki síst í ört vaxandi miðstétt. „Okkar hefðbundnu mark- aðir eru mjög mikilvægir og verða það áfram. Þeir eru hins vegar ekki að stækka,“ segir Guðlaugur Þór. „Vöxturinn er fjær okkur, einkum í Asíu. Menn sjá það bara að Evr- ópubúar voru um fjórðungur mann- kyns í kringum 1900. Nú eru þeir um 5%.“ Í skýrslunni má finna á einum stað helstu upplýsingar um stöðu utan- ríkisviðskiptanna og helstu horfur. Horft út fyrir Evrópu  Ný utanríkisviðskiptaskýrsla  Horft til vaxandi miðstéttar nýmarkaðsríkja  Bandaríkin stærsta útflutningsríkið MAukin viðskipti utan Evrópu »22 Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær- kvöld til þess að stöðva staðfestingu öldungadeildarinnar á réttu kjöri Joes Bidens í embætti forseta. Fresta þurfti þing- fundi meðan þinglögreglan reyndi að rýma húsið með tára- gasi. Áhlaup óaldarseggjanna hófst eftir harðorða ræðu Trumps, þar sem hann sagðist aldrei myndu viðurkenna ósig- ur í forsetakosningunum, en hann hvatti mótmælendur síðar til að halda heim, þörf væri á friði, lögum og reglu. »34 AFP RÁÐIST INN Í ÞINGHÚSIÐ Í WASHINGTON Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir atvinnu- leysi áfram munu verða mikið á fyrri hluta ársins, ef ferðaþjónustan kemst ekki í gang. Fyrir vikið muni dreifing bóluefnis hér á Íslandi hafa áhrif á atvinnustigið næstu mánuði. Yngvi Harðarson hagfræðingur segir að ef væntingar almennings daprist vegna hægagangs við bólu- setningu geti það dregið úr einka- neyslu og framkvæmdum í vor. Kristrún Frostadóttir, aðal- hagfræðingur Kviku banka, segir erfiða stöðu í helstu viðskiptalöndum munu hafa áhrif á spurn eftir ferða- lögum, óháð aðgerðum hér. Erfið staða í ferðaþjón- ustu muni ekki síst bitna á lág- launafólki. „Þetta er allt saman uppskrift að áframhaldandi atvinnuleysi næstu mánuðina. Spurningin er hvort við náum innlendri þjón- ustu aftur í gang. Hvort við náum veitingastöðum, líkamsræktar- stöðvum og menningarlífinu af stað þótt hér verði áfram takmarkanir fyrir ferðaþjónustuna.“ »6 og 32 Auknar líkur á miklu atvinnuleysi í vor  Bóluefni hefur áhrif á fjölda starfa Kristrún Frostadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.