Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 68

Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 KRINGLAN - SMÁRALIND Ú T S A L A % AFSLÁTTUR AFVÖLDUM VÖRUM 30 Í Hetjusögum er að finna nokk-uð samfelldan ljóðabálk semsegir frá afrekum ljósmæðrasem störfuðu við sérstaklega krefjandi aðstæður í fátæku sam- félagi Íslendinga á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld. Ljóðin eru ort upp úr ritinu Íslenskar ljós- mæður I – III sem séra Sveinn Vík- ingur bjó til prentunar og var gefið út á árunum 1962-1964. Ljóðin birta fallega og fórn- fúsa mynd af þessum mæðrum ljóssins og lýsa veruleika þeirra blátt áfram. Ljósmæðrunum er hampað í hástert og tekst Kristínu Svövu Tómasdóttur, höfundi bók- arinnar, vel að staðsetja lesandann í samfélagi sem nú er horfið, sam- félagi þar sem ljósmæður þurftu stundum að ganga tugi kílómetra til þess að komast að rúmum sæng- urkvenna sinna, gjarnan í mann- skaðaveðri. Ljóðin eru mörg, enda ljóðabókin rúmar hundrað síður, og er ekki komist hjá því að nefna að stundum fær lesandinn á tilfinninguna að eitt ljóð sé sagt oftar en einu sinni, svo keimlík eru sum þeirra. Sérstaklega eru löngu prósaljóðin sem brjóta bálkinn upp eftirtektar- verð. Þau vella fram eins og straum- þungar ár og telja upp ýmsa kosti ljósmæðra, tegundir mannskaða- veðurs og lýsingar á slæmu ásig- komulagi þeirra vega sem ljósmæð- urnar þurftu að leggja undir fót. Þessi ljóð staðsetja lesandann vel í horfnum veruleika ljósmæðranna sem um ræðir. Bókin er augljóslega skrifuð í þeim tilgangi að veita ljósmæðrum þá virðingu sem þær eiga skilið og setja ljóðin þær þannig á stall svo góðmennska þeirra og kraftar virð- ast nánast yfirnáttúrulegir. Það verður örlítið þreytandi að lesa svo mörg ljóð um góða kosti ljósmæðra og erfitt að ímynda sér að þær séu raunverulega mannlegar, þegar ekkert kemur fram um mannlega bresti þeirra. hún minnti á lindina tæru sem vökvaði ungan gróður gaf þyrftum og þjáðum svalandi drykk þegar okkur reið mest á Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvernig Kristín miðlar sagn- fræðinni í ljóðum Hetjusagna og er bókin mikilvæg innsýn inn í heim kvenna sem kannski hafa ekki feng- ið nægilegt lof fyrir hetjudáðir sínar í gegnum árin. Í lok bókarinnar nefnir Kristín nöfn allra ljósmæðr- anna sem fjallað er um í riti Sveins Víkings og heldur minningu þessara merkilegu kvenna þannig á lofti. Innsýn í horfinn heim Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ljóð Hetjusögur bbbnn Eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Benedikt, 2020. Kilja, 126 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Kristín Svava „Ljósmæðrunum er hampað í hástert og tekst […] höfundi bókarinnar vel að staðsetja lesandann í samfélagi sem nú er horfið.“ Tanya Pollock er ólíkindatól ííslenskri raftónlist, sem ernokkuð einstakt að getahaldið fram, þar sem það þarf heilmikið til að geta komið á óvart og verið með sitt eigið „sánd“, sinn eigin hljóm, í raftónlist dagsins í dag. Hún hefur fiktað í tökkum og komið fram ein eða með félögum síð- an hún var ung- lingur. Hún tók þátt í Músíktil- raunum ásamt frænda sínum Marlon í dúett- inum Anonymous árið 2001, þegar næstum engar stelpur voru að gera raftónlist, og lenti í þriðja sæti. Hún var ein af frumkvöðlum weirdcore- senunnar á Íslandi, þar sem hún skipulagði kvöld fyrir fjölbreytta flóru listamanna sem áttu það ef til vill eitt sameiginlegt að dansa öðru- vísi, að elta aðrar stefnur og strauma, og vera ekkert að pæla í því hvað var í tísku. Tónlist hennar hefur ávallt verið á eigin forsendum og nýjasta platan, sú fyrsta sem hún sendir frá sér undir nafninu Röskva, er engin undantekning. Til að byrja með er nafn plöt- unnar, Laug, alveg yndislega marg- rætt og býður upp á margs konar túlkun, en það má segja að það sé svolítið sérkenni Tönyu. Laug getur bæði vísað í blekkingar og lygar, en einnig í hreina og tæra laug sem hægt er að svala þorsta sínum í og baða sig og endurnæra. Taktarnir eru harðir en hreinir. Laglínurnar eru dreymandi og fagrar, en einnig dularfullar og stundum smá hættu- legar. Nöfn laganna níu á Laug eru einn- ig nokkuð margræð. Þar er hið tíu mínútna langa lag „Ægishjálmur“ augljóslega uppbrot í lengd, þar sem önnur lög plötunnar eru um fjórar til sex mínútur að lengd. Ægishjálmur er galdrastafur með verndandi eiginleika gegn reiði, yfirgangi og hinu illa. „Angurboða“ er hjákona Loka og kemur fyrir í Snorra-Eddu. „Verðandi“ er ein þriggja norna sem halda lífi í Aski Yggdrasils með því að vökva rætur þess og stýra þannig örlögum mannanna, en Verðandi táknar nútímann. Hér er verið að leika sér með tákn, sem virðast við fyrstu sýn mun sakleysislegri en þau eru þegar betur er rýnt í þau. Ná- kvæmlega þannig er tónlist Röskvu líka. Hún virðist sakleysisleg en er engu að síður að spinna örlagavefi, sína eigin og annarra, og takast á við og tækla tilfinningar sem ekki eru allar einfaldar eða meðfærilegar. Taktarnir á „Laug“ eru þungir, tilraunakenndir og krefjandi en ægi- fagrar og dreymandi raddir og syntamottur gefa fögur fyrirheit um að þetta endi nú allt saman vel. Það er mikið að gerast hjá Röskvu á þessum tæplega fimmtíu mínútum. Maður finnur fyrir uppsafnaðri sköpunarþörf listamannsins og aug- ljóst að mikils er að vænta til við- bótar. Að loknu kófinu verður þess vonandi ekki langt að bíða að Röskva geti flutt verk sín opinber- lega, enda er Tanya orkubolti á sviði og frábært að finna fyrir tónum hennar og takti í lifandi flutningi. Tæknin að stríða okkur Tilraunakennd raftónlist Röskva – Laug bbbbn Tónlist og flutningur Tanya Lind Poll- ock. Um hljóðblöndun sá Atli Már Þor- valdsson. Um hljómjöfnun sá Árni Grét- ar. Hönnun plötuumslags var í höndum Stefáns Ólafssonar. Útgáfudagur 1. des- ember 2020. Möller records gefur út. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Ólíkindatól Tanya Pollock er ólíkindatól í íslenskri raftónlist, skrifar gagnrýnandi. Elsti og einn kunnasti listaháskólinn í vesturhluta Bandaríkjanna, San Francisco Art Instutue, á við mikla rekstrarörðugleika að etja, vegna erfiðrar skuldastöðu og minnkandi aðsóknar. Tilkynntu stjórnendur í fyrra að skólanum yrði lokað en þá tókst að afla fjár til að starfrækja hann í vetur. Fjölmiðlar greina nú frá því að stjórn skólans hafi rætt al- varlega að unnt væri að bjarga rekstrinum með því að selja víð- fræga og flennistóra veggmynd, The Making of a Fresco Showing the Bu- ilding of a City, sem mexíkóski myndlistarmaðurinn Diego Rivera málaði í sal skólans árið 1931. Sam- kvæmt The New York Times er þetta „freska í fresku“ sem sýnir Ri- vera sjálfan mála á vegginn mynd af borg. Er þetta ein af þremur fræg- um freskum sem Rivera málaði á sínum tíma í San Francisco. Stjórn skólans telur sig geta feng- ið 50 milljónir dala fyrir veggmynd- ina, um 6,3 milljarða króna. En hug- myndin um söluna hefur vakið mikla reiði meðal fyrrum og núverandi kennara og nemenda skólans. Á stjórnarfundi í skólanum í des- ember kom fram að kvikmyndaleik- stjórinn George Lucas hefði áhuga á að kaupa verkið fyrir safn sitt, Mu- seum of Narrative Art, í Los Angel- es. Í bréfi sem aðstoðarskólastjórinn sendi starfsmönnum kom fram að engin ákvörðun hafi verið tekin enn um söluna og viðurkennt að hug- myndin væri gagnrýnd harðlega. Hins vegar bæri stjórn að halda áfram að skoða mögulega sölu á verkinu til að bjarga rekstri skólans. Víðfræg Veggmynd Diegos Riveras í sal San Francisco Art Institue. Vilja selja verk Riveras Verðlaunahátíð Grammy, sem fara átti fram 31. janúar, hefur verið frestað og ekki enn ljóst hvenær hún verður haldin. Ástæðan er að sjálfsögðu heimsfaraldur Covid-19. Fleiri hátíðir sem haldnar eru að jafnaði snemma árs munu eflaust fylgja í kjölfarið og hefur Óskars- verðlaununum þegar verið frestað og verða þau afhent 25. apríl í stað 28. febrúar. Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarna- son eru tilnefnd til Grammy- verðlauna fyrir hljómplötuna Con- currence, í flokknum besti hljómsveitar- flutningur og Hildur Guðna- dóttir tónskáld er tilnefnd til tvennra verð- launa, annars vegar fyrir tón- list sína við kvik- myndina Joker og hins vegar útsetningu á laginu „Bathroom Dance“ úr sömu kvik- mynd. Grammy-verðlaunahátíð frestað Daníel Bjarnason Bandaríska tónlistarkonan Patti Smith flutti nýtt ljóð til heiðurs aðgerðasinnanum Gretu Thunberg á 18 ára afmælisdegi hennar um síðustu helgi. Ljóðið flutti Smith í beinu streymi á vegum Circa.art sem streymt er á auglýsingaskiltum á Piccadilly Circus-torginu í Lond- on og á youtube-rás miðilsins. Smith er gestalistamaður Circa.art í janúar og með dagleg innlegg. Ljóðið sem Smith flutti nefnist „The Cup“ og fjallar um það þegar náttúran snýr baki við mannfólki, um regnskóga sem brenna, teg- undir sem deyja út og sjó sem rís. „Þetta er til heiðurs skólastúlku sem steig ein fram og hvatti okkur til að bjarga jörð- inni okkar sam- an,“ sagði Smith áður en hún flutti ljóðið. Þetta er annað árið í röð sem Smith heiðrar Thunberg á af- mælinu, en í fyrra birti hún í tilefni dagsins frumsamið ljóð á samfélagsmiðlum. Vegna hertra samkomutakmarkana í Bretlandi hefur verið hætt við frekari sýn- ingar á Piccadilly Circus og því að- eins hægt að sjá listviðburðina á vefnum. Patti Smith Patti Smith heiðrar Thunberg með ljóði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.