Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 14

Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Þrátt fyrir að þekking ákrabbameinum sé alltaf aðaukast er enn ekki vitað um ástæður fjölmargra krabbameina en vitað er að lífsstíll og umhverfi hafa áhrif. Með því að hreyfa sig, borða hollan mat, tryggja hæfilega hvíld og huga að líðan má draga úr líkum á krabbameinum og reyndar mörgum öðrum sjúkdómum. Tó- baksnotkun og áfengisneysla eru meðal helstu áhættuþátta krabba- meina. Nokkrar tegundir krabba- meina er hægt að greina á byrj- unarstigi. Með þátttöku í skimun er hægt að bæta batahorfur þótt það komi ekki alltaf í veg fyrir meinið. Þar á meðal eru krabbamein í leg- hálsi og í brjóstum. Krabbamein í leghálsi Ólíkt mörgum öðrum krabba- meinum eru orsakir krabbameins í leghálsi þekktar. Um 99% krabba- meina í leghálsi orsakast af HPV- veirum sem smitast við kynlíf. Yfir 80% allra sem hafa stundað kynlíf, smitast einhvern tímann á lífsleið- inni. 90% þeirra losna við veiruna innan 2-3 ára en um 10% fá viðvar- andi sýkingu og eru í mestri hættu á að fá leghálskrabbamein. Stúlkum, fæddum 1998 og síðar, hefur verið boðin bólusetning fyrir tveimur tegundum af HPV-veirum sem valda um 70% legháls- krabbameina. Einnig er á markaði bóluefni sem kemur í veg fyrir um 90% leghálskrabbameins. Ekkert bóluefni kemur í veg fyrir sjúkdóm- inn og því konum ráðlögð skimun þrátt fyrir að hafa verið bólusettar. Helstu einkenni krabbameins í leghálsi geta verið blæðingar við eða eftir samfarir, milliblæðingar, blæðingar eftir tíðahvörf og óeðlileg útferð frá leggöngum. Skimun fyrir leghálskrabbameini Meðalaldur við greiningu legháls- krabbameins er um 46 ár. Regluleg þátttaka í skipulegri skimun getur lækkað dánartíðni um 90% sem er álíka árangursrík heilsuvernd og bólusetningar barna. Einkennalausum konum á aldurs- bilinu 23-29 ára er boðin skimun á þriggja ára fresti með hefðbundinni frumurannsókn. Á aldursbilinu 30- 64 ára er konum boðin HPV- frumuskimun á fimm ára fresti sem er nýung hér á landi og samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum. Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skim- un með því að hringja á valda heilsugæslustöð. Þær sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta einnig bókað tíma á Mínum síðum á heilsu- vera.is. Ljósmæður og hjúkrunarfræð- ingar sem hafa hlotið sérstaka þjálfun taka leghálssýni á heilsu- gæslustöðvum um land allt. Ein- ungis komugjald er greitt fyrir skimunina. Krabbamein í brjóstum Orsakir krabbameins í brjóstum eru ekki þekktar en nokkrir þættir geta aukið líkur. Þar á meðal eru hækkandi aldur, fjölskyldusaga, áfengisneysla, offita og ýmislegt tengt kvenhormónum. Fyrstu einkenni brjóstakrabba- meins er oft hnútur í brjósti, flestir þeirra eru ekki krabbamein. Ástæða er til að leita læknis ef kona finnur hnút í brjósti eða hol- hönd, breytingu á lögun, stærð eða yfirborði brjósts eða útferð úr geir- vörtum. Verkur í brjósti er sjaldan einkenni brjóstakrabbameins. Skimun fyrir brjóstakrabbameini Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna hér á landi. Meðalaldur við greiningu er um 62 ár. Regluleg þátttaka í skipulegri skimun getur lækkað dánartíðni um 20%. Núna er einkennalausum kon- um á aldrinum 50 - 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldr- inum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Það eru nýmæli að aldursmörk í skimunina hafa færst frá 40 ára til 50 ára aldurs, í samræmi við alþjóð- legar leiðbeiningar. Þegar konur fá boðsbréf eru þær hvattar til að hringja á samhæfingarstöð krabba- meinsskimana og panta tíma. Aukið aðgengi að skimun Núna um áramótin urðu miklar breytingar á skimun fyrir krabba- meini í brjóstum og leghálsi hér á landi. Tilgangur breytinganna er meðal annars að auka aðgengi og þátttöku kvenna með því markmiði að lækka dánartíðni þeirra vegna þessara sjúkdóma. Á heilsugaeslan.is er að finna frekari upplýsingar um fyrir- komulag skimunar fyrir krabba- meini í brjóstum og leghálsi. Krabbamein í brjóstum og leg- hálsi – skimun skilar árangri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kvennahlaup Með því að hreyfa sig, borða hollan mat og huga að líðan má draga úr líkum á krabbameinum. Heilsuráð Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri í samhæfingar- stöð krabbameinsskimana Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækn- inga Heilsugæslunni Hamraborg Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hef- ur fært Samtökum um kvennaathvarf eina milljón króna að gjöf, til minn- ingar um Viktor E. Frankl, höfund bókarinnar Leitin að tilgangi lífsins. Bókin var gefin út í íslenskri þýðingu árið 1997 á vegum Háskólaútgáf- unnar og Siðfræðistofnunar. Frankl kaus að láta höfundarlaun renna til góðs málstaðar sem snertir velferð barna. „Samtök um kvennaathvarf hafa um árabil sinnt þessu mikilvæga hlutverki af alúð gagnvart börnum sem búa við ofbeldi á heimilum sín- um. Það er von stjórnar Siðfræði- stofnunar að þessi gjöf geri sam- tökunum kleift að bæta aðstöðu sína og þjónustu við börn,“ segir í til- kynningu. Siðfræðistofnun fær styrk Tilgangur lífsins Stuðningur Sigþrúður Guðmunds- dóttir frá Kvennaathvarfinu og Páll Rafnar Þorsteinsson og Vilhjálmur Árnason frá Siðfræðistofnun. Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu án endurgjalds Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Öryggisíbúðir Eirar til langtímaleigu Grafarvogi Reykjavík Tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík Eirborgir, Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3-5, 112 Reykjavík. Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. Sími 522 5700 Hafið samband í síma 522 5700 milli 8 og 16 virka daga eða pantið gögn og nánari upplýsingar ásamt skoðun á netfangið sveinn@eir.is • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð • Góðar gönguleiðir í nágrenninu Allt um sjávarútveg Lesendur sunnlenska.is kusu 500 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sunnlendinga ársins 2020. Starfsfólk HSu fékk örugga kosningu og þátttakan í atkvæða- greiðslunni var góð. HSu rekur tvö sjúkrahús og níu heilsugæslur á tíu starfsstöðvum. Ólöf Árnadóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Selfossi, tók við viðurkenningunni úr hendi Guð- mundar Karls Sigurdórssonar, rit- stjóra sunnlenska.is. Starfsfólk HSu Sunnlendingar ársins Heiður Ólöf og Guðmundur Karl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.