Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 1
L A U G A R D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 7. tölublað 109. árgangur
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.volkswagen.is/id3 #NúGeturÞú
Verð frá 5.190.000 kr.
Nýr ID.3
Rafmögnuð upplifun!
ÞETTA VAR
BRENNANDI
ÁST Í MEINUM
SPINNA
ÞRÁÐINN
HVÍTA
NÝ PLATA 41GRÖFIN FUNDIN 38
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reykjavíkurborg lýsir sig andsnúna
hugmyndum um frestun fasteigna-
gjalda til að koma til móts við fyrir-
tæki í kórónuveirufaraldrinum.
Þetta kemur fram í umsögn fjár-
mála- og áhættustýringarsviðs borg-
arinnar um drög að frumvarpi sem á
m.a. að auðvelda sveitarfélögum að
styðja fyrirtæki í faraldrinum.
Fyrirtæki í vanda fái aðstoð
Áherslan er þar ekki síst á fast-
eignagjöld en þau eru ferðaþjónust-
unni þungur baggi í faraldrinum.
Samband íslenskra sveitarfélaga
(SÍS) lýsir yfir stuðningi við drögin
en sú umsögn er samin í samráði við
Lánasjóð sveitarfélaga.
Umsögn Reykjavíkurborgar er á
allt öðrum nótum og eru þar gerðir
lagalegir og fjárhagslegir fyrirvarar
við breytingu á fasteignagjöldum.
Í fyrsta lagi kosti það borgina allt
að tvo milljarða að fresta greiðslu
fasteignaskatta samtímis því sem
hún uppfylli ekki skuldaviðmið.
Í öðru lagi geti fylgt því áhætta
fyrir borgina að veita greiðslufresti,
enda kunni þeir að verða eftirsóttir
hjá verst settu fyrirtækjunum. Jafn-
framt geti borgin ekki vænst þess að
fá lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til
að fjármagna frestun á greiðslum.
Myndi rýra réttarstöðuna
Í þriðja lagi lýsir borgin sig algjör-
lega mótfallna tillögu um að breyta
stöðu dráttarvaxta af vangreiddum
fasteignasköttum, enda rýri hún
réttarstöðu hennar sem kröfuhafa.
Þá kalli umfangsmikil greiningar-
vinna á umsækjendum á ríkisaðstoð.
Afstaða borginnar gæti reynst
þungvæg fyrir endurreisn ferða-
þjónustunnar enda eru þar til dæmis
flest stærstu hótel landsins.
MStyðja frestun … »18
Borgin vill ekki aðstoða
Fjármálasvið borgarinnar gerir miklar athugasemdir við aðstoð við fyrirtæki
Frumvarp á að styðja fyrirtæki í faraldrinum SÍS styður það hins vegar
Ekki hlutverk borgar
» Borgin telur það ekki hlut-
verk sveitarfélaga að koma að
„fjárhagslegri aðstoð við lög-
aðila eða að veita þeim vaxta-
laus lán til lengri tíma eða fella
niður gjöld“ og því verði slíkar
aðgerðir að koma frá ríkinu.
» Samtök ferðaþjónustunnar
telja brýnt að afskrifa „stóran
hluta“ skulda fyrirtækja sem
safnaðist upp í faraldrinum.
Þegar ný lög sem banna versl-
unum sölu á plastpokum tóku gildi
sat Fríhöfnin uppi með tæplega árs
birgðir af pokum merktum fyrir-
tækinu.
Fyrirtækið hefur náð sam-
komulagi við Pure North Recycling
í Hveragerði um að pokarnir verði
endurunnir. Verð þeir því bræddir
upp og breytt í plastperlur sem aft-
ur verða seldar í aðrar plastvörur.
Fríhöfnin telur að pokarnir séu á
bilinu 600- 800 þúsund talsins. »2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
800 þúsund plast-
pokar endurunnir
Stofnun hálendisþjóðgarðs er það
málefni sem er efst á baugi hjá um-
hverfis- og auðlindaráðherra, Guð-
mundi Inga Guðbrandssyni, um
þessar mundir.
„Allt er þetta hluti af stærri sýn.
Með friðlýsingum, sérstaklega þjóð-
görðum, tökum við ákvörðun um að
vernda náttúruna og gera henni
kleift að þróast sem mest á sínum
eigin forsendum, á sama tíma og við
erum að opna aðgang að henni svo
fólk fái notið hennar með margvís-
legri útivist,“ segir hann.
„Um leið erum við að skapa tæki-
færi fyrir ferðaþjónustuna og fyrir
byggðirnar í kringum hálendis-
þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi
en rætt er við hann í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins um helgina þar sem
hann fer yfir sín hjartans mál.
Morgunblaðið/Ásdís
Ráðherra Guðmundur Ingi segir
hálendisþjóðgarð skapa verðmæti.
Ákvörðun
um verndun
náttúrunnar
Fólk beið eftir því að komast að á veitingastaðn-
um og brugghúsinu Bastard á Vegamótastíg
þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar
hjá í gærkvöldi. Frá og með komandi mið-
vikudegi mega gestir á sóttvarnasvæðum veit-
ingahúsa vera tuttugu í stað fimmtán eins og nú
er, samkvæmt því sem kveðið er á um í nýrri
reglugerð heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld
kynntu nokkrar tilslakanir aðgerða í gær. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Beðið eftir sæti og tilslökunum stjórnvalda