Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Súðavíkurhreppur og Íslenska kalk-
þörungafélagið stefna að því að hafa
fyrir miðjan febrúar tilbúin drög að
samningi um lóð undir verksmiðju
félagsins, Djúpkalk, í Súðavík.
Skipulag er nú klárt. Hins vegar hef-
ur Djúpkalk ekki fengið nýtingar-
leyfi frá Orkustofnun til efnistöku í
sjó. Áform fyrirtækisins hafa frest-
ast um þrjú ár vegna seinagangs í
leyfismálum.
Íslenska kalkþörungafélagið hef-
ur hug á því að koma upp kalkþör-
ungaverksmiðju í Súðavík, jafnstórri
þeirri og félagið rekur á Bíldudal.
Framleiðslugeta hennar á að vera
120 þúsund tonn. Eftir að umhverf-
ismatsferli lauk loksins á vormán-
uðum sótti félagið um leyfi til að
nýta dauða kalkþörunga úr sjónum í
Ísafjarðardjúpi. Umsóknin var send
8. maí á síðasta ári. Nýtingarleyfið
grundvallast á upplýsingum sem afl-
að var vegna umhverfismatsins.
Halldór Halldórsson, forstjóri Ís-
lenska kalkþörungafélagsins, segir
að ekki sé hægt að taka ákvarðanir
um fjárfestinguna fyrr en þetta
grundvallaratriði liggur fyrir.
Samið fyrir 15. febrúar
Verksmiðjuna á að byggja á upp-
fyllingu í Helluvík, fyrir landi Súða-
víkurhrepps, inn af Langeyri í Álfta-
firði. Sveitarstjórn samþykkti
deiliskipulag fyrir lóðina og tilheyr-
andi stálþili og viðlegukant í apríl
síðastliðnum. Hraðfrystihúsið –
Gunnvör, sem á nokkur hús á eign-
arlóð sinni á Langeyri, kærði deili-
skipulagið til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Nefnin
hafnaði því að fella skipulagið úr
gildi, taldi rétt að því staðið.
Bragi Þór Thoroddsen sveitar-
stjóri segir að með því hafi skipulag-
ið verið endanlega staðfest. „Við er-
um þá tilbúin í næstu skref, útboð á
stálþili og uppfyllingu á lóð,“ segir
Bragi. Hann getur þess að unnið sé
að dýpkun í Súðavíkurhöfn og efnið
notað í uppfyllingu í Helluvík.
Áætlað hefur verið að kostnaður
Súðavíkurhrepps við að útbúa lóð
fyrir verksmiðjuna og tilheyrandi
hafnaraðstöðu gæti orðið nálægt 300
milljónum króna. Hugmyndin er að
verksmiðjan muni greiða þann
kostnað til baka á tilteknum tíma.
Bragi telur að það taki Súðavíkur-
hrepp stuttan tíma að fá sitt til baka
og verksmiðjan muni koma sam-
félaginu vel.
Forsvarsmenn Súðavíkurhrepps
og Íslenska kalkþörungafélagsins
ákváðu á fundi í fyrradag að vinna að
drögum að samkomulagi um lóðina
og greiðslur fyrir hana og hafa þau
tilbúin 15. febrúar. Halldór segir
mikilvægt að hafa þetta plagg tilbúið
þegar nýtingarleyfi fæst. „Við meg-
um engan tíma missa,“ segir hann.
Þarf að flytja raforku
Ætlunin er að auka fullvinnslu í
verksmiðjunni í Súðavík með svo-
kallaðri kornunarverksmiðju. Þá er
kalkþörungaduftið kornað. Afurðin
fer mikið í skepnufóður og segir
Halldór að aukin eftirspurn sé eftir
kornuðum kalkþörungum.
Það eykur raforkuþörf verksmiðj-
unnar. Áætlað er að þegar fullbyggð
verksmiðja verður komin í fulla
framleiðslu þurfi hún 10 MW afl.
Það er ekki til reiðu í Súðavík eins
og er. Aðeins eitt megawatt fæst og
er það flutt með línu yfir fjallið frá
Ísafirði og því er afhendingaröryggi
lítið. Samið hafði verið við Vestur-
verk um kaup á orku frá Hvalár-
virkjun en frekari framkvæmdum
við virkjunina hefur nú verið frestað.
Halldór segir að Djúpkalk sé í við-
ræðum við Orkubú Vestfjarða og
Landsnet um að tryggja næga og
örugga raforku. Hefur hann það eft-
ir talsmönnum fyrirtækjanna að
ekki sé vandamál að útvega orkuna,
nóg sé af rafmagni í landskerfinu en
hana þurfi að flytja inn á Vestfirði
með núverandi flutningslínu.
Spurður um aðra möguleika segir
Halldór: „Við höfum sagt það að ef
við fáum ekki það rafmagn sem við
þurfum verðum við að flytja inn gas.
Ég myndi halda að það væri meiri
akkur fyrir samfélagið að sjá til þess
að næg raforka væri í Súðavík.“
Bendir Halldór á að mesta orku-
notkunin sé við þurrkun og væri
hægt að brenna gas til að knýja
þurrkara, eins og gert var í upphafi í
verksmiðju fyrirtækisins á Bíldudal.
Áformin stranda enn
á leyfi til nýtingar
Byrjað að undirbúa uppfyllingu fyrir Djúpkalk í Súðavík
Töluvuteikning/Djúpkalk
Djúpkalk Kalkþörungaverksmiðjan verður á uppfyllingu við nýjan hafn-
arkant í Helluvík, innan við Langeyri í Álftafirði. Þorpið sést fjær.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirhuguð afhending sjávarútvegs-
fyrirtækisins FISK Seafood á
nokkrum eignum á Skagaströnd til
Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa
ekki verið teknar fyrir í sveitar-
stjórn. Halldór G.
Ólafsson oddviti
telur rétt að taka
við eignunum
þótt þær séu ekki
í sem bestu ásig-
komulagi og gera
úr þeim tækifæri.
Framkvæmda-
stjóri FISK,
Friðbjörn Ás-
björnsson, sagði
frá fyrirhuguðum
fjárfestingum og breytingum á
húsakosti í opnu bréfi til samstarfs-
fólks á fyrstu dögum nýs árs. Meðal
þess var að fram undan væri að af-
henda Skagastrendingum án endur-
gjalds stjórnsýsluhús og hús sem áð-
ur hýstu rækjuverksmiðju og
síldarverksmiðju.
Vinnumálastofnun mikilvæg
Eignin, sem kölluð er stjórnsýslu-
hús, er skrifstofuhúsnæði sem var í
eigu Skagstrendings áður en FISK
tók reksturinn yfir. Sveitarfélagið á
hluta af neðstu hæðinni og er þar
með skrifstofur sínar auk þess sem
greiðslustofa Vinnumálastofnunar
er með hluta hæðarinnar á leigu.
FISK á tvær efri hæðirnar. Mið-
hæðin stendur auð en þar var áður
gistiheimili. Greiðslustofa Vinnu-
málastofnunar er á efstu hæðinni.
Rúmlega 20 starfsmenn eru hjá
Vinnumálastofnun á Skagaströnd.
Halldór segir að starfsemin sé mik-
ilvæg. Laga þurfi húsnæðið svo að-
stæður Vinnumálastofnunar verði
ásættanlegar. Gerðar hafi verið til-
lögur að breytingum. Segir hann
mikilvægt að ráðast í þær og telur
rétt að setja þær í forgang.
Í þessum pakka er einnig 1.600
fermetra hús sem áður hýsti rækju-
vinnslu og fiskvinnslu. Það er notað
sem geymsla og hýsir ákveðna starf-
semi sem tengist Kaupfélagi Skag-
firðinga. Halldór segir nauðsynlegt
að laga ytra byrði hússins til að
koma í veg fyrir frekari skemmdir.
Vonast hann til að hægt verði að
koma þar upp einhverri starfsemi.
Þriðja húsið er gömul síldarverk-
smiðja á hafnarsvæðinu sem breytt
hefur verið í frystigeymslur. Halldór
segir að það hús megi hugsanlega
leigja út eða selja.
Húsunum hefur lítið verið haldið
við á undanförnum árum og kostar
umtalsverða fjármuni að taka þau í
gegn. Halldór segir að málið sé
kynnt þannig að þau verði afhent án
endurgjalds og telur hann rétt að
taka við þeim og vinna að viðhaldi í
áföngum, frekar en láta þau grotna
áfram niður. Jafnframt verði sköpuð
ný tækifæri í atvinnurekstri á
Skagaströnd.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skagaströnd Reynt verður að finna gömlu fiskvinnsluhúsunum nýtt hlut-
verk, að sögn oddvita. Fyrst þarf að ráðast í kostnaðarsamt viðhald.
Dýrt að laga húsin
á Skagaströnd
Oddvitinn vill þiggja gjöf FISK
Halldór G.
Ólafsson
Stuðningur við skógrækt félaga og samtaka
NÝIR STYRKIR TIL KOLEFNISBINDINGAR:
UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR:
www.skogur.is/vorvidur
UMSÓKNARFRESTUR TIL 1. FEBRÚAR 2021!
Sverrir Kristinsson
Lögg. fasteignasali
Sími: 861 8514
sverrir@eignamidlun.is
Traustur kaupandi óskar eftir 220-350 fm eign á framangreindum
svæðum. Sterkar greiðslur í boði.
Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlishúsi eða parhúsi.
Æskileg staðsetning: Selvogsgrunn, Sporðagrunn, Teigar eða Lau-
garásvegur. Góðar greiðslu í boði.
Æskileg staðsetning: Melar, Hagar eða Ægissíða. Afhendingartími
samkomulag. Góðar greiðslur í boði.
Traustur kaupandi óskar eftir 150-200 fm raðhúsi eða parhúsi á einni
hæð. Æskilega staðsetning: Fossvogur eða Seltjarnarnes.
Traustur kaupandi óskar eftir 130 – 140 fm íbúð við Vatnsstíg,.
Góðar greiðslur í boði.
EINBÝLISHÚS EÐA RAÐHÚS Á SELTJARNAR-
NENSI EÐA Í VESTURBORGINNI ÓSKAST.
EINBÝLISHÚS EÐA PARHÚS ÓSKAST
TRAUSTUR KAUPANDI ÓSKAR EFTIR 140-200 FM
SÉRHÆÐ Í VESTURBORGINNI.
RAÐHÚS EÐA PARHÚS ÓSKAST
VATNSSTÍGUR – ÍBÚÐ ÓSKAST
SALA FASTEIGNASÍÐAN 1957 GRENSÁSVEGUR 11 SÍMI 588 9090 WWW.EIGNAMIDLUN.IS