Morgunblaðið - 09.01.2021, Side 14

Morgunblaðið - 09.01.2021, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 Alþingismenn koma til starfa í næstu viku að loknu jólaleyfi. Fund- ur forseta Alþingis með formönnum þingflokka verður á mánudaginn klukkan 11 og nefndarstarf hefst á þriðjudaginn. Fyrsti þingfundur nýs árs verður haldinn mánudaginn 18. janúar. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis verður 151. löggjafarþinginu frestað fimmtudaginn 10. júní og nefndar- störfum á að ljúka 28. maí. Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál verður flutt fimmtudaginn 6. maí. Almennar stjórnmálaumræður (eld- húsdagur) verða mánudaginn 7. júní. Kjördæmadagar verða 8.-10. febr- úar næstkomandi. „Komi til endanlegrar afgreiðslu á frumvarpi eða frumvörpum um breytingar á stjórnarskrá má gera ráð fyrir stuttu þinghaldi af þeim sökum síðsumars miðað við boðaðan kjördag í alþingiskosningum 25. september 2021,“ segir í starfs- áætlun Alþingis. Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 18. desember 2020 en þingið var að störfum frá 1. október. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Fyrsti fundur vorþingsins verður haldinn mánudaginn 18. janúar. Alþingismenn að snúa úr jólaleyfi Stjórn Auðhumlu, samvinnufélags mjólkurbænda, samþykkti á fundi sínum á dögunum að sá kostnaður lækki sem bændur greiða fyrir söfn- un mjólkur sem fer til afurðastöðva. Núna verður gjald þetta fimm krón- ur á lítrann, sem er lækkun um tíeyr- ing eða úr 5,10 kr. „Við höfum náð ágætum árangri við að draga úr kostnaði við mjólk- ursöfnun. Í skipulagi flutninganna frá degi til dags er hagkvæmni leið- arljósið og allt tekið straumlínulag- að. Eins er innleggjendum að fækka, að jafnaði um 10-20 á ári, enda þótt framleiðslumagnið sé óbreytt,“ segir Garðar Eiríksson hjá Auðhumlu. Bændur á landinu sem framleiða mjólk eru um 540 talsins, það er að Skagafirði meðtöldum, en bændur þar standa utan Auðhumlu, nærri 50 að tölu. Heildarframleiðsla mjólkur á landinu á nýliðnu ári var 151,2 millj- ónir lítra, 600 þúsund lítrum minna en árið 2019. Til að setja hlutina í samhengi er sú tala svipuð og fram- leiðsla á einu stóru kúabúi á ári eða innvegið magn framleiðslustöðvar á góðum degi. Margar ástæður eru fyrir því að bændur hætti kúabúskap, að sögn Garðars. Oft verður kynslóðaskipt- um á búum ekki komið við og þá vel- ur eldra fólk stundum fremur að hætta en fara í miklar fjárfestingar til þess að mæta nýjum aðbúnaðar- reglum í landbúnaði. Algengt er að 10-20 bændur bregði búi á ári hverju. Framleiðsluréttinn kaupa þá bændur sem færa út kvíarnar. Þann- ig hefur mjólkurframleiðsla á nokkr- um svæðum á landinu verið í sókn á undanförnum árum í lítrafjölda talið. Má þar nefna Hreppa og Skeið, Landeyjar og Eyjafjöll á Suðurlandi, Hornafjarðarsvæðið og svo Eyja- fjörð. Þá hafa margir kúabændur í Skagafirði verið í sókn, aukið fram- leiðslu og byggt ný fjós. sbs@mbl.is Kúabændurnir spara tíeyring  Lægri flutningsgjöld  Hagræðing Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mjólkurbíll Á Skeiðunum en þar og í nærsveitum eru mörg stór kúabú. „Hann var með forgangsröðina á hreinu ungi maðurinn sem vann 59,7 milljónir í Vikinglottó sl. mið- vikudag; fyrst ætlar hann að kaupa sér íbúð og síðan bíl og svo ætlar hann að gera eitthvað skemmtilegt fyrir afganginn.“ Þannig hefst tilkynning sem Ís- lensk getspá sendi frá sér í gær um 24 ára karlmann sem keypti sér 10 raða miða í Víkingalottóinu á netinu kvöldið fyrir útdrátt. Seint á miðvikudagskvöld mundi hann eftir miðanum og ætlaði varla að trúa eigin augum er hann sá skilaboð á skjánum um að hann hefði unnið tæpar 60 milljónir króna á miðann. „Það má því með sanni segja að árið byrji vel hjá þessum unga manni, hann ætlar að þiggja fjár- málaráðgjöf sem öllum vinnings- höfum býðst sem vinna stóra vinn- inga í lottó. Starfsfólk Getspár og Getrauna óskar þessum heppna unga manni innilega til hamingju með vinninginn,“ segir enn fremur í tilkynningu Íslenskrar getspár. Kaupir íbúð og bíl fyrir Víkingalottóvinning Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðirnar Alviðra og Öndverðarnes II hafa verið sameiginleg eign Land- verndar og Héraðsnefndar Árnes- inga frá árinu 1973 þegar Magnús Jó- hannesson, bóndi í Alviðru, afhenti þeim landið til eignar. Sú kvöð fylgdi gjöfinni að ekki mætti skipta landinu upp og að það yrði nýtt til land- græðslu og náttúruverndar. Tals- menn Landverndar og héraðsnefnd- arinnar mótmæla því sem Hannes Lárusson, staðarhaldari Íslenska bæjarins, hélt fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Hann fjallaði þar m.a. um Laxabakka sem er í landi Öndverðarness II. Lóð þinglýst án afsals „Hannes Lárusson hefur lengi ver- ið með ásakanir í okkar garð. Þær eru út í hött,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Hún segir að deilan um eignar- haldið á lóðinni, þar sem Laxabakki stendur, sé til meðferðar hjá sýslu- manninum á Suðurlandi. Íslenski bærinn á nú húsið en Alviðrustofnun, þ.e. Landvernd og héraðsnefnd Ár- nesinga, telur sig eiga lóðina. „Þessari lóð var þinglýst án afsals fyrir mörgum árum með húsinu. Deilan snýst um þessa þinglýsingu,“ segir Auður. Hún bætir við að hend- ur Landverndar og Héraðsnefndar Árnesinga séu bundnar af gjafabréfi Magnúsar bónda í Alviðru um að ekki megi búta landið niður í lóðir. „Hannes hefur gengið mjög langt og sakað okkur um alls konar hluti sem enginn fótur er fyrir,“ segir Auð- ur. „Við höfum reynt að eiga við hann samtal en það hefur ekki gengið. Hann hefur kært okkur til lögreglu fyrir eitthvað sem við höfum ekki gert. Margt í hans málflutningi er ekki svaravert,“ segir Auður. Hún segir Landvernd telja mjög mikilvægt að húsið á Laxabakka verði varðveitt og að Íslenski bærinn sem á húsið komi því í almennilegt horf. „Við höfum boðið Hannesi ýmislegt svo hann geti hafið viðgerð á húsinu og komið því í þannig horf að það liggi ekki undir frekari skemmdum. En Hannes vill fara í mikla uppbyggingu þarna, gera stæði fyrir bíla og rútur og byggja fleiri hús. Við sem eigendur landsins í kring eigum erfitt með að samþykkja það ef þetta verða jafn stórkarlalegar framkvæmdir og hann hefur talað um. En við höfum komið til móts við beiðni Íslenska bæjarins um raflögn og vegarslóða á okkar landi sem eru nauðsynleg til að gera upp Laxa- bakka,“ sagði Auður. Héraðsnefnd Árnesinga Eyþór H. Ólafsson, formaður Hér- aðsnefndar Árnesinga bs., segir að ástæða ágreiningsins sé gjafagjörn- ingur fyrir mörgum áratugum. „Hannes vissi vel þegar Íslenski bær- inn keypti húsið á Laxabakka af þrotabúi að það lá ekkert fyrir um viðurkennt eignarhald á lóð með hús- inu. Laxabakki er inni í landi Önd- verðarness II. Landvernd og Hér- aðsnefnd Árnesinga sem eiga jörðina hafa ekki viðurkennt eignarhald hans á lóðinni. En við höfum boðið Hann- esi leigu á lóðinni og sagt honum að hann geti byrjað að gera þetta upp,“ segir Eyþór. Fá þurfi dóm um eign- arhald lóðarinnar. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga í Árnessýslu. Eyþór segir að kvöðin sem fylgdi gjöfinni bindi hendur eig- enda og geti þeir hvorki úthlutað úr landinu lóðum né selt. „Þetta var náttúruverndarráðstöfun hjá gef- anda á sínum tíma. Hann setti skil- mála um að ekki yrði hróflað við þessu heldur yrði landið í heild verndað til framtíðar,“ segir Eyþór. Skera þarf úr deilu um lóð Laxabakka fyrir dómi  Landvernd og Héraðsnefnd Árnesinga bundin af ákvæði gjafabréfs  Mótmæla ásökunum Hannesar Lárussonar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laxabakki Húsið hefur verið friðlýst að tillögu Minjastofnunar. Ósvaldur Knudsen, málarameistari og kvikmyndagerðarmaður, byggði húsið. Eyþór H. Ólafsson Auður Önnu Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.