Morgunblaðið - 09.01.2021, Side 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
Áður en ég flyt tíðindi úr
Reykjanesbæ vil ég óska lesendum
gleðilegs árs.
Þrjár ungar konur búsettar hér
í bæ voru áberandi á árinu 2020 og
var ánægjulegt að fylgjast með vel-
gengni þeirra. Þetta eru þær Elen-
ora Rós Georgsdóttir bakaranemi
sem gaf út sína fyrstu bók á árinu,
Bakað; Sólborg Guðbrandsdóttir
stjórnandi samfélagsmiðilsins Fá-
vita sem einnig gaf út sína fyrstu
bók á árinu með sama nafni og stýrir
nú starfshópi um eflingu kynfræðslu
í grunn- og framhaldsskólum og
Sveindís Jane Jónsdóttir knatt-
spyrnukona sem var nýlega útnefnd
ein af tíu efnilegustu knattspyrnu-
konum Evrópu af UEFA og byrjar
árið í atvinnumennsku. Ekki ama-
legt það.
Það hillir undir verklok á end-
urbótum sem staðið hafa yfir í Sund-
miðstöðinni frá því í byrjun sumars.
Að vísu átti framkvæmdum að ljúka
í október sl. en ýmislegt óvænt kom
upp á eins og gjarnan vill verða þeg-
ar farið er að hrófla við gömlum
byggingum.
Búist er við að hægt verði að
taka nýju pottana, gufubað og sána í
notkun um miðjan janúar og að
rennibraut verði komin upp í jan-
úarlok. Um er að ræða heitan pott
mót morgunsól og kaldan pott þar
við hliðina. Þá hefur gufubað verið
endurnýjað og sána sett upp. Það
má heyra á sundlaugargestum að
eftirvæntingin er mikil. Sérstaklega
hafa þeir saknað gufubaðsins og
kalda pottsins meðan á fram-
kvæmdum hefur staðið.
Flugeldasala gekk vel hjá
Björgunarsveitinni Suðurnesjum í
ár og sýna bráðabirgðatölur að sala
er sambærileg og í fyrra. Aðspurð
um sölu á rótarskotum, sem er leið
björgunarsveitanna til að styðja við
skógrækt í landinu, virðast vinsæld-
ir þeirra hafa dalað, en sala fór vel af
stað í upphafi. Svo virðist sem fólk
vilji frekar láta féð renna til björg-
unarsveitarinnar og hjá Suður-
nesjum fengust þær upplýsingar að
fólk kysi t.d. að borga hærra verð
fyrir stjörnuljósið og styðja þannig
betur við starfið.
Hjá Keflavík, íþrótta- og ung-
mennafélagi, fengust þær upplýs-
ingar að mun meira hefði selst af
flugeldum í ár en í fyrra. Skot-
glöðum Reyknesbæingum hefur því
ekki fækkað, þvert á móti, þótt til-
finning þeirrar sem hér ritar hafi
verið sú að rólegra yfirbragð hafi
verið yfir gamlárskvöldi í ár og skot-
tíminn styttri en oft áður.
Atvinnuleysistölur í Reykja-
nesbæ hafa náð áður óþekktum hæð-
um. Ef rýnt er í tölur frá Vinnumála-
stofnun hefur atvinnuleysi aldrei
verið meira á þessari öld; er nú um
23%. En snúi maður tölunum við eru
um 77% vinnandi fólks í sveitar-
félaginu með atvinnu. Þótt oft geti
verið gott að líta á málin frá öðru
sjónarhorni er veruleikinn sá að at-
vinnuleysi hefur farið úr 8,6% í 23%
á 12 mánaða tímabili.
Stærsti einstaki hópur atvinnu-
lausra hefur starfað við flutninga,
um þriðjungur, og þar vegur Flug-
stöðin þungt. Starfsfólk Icelandair
er hins vegar að gera sig klárt fyrir
viðspyrnu og því má vænta breyt-
inga í þeim hópi um leið og flug-
samgöngur færast í eðlilegt horf að
nýju. Maður heyrir nú fleiri áfanga-
staðaauglýsingar og byrjað er að
taka flugvélaflotann úr geymslu á
Keflavíkurflugvelli þar sem stór
hluti hans hefur verið í geymslu á
undanförnum mánuðum.
Og höldum áfram að horfa
björtum augum til framtíðar. Áætlað
er að framkvæmdir við varnargarð
við Njarðvíkurhöfn og nýja þurrkví
við Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefj-
ist með vorinu. Nýja skipaþjónustan
er hugsuð fyrir stærri skip, sem
Skipasmíðastöðin hefur ekki getað
þjónustað.
Skipaþjónustuklasinn mun
skapa fjölda nýrra starfa. Samþykkt
hefur verið 600 milljóna framlag frá
ríkinu til varnargarðsins gegnum
Hafnabótasjóð og Reykjaneshöfn
leggur til um 400 milljónir. Reiknað
er með að samanlagður kostnaður
beggja verkefna verði um þrír millj-
arðar króna og er hluti Skipasmíða-
stöðvarinnar áætlaður einn og hálf-
ur til tveir milljarðar króna. Gert er
ráð fyrir að taka á móti fyrstu skip-
unum árið 2022.
Útivistarsvæðið í Njarðvíkur-
skógum sem verið hefur í uppbygg-
ingu á undanförnum misserum hefur
verið vel nýtt á nýliðnu ári. Fólk er
sérstaklega duglegt að nýta göngu-
stígana til heilsueflingar, en þar er
einnig 18 brauta frisbígolfvöllur og
afgirt svæði fyrir hunda, ásamt grill-
aðstöðu.
Umsóknir í Velferðarsjóð
Suðurnesja voru samtals 110 í des-
ember og fjöldi á bak við þær um 300
manns. Þetta er sambærilegt og
undanfarin ár að sögn starfsmanns
sjóðsins, sem tók fram að mikið hefði
munað um úrræði ríkisstjórnarinnar
um framlengingu tekjutengingar á
atvinnuleysisbótum. Hins vegar
hefði starfsfólk fundið vel fyrir kvíða
og áhyggjum hjá fólki því margt
hvert missi tekjutenginguna nú í
upphafi árs.
Hjá Fjölskylduhjálp Íslands á
Suðurnesjum voru úthlutanir mun
fleiri og hafði fjölgað mikið frá fyrra
ári. Alls 883 úthlutanir voru í desem-
bermánuði og bak við þá tölu eru
hátt í 2.500 manns. Um er að ræða
matarúthlutun og úthlutun
inneignarkorta en að auki fengu allir
jólagjafir. Búist er við að fjöldi um-
sækjanda verði áfram mikill.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Endurbætur Hillir undir verklok á endurbótum sem staðið hafa yfir í Sundmiðstöðinni síðustu mánuðina. Unnið er við að slétta undirlagið þar sem marglitri rennibraut verður komið fyrir.
Framkvæmdum við sundmiðstöð að ljúka
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Arctic Sea Fish áformar að meira en
tvöfalda eldi á laxi í sjókvíum í Dýra-
firði. Fyrirtækið hefur nú leyfi til að
framleiða 4.200 tonn af regnbogasil-
ungi og laxi í firðinum en áformar að
auka eldið í 10 þúsund tonn af laxi,
miðað við hámarkslífmassa. Er það
einmitt það eldi sem Hafrannsókna-
stofnun setur sem hámark á burðar-
þol fjarðarins og áhættumat.
Matvælastofnun og Umhverfis-
stofnun hafa auglýst tillögu að
rekstrar- og starfsleyfi fyrir aukið
eldi Arctic Sea Fish í Dýrafirði. Gert
er ráð fyrir laxeldi á fjórum að-
skildum eldissvæðum, Gemlufalli,
Haukadalsbót, Eyrarhlíð og Skaga-
hlíð. Fyrirtækið er þegar með eldi á
þremur fyrsttöldu eldissvæðunum.
Skagahlíð kemur til viðbótar og er
sú staðsetning utar í firðinum en
hinar. Gemlufall er innsta staðsetn-
ingin, beint á móti Þingeyri.
Óveruleg umhverfisáhrif
Niðurstaða umhverfismats Arctic
Sea Fish er að áhrif aukins eldis séu
í flestum tilvikum óveruleg. Nei-
kvæð áhrif verði að miklu leyti stað-
bundin og afturkræf en fram-
kvæmdin muni hafa verulega
jákvæð áhrif á hagræna og sam-
félagslega þætti. Í áliti Skipulags-
stofnunar segir að stofnunin telji að
áhrif á súrefnisstyrk og magn nær-
ingarefnis í sjó geti orðið nokkuð
neikvæð á staðbundnu svæði innan
Dýrafjarðar. Komið hafi upp að-
stæður í sjó þar sem svifþörungar
hafi valdið skaða á eldi í firðinum.
Þar sem fyrirhugað eldi rúmist inn-
an burðarþolsmats telur Skipulags-
stofnun ólíklegt að aukið eldi muni
auka líkur á þörungablóma.
helgi@mbl.is
Laxeldi í Dýrafirði
meira en tvöfaldað
Arctic Sea Fish fullnýtir burðarþolið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Arctic Fish er með eldi í
nokkrum fjörðum Vestfjarða.
RESOURCE SENIOR ACTIVE
MÁLTÍÐ Í FLÖSKU
Senior Activ drykkirnir frá Nestlé eru sérstaklega orku- og próteinríkir
næringardrykkir sem eru sérhannaðir fyrir eldra fólk.
fastus.is/naering
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is