Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
9. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.54
Sterlingspund 172.23
Kanadadalur 99.56
Dönsk króna 20.876
Norsk króna 15.017
Sænsk króna 15.44
Svissn. franki 143.38
Japanskt jen 1.2217
SDR 183.01
Evra 155.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.4635
Hrávöruverð
Gull 1911.05 ($/únsa)
Ál 2062.5 ($/tonn) LME
Hráolía 54.13 ($/fatið) Brent
● Sylvía Ólafs-
dóttir hefur verið
ráðin í starf fram-
kvæmdastjóra við-
skiptaþróunar og
markaðsmála hjá
Origo og tekur sæti
í framkvæmda-
stjórn félagsins.
Sylvía hefur frá
árinu 2018 starfað
hjá Icelandair Gro-
up, síðast sem forstöðumaður leiða-
kerfis félagsins. Áður en Sylvía fór til
Icelandair starfaði hún sem deild-
arstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði
Landsvirkjunar.
Hún er með M.Sc.-próf London
School of Economics og B.Sc.-próf í
iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Hún hefur sinn stundakennslu við verk-
fræðideild HÍ í rekstrarfræði, kvikum
kerfislíkönum og verkefnastjórnun
(MPM). Sylvía situr í stjórn Símans og
Ölgerðarinnar. Í tilkynningu frá Origo
segist Sylvía spennt fyrir nýjum verk-
efnum.
„Upplýsingatæknigeirinn er í miklum
vexti og það kemur sífellt betur í ljós að
upplýsingatækni er ekki lengur til að
styðja við þjónustu og rekstur fyr-
irtækja og stofnana heldur lykillinn að
því að bæta og umbreyta honum.“
Sylvía Ólafsdóttir fer
frá Icelandair til Origo
Sylvía
Ólafsdóttir
STUTT
Þóroddur Bjarnason
Stefán Einar Stefánsson
Baldur Arnarsson
Lífeyrissjóðir sem Morgunblaðið
setti sig í samband við í gær upp-
lýstu allir nema einn að þeir hefðu
ekki selt hluti sína í olíufélaginu
Skeljungi til Strengs í vikunni.
Heimildir Morgunblaðsins herma
hins vegar að Urðarbogi ehf., félag
Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra
ÞG verks, hafi selt hlut sinn í Skelj-
ungi til Strengs. Urðarbogi var 17.
stærsti hluthafinn með 0,5% hluta-
fjár.
Fimm milljarða viðskipti
Hátt í fimm milljarða króna við-
skipti voru með bréf Skeljungs í
Kauphöllinni í vikunni, en á mánu-
daginn rann út frestur yfirtökutil-
boðs Strengs hf. í hlutabréf í Skelj-
ungi og samþykktu hluthafar sem
eiga 2,56% hlutafjár tilboðið.
Gengið sem boðið var í þeim við-
skiptum var 8,315 krónur hver
hlutur. Eftir að yfirtökutilboði lauk
var eignarhlutur Strengs rúm 40%.
Í lok dags á fimmtudag var hlut-
urinn kominn yfir 50% að teknu til-
liti til eigin hluta félagsins, og
Strengur þar með kominn með
meirihluta í Skeljungi.
Aðilar á markaði sem Morgun-
blaðið ræddi við töldu að nú þegar
Strengur væri kominn í meirihluta,
myndi hægjast á í viðskiptum með
félagið.
Í gær urðu 195 milljóna króna
viðskipti með bréf félagsins og var
gengið í lok dags 10,20 sem er 23%
hærra en það gengi sem boðið var í
yfirtökutilboðinu. Lágt gengi yfir-
tökutilboðsins var sögð ein megin-
ástæða þess að lífeyrissjóðirnir
ákváðu að taka ekki tilboðinu.
Gengi Skeljungs í upphafi yfirtöku-
tilboðsins í byrjun desember var
8,8, sem er 16% lægra en í gær.
Þeir lífeyrissjóðir sem seldu ekki
og eru á lista yfir 20 stærstu hlut-
hafa félagsins eru Gildi, Frjálsi líf-
eyrissjóðurinn, Birta, Festa, Lífs-
verk, Stapi, Lífeyrissjóður
Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður
bænda. Ekki fengust upplýsingar
frá Eftirlaunasjóði íslenskra at-
vinnuflugmanna við vinnslu frétt-
arinnar.
Vilja ekki selja að sinni
Árni Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Gildis, sem er næst-
stærsti hluthafi Skeljungs, segir að
Gildi hafi ekki áhuga á að selja sinn
hlut að sinni a.m.k. enda eigi Skelj-
ungur meira inni.
Hann telur aðspurður að þrátt
fyrir að Strengur vilji afskrá Skelj-
ung úr Kauphöll, þá verði það ekki
endilega raunin. „Það er ekki aug-
ljóst að það gerist, enda hefur kom-
ið fram að margir eru því mótfalln-
ir,“ segir Árni.
Hann segir margt í Skeljungs-
málinu vera mjög sérkennilegt og
eitt af því sé að yfirtökuaðilarnir
hafi ekkert minnst á það í tilboðs-
yfirliti sínu að tilboðið væri gert á
tímum heimsfaraldurs, sem hljóti
að hafa áhrif á gengi hlutabréf-
anna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ekki víst að haldinn
verði hluthafafundur í félaginu fyrr
en í mars þegar aðalfundur verður
haldinn.
Morgunblaðið hafði samband við
sjóðastýringafélagið Stefni sem í
byrjun vikunnar fór með 4,97% hlut
í Skeljungi. Framkvæmdastjórinn,
Jóhann Möller, varðist allra frétta
af mögulegri sölu bréfa úr sjóðum
félagsins.
Funda á næstu dögum
Jón L. Árnason framkvæmda-
stjóri Lífsverks segir í samtali við
Morgunblaðið að of lágt yfirtöku-
tilboð hafi verið ástæðan fyrir því
að lífeyrissjóðurinn seldi ekki hlut
sinn. „Við ætlum að sjá hvernig úr
þessu spilast. Við höfum trú á fé-
laginu. Við erum langtímafjárfestir
og teljum félagið eiga meira inni.“
Jón segir að Lífsverk muni funda
með stjórnendum Strengs á næstu
dögum og fara yfir stöðuna sem
upp er komin.
Lífeyrissjóðirnir seldu ekki
Skeljungsbréf í vikunni
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sala Strengur ræður nú yfir meirihluta hlutabréfa í Skeljungi.
Strengur keypti 0,5% af Urðarboga Ekki augljóst að af afskráningu verði
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samband íslenskra sveitarfélaga
(SÍS) lýsir yfir stuðningi við frum-
varp sem felur meðal annars í sér
heimildir til að koma til móts við
rekstrarvanda fyrirtækja út af
kórónuveirufaraldrinum.
Þetta kemur fram í umsögn SÍS
um drög að frumvarpi um breyting-
ar á ýmsum lögum vegna áhrifa far-
aldursins á sveitarfélög.
Umsögn SÍS er samin í samráði
við lánasjóð sveitarfélaga.
Fram kemur í umsögninni að
breytingarnar í frumvarpinu séu í
fjórum liðum og snúi að fjármála-
reglum sveitarfélaga, ákvæðum
sveitarstjórnarlaga um neyðar-
ástand, innheimtu fasteignagjalda
og auknar heimildir Lánasjóðs
sveitarfélaga til að lána sveitarfélög-
um vegna rekstrarhalla.
Fái rýmri heimildir
Segir þar jafnframt að til standi að
veita sveitarfélögum aukið svigrúm
við innheimtu fasteignagjalda. Lagt
sé til að lögveðsréttur fasteigna-
gjalda verði lengdur úr tveimur ár-
um í fjögur og sveitarfélög fái rýmri
heimildir til að lækka eða fella niður
dráttarvaxtakröfur á fasteigna-
skattskröfum.
Samtök verslunar og þjónustu,
SVÞ, segja í umsögn sinni að fram-
angreindar breytingar séu mjög
mikilvægar: „Í ýmsum rekstri vegur
kostnaður vegna eignarhalds og
rekstrar fasteigna mjög þungt og
þau opinberu úrræði sem beinst hafa
að ráðningarsamböndum launþega
og atvinnurekenda hafa því ekki
megnað að létta nægilega byrðar
margra atvinnurekenda.“
Fjármála- og áhættustýringarsvið
Reykjavíkurborgar skilar líka um-
sögn um frumvarpið.
Auknar skuldir borgarinnar
Að mati sviðsins er mikilvægt að
veita sveitarfélögum aukið svigrúm
til að takast á við aðsteðjandi
rekstrarvanda vegna faraldursins.
Tekjufall borgarinnar vegna
veirunnar í fyrra var metið 12,5
milljarðar í nóvember síðastliðnum
og útgjaldaauki um 2,6 milljarðar.
Þá sé gert ráð fyrir að samstæða
borgarinnar uppfylli ekki skulda-
viðmið árin 2022-2025 (sjá graf).
Síðan er bent á að frestun á
greiðslu fasteignaskatta geti numið
1,6-2 milljörðum á ári. „Slík frestun
kallar eðlilega á aukna lántökuþörf
af hálfu Reykjavíkur, aukinn fjár-
magnskostnað og auk þess talsverð-
an aukakostnað vegna yfirferðar og
utanumhalds,“ segir þar m.a.
Borgin sé „algjörlega mótfallin“
tillögu um að breyta stöðu dráttar-
vaxta af vangreiddum fasteigna-
sköttum þannig að dráttarvextir
teljist ekki órjúfanlegur hluti af fast-
eignaskattakröfu sveitarfélags.
Það standist ekki lög að sveitar-
félög setji reglur um lækkun eða nið-
urfellingu dráttarvaxta.
Loks kosti greining á rekstrar-
vanda umsækjenda mikið fé og kalli
á víðtækan stuðning ríkisins.
Styðja frestun fasteignagjalda
SÍS og SVÞ lýsa yfir stuðningi Borgin hins vegar á móti og vísar á skuldir
Afkoma Reykjavíkurborgar skv. 5 ára áætlun
Skuldaviðmið samstæðu til ársins 2025
Uppsöfnuð þriggja ára rekstrarniðurstaða samstæðu til ársins 2025*
175%
150%
125%
100%
75%
50%
25%
40
30
20
10
0
-10
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025
'15-'17 '16-'18 '17-'19 '18-'20 '21-'23 '23-'24 '22-'25
'19-'21 '20-'22
Heimild: Reykjavíkurborg
18
35
27
7
-11 -12
5
26
36
Rauntölur Áætlun
*Án OR til og með 2021,
samstæðan í heild 2022-2025
Samstæða án OR
Samstæðan án OR til og með 2021,
og í heild 2022-2025
78,0%
67,2%
168,1%
119,3%
158,7%
129,1%110,7%
Rauntölur Áætlun
Hámark
Gildi kallaði eftir því í bréfi til skrif-
stofu fjármálamarkaðar í fjármála-
og efnahagsráðuneytinu í desem-
ber að lögum um yfirtökur og yf-
irtökutilboð verði breytt til verndar
minnihlutaeigendum. Inntur eftir
því hvort hann hefði fengið við-
brögð við bréfinu segir Árni að ekk-
ert hefði heyrst frá ráðuneytinu.
„Við höfum einvörðungu fengið
viðbrögð frá öðrum aðilum á mark-
aði sem hafa lýst ánægju með
framtakið.“ Meðal þess sem lagt
var til í bréfinu var að yfirtöku-
skylda í hlutafélögum myndaðist
ekki bara einu sinni, þegar farið er
yfir 30% eignarhlut, heldur kvikni
að nýju við 50% atkvæðarétt, og
jafnvel bæði við 40% og 50%.
Árni segir að Skeljungsmálið
hafi enn frekar vakið upp spurn-
ingar um hvort regluverkið sjálft
sé gallað, og hvort breytinga sé
þörf.
Ráðuneytið hefur ekki svarað
BREYTINGAR Á LÖGUM TIL VERNDAR MINNIHLUTAEIGENDUM