Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir í gær að hann hygðist
ekki sækja innsetningarathöfn Joes
Biden, verðandi Bandaríkjaforseta,
20. janúar næstkomandi. Trump
verður þar með fyrsti forsetinn frá
árinu 1869 til að sækja ekki innsetn-
ingarathöfnin eftirmanns síns, en
ekki var víst hvort Mike Pence vara-
forseti myndi sækja athöfnina í hans
stað.
Trump sætir nú þrýstingi úr ýms-
um áttum um að segja af sér emb-
ætti í kjölfar áhlaups stuðnings-
manna hans á þinghúsið í vikunni,
þrátt fyrir að hann hafi nú viður-
kennt sigur Bidens í kosningunum
og sagst ætla að tryggja friðsæl
valdaskipti í myndbandi sem birtist
á Twitter í fyrrinótt.
Betsy DeVos menntamálaráð-
herra tilkynnti um afsögn sína í gær
með sérstakri vísan til áhlaupsins, en
hún sagði engan vafa um að ávarp
forsetans til mótmælenda skömmu
áður hefði átt mikinn þátt í því
hvernig fór. Áður hafði Elaine Chao
samgönguráðherra yfirgefið ríkis-
stjórnina.
Óttast „óstöðugan forseta“
Nancy Pelosi, forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings, sagði í gær
að hún hefði rætt við Mark Milley,
yfirmann herráðs Bandaríkjahers,
um hvernig mætti koma í veg fyrir
að Trump myndi beita kjarnorku-
vopnabúri Bandaríkjanna á síðustu
dögum sínum í embætti.
Þetta kom fram í bréfi sem hún
ritaði til kollega sinna í fulltrúadeild-
inni, og sagði Pelosi að brýnt væri að
gera allt sem mögulegt væri til þess
að verja bandarískan almenning fyr-
ir „óstöðugum forseta“.
Pelosi tók jafnframt fram að hún
og Chuck Schumer, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, hefðu óskað
eftir samtali við Mike Pence, en ekki
heyrt til baka, en erindi þeirra var að
ýta á um að Pence myndi virkja 25.
viðauka stjórnarskrárinnar til þess
að ýta Trump úr embætti eftir árás-
ina á þinghúsið í vikunni. Pelosi vís-
aði til þess að í Watergate-málinu
hefðu helstu forystumenn repúblik-
ana á þingi ýtt á um afsögn Nixons,
og sagði að nú væri kominn tími fyrir
repúblikana á Bandaríkjaþingi að
gera slíkt hið sama.
Talið er líklegt að demókratar í
fulltrúadeildinni muni samþykkja
aðra ákæru til embættismissis á
hendur Trump strax eftir helgi,
verði hann enn í embætti. Hann yrði
þá fyrsti forseti Bandaríkjanna til
þess að sæta slíkri ákæru tvisvar.
Óvíst er hins vegar hvort að hún
myndi ná fram að ganga, þar sem 67
öldungadeildarþingmenn þarf til
þess að samþykkja embættissvipt-
inguna. Fyrri ákæra demókrata var
felld í byrjun síðasta árs, þar sem
einungis Mitt Romney, öldunga-
deildarþingmaður Utah og fyrrver-
andi forsetaframbjóðandi, gekk
gegn flokksbræðrum sínum í Repú-
blikanaflokknum.
Best að hann geri sem minnst
Ljóst er þó að ákæra til embætt-
ismissis nýtur nú meiri stuðnings
meðal repúblikana í öldungadeild-
inni eftir atburði vikunnar en hún
gerði fyrir ári. Repúblikaninn Ben
Sasse, sem situr fyrir Nebraska,
sagði í gær að hann myndi íhuga það
alvarlega að greiða atkvæði með
ákærunni ef hún kæmi á borð öld-
ungadeildarinnar. Sagði Sasse að
það minnsta sem Trump gæti gert
væri að halda sig til hlés og láta
stjórnina í hendur Mike Pence vara-
forseta. „Ég tel að því minna sem
forsetinn gerir næstu 12 daga, því
betra,“ sagði Sasse.
Demókratinn Joe Manchin, sem
situr fyrir Vestur-Virginíu, varaði
hins vegar fulltrúadeildina við því að
ákæra Trump aftur, þar sem hann
teldi ekki nægan stuðning meðal
repúblikana í deildinni til þess að
hún gæti náð fram að ganga. Repú-
blikaninn Lindsey Graham frá Suð-
ur-Karólínu var sama sinnis og sagði
að slík ákæra gæti jafnframt gert
Joe Biden, verðandi Bandaríkjafor-
seta, erfiðara fyrir að græða þau sár
sem nú væru á þjóðarsálinni.
Fimm nú látnir eftir áhlaupið
Greint var frá því í fyrrinótt að
lögreglumaður úr lögregluliði þing-
hússins, Brian Sicknick, hefði látist á
sjúkrahúsi af sárum sínum, en mót-
mælendur höfðu höfuðkúpubrotið
hann með slökkvitæki í áhlaupinu á
miðvikudaginn. Fánar við þinghúsið
voru dregnir í hálfa stöng í minningu
Sicknicks, en hann hafði þjónað þar í
12 ár.
AFP
Sorg Fánar við Bandaríska þinghúsið voru dregnir í hálfa stöng í gær til minningar um lögreglumanninn Brian
Sicknick sem lést af sárum sínum í fyrrinótt eftir átök við mótmælendur í þinghúsinu á miðvikudaginn.
Enn þrýst á um afsögn
Trump hyggst ekki sækja innsetningarathöfn Bidens Betsy DeVos segir af
sér embætti Pelosi ræddi við formann herráðsins Óvíst um samþykkt ákæru
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, lýsti því yfir í gær að sambandið
hefði náð fram breytingu á sam-
komulagi sínu við BioNTech og Pfi-
zer og þannig tvöfaldað þann fjölda
bóluefnaskammta gegn kórónuveir-
unni sem aðildarríki sambandsins
myndu fá upp í 600 milljónir
skammta.
Von der Leyen sagði að upphaf
bólusetningarherferðar aðildarríkj-
anna hefði verið „brösugt“ og varaði
við því að fram undan gætu verið erf-
iðir mánuðir á meðan reynt væri að
bæta upp fyrir það.
Hins vegar sagði hún að stefna
framkvæmdastjórnarinnar um að
semja við nokkur mismunandi lyfja-
fyrirtæki í einu hefði nú sannað sig,
þar sem nú hefðu aðildarríkin að-
gang að nægu bóluefni frá Pfizer/
BioNTech annars vegar og Moderna
hins vegar til þess að bólusetja um
380 milljónir manns, eða rúmlega
80% allra íbúa sambandsins.
Ákvörðun fyrir mánaðamót
Evrópska lyfjastofnunin lýsti því
yfir í gær hún myndi ákveða hvort
veita ætti bóluefni frá Oxford-há-
skóla og AstraZeneca leyfi fyrir lok
þessa mánaðar.
ESB og stofnunin hafa verið gagn-
rýnd fyrir hægagang í bólusetning-
armálum, en nú hafa aðildarríkin
einungis aðgang að um 75 milljónum
skammta frá Pfizer og BioNTech og
næsta afhending verður ekki fyrr en
á næsta ársfjórðungi.
Þá hlaut bóluefni lyfjafyrirtækis-
ins Moderna einungis samþykki á
miðvikudaginn, en sambandið á rétt
á 160 milljónum skammta þaðan.
Semja um fleiri
skammta frá Pfizer
Upphaf herferðarinnar „brösugt“
AFP
Bóluefni Evrópusambandið hefur
samið við Pfizer um fleiri skammta.
Kínversk stjórnvöld ákváðu í gær-
morgun að setja tvær borgir sunn-
an höfuðborgarinnar Peking í
sóttkví vegna mesta fjölda nýrra
tilfella kórónuveirunnar í landinu í
hálft ár.
Faraldurinn átti upphaf sitt í
Kína, en stjórnvöld þar náðu að
bæla hann tiltölulega fljótt niður.
Nú hafa hins vegar 127 ný smit ver-
ið tilkynnt í Hebei-héraði á einni
viku. Hafa því borgirnar Shijiazhu-
ang og Xingtai verið settar í
sóttkví, en þar búa samtals 18 millj-
ónir manna.
Íbúar borganna mega nú ekki yf-
irgefa þær nema brýna nauðsyn
beri til, og er þeim stranglega
bannað að ferðast til Peking.
KÍNA
Tvær borgir settar í
sóttkví vegna smits
Bandaríska
kosningafyr-
irtækið Dom-
inion Voting
Systems hefur
kært Sidney Po-
well, fyrrverandi
þátttakanda í
lögfræð-
ingateymi Do-
nalds Trump
Bandaríkja-
forseta, fyrir rógburð og meiðyrði
í garð fyrirtækisins, en Powell
hafði m.a. haldið því fram að
fyrirtækið hefði forritað kosninga-
vélar sínar til þess að færa Joe Bi-
den, verðandi forseta, atkvæði
sem greidd voru Trump. Krefst
fyrirtækið að Powell greiði rúm-
lega 1,3 milljarða bandaríkjadala
fyrir þann skaða sem hún hafi
valdið með tilhæfulausum ásök-
unum sínum.
Powell var rekin úr teymi
Trumps eftir blaðamannafund þar
sem hún hélt því m.a. fram að
Hugo Chavez, fyrrverandi forseti
Venesúela, hefði átt hlut í Dom-
inion, en á sama fundi hét hún því
að lögfræðingateymið ætlaði sér
að „sleppa kolkrabbanum lausum“,
en það var vísun í gríska goða-
fræði.
BANDARÍKIN
Kæra „kolkrabb-
ann“ fyrir rógburð
Sidney
Powell
Inniheldur:
• Kólín sem stuðlar að:
- eðlilegum fituefnaskiptum
- viðhaldi eðlilegrar
starfsemi lifrarinnar
• Mjólkurþistil ogætiþistil
sem talin eru stuðla að eðlilegri
starfsemi lifrar og galls
• Túrmerik og svartur pipar
HEILBRIGÐ MELTING
Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Góður árangur
„Ég er mjög meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina. Ég ákvað að
prófa Active Liver eftir að ég sá að það er gert úr náttúrulegum efnum. Ég fann fljótlega mun
á orkunni og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég finn líka mun á húðinni en
hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægðmeð árangurinn ogmæli með Active Liver
fyrir fólk sem hugsar um heilsuna og vill halda meltingunni góðri.” Jóna Hjálmarsdóttir.