Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Samkvæmt frétt
Morgunblaðsins 6.
janúar sl. hefur
landsmönnum með
svonefnt 75% ör-
orkumat fækkað
nokkuð undanfarin
ár, eftir samfellda
fjölgun undanfarna
áratugi. Nú eru
19.749 Íslendingar
með umrætt ör-
orkumat, sem veitir rétt til mán-
aðarlegs örorkulífeyris, en voru
20.078 og 19.999 fyrir einu og
tveimur árum. Hlutfall öryrkja
af íbúafjölda landsins hefur fallið
úr 5,6% í ársbyrjun 2019 í 5,3%
af áætluðum íbúafjölda í árs-
byrjun 2021.
Að sama skapi fór nýgengi
75% örorkumats minnkandi síð-
ustu tvö ár, en í hugtakinu felst
fjöldi þeirra einstaklinga sem ár-
lega fá umrætt mat. Nýgengið
var 1.223 í fyrra, 1.273 árið 2019
og 1.611 árið 2018. Nýgengið
nam 0,46% af meðalmannfjölda
ársins 2018, 0,35% árið 2019 og
0,33% árið 2020.
Þessi þróun er í takt við nýja
stefnu Tryggingastofnunar í ör-
orkulífeyrismálum. Trygg-
ingastofnun í samstarfi við fé-
lagsmálaráðuneytið,
Vinnumálastofnun, heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, fé-
lagsþjónustuna í Reykjavík og
VIRK stóð að verkefni þar sem
stefnt var að því að auka lífsgæði
ungs fólk með skerta starfsorku
með það að markmiði að lækka
nýgengi örorkumats aldurshóps-
ins 18-29 ára um 25% á árinu
2019. Það markmið náðist með
samstarfi fyrrgreindra aðila og
var verkefninu haldið áfram
2020. Stefnt var að því að auka
enn frekar þátt endurhæfingar
hjá ungu fólki með skerta starfs-
getu.
Samtök atvinnulífsins fagna
þeim árangri sem að framan er
lýst. Árið 2016 var nýgengi ör-
orku í fyrsta sinn meira en nátt-
úruleg fjölgun vinnandi fólks. Sú
þróun er mjög varhugaverð og
því fagnaðarefni að vel gangi að
snúa henni við.
Hjá VIRK
starfsendurhæfingarsjóði er unn-
ið að því að efla starfsgetu ein-
staklinga með heilsubrest sem
stefna á aukna þátttöku á vinnu-
markaði. Hjá sjóðnum starfa
meðal annars at-
vinnulífstenglar
sem aðstoða ein-
staklinga að lokinni
endurhæfingu við
að finna starf við
hæfi en VIRK vinn-
ur með atvinnulíf-
inu að því að skapa
fjölbreytt tækifæri
fyrir einstaklinga
með skerta starfs-
getu. Margir fá
hlutastörf í byrjun
en auka starfshlut-
fall í fullt starf í áföngum.
Ávinningur einstaklings með
skerta starfsgetu af endurhæf-
ingu hjá VIRK er þannig mikill.
Fjárhagslegur ávinningur sam-
félagsins af starfsemi sjóðsins er
jafnframt ótvíræður. Árið 2019
var hann metinn 20,5 milljarðar
króna, að teknu tilliti til afdrifa
einstaklinga ef þjónustu VIRK
hefði ekki notið við.
Í nóvember sl. undirrituðu
Samtök atvinnulífsins og
Vinnumálastofnun hvatningu til
atvinnulífsins þar sem skorað
var á fyrirtæki og stofnanir að
veita fólki með skerta starfsgetu
tækifæri til starfa. Hjá Vinnu-
málastofnun geta atvinnurek-
endur sótt faglegan og fjárhags-
legan stuðning við ráðningu
starfsmanna með skerta starfs-
getu. Samtök atvinnulífsins hafa
lagt áherslu á að sveigjanlegur
vinnutími og hlutastörf bjóðist
þeim sem vilja leggja sitt af
mörkum og hefur reynsla at-
vinnulífsins af verkefninu verið
góð.
Með virkri starfsendurhæfingu
og fjölbreyttum tækifærum er
einstaklingum með skerta starfs-
orku veitt tækifæri til atvinnu-
þátttöku. Með réttum hvötum og
tækifærum, eins og þeim sem
hér hefur verið lýst, er mögulegt
að lækka nýgengi örorku til
frambúðar. Ávinningurinn er
ótvíræður.
Eftir Halldór
Benjamín
Þorbergsson
»Með virkri starfs-
endurhæfingu og
fjölbreyttum tækifær-
um er einstaklingum
með skerta starfsorku
veitt tækifæri til at-
vinnuþátttöku.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Aukin lífsgæði
ungs fólks með
skerta starfsgetu
Samgöngur Fararskjótar mannsins eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Meðal þeirra er forláta þríhjól með kassa
framan á sem getur komið sér vel í snatti á milli staða, líkt og hjá þessum manni í Austurstræti um miðjan dag í gær.
Eggert
Ósnortin náttúra er
auðlind sem fer hratt
þverrandi á heimsvísu.
Friðlýst svæði á Ís-
landi spanna allt frá
fossum og hellum til
heilu þjóðgarðanna og
ná yfir margt af því
merkasta og dýrmæt-
asta í náttúru landsins.
Svæðin hafa hlotið
vernd í þeim tilgangi
að tryggja að komandi
kynslóðir fái notið þeirra, rétt eins
og við.
Aukin vernd og bætt aðgengi
Eðli málsins samkvæmt hafa frið-
lýst svæði mikið aðdráttarafl. Þess
vegna er mikilvægt að tryggja að
friðlýstu svæðin hafi sterka innviði
sem stuðla að vernd
þeirra og auðvelda fólki
aðgengi að perlum ís-
lenskrar náttúru, án
þess að hún hljóti
skaða af. Í þeim til-
gangi var fjármagn
sett í Landsáætlun um
uppbyggingu innviða í
upphafi þessa kjör-
tímabils en í krafti
áætlunarinnar er nú á
hverju ári varið um
milljarði til verndar
náttúru og menningar-
sögulegum minjum á
ferðamannastöðum á landinu.
Dyrhólaey, Þingvellir, Gjáin,
Rauðufossar og Jökulsárlón
Til viðbótar þessum milljarði
veitti Alþingi með sérstöku fjárfest-
ingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna
kórónuveirunnar tæpar 400 milljónir
króna árið 2020 til verndunar nátt-
úru og bættrar aðstöðu á friðlýstum
svæðum. Fjármagninu hefur einkum
verið varið í stígagerð, t.d. í Dyrhóla-
ey, á Þingvöllum, í Gjánni í Þjórs-
árdal og við Rauðufossa að Fjalla-
baki. Rauðufossar eru dæmi um
viðkvæmt svæði þar sem heimsóknir
jukust mikið á skömmum tíma og því
var brýnt að bregðast við. Hand-
verkið og frágangurinn á stígagerð-
inni er til fyrirmyndar en ég skoðaði
svæðið í haust. Í fjárfestingaátakinu
var líka ráðist í lagningu bílastæðis
við Eystri-Fellsfjöru við Jökulsárlón
og lauk verkinu nú fyrir áramót.
Uppbygging á
nýfriðlýstum svæðum
Á síðasta ári voru átta svæði frið-
lýst á landinu. Ég hef lagt ríka
áherslu á að fjármagn og landvarsla
fylgi nýjum friðlýsingum. Um 140
m.kr. af fjárheimildum 2020 munu
nú renna til uppbyggingar innviða á
þessum svæðum. Á Geysissvæðinu
verða til að mynda reistir timbur-
pallar og lagðir malarstígar. Í Kerl-
ingarfjöllum hefur verið unnið mikið
og gott starf til verndar náttúrunni
en þar verður gripið til frekari að-
gerða til verndar einstökum hvera-
svæðum. Þá verða innviðir einnig
efldir í Búrfellsgjá, við Goðafoss og í
Þjórsárdal.
Friðlýsingar halda áfram
Undirbúningur að friðlýsingu all-
margra svæða stendur nú yfir. Frið-
lýst svæði eru einir helstu seglarnir
okkar þegar kemur að heimsóknum
ferðamanna. Þannig fylgir nýjum
friðlýsingum aukin vernd náttúr-
unnar á sama tíma og sköpuð eru
frekari efnahagsleg tækifæri í af-
þreyingu, gistingu og veitingaþjón-
ustu í nágrenni svæðanna. Ég hef
metnað til að búa vel að þessum
svæðum en stór skref hafa verið
stigin á þessu kjörtímabili í þá átt,
bæði með aukinni landvörslu og upp-
byggingu innviða sem skýla nátt-
úrunni. Höldum áfram á þessari
braut.
Eftir Guðmund
Inga Guðbrandsson »Ég hef metnað til að
búa vel að þessum
svæðum en stór skref
hafa verið stigin á þessu
kjörtímabili í þá átt,
bæði með aukinni land-
vörslu og uppbyggingu
innviða sem skýla nátt-
úrunni.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Höfundur er umhverfis- og auðlinda-
ráðherra.
Aukið fjármagn til verndar náttúru landsins
Frammi fyrir ótrú-
legum myndum frá
bandaríska þinghúsinu
6. janúar sl. er hollt
fyrir okkur Íslendinga
að minnast þess að frá
seinna stríði a.m.k.
hefur ekkert vestrænt
lýðræðisríki komist
nær þessu ástandi en
Ísland árið 2008 þegar
umsátursástand ríkti í
Alþingishúsinu við Austurvöll. Á
þessum grunni gætum við fundið til
samkenndar með bandarísku þjóð-
inni í stað þess að fella dóma yfir
henni. Þótt halda mætti því fram að
mótmælin á Austurvelli hefðu frem-
ur átt að fara fram utan við skrif-
stofur útrásarvíkinga en stjórn-
valda skulum við ekki útiloka að
sár eftirmál bankahrunsins hafi
fært okkur Íslendingum dýrmætar
lexíur sem við gætum miðlað til
vina okkar vestan hafs. Getum við
miðlað einhverju um samfélagssátt-
mála? Um það að sannleikurinn sé
ekki afstæður og tilheyri ekki þeim
sem á hverjum tíma hafa tyllt sér í
hásæti veraldlegs eða siðferðilegs
valds? Gæfa Íslendinga var sú að
hugrakkir mótmælendur á Aust-
urvelli áttuðu sig á því að reiðinni
eru takmörk sett og að við bætum
ekki samfélag okkar með ofbeldi
eða skemmdarverkum. Fólkið sem
snerist lögreglu og Alþingi til varn-
ar skildi að skrefið frá
lýðræði til ofríkis er
bæði stutt og af-
drifaríkt.
Þetta er nefnt hér
til að minna á að lýð-
ræðið er ekki sjálf-
gefið heldur dýrmætt:
Lýðræðið er fjöregg
sérhverrar þjóðar sem
vill kallast frjáls. Í
lýðræðinu kristallast
brothætt samband
borgaranna sín á milli,
en einnig út á við,
gagnvart valdinu. Aðför að lýðræð-
inu er um leið aðför að borgaralegu
samfélagi. Hvað á ég við með borg-
aralegu samfélagi? Jú, það er sam-
félagsgerð sem beinir ágreiningi í
friðsamlegan farveg, þar sem menn
geta verið ósammála án þess að það
valdi vinslitum. Þar sem unnt er að
ræða jafnvel alvarlegustu ágrein-
ingsmál án þess að ráðast að fólki.
Án þess að rægja, smána, lítils-
virða, hæða eða ófrægja þá sem eru
okkur ósammála. Í stuttu máli: Án
þess að skrumskæla aðra með stað-
alímyndum og gera þeim upp skoð-
anir að ósekju. Í borgaralegu sam-
félagi leyfist mönnum að hugsa
upphátt, setja fram nýjar hug-
myndir – og vekja gamlar til nýs
lífs – án þess að kalla yfir sig sið-
ferðilega fordæmingu, útskúfun eða
þöggun. Orð Krists um náunga-
kærleikann eiga enn fullt erindi inn
í þennan veruleika 21. aldar.
Nú sem aldrei fyrr þurfum við að
geta iðkað þróttmikla rökræðu um
hvert við viljum stefna. Forsenda
þess að slík rökræða beri ávöxt er
að við leyfum okkur að efast um
það sem við heyrum, en einnig um
það sem við hugsun og segjum
sjálf! Heilbrigður efi er forsenda
framfara í vísindum, löggjöf og
stjórnarfari. En efinn má ekki
ganga svo langt að hann umbreyt-
ist í vantrú á allt sem gott er, því
þá er efinn orðinn að sjálfstæðri,
íþyngjandi kreddu. Þeir sem eru al-
gjörlega sannfærðir um að hafa
höndlað sannleikann eru jafn illa
settir og þeir sem ekkert vita. Ef
marka má reynsluna er lokaður
hugur jafnvel hættulegri en tómur
hugur.
Getum við á nýju ári heitið því að
hætta að draga aðgreiningarlínur
milli okkar og hinna? Getum við
efast um eigin málstað og skoðanir?
Getum við munað að setja okkur í
spor annarra áður en við dæmum?
Leyft fólki að njóta vafans og
treyst á einlægni og góðan ásetn-
ing? Landamæri góðs og ills liggja
ekki utan við okkur, heldur þvert í
gegnum okkar eigið hjarta, sem
geymir bæði ljós og skugga.
Eftir Arnar Þór
Jónsson » Aðför að lýðræðinu er
um leið aðför að
borgaralegu samfélagi
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er héraðsdómari.
Landamæri góðs og ills?