Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 Lestu, þýddu og þegiðu.“ Þessi orð áttu að lýsa tungumálakennsl-unni hér í gamla daga. Það er alveg rétt að við vorum látin lesatexta upphátt sem við áttum síðan að þýða. Og svo áttum viðnáttúrlega að þegja þegar röðin var komin að næsta nemanda. Auðvitað vantaði eitthvað upp á að við fengjum æfingu í að tala tungu- málið sem kennt var. En gamla aðferðin var góður málfræði- og stíl- fræðiskóli, ekki bara í útlensku, heldur líka í íslensku. Þýðingar eru stórkostlegur þáttur menningar okkar allt frá upphafi rit- aldar. Skáldið og fræðimað- urinn Jón Helgason í Kaup- mannahöfn minnti íslenska rithöfunda á þetta í umvönd- unartón árið 1958 þegar hann ræddi um hómilíubók frá því fyrir 1200 sem geymir þýðingar úr latínu á bænum og lestrum sem ætlaðir voru til flutnings á helgidögum kirkjunnar: „ óvíða flóa lindir íslensks máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenskur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt bú- inn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, bls. 16). Og enn er verið að þýða heimsbókmenntir á íslensku. Sigurjón Björns- son sálfræðingur og fyrrverandi prófessor hefur þýtt fjögur skáldverk hins franska Honoré de Balzac, nú síðast Brostnar væntingar frá 1843 (Skrudda 2020). Sigurjón hefur unnið þrekvirki – á tíræðisaldri! Maður tekur bara ofan. Þetta er sígilt snilldarverk. „Vanmetnir menn bæta sér upp lítilsiglda stöðu sína með því að líta með fyrirlitningu á heiminn“ (Brostnar vænt- ingar, bls. 41). Balzac mun hafa haft mikil áhrif á sjálfan Dostojevskí sem við eigum líka í íslenskum þýðingum. Þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur á Fávit- anum (1986) og Glæp og refsingu (1987) er augljóslega afrek. Í Glæp og refsingu frá 1866 dreymdi aðalpersónuna Raskolnikov „að allur heimurinn væri dæmdur til að farast af völdum hræðilegrar og áður óþekktrar plágu sem komin var til Evrópu frá Asíu Heilu byggðirnar, heilu borgirnar og þjóðirnar smituðust og gengu af göflunum. Allir voru í uppnámi og enginn skildi annan Eldar kviknuðu, hungur ríkti. Allt og allir voru á heljarþröm“ (II. 229-230). Daginn eftir að ég las þetta heyrði ég fyrst af veiru, ættaðri frá Kína. Ég hitti Guðmund G. Þórarinsson í heitum potti á aðventunni. Það vita ekki allir að Guðmundur er mikilvirkur fræðimaður og hefur m.a. skrifað um þýðingar á verkum Shakespears. Guðmundur sagði mér frá kennara við Menntaskólann á Akureyri sem prófaði nemanda í dönsku; hann átti að þýða eftirfarandi setningu: „Han blev helt rød i hovedet og var lige ved at græde.“ Þýðingin var svona: „Hann var laminn með röri í höfuðið og varð að liggja meðan það greri.“ „Ég verð að gefa rétt fyrir þetta,“ á kennarinn að hafa sagt. Guðmundur G. Þórarinsson lagði út af sögunni með þeim orðum að þessi kennari hefði kunnað þá list að hefja sig upp yfir smámunasemi og hversdagsleika. „ þýddu og þegiðu!“ Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Við lifum á óvenjulegum tímum og það erkannski ástæðan fyrir því að bæði þeir semtaka virkan þátt í stjórnmálum og áhuga-menn um stjórnmál velta því fyrir sér hvort búast megi við óvæntum úrslitum af einhverju tagi í þingkosningunum síðar á þessu ári. Síðasta skoðanakönnun Gallup gefur að vísu ekki til- efni til slíkra vangaveltna en það eru kannski frekar undirstraumarnir í samfélaginu sem koma þeim af stað. Þeir eru af margvíslegu tagi. Hrunið fyrir rúmum áratug hefur skilið eftir sig bæði sár og reiði og tor- tryggni í garð þeirra sem ráða ferðinni hverju sinni. Og kannski allra þeirra sem koma nálægt stjórn- málum. Samtrygging innan þess hóps hefur lengi verið til umræðu en sennilega í ríkari mæli seinni árin og áratugi. Það má finna í umræðum manna á milli um kjaramál kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna og í vaxandi mæli um fjármögnun skattgreiðenda á starfsemi stjórnmálaflokka, sem mörgum finnst vera komin úr böndum. Óútkljáð deilumál á borð við fisk- veiðistjórnarkerfið hafa haft svipuð áhrif. En hvað sem slíkum vangaveltum líður er nokkuð ljóst að baráttan í þingkosningunum í haust mun snú- ast um kjósendur á miðjunni, sem er svo sem ekkert nýtt en verður líklega harðari en oft áður. Sú var tíðin, að kjósendur á hægri kantinum söfnuðust saman í Sjálfstæðisflokknum, sem náði líka inn á miðjuna, en sundrungin var meiri á vinstri kantinum. Svo fóru að koma brestir í Sjálfstæð- isflokkinn, fyrst með Borgaraflokki Alberts Guð- mundssonar, sem átti sér ekki langa lífdaga, síðan með Frjálslynda flokki Sverris Hermannssonar, sem varð heldur ekki langlífur, og loks með Viðreisn, sem spratt upp úr skoðanaágreiningi innan flokksins um hvort Ís- land ætti að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Raunar varð líka til flokksbrot úr þeim flokki fyrir tæpum 70 árum þegar Lýðveldisflokkurinn (fallegt nafn) varð til en að honum stóðu ýmsir kaupsýslumenn í Reykjavík. Sundrungin á vinstri kantinum átti sér margvíslegar rætur. Ágreiningur í röðum jafnaðarmanna varð til þess að snemma á síðustu öld var Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður og um áratug síðar gekk vinstri armur Alþýðuflokksins undir forystu Héðins Valdi- marssonar til samstarfs við kommúnista um stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokks. Sá leikur var endurtekinn á sjötta áratug 20. aldar þegar Hanni- bal Valdimarsson klauf Alþýðuflokkinn aftur og mynd- aði kosningabandalag með Sósíalistaflokknum undir nafninu Alþýðubandalag. Rúmum áratug eftir það var Alþýðubandalagið gert að formlegum stjórnmálaflokki, sem klofnaði svo nokkrum árum síðar þegar Hannibal og Björn Jónsson klufu þann flokk og stofnuðu Samtök frjálslyndra vinstri manna. Grundvallarágreiningur í röðum vinstrimanna um kalda stríðið setti svip sinn að hluta á þessi átök. Það varð svo til þess að með lokum kalda stríðsins fóru vinstrimenn alvarlega að hugsa um sameiningu og til varð Samfylkingin, sem þó varð ekki meiri samfylking en svo að eftir stóðu Vinstri-grænir sem sjálfstæð ein- ing og standa enn. Nú eiga átta flokkar fulltrúa á þingi og líklegt má telja að sá níundi, Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar, bjóði fram í haust. Hrunið varð til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrundi. Áður var flokkurinn áratugum saman með 37- 42% fylgi í þingkosningum en fékk í þingkosningunum 2017 25,3% og í könnun Gallup fyrir skömmu 23,7%. Umræður um þetta fylgishrun eru af skornum skammti á vettvangi flokksins og málið afgreitt með því að vísa til fjölgunar flokka. Það er yfirborðsleg skýring en hins vegar ljóst að þetta langvarandi fylg- istap auðveldar vinstriflokkunum að ná því markmiði að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá aðild að stjórn landsins eftir kosn- ingarnar í haust. Einu sinni var það hættulegt vegna þess að því fylgdi viðleitni til þess að kljúfa Ísland frá varn- arbandalagi frjálsra þjóða heims á tímum kommúnismans. Nú er það hættulegt vegna þess að of miklar líkur eru á að því fylgi tilraun til að draga aðildarumsóknina upp úr skúffunni í Brussel og endurvekja hana. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við þessari stöðu hljóta að verða þau að hefjast handa um að end- urheimta sitt fyrra fylgi. Það verður ekki gert nema með því að hefja gagnsókn inn á miðjuna og sú sókn tekst ekki nema með því að breyta áherzlum og ásýnd flokksins. Fyrir nokkrum dögum átti greinarhöfundur samtal við ungan mann, sem kvaðst hafa hafið eigin atvinnu- rekstur 19 ára gamall. Þá fannst honum Sjálfstæð- isflokkurinn standa með einyrkjum í atvinnurekstri. Nú finnst honum flokkurinn standa með stóru fyr- irtækjunum en hunza „litla karlinn“. Getur verið að eitthvað sé til í því? En hvort sem þessi vandi er ímyndarvandi eða á sér dýpri rætur tala tölurnar sínu máli, þ.e. úrslit þing- kosninga frá hruni svo og skoðanakannanir á milli kosninga. Það er mikilvægt að þessi mál verði rædd á vett- vangi flokksfélaga Sjálfstæðisflokksins um land allt á næstu mánuðum og á landsfundi, hvenær sem hægt verður að halda hann. Fjarfundir eru hins vegar auð- veld leið til slíkra fundarhalda að óbreyttu. Og niðurstöður þeirra umræðna þurfa að end- urspeglast í kosningabaráttu sjálfstæðismanna fyrir þingkosningarnar í haust. Raunar er æskilegt að frambjóðendur í prófkjörum, sem væntanlega fara fram á vegum flokksins í vor og snemma sumars, lýsi sínum skoðunum á þessum álita- málum. Baráttan um miðjuna Svar Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera gagnsókn inn á miðjuna Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Heimsbyggðin fylgdist agndofameð því, er æstur lýður braust 6. janúar inn í bandaríska þing- húsið. Er með ólíkindum, að hann hafi komist svo langt. Það er fróð- legt siðferðilegt úrlausnarefni, hver ber ábyrgðina. Auðvitað ber þessi óþjóðalýður, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kallaði hann réttilega, mestalla ábyrgðina, en einhverja sök ber einnig Donald Trump Bandaríkjaforseti. Um slíka skipta sök hefur einn kennari minn í Oxford, David Miller, skrifað bók, National Responsibility and Global Justice (2007), sem ég nýtti mér í skýrslu minni um bankahrunið. Miller telur, að ræðumaður á úti- fundi beri nokkra ábyrgð á gerðum hóps, sem grípur til ofbeldis eftir að hafa hlustað á æsingaræðu hans, jafnvel þótt sjálfur taki hann ekki beinan þátt í því ofbeldi. Eftir þeim mælikvarða báru sam- kennarar mínir, þeir Þorvaldur Gylfason og Gylfi Magnússon, nokkra ábyrgð á síendurteknum árásum óþjóðalýðs á Alþingishúsið í bankahruninu 2008-2009 eftir æs- ingaræður þeirra á fundum, og með sömu rökum ber Trump nokkra ábyrgð á innrásinni í bandaríska þinghúsið. Á Íslandi er þó sam- bærilegasta dæmið, þegar óeirða- seggir réðust á Alþingishúsið 30. mars 1949, eftir að Einar Olgeirsson hafði látið þau boð út ganga, að þingmenn sósíalista væru fangar inni í húsinu. (Var Einar ákærður og dæmdur fyrir aðild að árásinni.) Eflaust minna stuðningsmenn Trumps á, að margir forystumenn Lýðræðisflokksins (Demókrata) sættu sig ekki við úrslit forseta- kjörsins 2016, heldur siguðu lög- reglu á forsetann og helstu fylgis- menn hans, jafnframt því sem þeir höfðuðu fáránlegt mál á hendur honum til embættismissis. Þeir geta líka bent á óeirðirnar í mörgum ríkjum Bandaríkjanna á síðasta ári, þar sem vinstriöfgamenn gengu óáreittir berserksgang. En þótt þetta kunni að einhverju leyti að skýra innrásina í þinghúsið banda- ríska afsakar það hana ekki. Í rót- grónum lýðræðisríkjum er ofbeldi óafsakanlegt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Árásirnar á þinghúsin - meira fyrir áskrifendur Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.