Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Gengi manna í skákkeppnumhangir oft á einum leik í tví-sýnni stöðu og eru um þaðóteljandi dæmi. Í mótaröð
á netinu, sem heimsmeistarinn Magn-
ús Carlsen skipuleggur ásamt fyrir-
tæki sínu Play Magnus group og fleiri
aðilum, sannaðist þetta strax í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar. Þar atti
hann kappi við Rússann Daniil Dub-
ov. Magnús vann fyrstu skákina í
fyrra fjögurra skáka einvígi þeirra en
Dubov náði að jafna metin og niður-
staðan eftir fyrsta dag, 2:2. Dubov
komst svo 1½:½ í seinni hrinu. Tvær
skákir eftir og Magnús varð að jafna.
Þá kom þessi staða upp:
Airthings Masters 2021:
Dubov-Magnús Carlsen
Dubov hafði misst þráðinn eftir
góða byrjun og var nú með tapað tafl.
Tveir voru kostir: að leika 34. … De7
eða 34. … Da5. Magnús valdi …
34. … De7??
Í ljós kemur að 34. .. Da5! vinnur
strax t.d. 35. Dd4+ Kg5 36. Df4+
Kxh5 37. Dxf7+ g6 og ekki má taka
hrókinn vegna máts eftir 38. … De1+
o.s.frv.
35. Dd4+ Kg5 36. f3!
Skyndilega getur svartur enga
björg sér veitt því að 36. … Rf6 er
svarað með 37. De5 mát!
36. … f5?!
Skárra var 36. … Dxd6 37. Dxd6
Kxh5 38. fxg4+ Kg6 með smá von um
að halda jafntefli.
37. fxg4 Hc8 38. Df4 Kf6 39. Dxf5
mát.
Þar með féll Magnús Carlsen úr
keppni og fannst löndum hans það
súrt í broti því á norsku sjónvarps-
stöðinni NRK voru beinar útsend-
ingar alla keppnisdagana. Hug-
myndin stendur fyrir sínu en 70
milljón manns fylgdust með mótaröð-
inni á síðasta ári. Öllum á óvart vann
Aserinn Teimour Radjabov þetta mót
eftir sigur yfir Levon Aronjan í úr-
slitaeinvíginu.
Næsta verkefni Magnúsar er stór-
mótið í Wijk aan Zee sem hefst um
næstu helgi.
Skák ársins 2020
Aftur að Daniil Dubov en þessi 24
ára gamli Rússi tefldi án efa glæsileg-
ustu skák ársins á rússneska meist-
aramótinu sem lauk rétt fyrir jólin
með sigri Jan Nepomniachtchi.
Dubov varð í 3.- 4. sæti á eftir Nepo
og Karjakin og vann þá báða en
skákin um ræðir var tefld í síðustu
umferð:
Rússneska meistaramótið 2020;
11. umferð:
Daniil Dubov – Sergei Karjakin
Ítalski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4.
c3 Rf6 5. d4 exd4 6. b4!?
Endurvekur gamlan og gleymd-
an gambít skyldan Evans-bragði.
6. … Bb6 7. e5 Re4?!
Staðan sem kemur upp eftir 7. …
d5 8. exf6 dxc4 9. b5! er afar óljós.
8. Bd5 Rxc3 9. Rxc3 dxc3 10.
Bg5 Re7 11. O-O h6 12. Bh4 O-O?!
Það er spurning hvort 12. .. g5!?
hefði ekki verið betra. „Vélarnar“
eru a.m.k. á þeirri skoðun.
13. He1 De8 14. Bb3 a5 15. Bf6!
Upphafið á stórkostlegri atlögu.
15. … a4 16. Bc4 Rg6 17. Dd3
Hótar 18. Dxg6.
17. … d5 18. exd6 Be6
19. Dxg6! fxg6 20. Hxe6 Df7
Eftir 20. … Dc6 kemur 21. He7+
Dxc4 22. Hxg7+ Kh8 24. Hxc7+
Hxf6 25. Hxc4 og hvítur á góða sig-
urmöguleika í endatafli.
21. Bxc3 Kh8 22. He4 Df5 23.
He7 Hg8 24. Bxg8 Hxg8 25. dxc7
Með hrók og léttan og þetta erf-
iða frípeð fær ekkert við ráðið.
25. … Dc2 26. Be5 Bxf2+ 27.
Kh1 Bb6 28. h3 Kh7 29. He1 a3 30.
Kh2
Hvítur fer sér að engu óðslega
því að svartur má aldrei taka a2-
peðið vegna – Hxg7+ o.s.frv. Loka-
atlagan er frábærlega útfærð.
30. … g5 31. Rd4 Dc4 32. Rf5
Dxb4 33. Hc1! Kg6 34. Hxg7+
Kxf5 35. Hxg8 Bxc7 36. Bxc7 Db2
37. Hc5 Ke4 38. Hd8
- og Karjakin gafst upp.
Dubov sló út
Magnús Carlsen
og tefldi skák ársins
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Chess24
Snilldartilþrif
Daniil Dubov.
Séra Kristinn Jens
Sigurþórsson, síðasti
sóknarpresturinn í
Saurbæ, eins og hann
titlar sig sjálfur, hefur
nú um nokkurt skeið
birt greinar í Morg-
unblaðinu. Þar hefur
hann m.a. tekið til um-
fjöllunar skipulags-
breytingar sem og
ágreiningsmál sem
upp hafa komið innan þjóðkirkj-
unnar. Ekki er ætlunin hér í þessum
stutta pistli að ávarpa öll þau atriði
sem hann hefur fjallað um í sínum
fjölmörgu greinum, en nokkur atriði
er að mati undirritaðs nauðsynlegt
að staldra við og jafnvel leiðrétta.
Kirkjuþing lagði niður Saurbæj-
arprestakall á Hvalfjarðarströnd.
Afleiðingin varð sú að embætti
sóknarprests Saurbæjarprestakalls
var þar með úr sögunni. Fráfarandi
sóknarprestur naut biðlaunaréttar,
eftir að embættið var lagt niður,
eins og lög gera ráð fyrir.
Þetta er staðreynd málsins.
Önnur staðreynd málsins er sú að
biskup og kirkjuráð buðu fráfarandi
sóknarpresti nýtt og sambærilegt
starf, innan þjóðkirkjunnar, sem
hann þáði ekki, sem og uppgjör og
bætur vegna niðurlagningarinnar,
sem ekki náðist samkomulag um
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af
hálfu kirkjunnar. Þegar þannig er
háttað er hverjum frjálst að leita til
dómstóla, úrskurðarnefndar þjóð-
kirkjunnar, umboðsmanns alþingis
eða hvers annars sem fólk telur rétt
að fela úrlausn mála sinna.
Séra Kristinn Jens Sigurþórsson
fjallar í greinum sínum um nafn-
greinda aðila, sem hafa látið af
störfum innan þjóðkirkjunnar á um-
liðnum misserum. Ekki veit ég
hvort hann hafi fengið
heimild viðkomandi til
að fjalla á slíkan máta
um þeirra persónulegu
málefni.
Þegar um er að
ræða skipulagsbreyt-
ingar, hugsanleg sið-
ferðisbrot og/eða aga-
brot, þegar fagráð um
meðferð kynferð-
isbrota hefur fjölda
mála um sama ein-
stakling til umfjöll-
unar, sem og úrskurðarnefnd og
áfrýjunarnefnd, er ljóst að um við-
kvæm og erfið mál er að ræða.
Málavextir liggja þá gjarnan ekki
fyrir allra augum og úrlausnin
stundum flókin, þar sem margir
koma að, svo sem kirkjuþing, ýmsar
nefndir og einnig biskup.
Vandalaust er að geta í eyður og
gera afgreiðslu og niðurstöðu mála
tortryggilega þegar um svo við-
kvæm og erfið mál er að ræða. Það
sem ég þekki til af þeim úrlausn-
arefnum sem séra Kristinn Jens
Sigurþórsson fjallar um get ég full-
yrt að biskup Íslands hefur lagt sig í
líma við að leysa úr þeim á sem far-
sælastan og bestan máta. Tvo þarf
hins vegar til svo samningar náist,
og svo verður fólk auðvitað að bera
ábyrgð á gjörðum sínum og fram-
komu.
Að gefnu tilefni
Eftir Þorvald
Víðisson
» Það sem ég þekki til
get ég fullyrt að
biskup Íslands hefur
lagt sig í líma við að
leysa úr þeim málum á
sem farsælastan og
bestan máta.
Þorvaldur Víðisson
Höfundur er biskupsritari.
Hólmfríður Sigurðardóttir
fæddist 9. janúar 1617 og var
prófastsfrú í Vatnsfirði.
Foreldrar hennar voru Sig-
urður Oddsson í Hróarsholti í
Flóa, sonur Odds biskups
Einarssonar, og kona hans
Þórunn ríka Jónsdóttir, f.
1594, d. 1673. Sigurður
drukknaði sama ár og Hólm-
fríður fæddist en móðir henn-
ar giftist aftur Magnúsi Ara-
syni sýslumanni á Reykhólum
og ólst Hólmfríður þar upp.
Hún giftist 1636 Jóni Ara-
syni prófasti í Vatnsfirði, sem
var yngri bróðir Magnúsar
stjúpföður hennar, og bjuggu
þau í Vatnsfirði þar til Jón
lést árið 1673. Þá flutti hún í
Hóla í Hjaltadal til Ragnheið-
ar dóttur sinnar sem var bisk-
upsfrú og síðar í Laufás til
Helgu dóttur sinnar.
Hólmfríður og Jón áttu níu
börn.
Málverkið hér að ofan af
Hólmfríði er eftir séra Jón
Guðmundsson á Felli í Sléttu-
hlíð. Útskorni ramminn er
eftir Illuga Jónsson í Nesi í
Höfðahverfi. Talið er að
Helga hafi látið mála mál-
verkið í minningu móður sinn-
ar.
Hólmfríður lést 25. apríl
1692.
Merkir Íslendingar
Hólmfríður
Sigurðar-
dóttir
Allt um sjávarútveg
Hraunsvegur 16, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Töluvert endurnýjað 4ra herbergja einbýli á einni hæð
á góðum og rólegum stað í Njarðvík.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 47.500.000 120,8 m2