Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Fyrir rúmu ári
laumaði ný útgáfa
kórónuveiru sér yfir í
mannfólk og sýndi sig
geta valdið sjúkdómn-
um Covid-19. Veiran
reyndist miklu meira
smitandi en frænkur
hennar, SARS-CoV
frá 2003 og MERS-
CoV árið 2012, og
þótt dánarhlutfallið
sé miklu lægra er heildarfjöldi
dauðsfalla orðinn margfalt meiri í
þessum faraldri SARS-CoV-2-
veirunnar sem skýrir jafnframt
áhersluna á að hefta útbreiðslu
hennar.
Óttast var í fyrstu að um drep-
sótt sambærilega spænsku veik-
inni 1918 væri að ræða sem þurrk-
aði út 2,3% mannkyns, aðallega
yngra heilsuhraust fólk. Smám
saman hefur skýrst að Covid-19 er
langt frá því að vera slík drepsótt,
en hún leggur að velli helst eldra
og heilsuveilt fólk. Flestir veikjast
vægt en hjá sumum þeirra sem
sýkjast getur tekið langan tíma að
jafna sig líkamlega og andlega.
Að meðaltali fæðast á Íslandi
u.þ.b. 12 börn á dag og sex manns
deyja. Á þeim tíu mánuðum sem
liðnir eru frá því nýja veiran
greindist hér hafa því um 1.800
manns látist og þar af um 30 úr
Covid-19 sem þýðir að yfir 98%
deyja úr öðrum sjúkdómum, slys-
um og sjálfsvígum á tímabilinu.
Að veikjast af Covid-19 getur
haft áhrif á geðheilsu vegna
bólguviðbragða ónæmiskerfisins
og meðferða sem beitt er. Aðrir
áhættuþættir geðsjúkdóma geta
legið í sóttvörnunum sjálfum, þær
hafa í för með sér félagslega ein-
angrun og geta magnað upp við-
varandi ótta, atvinnumissi, fjár-
hagslega erfiðleika og aukið
vímuefnamisnotkun. Nýr formaður
breska geðlæknafélagsins, Adrian
James, telur faraldurinn mestu
ógn okkar kynslóðar við geðheils-
una á næstu árum. Ef áætluð
þjónustuaukning Breta er yfirfærð
beint á okkur mætti gera ráð fyrir
að um 50 þúsund Íslendingar og
þar af um átta þúsund börn þurfi
geðheilbrigðisþjón-
ustu vegna faraldurs-
ins, fyrst og fremst
vegna kvíða og þung-
lyndis. Þótt farald-
urinn í Bretlandi hafi
orðið verri en hér á
landi og sótt-
varnaaðgerðir meira
íþyngjandi þarf að
gera ráð fyrir sams
konar afleiðingum á
geðheilsu landsmanna
á næstu misserum og
árum.
Fjöldi rannsókna hefur þegar
verið birtur um geðrænar afleið-
ingar Covid-19-faraldursins. Þær
sýna að geðheilsa hefur versnað í
tengslum við félagslegar og efna-
hagslegar afleiðingar sóttvarna-
aðgerða. Geðrænar heilsufars-
legar afleiðingar
Covid-19-kreppunnar, þar með
talin sjálfsvígshegðun ná hámarki
seinna en faraldurinn sjálfur. Það
mun taka tíma að meta þennan
áhrifaþátt t.d. í löndum eins og
Bandaríkjunum þar sem sjálfs-
vígstíðni hefur farið vaxandi síð-
ustu tvo áratugi en á Íslandi hef-
ur hún lítið breyst á þessari öld
fram að þessu.
Síðan faraldurinn fór af stað
hafa fjölmiðlar lagt áherslu á end-
urteknar tölulegar upptalningar
án þess samhengis sem nauðsyn-
legt er til skilnings á þeim. Þessi
yfirborðskennda og villandi fram-
setning hefur orðið til að vekja yf-
irdrifinn ótta hjá almenningi sem
ekki hefur forsendur til að skilja
þær öðru vísi en að eitthvað mun
skelfilegra sé í gangi en í raun er.
Það er ekki nýtt að staðreyndir
mála séu ekki leiðarljós fjölmiðla
heldur sá ótti sem fær móttakand-
ann til að veita miðlinum sjálfum
þá athygli sem hann byggir til-
veru sína á. Sænski læknirinn
Hans Rosling sá af þeirri ástæðu
tilefni til að stofna Gapminder
Foundation sem er ætlað að gefa
staðreyndamiðaða heimsmynd til
að sporna við skelfilegri fáfræði
sem heimsmynd fjölmiðla elur af
sér. Ótti sem í eina tíð tryggði
það að forfeður okkar héldu lífi
tryggir núna að fjölmiðlafólk haldi
vinnunni segir Rosling í síðustu
bók sinni Raunvitund þar sem
rakin eru fjölmörg dæmi þessu til
stuðnings.
Frægt er atvik á póstmiðstöð í
bænum Stokke í Noregi árið 2016
þegar umslag með hvítu dufti rifn-
aði og starfsmenn óttuðust hryðju-
verk sem þá voru mikið í fréttum.
Margir starfsmenn urðu veikir,
fengu öndunarerfiðleika, kláða,
brunatilfinningu í koki og voru
sendir á sjúkrahús. Efnið reyndist
hveiti og sýna viðbrögðin þann
mátt sem yfirdrifinn kvíði og ótti
getur valdið, nokkuð sem er vel
þekkt sjúkdómsmynd geð-
sjúkdóma.
Í yfirstandandi faraldri er mikil-
vægt að minnka streitu, kvíða,
ótta og einmanaleika hjá almenn-
ingi og sérstaklega fólki með geð-
sögu, hjá sjúklingum sem hafa
sýkst og eldra fólki. Fjölmiðlar
þurfa að fjalla um allar hliðar far-
aldursins án þess að vekja til-
hæfulausan ótta við hvort heldur
veiruna sjálfa eða hin lofandi bólu-
efni sem eru að komast í gagnið.
Sá merki og á sínum tíma um-
deildi frumkvöðull Guðmundur
Björnsson landlæknir benti m.a. á
þýðingu geðheilsunnar í smáriti
sem gefið var út af Stjórnarráðinu
í nóvemberlok 1918 þegar drep-
sóttin stóð sem hæst. „Gegnd-
arlaus sótthræðsla er miklu
háskalegri en flesta menn grunar,
þeir sem æðrast og hleypa
hræðslu og hugleysi í fólk eru
allra manna óþarfastir og vinna
miklu meira tjón en almennt er
talið,“ og á eftir fylgdu ýmis sígild
ráð um það hvernig fólk geti forð-
ast inflúensuna og brugðist við ef
það veikist. Þessi orð landlæknis
eiga ekki síður vel við í dag, einni
öld síðar.
Geðheilsan í kófinu
Eftir Ólaf Ó.
Guðmundsson »Ef áætluð þjónustu-
aukning Breta er
yfirfærð má gera ráð
fyrir að tugþúsundir Ís-
lendinga þurfi á geðheil-
brigðisþjónustu að halda
vegna faraldursins.
Ólafur Ó. Guðmundsson
Höfundur er geðlæknir.
Nýverið birti Haf-
rannsóknastofnun
skýrslu um niður-
stöður stofnmælingar
að haustlagi en í henni
kemur fram að vísitala
þorsks lækkar nú
þriðja árið í röð og
mældist hún svipuð og
fyrir um áratug. Þess-
ar niðurstöður ríma að
mestu leyti við mæl-
ingar stofnunarinnar frá í mars á
síðasta ári. Lækkunina í vísitölunni
má rekja til þess að minna mældist
af 40-80 cm þorski sem skýrist að
hluta til af því að árgangarnir frá
2013 og 2016 eru litlir.
Stjórn landssambands smábáta-
sjómanna sendi á dögunum út
ályktun þar sem vakin er athygli á
lækkuninni og bent á að líklegasta
ástæða hennar sé vanveiði þar sem
stórþorski hafi fjölgað mikið og
fæðusamdráttur hafi stuðlað að
stórauknu sjálfsafráni. Skorar
landssambandið á ráðherra að hefja
gagngera endurskoðun á aðferða-
fræði Hafrannsóknastofnunar
varðandi ráðgjöf um nýtingu
þorsks.
Rétt er að stórþorski hefur fjölg-
að á undanförnum árum og er það
fyrst og fremst vegna þess að sókn
hefur verið hófleg eins og kveðið er
á um í aflareglu stjórnvalda. Rann-
sóknir hafa sýnt fram á að eldri
þorskhrygnur framleiða lífvænlegri
egg og lirfur og yfir lengra tímabil
á vorin en yngri hrygnur.
Hrygningarstofn sem samsettur er
af þorski á sem víðustu aldursbili er
því líklegri til að gefa góða nýliðun.
Þetta má sjá hér við land þar sem
nýliðun hefur vaxið nokkuð á und-
anförnum árum og tíðni slakra ár-
ganga minnkað mikið. Horfur eru
jákvæðar fyrir 2019- og 2020-
árgangana þótt vissulega séu þeir
ekki í hendi þar sem margt getur
hent smáþorsk áður en hann birtist
í veiðunum. Varðandi fæðuframboð
þá er ekki að sjá að það sé hamlandi
miðað við gögn stofnunarinnar.
Þannig er þyngd þorsks fjögurra
ára og eldri í stofnmælingunni frá í
haust um eða yfir meðaltali áranna
1996 til 2020.
Vöxtur þorskstofnsins og afla-
aukning á undanförnum árum hefur
fyrst og fremst verið vegna þess að
sókn hefur verið hófleg og árgang-
ar endast lengur í stofninum. Nú
má hins vegar segja að ákveðnu
jafnvægi sé náð miðað við þá nýlið-
un sem verið hefur á undanförnum
árum. Það er því ekki að vænta
aukningar á næstu árum á sömu
forsendum heldur má búast við ein-
hverjum sveiflum í ráð-
gjöf ef missterkir ár-
gangar ganga í gegnum
veiðistofninn. Ef nýlið-
un heldur áfram að
aukast mun það hins
vegar leiða til aukn-
ingar í aflaheimildum.
Rétt er að benda á að
við mat á stofnstærð
þorsks eru notuð gögn
úr afla- og stofnmæl-
ingum að vori og
hausti. Stofnmatið
fylgir aldrei vísitölum fullkomlega
heldur vegur það gögnin m.t.t.
innra samræmis og dreifni. Í tækni-
skýrslu stofnunarinnar um þorsk
frá síðastliðnu vori má sjá að stofn-
matið fylgdi ekki að fullu eftir
hækkun vísitalna á árunum 2012 til
2017 og svo ekki að fullu lækkun
síðustu ára. Það er því ólíklegt að
stofnmat þorsks lækki viðlíka mikið
milli ára og vísitalan. Auk þess er
innbyggð sveiflujöfnun í aflaregl-
unni þar sem aflamark síðasta árs
vegur helming á móti stofnmati
þegar aflamark næsta árs er gefið.
Síðastliðinn vetur skipaði sjávar-
útvegsráðherra nefnd til að fara yfir
árangur af aflareglu þorsks og gera
tillögur um breytingar ef þurfa þyk-
ir. Meðal annars vegna Covid-19
hefur vinna nefndarinnar dregist en
búist er við að hún skili áliti sínu til
ráðherra á næstunni. Í kjölfarið
hefur Alþjóaðahafrannsóknaráðið
(ICES) verið beðið að fara yfir for-
sendur aflareglunnar og þá aðferða-
fræði sem notuð er til að áætla
stærð þorskstofnsins. Niðurstöður
ICES munu liggja fyrir áður en
ráðgjöf verður gefin út fyrir fisk-
veiðiárið 2021/2022.
Það er því ofsögum sagt að þorsk-
stofninn sé í frjálsu falli þótt vissu-
lega séu horfur til skamms tíma
ekki jákvæðar. Nauðsynlegt er að
standa vörð um þá vöktun og rann-
sóknir sem unnar hafa verið á und-
anförnum árum. Hafrann-
sóknastofnun hefur nú hafið
merkingar á þorski eftir langt hlé
og einnig eru fyrirhugaðar auknar
rannsóknir á nýliðun þorsks á næst-
unni. Vonir standa til að þær muni
varpa ljósi á ýmsa óvissuþætti í
stofnmati okkar verðmætasta
nytjastofns.
Er þorskurinn
í frjálsu falli?
Eftir Guðmund
Þórðarson
Guðmundur Þórðarson
»Nauðsynlegt er að
standa vörð um þá
vöktun og rannsóknir
sem unnar hafa verið á
undanförnum árum.
Höfundur er sviðsstjóri botnsjávar-
sviðs hjá Hafrannsóknastofnun.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is