Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 27
MINNINGAR 27 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 GRAFARVOGSKIRKJA | Á sunnudag verður boðið upp á altarisgöngur. Sú fyrri verður kl. 11. Sú seinni kl. 12. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram annað hvort á netfangið grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is eða í síma 587 9070. Öllum sótt- varnarreglum verður fylgt m.a. varðandi hámarksfjölda. Einnig þarf hver að koma með sinn eigin bolla/glas. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund í umsjá sr. Sjafnar Jóhannesdóttur verður streymt á facebook síðu Kópavogskirkju kl. 11. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Vegna ástandsins í heiminum hefur ekki verið mess- að í söfniði okkar um langa hrið og verður svo áfram þar til létt verður á samko- mubanni. En öllum þeim sem áhuga hafa og vilja kynnast athöfnum kirkju óháða safnaðarins er bent á vefsíðu okkar www.ohadi.is og þar má sjá og heyra bæði jóla og áramóta athafnir safnaðarins og ýmislegt annað. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í streymi á fésbókarsíðu Seltjarnar- neskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Guðrún Lóa Jónsdóttir syngur. Svana Helen Björnsdóttir og Sæmundur Þorsteinsson lesa ritningarlestra og bænir. Sveinn Bjarki Tómasson er tækni- maður. Bænastund í streymi á fésbókarsíðu Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 13. janúar kl. 12. Orð dagsins: Fel Drottni vegu þína (Sálm. 37:5) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Prestbakkakirkja ✝ Kristrún Sig-urbjörnsdóttir fæddist á Skeiði í Fljótum 28. nóv- ember 1947. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Siglufirði 30. des- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigur- björn Bogason, f. 3. september 1906, d. 8. nóvember 1983, og Jó- hanna Ragnheiður Antonsdótt- ir, f. 9. desember 1913, d. 1. nóvember 2004. Kristrún var fjórða í röð sjö systkina en hin eru: Anton, f. 1933, Bogi, f. 1937, d. 2013, Guðrún, f. 1942, Stefanía, f. 1949, Jón, f. 1950, og Ásgrímur, f. 1956. Hinn 27. desember 1967 giftist Kristrún Gunnari Frið- 2010, og Viðar Máni, f. 2018. Fyrir átti Gunnar dótturina Hönnu Kristjönu, f. 1963. Kristrún ólst upp á Skeiði til 12 ára aldurs en árið 1959 flutti fjölskyldan til Siglu- fjarðar, að Lindargötu 17, sem hefur verið í eigu fjölskyld- unnar síðan. Þótt erfitt hafi verið að kveðja sveitina tók Kristrún ástfóstri við Siglu- fjörð og átti þar heima alla tíð. Starfsferill Kristrúnar var fjölbreyttur og farsæll. Hún vann m.a. við fiskvinnslu, verslunar- og umönnunarstörf en lauk starfsferlinum í Egils- síld 2014. Þar kynntist hún góðum vinkonum, sem héldu kærleiksríku og tryggu sam- bandi alla tíð. Útför Kristrúnar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 9. janúar 2021, klukkan 14 að viðstöddum nánustu að- standendum og vinum. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/yb4xyoc4 Virkan hlekk má nálgast á https://www.mbl.is/andlat rikssyni, f. 1. febr- úar 1945. Hann lést 29. júlí 2003. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau eru: 1) Jó- hanna Hrefna, f. 1969, gift Sævaldi Jens Gunnarssyni, þau eru búsett á Dalvík. Börn þeirra eru: Viktor Daði, f. 1997, Kristbjörn Leó, f. 1998, og Vigdís, f. 2001. 2) Sigurður Jón, f. 1971, kvæntur Silju Arnarsdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík. Dætur þeirra eru: María Sól, f. 2000, og Ásthild- ur, f. 2002. 3) Dagur, f. 1975, kvæntur Hönnu Viðarsdóttur. Þau eru búsett í Uppsölum í Svíþjóð. Börn þeirra eru: Kar- en, f. 2008, Gunnar Kári, f. Elsku mamma mín, stoð mín og stytta. Mikill er harmur minn og söknuðurinn gríðarlegur. Það er skrítið að koma á Laugarveg- inn og engin mamma að taka á móti mér, með faðminn útbreidd- an. En þrátt fyrir söknuðinn er ég full þakklætis. Hef svo margt að þakka fyrir. Þú varst mér svo góð og svo mikil fyrirmynd. Varst búin að ganga í gegnum margt í lífinu en stóðst alltaf keik. Þú lagðir mikla áherslu á það við mig, sem barn og ungling, að mér væru allir veg- ir færir. Ég gæti allt sem ég ætl- aði mér og það væri mjög mik- ilvægt að geta stýrt hugsunum sínum. Rækja þær jákvæðu en bægja þeim neikvæðu frá. Réttsýni var þér í blóð borin og þú varst aldrei hrædd við að láta skoðanir þínar í ljós. Verð að við- urkenna að stundum fannst mér nóg um en svo brosti ég í kamp- inn yfir hugrekki þínu og hrein- skilni, enda gat ég alltaf leitað ráða hjá þér og innt þig eftir skoðunum, fullviss um að fá ær- legt svar. Þú varst ekki mjög mikil félagsvera, sérstaklega í seinni tíð, en hafðir mikla unun af því að vera með fjölskyldunni og vorum við þríeykið, ég, þú og Vigdís, búnar að fara margar skvísuferð- irnar á hvítu „skutlunni“ eins og við kölluðum bílinn þinn. Það voru ánægjulegar stundir. Börn- unum mínum þótti svo mikið vænt um þig og ég er óendanlega þakklát fyrir kærleiksríkt og gott samband þitt við þau. Þeirra söknuður er sár. Þú áttir öflugan vinahóp og sterk tengsl ykkar í milli. Það var góð tilfinning að vita af svo góðu fólki í kringum þig. Mikill var kærleikurinn milli ykkar systkina. Sérstaklega milli ykkar systra, Stebbu og þín. Svo sterk voru tengslin að þið voruð oft sem ein manneskja. Mikill er hennar missir og bið ég guð að styrkja hana, sem og okkur öll. Þið voruð búnar að bralla margt saman og skapa skemmtilegar minningar. Svo eftir að ég varð fullorðin fékk ég að upplifa svo margt skemmtilegt með ykkur, samanber afmælisferðirnar til út- landa, þær eru ógleymanlegar. Það er gott að ylja sér við minningarnar. Og þó að þú sért farin þá ertu ævinlega í hjarta mínu, eins og þú sagðir við mig, stuttu áður en þú kvaddir. Það er huggun harmi gegn að vita að nú eruð þið pabbi sam- einuð á ný, í sumarlandinu, þú knúsar hann frá okkur. Hafðu ástkæra þökk fyrir allt sem varstu mér og mínum. Þú varst okkur svo dásamlega góð. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Hvíl í friði elsku besta mamma mín. Þín dóttir, Jóhanna Hrefna. Fyrir tæpum 34 árum varð ég svo heppinn að ná í Hönnu mína. Með í pakkanum fylgdi fullt af tengdafólki sem síðan hefur orðið mitt fólk. Fjölskyldurnar eru stórar og fullar af mannkostum. Tengdamamma mín, Kristrún, er nú fallin frá. Það er stórt skarð sem hún skilur eftir sig. Hún hef- ur alla tíð verið náin okkur og tekið þátt í öllum okkar gleði- stundum og verið til staðar í þeim hindrunum sem lífið hefur sett á okkar veg. Hún hefur alltaf verið hógvær og hæglát og leyft sínu fólki að njóta sín en þegar ein- hver þurfti stuðning gekk hún fram fyrir skjöldu og var til stað- ar fyrir sitt fólk. Hún var jarð- bundin og hæglát en naut lífsins þegar hún fékk færi. Hún vildi hafa allt í röð og reglu, föstum skorðum, bæði í kringum sig og í lífinu. Ef eitthvað var að vildi hún alltaf laga strax. Minnstu smáat- riði vildi hún fá í lag, hvort sem það var með bílinn, húsið, garðinn eða okkur, fólkið hennar. Það var mikið áfall sumarið 2019 þegar hún greindist með krabbameinið. Þá þurfti hún stuðning sem sér- staklega Hanna mín veitti, við hin reyndum eins og við gátum. Kristrúnu reyndist ekki létt að þiggja þann stuðning því engum vildi hún valda áhyggjum né vera byrði. Við fengum með henni góð- an tíma sem okkur var ljóst að myndi verða skammur en það besta við hann var hvað hennar heilsa entist þó hún hafi svo farið hratt undir það síðasta. Við erum að skilja hvað hún var okkur mik- ilvæg og skipti okkur miklu máli. Elsku tengdamamma hvíldu í friði. Kveðja, Sævaldur. Elsku amma okkar, við kveðj- um nú ömmu Kristrúnu okkar sem var okkur svo kær. Ljúfari og hjartahlýrri konu er vart hægt að finna. Hún hefur skapað með okkur ótal góðar minningar. Það sem einkenndi ömmu var ást, væntumþykja og traust en allra helst styrkur. Þrátt fyrir veikindi bar hún alltaf höfuðið hátt. Það er alveg ótrúlegt hversu seig hún amma var. Eins og við sögðum hvert við annað; við erum naglar og ekkert minna en það. Hún var sjálfstæð og alveg rosalega dug- leg, örugglega mesta hörkutól sem við þekkjum. Amma var sú manneskja sem maður vildi hafa hjá sér. Maður gat alltaf leitað í hlýjan faðm hennar. Besta til- finning í heimi var að sitja hjá henni, hlusta á hana raula og láta hana klappa sér á bakinu í takt. Þá vissi maður að allt myndi verða í lagi, því návist hennar fylgdi rólyndi, enda var það mottóið okkar að hlutirnir myndu alltaf reddast. Hvort sem maður sat með henni úti fyrir framan hús að sóla sig eða inni með sjóð- heitan kakóbolla og pönnukökur gleymdi maður öllum áhyggjum og átti gott spjall við ömmu. Við gætum ekki óskað okkur að hafa átt betri ömmu því við vit- um að hún var sú allra besta. En eitt er víst, við vitum að hún vakir yfir okkur og vísar okkur veginn, rétt eins og hún gerði áður. Það var erfitt að sjá hana í síðasta sinn og við munum sakna hennar óendanlega mikið. Nú horfum við til baka á tíma okkar með henni með þakklæti, gleði og kærleika. Við elskum þig amma. Takk fyrir allt. Þín barnabörn, Viktor Daði, Kristbjörn Leó og Vigdís. Fyrir jólin þegar ég fékk að vita að þú værir komin á Sjúkra- húsið á Akureyri datt mér ekki í hug að ég myndi ekki sjá og hitta þig hérna megin, ég hafði ekki komið í heimsókn frá því í haust vegna Covid, þó að við hefðum oft talað saman í síma og verið að vona að þessum faraldri færi að ljúka svo við gætum aftur farið að hittast. Eftir að ég flutti frá Siglufirði gisti ég hjá þér þegar ég kom þangað í spilaferðir og var stjanað við mig bæði í mat og drykk. Á kvöldin var rætt um liðna tíð, ættingjana og það sem var efst á baugi. Þótt þú hafir ver- ið eina systkinið á Siglufirði sem ekki spilaði brids var það ekki þannig að þú spilaðir ekki, ég man hvað þú varst dugleg að fara og spila marías við mömmu og þú vannst þá einu keppni sem verið hefur innan ættarinnar í manna með glæsibrag og þar með besti spilari fjölskyldunnar. Þegar maður sest niður og fer að hugsa um þig dettur mér fyrst í hug Kristrún amma. Þú varst alltaf svo yfirveguð og róleg, skiptir ekki skapi og ætlaðist aldrei til að neinn gerði neitt fyrir þig en varst alltaf því ánægðari þegar eitthvað var gert fyrir þig og þegar verki var lokið fékk maður faðmlag sem ég á eftir að sakna mikið. Ég vil þakka fyrir þær mörgu ánægjustundir sem ég hef átt með þér og það sem ég hef lært af þér í gegnum tíðina og veit að hugurinn mun oft reika til þín, en ég veit að það þarf ekki að hafa áhyggjur af þér. Mamma, pabbi og Gunnar hafa örugglega tekið vel á móti þér og ég veit að þegar ég kem tekur þú á móti mér. Ég vil fyrir hönd okkar Gurru og Gunnars þakka samfylgdina og votta Hönnu Hrefnu, Sigga, Degi og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð okkar. Þinn bróðir, Ásgrímur. Kristrún Sigurbjörnsdóttir Góð viðbrögð voru við mynda- gátu Morgunblaðsins og bár- ust nokkur hundruð lausnir. Rétt lausn er: „Garn og hand- lóð seldust vel á tímum far- aldurs. Kvennalandsliðið í fót- bolta keppir á EM á þar næsta ári.“ Áréttað er að ekki er gerður munur á grönnum og breiðum sérhljóðum í gát- unni. Dregið hefur verið úr rétt- um lausnum. Fyrstu verð- laun, bókina Dýraríkið eftir Örnólf Thorlacius, hlýtur Hörður Jóhannesson, Vind- akór 8, 203 Kópavogi. Önnur verðlaun, bókina Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin, hlýtur Þorsteinn Gísli Jónsson, Skinnastað, 671 Kópaskeri. Þriðju verðlaun, bókina Kon- ur sem kjósa – aldarsaga, hlýtur Sveinn Magnússon, Suðurgötu 20, 101 Reykjavík. Vinningshafar geta vitjað bókanna í móttöku Morgun- blaðsins í Hádegismóum 2 í Reykjavík eða hringt í 569- 1100 og fengið þær sendar heim. Morgunblaðið þakkar góða þátttöku og óskar vinnings- höfunum til hamingju. Lausn jólamyndagátu Virðulegu þýðendur hjá bókaútgáfunni Froski. Af hverju, þegar þið endurgefið út Ástrík og Kleópötru, notið þið ekki frumtexta Þorsteins Thorarensen og Björns Magnússonar sem gerðu þær svo vinsælar og þýðingu Lofts Guðmundssonar á Tinna í stað þess að endur- þýða þær? Af hverju fáið þið ekki Braga Valdimar Skúla- son og konuna sem þýðir Syrpurnar til þess að koma bröndurunum á milli tungu- mála? Til dæmis er nýja þýðingin á Ástrík og Kleó- pötru svo brakandi þurr að brandara eins og þegar Júlli og Kleó eru að rífast um hvort Egyptar séu ennþá mikil menningarþjóð eða eigi að vera undir Rómverjum og „Þú þarna Fúlíus Sesar“ vantar alveg. Sjálfur er ég að leita að frumútgáfunum til þess að geta skemmt mér og lært landafræði í leiðinni. Sama gildir um Tinnabæk- urnar sem Loftur Guð- mundsson þýddi af stakri snilld. Vinsamlegast sýnið þess- um fjársjóðum virðingu með því að reyna að koma óborg- anlegum orðaleikjunum til skila. Ekki má gleyma snilld- arþýðingum á nöfnum eins og Krissmus Bónus Bumbu- líus Bararaus, Dúbíus Status og fleiri óborganlega fyndin nöfn. Ekki má heldur gleyma hinni ódauðlegu til- vitnun í leikritið Júlíus Sesar eftir William Shakespeare: Veni Vidi Vici – að veina af viti og vísdómi. Þorvarður K. Þorvarðsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Endurútgáfa á Ástrík og Tinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.