Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 31

Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 ✝ Tómas ReynirHauksson fæddist í Reykjavík 10. janúar 1957. Hann lést hinn 11. desember 2020 á heimili sínu í Hels- inki, Finnlandi. For- eldrar hans voru Haukur Oddsson sjómaður, f. 4. sept- ember 1920, d. 16. maí 1968, og Sigríð- ur Anna Magnúsdóttir húsmóðir og verkakona, f. 30. september 1919, d. 24. ágúst 2009. Systkini Tómasar eru Hafliði Pétursson, f. 1937, Loftur B. Hauksson, f. 1942, Kolbrún Hauksdóttir, f. 1944, Arnar Hauksson, f. 1947, og Vilhelmína Hauksdóttir, f. 1950. Tómas gekk í Vesturbæj- arskóla og Breiðholtsskóla og lauk síðan námi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1979 og fékk meistararéttindi í þeirri grein 1983. Hann starfaði hjá Rafvörum hf. hjá meistara sínum Braga Friðfinnssyni og Ara Jóns- syni og vann hjá þeim þar til hann flutti til Finnlands 1990. Hann vann síðar hjá finnska raf- verktakafyrirtækinu Saipu, fyrst í Turku en síðan í Helsinki. Útför Tómasar fer fram frá Malmi Capell Helsinki í dag, 9. janúar 2021, klukkan 8 að ís- lenskum tíma og verður athöfn- inni streymt á slóðinni (stytt): https://tinyurl.com/y4n4po4g Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://mbl.is/andlat Tómas kvæntist 6. júní 2017 eftirlifandi eiginkonu sinni Sofiu Hauksson, f. 18. jan- úar 1963 í Arkang- elsk, og á hún soninn Arvo Vaskinen. Fyrri eiginkona Tómasar er Silja In- keri Ketonen, f. 28. mars 1959, en þau giftu sig 17. júní 1983 og eru börn þeirra þrjú: 1) Oddur Juhani, f. 2. mars 1984, kvæntur Elinu Heik- konen og eru dætur þeirra Vor- dís Aliica, f. 14. mars 2011, og Ás- dís Loviisa, f. 19. september 2014. 2) Stefán Mikael, f. 6. apríl 1992, og er sambýliskona hans Neonilla Narjus. 3) Wilhelmína Sofia, f. 30. september 1996. Tómas Reynir, kallaður Tommi bróðir, var þriðja barn pabba og mömmu. Fyrir voru þrjú hálfsystkin. Hann var bros- mildur, brúneygður, fastur fyrir í samkeppni við eldri systkin, sígl- aður og kátur á hverju sem gekk. Eftir nám í Vesturbæjar- og Breiðholtsskóla lauk hann námi frá Iðnskólanum 1979 og starfaði síðan hjá Rafvörum hf. Faðir okkar varð bráðkvaddur er Tommi var 11 ára. Tommi var mikill pabbastrákur og andlát pabba var honum mjög erfitt. Eftir það varð hann lokaðri, brosti sjaldnar en hélt sínu striki. Við fluttum í Breiðholt eftir að pabbi dó. Þetta voru rokkárin og Tommi mikill aðdáandi ELO og Queen. Hann fékk aukastarf í Þórscafé og kynntist þar finnskri stúlku, Silju Ketonen. Hún lauk lyfjafræðinámi hér og þau festu kaup á íbúð í Skeiðarvogi sem Tommi tók í gegn, enda var hann með eindæmum handlaginn. Þau fluttu til Turku í Finnlandi 1990 og leigðu íbúð sem Tommi gerði upp. Illa gekk Tomma að fá vinnu í Finnlandi þrátt fyrir mjög góð meðmæli því það var atvinnuleysi og ríkið hafnaði rétti hans til at- vinnuleysisbóta þar sem Ísland væri ekki í Skandinavíu. Hann var því án atvinnu í nokkur ár en Silja fékk vinnu í apóteki. Loks fékkst vinna og þau festu kaup á húsi sem Tommi gerði upp. Hann hafði nú fasta vinnu hjá rafverk- takafyrirtæki og hlaut hrós fyrir vinnubrögð, en vinnufélagar vör- uðu hann við að klára að leggja í tvær íbúðir meðan þeir kláruðu eina. Tomma þótti gott að fara í gufubað og átti því vel við hann hin finnska gufubaðsmenning. Útbjó hann gufubað í kjallara á nýja húsinu. Tómas var vinmarg- ur og vinfastur og mjög hjálpleg- ur ef eftir var leitað. Þau Silja komu oft hingað til lands með börnin sín þrjú að heimsækja vini og ættingja og skoða landið og voru töskur ávallt fylltar af ís- lenskum mat er þau fóru. Tómas og Silja skildu árið 2014. Tommi kynntist seinni konu sinni, Sofiu, sem var sjúkraliði og þau fluttu til Helsinki og giftu sig 2017. Í desember 2018 fer Tommi í árlega skoðun hjá fyrirtækis- lækninum og greinist með æxli í lunga. Það dróst að fá aðgerð sem gekk þó vel, en meinið hafði dreift sér og enn varð dráttur á meðferð. Hann átti svo að fara í einfalda aðgerð í haust, sem mis- tókst, fékk sýkingar og var tvær vikur í öndunarvél og fór í fleiri aðgerðir í kjölfarið. Allan þennan tíma stóð Sofia eins og klettur við hlið hans dag og nótt. Loks þegar útlit var á stundarbata urðu enn ein mistök í meðferð. Tommi vissi vel hvert stefndi en ræddi það ekki né kvartaði, nema þegar gleymdist að gefa rétt lyf og meðferð. Sagði að ef slík vinnubrögð væru í hans fagi væri búið að reka alla viðkom- andi. Andlát hans kom okkur því ekki á óvart, en gekk hraðar yfir en hefði þurft. Viku fyrir andlát bað hann fyrir kveðju til allra vina og ættingja, sem við komum hér með á framfæri. Við sendum Silju, börnum þeirra, tengda- og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur sem og Sofiu eiginkonu hans, sem við þökkum alla umhyggju, uppörv- un og elsku sem hún sýndi honum allt fram yfir andlát. Far í friði bróðir kær og þökk fyrir allt. Arnar, Vilhelmína, Hafliði, Haukur B. og fjölskyldur. Fjölskylduvinur okkar kvaddi þennan heim 11. desember 2020, mánuði áður en hann hefði öðlast rétt til eftirlauna í Finnlandi. Ör- lögin haga lífinu með ýmsum hætti og að einhverju leyti vorum við örlagavaldar í lífi Tomma þegar hann kynntist finnsku barnfóstrunni okkar. Þessi ungi maður bræddi hjörtu okkar þeg- ar hann kom á litla skærgræna bílnum að sækja dömuna í bíó, hringdi dyrabjöllunni og kynnti sig. Fyrstu árin bjuggu þau Silja í Reykjavík og þá nutum við sam- vistar og hjálpsemi hans. Hann var einstaklega bóngóður, gat gert við allt sem aflaga fór og bjó til leikföng handa börnunum. Það var Tommi sem fór með ung- lingana í miðbæinn til að skoða næturlífið sem varð til þess að enginn óskaði eftir að fara þang- að að kvöldi til í mörg ár eftir þann rúnt. Hann var hæfilega stríðinn og vottaði fyrir kald- hæðni þegar hann kynnti okkur fyrir nýjasta slangrinu eða sér- fræðingaruglinu. Þau Silja fluttu til Finnlands í upphafi tíunda áratugarins en á þeim tíma var kreppa í landinu og erfitt að fá vinnu. Tommi notaði tímann til að læra bæði sænsku og finnsku, gera upp íbúðina sem þau bjuggu í og búa til listilega smáhluti. Við minntumst hans á nýliðnum jólum þegar við hengd- um á jólatréð skraut úr stráum sem hann bjó til. Að nokkrum tíma liðnum fékk hann vinnu sem rafvirki og vann við það til ævi- loka. Fjölskyldan stækkaði og þau eignuðust gamalt timburhús sem húsbóndinn gerði upp. Hver hlutur var skipulagður í þaula og vandað vel til verka. Garðurinn var stór með eplatrjám og þar var smíðaður pallur og þak yfir útigrillið. Rafvirkinn var líka sá fyrsti í götunni til að prýða húsið með marglitum útiljósum yfir jólahátíðina. Leiðir Tomma og Silju skildi og hann flutti frá Turku til Hels- inki þar sem hann bjó með Sofiu seinni konu sinni. Hann kom ár- lega til Íslands og heimsótti okk- ur færandi hendi. Hann vissi hvað okkur kom best, finnskt rúgbrauð, kaffi og súkkulaði. Hann veiktist fyrir tveimur árum og heimsótti okkur eftir að hafa fengið meðferð við vágestinum. Bjartsýni ríkti og viss tilhlökkun að byrja aftur að vinna. Við ræddum um að eftirlaunaaldur- inn nálgaðist og spurðum hvernig hann ætlaði að láta tímann líða þegar þar að kæmi. Hann sagðist ætla að smíða módel og aðra smá- hluti, það væri svo gaman. Sjúk- dómurinn tók sig upp í nýrri mynd og sigraði að lokum en við sjáum þennan tökutengdason fyrir fyrir okkur vera að byggja agnarsmá húsgögn á nýjum stað. Minningin um góðan dreng lif- ir. Við vottum öllum aðstandend- um samúð okkar. Málfríður og Tuomas Tómas Reynir Hauksson ✝ Valur Guð-mundsson, bif- reiðasmiður, fædd- ist í Reykjavík þann 9. janúar árið 1941. Hann lést á Fells- enda í Dölum þann 29. desember 2020. Foreldrar hans voru Guðrún Odds- dóttir, húsmóðir fædd 19. júní árið 1909, látin 9. júlí árið 1990, og eiginmaður henn- ar Guðmundur H. Helgason, sjó- maður, fæddur 14. ágúst árið 1907, látinn 6. september 1996. Valur var næstelstur fjögurra systkina en hin eru; Örn, húsa- smíðameistari, fæddur 4. júlí ár- ið 1939, Sævar, húsasmiður, fæddur 26. apríl árið 1950, og Sólveig, þjóðbúninga- og hatta- kona, fædd 8. ágúst árið 1946. Valur ólst upp á Háteigsvegi fram undir fermingu en síðan við Miklu- braut uns hann flutti í Hjallalandi 1 í Fossvogi þar sem hann bjó með foreldrum sínum og eldri bróður. Eftir lát foreldra sinna bjó Valur að Austurbrún 2, Reykjavík. Síðustu æviár dvaldi hann að Fellsenda í Búð- ardal. Valur lærði bifreiðasmíði og starfaði í Bílaskálanum og síðar í Bergiðjunni. Þá vann hann með Erni bróður sínum á smíða- verkstæði hans um tíma. Útför hans fer fram 9. janúar 2021. Það er komið að kveðjustund. Fallinn er frá góður og ljúfur maður, Valli frændi. Á slíkum tímamótum rifjast auðveldlega upp minningar um góðar samverustundir, allt frá því að ég man eftir mér og til dagsins í dag. Valli var mér ætíð mjög góður. Hann bjó lengst af hjá ömmu og afa í Hjallalandinu, sem var mitt annað heimili í æsku. Valli var sá sem spilaði við mig ól- sen-ólsen, veiðimann og svarta- pétur og lét sig hafa það að tapa spil eftir spil, eftir að sú litla hafði forraðað spilabunkanum, sem hann vissi vel en lét ekki á neinu bera. Ég minnist ferðalaga með Valla. Bíltúrs um Suðurlandið með ömmu, afa, Valla og Ödda, eldri bróður Valla, ferð sem farin var í myrkri 1973 í janúar til að skoða Vestmannaeyjagosið frá ströndinni. Ég man allar ferðirn- ar upp í Skammadal að setja nið- ur kartöflur og taka þær svo upp um haustið og ferðirnar upp í bú- stað. Ég man eftir Valla fleygja sér á stigapallinn, slappa af eftir mat- inn og ég var alltaf að hnoðast í kringum hann. Valli frændi var sá sem lánaði mér alltaf bílinn sinn eftir að ég fékk bílpróf. Ég man eftir öllum jóla- og ára- mótaboðunum hjá ömmu og afa og síðar meir var Valli hjá okkur um jólin og við eigum frábærar minningar um þau jól þar sem við vorum með börnin okkar ung. Valli var mjög handlaginn og eftir hann liggja margir fallegir munir sem ylja okkur; útskornar klukkur, kistlar, útsaumaðar myndir og það sem mér þykir sér- staklega vænt um er jólahúsið sem ég tek upp um hver jól. Valli var mikill bílaáhugamaður og var lærður bifreiðasmiður og ég man að hann átti fullt af fallegum skrautbílum, það var hans áhuga- mál. Andleg veikindi lituðu líf Valla og það var honum ekki alltaf auð- velt, en ég man fyrst og fremst eftir góðum og æðrulausum frænda sem var einstakt ljúf- menni og mér alltaf sérstaklega góður. Síðustu ár dvaldi Valli á Fells- enda í Dalasýslu, þar sem hann naut góðrar umönnunar. Honum hrakaði hratt undir það síðasta og það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að hafa ekki haft hann nær okkur þegar að kveðju- stundinni kom. Fjarlægðin og Co- vid höfðu vissulega þar mikil áhrif en hann var í huga okkar allra og við báðum fyrir honum og kveikt- um á kertum. Takk fyrir lífið elsku Valli og allan þinn kærleika. Við hittumst aftur hinum megin. Guðrún Gunnarsdóttir (Gunna). Kær frændi minn, Valur Guð- mundsson, er látinn. Ég minnist Vals með hlýhug og þakklæti, hann kenndi mér að tefla þegar ég var smá pjakkur, hann var góður skákmaður, síðar kenndi hann mér að logsjóða, og svo mætti lengi telja, hann var bif- reiðasmiður að mennt. Valur var góður vinur og hjálpsamur, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda, sama hvort um var að ræða bras við hjólin mín á yngri árum eða bílaviðgerðir síð- ar á lífsleiðinni. Valur var mikill áhugamaður um bíla, hann hafði líka gaman af íþróttum ýmiskon- ar, handbolta, fótbolta, og boxið var í miklu uppáhaldi, við horfð- um oft á boxið saman á laugar- dagskvöldum langt fram eftir nóttu þegar Mike Tyson og fleiri góðir voru upp á sitt besta, keypt- um snakk og höfðum það huggu- legt. Blessuð sé minning þín. Þótt þú hverfir nú héðan á brott þér munum við aldrei, aldrei gleyma. Því hlýlega öllum gerðir þú gott, já góðar minningar hjörtun geyma. (SH) Þröstur Þórðarson, Sigrún Waage (Silla). Valur Guðmundsson Dauðinn minnir á fulla frændann í fjölskylduboðinu hann er óþolandi en verður ekki burt rekinn Góðvinur minn Birgir Svan Símonarson rithöfundur, eitt lista- skáldanna vondu, andaðist á jóla- dag eftir löng og ströng veikindi. Við Biggi kynntumst árið 1987 þegar ég gerði um hann og fleiri ungskáld nokkra útvarpsþætti fyrir Ríkisútvarpið. Ég hafði þó löngu áður tekið eftir ljóðum hans og hrifist mjög. Það var Geggjað- ur ástaróður til Stínu frá töffaran- um á 18555 í annarri ljóðabók Bigga, Nætursöltuð ljóð frá 1976, sem gerði mig að einlægum aðdá- anda hans. Ljóðabækur Birgis Svans urðu um tuttugu talsins auk barnabóka og þýðinga. Í ljóðagerð sinni var hann ætíð fundvís á ferskar ljóðmyndir, margræður og dulur í senn en kaldhæðin fyndni ætíð skammt undan. Hann gerði sér gjarnan myndir úr hversdagsleikanum að yrkisefni, hélt á loft hinum mýkri gildum mannlífsins en var jafnframt gagnrýninn í glímu sinni við vanda þjóðar og einstaklings í firrtu samfélagi. Ljóðin segja frá fólki í hringiðu hversdagsins, ferðalög- um og öðru amstri, en ástin gegnir alltaf veigamiklu hlutverki í ljóð- um hans. Oft bregður Birgir Svan upp gráglettnum myndum af landi og þjóð eða þá að hann fer bak- sviðs í leikhúsi samfélagsins og staldrar við í „böggunarstöðvum einmanaleikans“ þar sem „dags- birtan ríður svörtum hesti“. allt leikur á reiðiskjálfi hann skrautritar ljóð með loftpressu í gjörningabók hraunsins hún sleikir sól með gulan svaladrykk grænar eyrnahlífar Flestar ljóðabækur sínar gaf Birgir Svan út sjálfur og var ekki að trana sér fram enda fóru bækur Birgir Svan Símonarson ✝ Birgir Svanfæddist 3. nóv- ember 1951. Hann lést 25. desember 2020. Útför Birgis fór fram 8. janúar 2021. hans oft og tíðum hljótt og fengu mun minni athygli en þær áttu skilið. Nýverið kom síðasta frum- samda ljóðabók Birgis Svans út en á síðasta ári sendi hann einnig frá sér feikigóða bók, Au- fúsugesti, með þýð- ingum sínum á jap- önskum hækum. ærslafull hrossin merkja villifjóluilm úr hófskóm Biggi var ljúfur drengur og skemmtilegur þótt hann væri ekki allra. Það var gott að eiga samleið með honum síðustu áratugi. Við lásum fyrir og yfir hvor hjá öðr- um, skipulögðum upplestrarkvöld eða fengum okkur öl saman í góðu tómi og ræddum málin. Hann kall- aði stundum saman vel valinn hóp á bókmenntakvöld heima hjá sér, oft í tilefni af útgáfu bóka hans. Stundum djömmuðum við saman á gítara því Biggi var vel liðtækur gítarleikari og hafði gaman af því að kenna mér. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til þeirra gæðastunda sem ég naut samvista við Birgi Svan. Farnist þér vel, kæri vinur, í austrinu ei- lífa. Svo getur maður vanist því að ganga með stein í skónum að maður færi hann yfir í nýtt par. Elsku Guðný, Símon, Steinar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og bið góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Símon Jón Jóhannsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ODDSSON rafvirkjameistari, Suðurlandsbraut 68b, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. janúar á líknardeild Landspítala í Kópavogi. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. janúar klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: Youtube grafarvogskirkja.grafarvogi Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar. Sif Gunnarsdóttir William A. Burhans jr. Oddur Gunnarsson Guðný Kristín Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, RAGNAR KARLSSON frá Siglufirði, fv. forstöðumaður Ráðstöfunardeildar varnarliðseigna, lést þriðjudaginn 29. desember á Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hraunvangi og starfsfólks Landspítala. Davíð Páll Helgason Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.