Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 36
ÞÝSKALAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stuðningsmenn þýska knatt-
spyrnuliðsins Tasmania Berlín eru
farnir að mæta fyrir utan leikvang
Schalke í borginni Gelsenkirchen til
að reyna að hvetja leikmenn liðsins
til dáða.
Hvers vegna? Jú, þeir hjá Tasm-
ania, sem leikur í fimmtu efstu deild
Þýskalands, vilja alls ekki missa af
titlinum „versta lið sögunnar“ í
þýsku Bundesligunni. Nú er nefni-
lega mikil hætta á að Schalke taki
þann titil af þessu lágstemmda en
samt ágætlega þekkta knattspyrnu-
félagi frá Berlín.
Árið 1965 fékk Tasmania sæti í
Bundesligunni, vesturþýsku 1.
deildinni, tveimur vikum áður en
keppni hófst. Nágrannarnir í
Herthu Berlín höfðu verið dæmdir
niður um deild, sæti var laust og
vegna stöðu Vestur-Berlínar inni í
miðju Austur-Þýskalandi vildi vest-
urþýska knattspyrnusambandið að
áfram væri spilaður fótbolti í efstu
deild í borginni. Eftir að tvö félög í
Berlín höfðu hafnað boði um að láta
kasta sér fyrir úlfana í efstu deild
stukku forráðamenn áhugamanna-
félagsins Tasmania á tækifærið.
Mörg met sem enn standa
Félagið lék þar með í deildinni
keppnistímabilið 1965-66, spilaði 34
leiki gegn bestu liðum landsins og
setti mörg met sem standa enn þann
dag í dag. Tasmania vann bara tvo
leiki (sem ætti þó að teljast nokkuð
gott miðað við aðstæður), fékk bara
átta stig (10 ef reiknuð væru þrjú
stig fyrir sigur eins og síðar var
gert), skoraði bara 15 mörk, fékk á
sig 108, var með markamismuninn
93 mörk í mínus, og náði ekki sigri í
31 leik í röð.
Tasmania lék heimaleikina á lang-
stærsta velli deildarinnar, ólymíu-
leikvanginum í Berlín, og gat tekið á
móti 100 þúsund áhorfendum. Samt
var eitt af metunum sem félagið
setti lægsta áhorfendatala sög-
unnar, eða fram að kórónuveirulok-
unum, því aðeins 827 áhorfendur
mættu á heimaleik liðsins gegn
Mönchengladbach í janúar 1966.
Schalke með fjögur stig
Nú er hætta á að Schalke jafni
eitt af metum Tasmania í dag.
Schalke hefur ekki unnið í 30 leikj-
um í röð í deildinni, frá því í janúar
2020, og situr á botninum með fjög-
ur stig eftir fjórtán leiki á þessu
tímabili. Takist Schalke ekki að
vinna Hoffenheim í dag verður met
Tasmania jafnað og þá gæti það fall-
ið um næstu helgi.
En hvers vegna vill Tasmania
Berlín halda í titilinn „versta lið sög-
unnar“?
Mikilvægasta auglýsingin
Almir Numic, eigandi Tasmania,
sagði við vefmiðilinn Fussball á dög-
unum að metin sem félagið hefur átt
í 55 ár séu mikilvægasta auglýsingin
sem það fær. Ekkert veki meiri at-
hygli á félaginu en að þessi met séu
rifjuð upp af og til, og þau kosti ekk-
ert.
„Fáir þekkja hin smáliðin í borg-
inni, eins og Viktoria Berlin og Berl-
iner AK, en allir þekkja okkur þótt
við séum í fimmtu deild. Þetta snýst
um nafn og stöðu félagsins. Vegna
metanna erum við reglulega í frétt-
um á landsvísu,“ sagði Numic, sem
reyndar segist sjálfur styðja Dort-
mund, erkifjendur Schalke, og þess
vegna mætti Schalke því tapa sem
oftast.
Leyfið Tas að halda metinu
Stuðningsmenn félagsins eru
sammála Numic og þeir hafa að
undanförnu flaggað borðum fyrir
utan leikvang Schalke með áletr-
uninni: „Leyfið Tas að halda met-
inu.“
Tasmania á annars góðu gengi að
fagna á yfirstandandi tímabili. Liðið
er efst í norðausturriðli Oberlig-
unnar, fimmtu efstu deildar Þýska-
lands, með sjö sigra í fyrstu níu
leikjunum, og gæti því unnið sig upp
um deild í vetur. Rétt eins og ná-
grannarnir í Viktoria sem eru með
fullt hús stiga einni deild ofar.
Hertha, besta lið borgarinnar sem
fyrr, er í tólfta sæti Bundesligunnar
fyrir leiki helgarinnar.
Vilja vera
áfram versta
lið sögunnar
Schalke gæti jafnað eitt af 55 ára
metum Tasmania Berlín í dag
AFP
Vandræði Leikmenn Schalke hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast enda er
að verða heilt ár síðan þeir unnu síðast leik í þýsku deildakeppninni.
36 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
England
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Aston Villa – Liverpool ............................ 1:4
Wolves – Crystal Palace .......................... 1:0
Þýskaland
Mönchengladbach – Bayern.................... 3:2
Staða efstu liða:
Bayern München 15 10 3 2 46:24 33
RB Leipzig 14 9 4 1 25:9 31
Leverkusen 14 8 4 2 29:14 28
Dortmund 14 8 1 5 28:18 25
Union Berlin 14 6 6 2 29:18 24
Wolfsburg 14 6 6 2 20:15 24
Bor. M’gladbach 15 6 6 3 28:24 24
Katar
Al-Arabi – Al Ahli Doha.......................... 1:0
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Holland
B-deild:
Nijmegen – Excelsior.............................. 3:2
Elías Már Ómarsson var ekki í leik-
mannahópi Excelsior.
„Ég bjóst við því að vinna með fleiri
mörkum í hreinskilni sagt,“ sagði
Paulo Pereira, landsliðsþjálfari
Portúgals í handknattleik, við mið-
ilinn Ojogo um sigurinn gegn Ís-
landi í undankeppni EM á miðviku-
daginn. Íslandi tapaði 26:24 í Porto
en liðin mætast aftur á Ásvöllum á
morgun og svo í fyrsta leik á HM.
„Seinni leikurinn skiptir ekki
jafn miklu máli, við erum það ná-
lægt sæti á EM að við hugsum
meira um að undirbúa okkur fyrir
heimsmeistaramótið. Við viljum
samt ekki tapa gegn Íslandi.“
Bjóst við stærri
sigri gegn Íslandi
Ljósmynd/FPA
Ósigur Elvar Örn Jónsson verst í
leiknum á miðvikudaginn.
Hólmbert Aron Friðjónsson hefur
náð sér að fullu af meiðslum og
gæti spilað sinn fyrsta leik með
ítalska knattspyrnuliðinu Brescia
annan laugardag, 16. janúar.
Hólmbert meiddist í leik með
Aalesund í Noregi um miðjan sept-
ember, nokkrum dögum eftir að
hafa skorað mark Íslands gegn
Belgíu í Þjóðadeild UEFA, og hefur
ekki spilað síðan. Brescia keypti
hann af Aalesund í byrjun október
og skýrði félagið frá því á heima-
síðu sinni í gær að Hólmbert sé bú-
inn að ná sér að fullu.
Hólmbert hefur
náð sér að fullu
Ljósmynd/Aalesund
Tilbúinn Hólmbert er klár í að spila
fyrsta leik með Brescia á Ítalíu. Gott gengi Heimis Hallgrímssonar
og hans manna í Al-Arabi hélt áfram í
gær en Aron Einar Gunnarsson og
samherjar lögðu þá Al Ahli Doha að
velli, 1:0, í katörsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Eftir slæma byrjun á
tímabilinu hefur Al-Arabi nú unnið
fjóra leiki í röð og er búið að lyfta sér
upp í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið
er nú aðeins fimm stigum frá þriðja
sætinu sem veitir keppnisrétt í Asíu-
mótum félagsliða.
Samtök handknattleiksmanna í Evr-
ópu hafa sent forseta Alþjóðahand-
knattleikssambandsins, Hassan Mou-
stafa, bréf þar sem þeir fara fram á að
hætt verði við að vera með áhorfendur
á heimsmeistaramóti karla sem hefst í
Egyptalandi, heimalandi forsetans,
næsta miðvikudag. Þar stendur til að
selja aðgang að 20 prósentum sæta í
keppnishöllunum sem þýðir að allt að
þrjú þúsund manns geta verið á leikj-
unum. Margir leikmenn eru uggandi
yfir þessu vegna smithættu og nokkrir
hafa ekki gefið kost á sér í sín landslið
af þessum sökum.
Luka Doncic frá Slóveníu átti enn
einn stórleikinn í NBA-deildinni í
körfuknattleik í fyrrinótt. Hann skoraði
38 stig, níu þeirra í framlengingu, þeg-
ar Dallas lagði Denver á útivelli,
124:117, og átti auk þess 13 stoðsend-
ingar og tók níu fráköst. Serbinn Nik-
ola Jokic átti líka stórleik með Denver.
Hann skoraði líka 38 stig og tók 11 frá-
köst.
Víkingur í Reykjavík hefur gert
þriggja ára samning við knattspyrnu-
manninn unga Kristal Mána Ingason
sem lék með liðinu á síðasta keppn-
istímabili sem lánsmaður frá FC Kö-
benhavn. Kristall, sem verður 19 ára
síðar í þessum mánuði, er uppalinn hjá
Fjölni, en fór þaðan til
Danmerkur áður en
hann kom upp í
meistaraflokk Graf-
arvogsliðsins. Hann
vann sér fast sæti í
Víkingsliðinu og
lék 15 af 18
leikjum þess í
úrvalsdeildinni
og skoraði eitt
mark. Kristall
Máni á að baki
30 leiki með
yngri lands-
liðum Íslands.
Eitt
ogannað
deild karla, Dominos-deildinni, á
fimmtudag og föstudag. Þar var að-
eins búið að leika eina umferð í byrj-
un október en stefnt er að því að
ljúka hefðbundinni keppni, 22 leikj-
um á lið, og spila afar þétt. Hvert lið
myndi spila sex leiki frá 14. janúar
til 1. febrúar.
Handboltinn næsta föstudag
Handboltinn ætti að fara af stað
næsta föstudag með keppni í 1. deild
karla, samkvæmt mótaskrá, en heil
umferð er á dagskrá í úrvalsdeild
kvenna, Olísdeildinni, á laugardag-
inn kemur, 16. janúar. Karlahand-
boltinn á að fara í gang á ný 24. jan-
úar. Konurnar höfðu leikið þrjár
umferðir og karlarnir fjórar þegar
keppni var stöðvuð í haust.
Blaksambandið er þegar búið að
endurraða sínu Íslandsmóti og ætl-
ar að hefja keppni í úrvalsdeildum
karla og kvenna, Mizuno-deild-
unum, helgina 16.-17. janúar. Þar
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íþróttahreyfingin tók viðbragð í
gær þegar Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra skýrði frá því að
samkvæmt tillögum frá Þórólfi
Guðnasyni sóttvarnalækni stæði til
að heimila keppni í íþróttum á nýjan
leik frá og með næsta miðvikudegi,
13. janúar.
Þann dag er áformað að slaka á
samkomutakmörkunum úr tíu
manns í tuttugu manns, sem og að
opna á ný fyrir bæði æfingar og
keppni í íþróttum fyrir alla aldurs-
hópa. Áhorfendur verða hins vegar
ekki leyfðir að sinni í íþróttahús-
unum.
Svandís tók fram að þessi áform
miðuðust við að kórónuveirufarald-
urinn héldist áfram í lágmarki fram
yfir þessa helgi.
Öll keppni í íþróttum hér á landi
hefur legið niðri frá 7. október, að
undanskildum landsleikjum og Evr-
ópuleikjum sem undanþága var veitt
fyrir í október og nóvember.
Körfuboltakonur fyrstar?
Körfuboltakonur verða vænt-
anlega fyrstar í gang. KKÍ birti fyrr
í vikunni áætlun um keppnisfyr-
irkomulag sem miðaðist við að leyfi
fengist til að hefja keppni á ný 13.
janúar. Strax þá um kvöldið er á
dagskrá heil umferð í úrvalsdeild
kvenna, Dominos-deildinni.
Þar er venjan að leika fjórfalda
umferð átta liða en mótið verður
stytt og leikin þreföld umferð til
vorsins, 21 leikur á lið, ef allt gengur
upp. Liðin höfðu leikið einn til þrjá
leiki hvert þegar keppni var hætt í
haust. Fyrirhugað er að hvert lið
leiki fimm leiki á aðeins fimmtán
dögum í janúar.
Heil umferð er á dagskrá í úrvals-
voru liðin búin að leika tvo til þrjá
leiki hvert í haust.
Ný niðurröðun er ekki komin á
Íslandsmótin í íshokkí en þar hafði
verið leikinn einn leikur í hvorri
deild, karla og kvenna, í haust.
Reykjavíkurleikar líklegir
Reykjavíkurleikarnir þar sem á
annan tug íþróttagreina eru á dag-
skránni ættu að geta farið fram dag-
ana 28. janúar til 7. febrúar eins og
til stóð. Hætt er þó við að erfitt
verði um vik fyrir erlenda kepp-
endur að mæta til leiks vegna
reglna um skimanir og sóttkví en
leikarnir gætu reynst mikilvægt
upphaf nýs tímabils í mörgum
greinum.
Þá gæti knattspyrnuvertíðin farið
af stað í vikulokin en áformað hafði
verið að hefja keppni bæði á
Reykjavíkurmótinu og Norður-
landsmótinu dagana 15. til 16. jan-
úar ef leyfi fengist.
Allir komnir í startholurnar
Útlit fyrir að keppni í öllum greinum megi fara af stað næsta miðvikudag