Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 37
ÍÞRÓTTIR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Mikill gleðidagur fyrir íþrótt-
irnar sagði Hannes S. Jónsson,
formaður Körfuknattleiks-
sambands Íslands, í samtali við
mbl.is í gær um þau tíðindi heil-
brigðisráðherra að allt stefndi í
að hefja megi keppni á ný í
íþróttum frá og með 13. janúar.
Gleðin leyndi sér ekki hjá Hann-
esi frekar en undirrituðum þegar
fréttirnar bárust.
Keppni í öllum íþróttagreinum
hérlendis hefur enda legið niðri
frá því í byrjun október eða í um
þrjá mánuði. Það er ekkert grín
fyrir okkur áhugamennina og ég
get varla ímyndað mér kvöl
íþróttamannanna sjálfra sem
hafa ekki átt kost á því að stunda
sína iðju með eðlilegu móti í vet-
ur.
Haldist veirufaraldurinn áfram
í lágmarki verður væntanlega
hægt að hefja Íslandsmótin í
m.a. handknattleik og körfu-
knattleik á næstu vikum og þá
auðvitað styttist í fyrstu vetr-
armótin í knattspyrnu. Þetta
væri frábært, ekki bara fyrir
íþróttafólk og áhugamenn heldur
íþróttafréttamenn líka.
Sköpunargleðin hefur feng-
ið að njóta sín á íþróttasíðum
Morgunblaðsins og mbl í vetur
og hafa vonandi einhverjir les-
endur haft gaman af. Ofaukin
umfjöllun um enska fótboltann
hefur hins vegar reynst mikill vá-
gestur í fréttaflutningi ef marka
má athugasemd sem ég fékk frá
ættingja um jólin.
„Bölvað mas er þetta enda-
laust um erlenda fótbolta-
kappa,“ sagði frænka mín þegar
hún hringdi til að óska mér gleði-
legra jóla. „Meira en vanalega og
er þá mikið sagt,“ bætti hún við.
Ég vona hennar vegna, og okkar
allra, að ég geti brátt fært henni
fréttir af íslensku íþróttafólki
hérlendis og afrekum þess. Ann-
ars er HM í handbolta að fara að
byrja, það er eitthvað.
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
LANDSLIÐIÐ
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Karlalandsliðið í handknattleik
mætir Portúgal í undankeppni EM
karla í handknattleik á Ásvöllum í
Hafnarfirði klukkan 16 á morgun.
„Ég held að möguleikarnir séu
bara góðir. Þetta hefði alveg eins
getað dottið okkar megin úti í
Portúgal. Við erum að undirbúa
okkur fyrir síðari leikinn. Við eigum
eftir að greina leikinn almennilega
og það verður gert á videófundi síð-
ar í dag [í gær]. Þar munum við
skoða vel hvað fór úrskeiðis í fyrri
leiknum og laga það,“ sagði hægri
skyttan Viggó Kristjánsson þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í gær.
Portúgal hafði betur 26:24 eftir
talsverða spennu í fyrri leik liðanna
í Portúgal í vikunni en þar skoraði
Viggó fjögur mörk í síðari hálfleik.
Liðin eiga eftir að mætast í fyrsta
leiknum á HM í Egyptalandi og þau
mættust einnig á EM fyrir ári og þá
vann Ísland 28:25.
„Mig minnir að við höfum byrjað
vel í leiknum í janúar og það reið
líklega baggamuninn í það skiptið.
Ekki kemur annað til greina en að
vinna á sunnudag [á morgun] og
helst með þremur mörkum eða
meira til að eiga möguleika á efsta
sæti í riðlinum. Einnig getur skipt
máli upp á framhaldið að vinna þá
áður en við mætum þeim á HM.
Leikurinn á móti þeim á HM getur
skipt miklu máli um hvernig það
mót mun þróast hjá okkur.“
Fjölbreytni hjá Portúgal
Í liði Portúgals eru margir lík-
amlega sterkir leikmenn en um
þessar mundir teflir Ísland fram liði
með mörgum leikmönnum í lág-
vaxnari og léttari kantinum á mæli-
kvarða handboltamanna. Útheimtir
það ekki mikla orku að glíma við
þetta portúgalska lið?
„Eins og við spilum varnarleikinn
þá fer hvort sem er alltaf mikil orka
í hann. Það er rétt að þeir eiga
marga líkamlega sterka leikmenn.
Þeir eru til dæmis með stóra og
sterka línumenn. Í útilínunni geta
þeir einnig skipt inn á minni og
snöggum mönum. Portúgal er því
með góða blöndu af ólíkum leik-
mönnum og fyrir vikið er þetta hör-
kulið,“ benti Viggó á sem er næst-
markahæsti leikmaður þýsku 1.
deildarinnar á tímabilinu á eftir
Bjarka Má Elíssyni. Hægra megin
er einnig Ómar Ingi Magnússon í ís-
lenska hópnum sem er lykilmaður
hjá Magdeburg og þá nýtur baráttu-
mannsins reynda, Alexanders Pet-
erssonar, enn við. Þá er ótalinn
Kristján Örn Kristjánsson sem leik-
ið hefur mjög vel í Frakklandi. Er
ekki mikil samkeppni um skyttu-
stöðuna í landshópnum um þessar
mundir?
„Jú það er alveg hægt að segja
það. Einhvern tíma hef ég heyrt tal-
að um á síðustu árum að skyttu-
staðan hægra megin væri spurning-
armerki hjá landsliðinu. En í dag
erum við með þrjá sem spila í efstu
deild í Þýskalandi og einn sem spil-
ar í efstu deild í Frakklandi. Hægt
væri að tína til fleiri góða leikmenn í
þessari stöðu. Það er bara betra
hafa góða samkeppni og er jákvæð-
ur hauskverkur fyrir þjálfarana. Við
viljum auðvitað hafa leikmannahóp-
inn sem sterkastan. Þessu fylgir að
maður fær ekki að spila 60 mínútur í
hverjum einasta leik en ég myndi
miklu frekar vilja hafa Alexander
með heldur en ekki. Enda er hann
einn besti bakvörður í vörn í heim-
inum og þar að auki frábær í sókn
Ég læri mikið af honum,“ sagði
Viggó og dvelur ekki of mikið við þá
staðreynd að landsliðið þurfi að
leika fyrir tómum áhorfendastúkum
á morgun.
„Við höfum vanist þessu í Þýska-
landi og svona var þetta einnig á
móti Litháen í Laugardalshöll í nóv-
ember. Þrátt fyrir þetta myndaðist
stemning. Tónlistin var þá bara höfð
í botni í staðinn. Ég held að það
verði ekkert mál að gíra okkur upp í
leikinn,“ sagði Viggó Kristjánsson.
Lærir mikið af Alexander
Viggó Kristjánsson er einn þeirra leikmanna sem gera tilkall til að leika í
skyttustöðunni hægra megin í landsliðinu Vilja hafa hópinn sem sterkastan
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gegnumbrot Viggó í leiknum gegn Litháen í nóvember en þá var ekki heldur heimilt að vera með áhorfendur.
leikjahæsti leikmaður félagsins í
efstu deild frá upphafi með 285
leiki og sá fjórði markahæsti með
68 mörk. Hann er um leið fimmti
leikjahæsti leikmaðurinn í efstu
deild karla hérlendis frá upphafi.
Að viðbættum leikjunum með HK
og Fjölni hefur Atli spilað 311
deildaleiki hér á landi og skorað í
þeim 81 mark.
Atli hefur ennfremur gefið næst-
flestar stoðsendingar allra leik-
manna í deildinni frá árinu 1992, 84
talsins.
Atli Guðnason, einn reyndasti
knattspyrnumaður landsins og
burðarás í sigursælu liði FH um
árabil, tilkynnti í gær að hann væri
hættur.
Hann hefur spilað með meistara-
flokki FH frá árinu 2004, að und-
anskildu hálfu öðru ári í byrjun fer-
ilsins þar sem hann var í láni hjá
HK og Fjölni í 1. deild.
Atli, sem er 36 ára gamall, varð
sex sinnum Íslandsmeistari og
tvisvar bikarmeistari með FH, sem
er hans uppeldisfélag. Þá er hann
Sexfaldur Íslandsmeistari
dregur sig í hlé
Morgunblaðið/Eggert
Hættur Atli Guðnason kvaddi FH í gær eftir glæsilegan feril með félaginu.
HANDKNATTLEIKUR
Undankeppni EM karla:
Ásvellir: Ísland – Portúgal ..................... S16
UM HELGINA!
Spánn
B-deild:
Castello – Girona ........................ (frl.) 82:84
Kári Jónsson lék í 18 mínútur fyrir Gi-
rona, skoraði 3 stig, gaf eina stoðsendingu
og tók eitt frákast.
NBA-deildin
Brooklyn – Philadelphia .................. 122:109
Memphis – Cleveland........................... 90:94
Denver – Dallas...................... (frl.) 117:1124
LA Lakers – San Antonio................ 109:118
Portland – Minnesota....................... 135:117
Efstu lið í Austurdeild:
Philadelphia 7/2, Orlando 6/2, Indiana 6/2,
Boston 6/3, New York 5/3, Milwaukee 5/3,
Brooklyn 5/4, Cleveland 5/4, Atlanta 4/4.
Efstu lið í Vesturdeild:
Phoenix 6/2, LA Clippers 6/3, LA Lakers
6/3, Utah 4/4, New Orleans 4/4, Golden
State 4/4, Portland 4/4, Sacramento 4/4.
Svíþjóð
Kristianstad – Västerås...................... 28:23
Andrea Jacobsen var ekki með Kristi-
anstad.
Undankeppni EM karla
6. riðill:
Noregur – Hvíta-Rússland.................. 27:19
Noregur 4, Hvíta-Rússland 2, Ítalía 2,
Lettland 0.
Eins og fram kemur annars staðar
á íþróttasíðum dagsins fer lands-
leikur Íslands og Portúgals á morg-
un fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Ekki er hægt að spila í Laugardals-
höllinni í þetta skipti þar sem hún
er lokuð vegna viðgerða. Ísland
nýtir áfram undanþáguna sem það
fær vegna ófullnægjandi mann-
virkja og færir leikinn á Ásvelli.
Þegar flett er í fljótu bragði í
gegnum gamla árganga af Morg-
unblaðinu virðist síðasti mótsleikur
hjá karlalandsliðinu sem ekki var í
Laugardalshöll-
inni einmitt hafa
verið á Ásvöllum.
Virðist það hafa
verið leikur gegn
Eistlandi í
undankeppni EM
2010. Fór hann
fram í mars árið
2009 og vann Ís-
land stórsigur,
38:24. Í þetta
skiptið þarf að meina áhorfendum
aðgang að leiknum vegna sóttvarna
í tengslum við heimsfaraldurinn.
Árið 2009 þurfti reyndar einnig að
vísa fólki frá en það var vegna þess
að eftirspurnin eftir miðum var
miklu meiri en framboðið þar sem
íþróttaunnendur voru æstir í að sjá
silfurdrengina spila á heimavelli.
„Það voru á að giska tvö til þrjú
hundruð manns sem biðu fyrir utan
þegar loka varð húsinu. Við mátt-
um ekki og gátum ekki tekið við
fleirum, því miður. Okkur þykir
þetta leiðinlegt,“ sagði Róbert Geir
Gíslason starfsmaður HSÍ í samtali
við Morgunblaðið 23. mars 2009
vegna þessa en Róbert er í dag
framkvæmdastjóri sambandsins.
Þegar leikurinn fór fram var
Laugardalshöllin bókuð undir ann-
an viðburð. Þegar ekki hefur verið
hægt að leika í höfuðstaðnum hefur
farið vel á því að færa landsleiki í
Hafnarfjörð sem oft hefur verið
kallaður „handboltabær“. Fyrir
tveimur til þremur áratugum eða
svo þótti gott að leika í Kaplakrika
en þar náði Ísland gjarnan hag-
stæðum úrslitum. kris@mbl.is
Leikið í „handboltabænum“
Tæp tólf ár síðan karlalandsleikur í undankeppni var ekki í Laugardalshöllinni
Róbert Geir
Gíslason.