Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég gladdist mjög. Líka yfir því að
bein, sem væntanlega eru Ragnhild-
ar, skyldu vera nánast ofan í sömu
gröf. Það er gott að vita til þess að
þau hvíli saman,“ segir Þórarinn
Hjartarson sagnfræðingur, stál-
smiður og trúbador þegar hann er
spurður hvernig honum hafi orðið
við þær fréttir að gröf ástar-
skáldsins Páls Ólafssonar hafi loks
fundist á dögunum í Hólavalla-
kirkjugarði, eftir að hafa verið týnd
í áratugi.
„Ég vissi að Páll hafði verið lagð-
ur til hinstu hvílu í sérstakri stell-
ingu, hann hafði þvertekið fyrir að
rétt yrði úr honum eftir dauðann.
Hann vildi fá að liggja í hnipri í
sinni gröf og hafði því verið lagður á
hliðina í kistuna. Fyrir vikið var
kistan óvenjuleg í laginu, sem gerði
að verkum að hún fannst nú loks
með jarðsjá.“
Þórarinn er vel kunnugur kvæð-
um Páls og ævi hans, hann gerði út-
varpsþætti um Pál fyrir rúmum
tuttugu árum og þar sungu hann og
Ragnheiður Ólafsdóttir m.a. saman
nokkur kvæði Páls.
„Þetta þróaðist áfram og úr varð
diskur okkar Ragnheiðar, Söngur
riddarans, þar sem við syngjum við
texta Páls. Fyrir tólf árum safnaði
ég svo öllum ástarljóðum Páls sam-
an í bók sem heitir Eg skal kveða
um eina þig alla mína daga.“
Hallaði sér upp að hestinum og
söng með tragískum hljóðum
Þegar Þórarinn er spurður hver
fyrstu kynni hans hafi verið af Páli
segir hann að þau hafi verið fyrir til-
stuðlan Þórarins afa hans, þegar
hann var barn að aldri.
„Afi kenndi okkur systkinunum
mikið af kvæðum og hann lét okkur
læra langt og mikið kvæði eftir Pál
sem heitir Litli fossinn. Ég kunni
líka Hrísluna og lækinn, eins og aðr-
ir Íslendingar, og hafði ungur heyrt
Erlu Stefánsdóttur syngja Lóan er
komin. Snemma varð lagið hans
Harðar Torfa við texta Páls, Án þín,
eitt af mínum uppáhaldslögum í
söng og ég fór svo fyrir tilviljun að
lesa úrval ljóða Páls sem Kristján
Karlsson tók í Íslenskt ljóðasafn. Þá
sá ég hvað Páll var snjall og ég fór
að leita fyrir mér,“ segir Þórarinn
og bætir við að ein af hans fyrstu
minningum af kynnum af Páli sé frá
því hann á unglingsaldri var á
landsmóti hestamanna á Hólum
1966.
„Þetta var sterk upplifun. Þarna
var afspyrnu slæmt vatnsveður og
við bræður komum inn í hlöðu þar
sem maður með hest sinn hafði flúið
undan rigningunni. Hann var nokk-
uð drukkinn og rennblautur, hallaði
sér upp að hestinum og söng Hrísl-
una og lækinn. Hann gerði það með
svo tragískum hljóðum að ég gleymi
því aldrei. Kvæðið greyptist inn í
mig við að heyra þetta og sjá.“
Hans ást var miklu holdlegri
Þegar Þórarinn er spurður hvað
einkenni Pál eða greini hann frá
samtímaskáldum á nítjándu öldinni
segir hann að Páll hafi sjálfur kom-
ist svo að orði: „Ég er fyrsti Íslend-
ingurinn ómenntaður sem aldrei hef
verið leirskáld og næst komist
óbundnu máli.“ Þetta sýnir að hon-
um var keppikefli að yrkja sem næst
mæltu máli. Það er klárlega eitt
megineinkenni á hans kveðskap, en
líka hinn mikli tilfinningahiti ljóða
hans og að hann skyldi gera ástar-
ljóð að stærsta þætti í sínum skáld-
skap. Hann orti um sína persónu-
legu ást en notaði ekki formúlur
rómantíkurinnar um ást sem fólst í
sérsambandi við guðdóminn og ann-
að slíkt. Rómantíkerar hans tíma
ortu um tapaða ást og ástarharm, en
ekki upplifaða ást eins og Páll gerði.
Hans ást var miklu holdlegri en and-
ans ást hinna skáldanna, mönnum
fannst fyrir vikið að þetta væri tæki-
færisskáldskapur hjá honum, eins
og lausavísur alþýðuskálda. Páll fór
sínar eigin leiðir í skáldskapnum og
að einhverju leyti var hann hluti af
skáldskaparhefðinni austur á fjörð-
um, sem var svolítið öðruvísi, dálítið
veraldleg og tengd hagmælsku
meira en einhverjum lærðum
straumum,“ segir Þórarinn og bætir
við að ljóð Páls hafi lifað á vörum
fólksins, því þau er svo lipurlega ort.
„Mikið af hans ástarkveðskap
kemur ekki út fyrr en löngu eftir að
hann fellur frá 1905. Dálítið kom út í
ljóðabók sem Jón bróðir hans gaf út
um aldamótin 1900, stuttu áður en
Páll dó, en megnið af ástarljóðum
hans týndist. Þau lentu á flakki hjá
Leikfélagi Reykjavíkur því Björn
sonur Páls tengdist félaginu. Þau
lágu þar í kjallara og síðan fóru þau
í Þjóðleikhúsið þegar það var í bygg-
ingu, lentu svo hjá Bretum, en fund-
ust fyrir tilviljun eftir stríð. Síðan
týndust þessi ljóð aftur en fundust
fyrir raðir af tilviljunum um 1970.“
Orti um 500 ástarljóð til hennar
Páll átti nokkuð sérstaka ævi,
hann fæddist 1827 á Dvergasteini
við Seyðisfjörð þar sem faðir hans
var prestur.
„Páll vildi ekki ganga mennta-
veginn en langaði að verða stór-
bóndi og giftist sýslumannsdóttur
og prestsekkju, Þórunni á Hall-
freðarstöðum. Þá var hún 45 ára en
hann 29 ára. Nokkrum árum síðar
fluttu Páll og Þórunn að Höfða á
Völlum til að Páll gæti verið í ná-
grenni við góðan vin sinn, Björn
Skúlason, en þeir voru miklir sálu-
félagar. Þar er Páll kominn í
fremstu röð stórbænda í Suður-
Múlasýslu en tveimur árum síðar
flytja þau Þórunn að Eyjólfsstöðum
til Björns og þeir vinirnir búa þar
félagsbúi. Þar þróast ástir með Páli
og dóttur Björns, Ragnhildi, sem þá
er 21 árs. Þegar Björn vinur hans
deyr skyndilega ári síðar flytjast
Páll og Þórunn fljótlega aftur heim í
Hallfreðarstaði. Páll tók við sem
umboðsmaður konungsjarða að
Birni látnum og hann sat um tíma á
þingi, en þá gat hann haldið við
kynnum við Ragnhildi því hún hafði
verið send til Reykjavíkur þegar
reynt var að stía þeim í sundur,“
segir Þórarinn og bætir við að til-
hugalíf Páls og Ragnhildar hafi var-
að í 17 ár, eða þar til þau gátu gifst,
þegar Þórunn lést.
„Þetta var brennandi ást í mein-
um og í hjónabandi sem gerir ástar-
kveðskapinn meiri að magni. Páll
hægir lítið á sér við það að giftast
Ragnhildi, hann orti um 500 ástar-
ljóð til hennar, sem var mjög óhefð-
bundið, að yrkja ástarljóð til sinnar
eiginkonu.“
Tilhugalíf þeirra varði í 17 ár
Nýlega fannst gröf ástarskáldsins Páls Ólafssonar Þórarinn Hjartarson þekkir vel sögu Páls og
ljóðin hans sem þrungin eru tilfinningahita „Þetta var brennandi ást í meinum og í hjónabandi“
Ljósmynd/Áslaug
Með gítar um öxl Þórarinn syngur Pál í Landnámssetri Borgarnesi 2011.
Ljósmynd/Eyjólfur Jónsson. Eigandi Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni.
Óbilandi ást Heitar tilfinningar voru alla tíð milli Ragnhildar og Páls.
Mig langar svo að lifa og vaka,
sú löngun vex með hverri stund,
og lífsglaður þér mín kvæði kvaka.
Því kvíði’ eg ekki að hníga í blund,
ef að samviskan sagt mér getur
seinast þegar ég andann dreg:
Konu sína’ enginn kyssti betur
né kvað um hana líkt og ég.
Sæll var ég þá
Sæll var ég þá,
sumarbjört nóttin,
og þú varst mér hjá
svo saklaus og fögur,
sem rós varstu rjóð,
mig reifaðir örmum,
þú varst mér svo góð,
ég man hvað þú kysstir, þú kysstir.
Sæll er ég enn
af sömu ég ástinni
loga og brenn.
Komið að náttmálum
ævinnar er,
æ, komdu’ í logann
og brenndu hjá mér
æ, komdu, mig þyrstir, mig þyrstir.
Konu sína enginn
kyssti betur
TVÖ AF LJÓÐUM PÁLS
Ljósmynd/Ágúst H. Bjarnason
Nýlega fundin gröf Páls Norðarlega í Hólavallagarði, rétt ofan Suðurgötu,
skammt frá grafhýsinu og næsta leiði neðan við Jón ritstjóra Ólafsson.