Morgunblaðið - 09.01.2021, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.01.2021, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 Guðrúnarkviða er grát-brosleg og frumleg ljóð-saga, full af svörtumhúmor. Titillinn og kápan gefa enga hugmynd um það sem koma skal og valda í raun undrun þegar kápunni er upp lokið og svo athyglisverð, fyndin og undarleg saga birtist. Ljóðsagan fjallar um Guðrúnu og ástvini hennar. Hún vaknar í kistu og gerir sér fljótlega grein fyrir því að ekki sé allt með felldu. Þú ert stödd í jarðarför Þinni eigin jarðarför og ritningarlestur er að hefjast. Guðrún er hin eðlilegasta kona, alls óvön sviðsljósinu. Hún hefur látið svo lítið fyrir sér fara að útfar- arstjórinn telur að það sé honum að þakka að hún hafi loks fengið nokkra athygli. „Ef ekki væri fyrir þessa jarðarför myndi engum finnast mikið til Guð- rúnar koma,“ segir útfarar- stjórinn. Þegar Guðrún liggur í kistunni fer hún yfir farinn veg og birtist lesandanum fljótt mynd af kúgaðri konu. Konu sem hefur verið bæld niður, bæði af samfélaginu og sjálfri sér, og stend- ur þannig fyrir ótal aðrar konur í sömu stöðu. Guðrún virðist ekki hafa þrek til að taka það pláss í ver- öldinni sem hún, sem einstaklingur, á skilið. Hún vill ekki vekja of mikla athygli, eða trufla þessa fínu jarð- arför, og lætur sér því nægja að banka létt í kistulokið. Þessi glíma Guðrúnar við kúg- unina er meginstefið í bókinni. Á hún að standa upp úr kistunni og eyðileggja jarðarförina fyrir öllum eða á hún að láta kyrrt liggja og leyfa ástvinum sínum þannig að öðl- ast einhverja ró? Eyrún Ósk Jóns- dóttir, höfundur bókarinnar, nær að fjalla um þessa kúgun, sem enn fyr- irfinnst í samfélagi okkar, á afhjúp- andi hátt með húmorinn að vopni. Þannig málar hún upp mynd af veruleikanum sem er næstum því hlægileg og bendir þannig á fárán- leikann sem felst í því sem raun- verulega á sér stað frá degi til dags. Á þann hátt má því segja að ljóð- saga Eyrúnar sé satíra, ádeilukveð- skapur. Guð gefi að svo sé. Að þú hafir bara dáið úr einhverju ósköp venjulegu og algengu. Svo þú skerir þig nú ekki úr og dauði þinn verði ekki að smellibeitufyrirsögn á einhverjum æsifréttavefmiðlinum. Svo þú verðir ekki aðhlátursefni. Bara að Guð gefi! Það er ýmislegt óhefðbundið við Guðrúnarkviðu annað en umfjöll- unarefnið sjálft. Eyrún blandar saman ljóðrænum prósa, hefð- bundnari kveðskap og jafnvel til- kynningum frá lögreglunni sem miðast að týndum draumum, þrá, löngun, sjálfi og fullnægingu. Prósinn er því brotinn upp með ljóðum sem eru aðeins fjarlægari söguheiminum en prósinn sjálfur. Það gerir söguna háfleygari og ljær henni fegurri blæ. Þrátt fyrir það geta þessi ljóð orðið örlítið til- gerðarleg og dregið úr húmor sög- unnar. Þau færa söguna þannig nær jörðinni og er það hvers og eins að meta hvort þörf sé á því. Hið þriðja sem er óvenjulegt í ljóðsögunni er að höfundur ávarpar lesandann í annarri persónu, jafnvel þótt um sé að ræða sjónarhorn nokkurra mismunandi persóna. Það er auðvelt að ímynda sér að slíkt gæti orðið klunnalegt og til að byrja með er það örlítið ruglingslegt en lesandinn ætti að vera fljótur að átta sig á skilum á milli persóna. Með þessari annarrar persónu frá- sögn verður ljóðsagan persónuleg gagnvart lesandanum, ekki endilega persónum bókarinnar. Með þessu þrennu sem hér hefur verið talið upp er ljóst að sagan er mjög frumleg þótt ekki sé hægt að segja að hún sé tilraunakennd. Höf- undur hefur gott vald á textanum, hinni óvenjulegu frásagnaraðferð og formi sögunnar. Að taka pláss eða sleppa því bara Skáldið Eyrún blandar saman ljóðrænum prósa, hefðbundnari kveðskap og jafnvel tilkynningum frá lögreglunni sem miðast að týndum draumum, þrá, löngun, sjálfi og fullnægingu, segir um Guðrúnarkviðu Eyrúnar Óskar. Ljóðsaga Guðrúnarkviða bbbbn Eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Bjartur, 2020. Kilja, 102 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tilkynntar hafa verið úthlutanir árs- ins 2021 úr launasjóðum listamanna. Til úthlutunar úr launasjóðnum í ár eru 2.150 mánaðarlaun, sem er 550 mánaða aukning frá 1.600 lögfestum mánuðum, til kominn vegna heims- faraldurs. Fjöldi umsækjenda var 1.440, sem skiptist í 1.305 ein- staklinga og 135 sviðslistahópa með um 940 listamönnum innanborðs. Sótt var um 13.675 mánuði. Út- hlutun fá 308 listamenn og 26 sviðs- listahópar með um 145 sviðslista- mönnum, alls rúmlega 450 lista- menn. Starfslaun listamanna eru 409.580 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum 2021. Um verktaka- greiðslur er að ræða. Listann í heild má sjá á vefnum rannis.is. Hönnuðir Launasjóður hönnuða úthlutaði 75 mánaðarlaunum. Alls bárust 106 umsóknir þar sem sótt var um 793 mánuði. Starfslaun fá 10 hönnuðir, sex konur og fjórir karlar. 12 mánuðir: Arnar Már Jónsson og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir. Níu mánuðir: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir. Átta mánuðir: Hanna Dís Whitehead og Rán Flygenring Myndlistarmenn Launasjóður myndlistarmanna úthlutaði 526 mánaðarlaunum. Alls bárust 373 umsóknir þar sem sótt var um 4.065 mánuði. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. 12 mánuðir: Anna Júlía Frið- björnsdóttir, Anna Rún Tryggva- dóttir, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Guðný Rósa Ingimars- dóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Ing- unn Fjóla Ingþórsdóttir, Sindri Leifsson, Þórdís Aðalsteinsdóttir og Örn Alexander Ámundarson. 10 mánuðir: Gunnhildur Hauks- dóttir. Níu mánuðir: Anna Guðrún Líndal, Carl Théodore Marcus Bout- ard, Margrét H. Blöndal, Páll Hauk- ur Björnsson og Sirra Sigrún Sig- urðardóttir. Sex mánuði fengu m.a.: Eirún Sigurðardóttir, Eygló Harð- ardóttir, Helgi Þórsson, Hildigunn- ur Birgisdóttir, Ingólfur Örn Arn- arsson, Ólöf Nordal, Ragnar Axelsson (RAX) og Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg). Rithöfundar Launasjóður rithöfunda úthlutaði 646 mánaðarlaunum. Alls bárust 295 umsóknir þar sem sótt var um 3.097 mánuði. Starfslaun fá 94 rithöf- undar, 45 konur og 49 karlar. 12 mánuðir: Andri Snær Magna- son, Auður Jónsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Einar Már Guðmunds- son, Eiríkur Örn Norðdahl, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guðrún Eva Mín- ervudóttir, Gyrðir Elíasson, Hall- grímur Helgason, Hildur Knúts- dóttir, Jón Kalman Stefánsson, Sigrún Pálsdóttir og Þórdís Gísla- dóttir. 10 mánuðir: Sölvi Björn Sig- urðsson. Níu mánuði fengu m.a.: Bergrún Íris Sævarsdóttir, Berg- þóra Snæbjörnsdóttir, Bragi Ólafs- son, Einar Kárason, Fríða Ísberg, Hjörleifur Hjartarson, Kristín Eiríksdóttir, Oddný Eir Ævars- dóttir, Ófeigur Sigurðsson og Tyrf- ingur Tyrfingsson. Sex mánuði fengu m.a.: Benný Sif Ísleifsdóttir, Dagur Hjartarson, Friðgeir Einars- son, Halldór Armand Ásgeirsson, Halldór Laxness Halldórsson, Kamilla Einarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björns- dóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir. Þrjá mánuði fengu m.a.: Brynja Hjálms- dóttir, Eva Rún Snorradóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Þórarinn Eldjárn og Ævar Þór Benediktsson Sviðslistafólk Launasjóður sviðslistafólks út- hlutaði 307 mánaðarlaunum til 26 hópa og 15 einstaklinga. Alls bárust umsóknir frá 940 listamönnum sem tilheyrðu 135 sviðslistahópum og 68 einstaklingum, þar sem sótt var um 1.841 mánuð. Starfslaun í sviðs- listahópum fá 145 sviðslistamenn í 26 hópum, 79 konur og 66 karlar. Starfslaun einstaklinga fá 15 sviðs- listamenn 59 mánuði, 10 konur og fimm karlar. Finnur Arnar Arnar- son hlaut 10 mánuði; Sólveig Guð- mundsdóttir fimm mánuði og meðal þeirra sem hlutu fjóra mánuði voru Kolbrún Halldórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson. Af hópum fékk Animato 24 mánuði til að setja upp óperuna Mærþöll; Gaflaraleikhúsið fékk 20 mánuði tengt samstarfs- samningum Gaflaraleikhúss við Hafnarfjarðarbæ og sviðslistasjóð; Menningarfélagið Tær 19 mánuði til að setja upp Öldu; Fimbulvetur 15 mánuði til að setja upp Blóðugu kan- ínuna; EP, félagasamtök 13 mánuði til að setja upp Venus í feldi; Undur og stórmerki 11 mánuði til að setja upp Fíflið; Leikfélagið Annað svið sjö mánuði til að setja upp Það sem er og Menningarfélagið Marmara- börn fimm mánuði til að setja upp Ó, veður. Tónlistarflytjendur Launasjóður tónlistarflytjenda út- hlutaði 315 mánaðarlaunum. Alls bárust 237 umsóknir þar sem sótt var um 1.870 mánuði. Starfslaun fá 62 tónlistarmenn, 34 konur og 28 karlar. 12 mánuðir: Guðrún Ýr Ey- fjörð Jóhannesdóttir, Hallveig Rún- arsdóttir, Óskar Guðjónsson og Tómas Jónsson. Níu mánuðir: Magnús Jóhann Ragnarsson og Þor- grímur Jónsson. Átta mánuðir: Svavar Knútur Kristinsson. Sjö mánuðir: Björk Níelsdóttir og Skúli Sverrisson. Sex mánuði hlutu m.a.: Alexandra Kjeld, Elfa Rún Krist- insdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Francisco Javier Jauregui Narvaez, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ingi- björg Elsa Turchi, Jóhann Krist- insson, Kristinn Sigmundsson og Ómar Guðjónsson. Tónskáld Launasjóður tónskálda úthlutaði 281 mánaðarlaunum. Alls bárust 226 umsóknir þar sem sótt var um 2.012 mánuði. Starfslaun fá 44 tónskáld, 21 kona og 23 karlar. 12 mánuðir: Bára Gísladóttir, Bára Grímsdóttir, Halldór Smárason, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Teitur Magnússon, Úlfur Eldjárn og Þuríður Jóns- dóttir. Níu mánuðir: Andri Ólafsson og Veronique Jacques. Sex mánuði hlutu m.a.: Agnar Már Magnússon, Gyða Valtýsdóttir, Hafdís Bjarna- dóttir og Páll Ragnar Pálsson. Um 450 listamenn fá starfslaun  2.150 mánaðarlaunum úthlutað til 308 listamanna og 26 sviðslistahópa með um 145 sviðlistamönnum  Sótt um 13.675  15,7% umsóttra mánaða úthlutað Rán Flygenring Elín Hansdóttir Ragnar Axelsson Tyrfingur Tyrfingsson Ragnar Helgi Ólafsson Kolbrún Halldórsdóttir Elísabet Kristín Jökulsdóttir Jón Kalman Stefánsson Páll Baldvin Baldvinsson Guðrún Ýr Eyfjörð, GDRN Svavar Knútur Kristinsson Gyða Valtýsdóttir Samtals 132 milljónum til 30 verk- efna hefur verið úthlutað úr sviðs- listasjóði fyrir 2021. Alls bárust 143 umsóknir frá atvinnusviðslista- hópum, en sótt var um ríflega 738 milljónir. Stjórnvöld juku framlag til sjóðsins milli ára um 37 milljónir. Hæsta styrkinn í ár fær sviðslista- hópurinn dB undir stjórn Ást- bjargar Rutar Jónsdóttur eða 11,2 milljónir til að setja upp leikverkið Eyju. Fimbulvetur fær 10 milljónir til að setja upp leikritið Blóðugu kanínuna eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. EP, félagasamtök undir stjórn Eddu Bjargar Eyjólfs- dóttur, fær átta milljónir til að setja upp leikritið Venus í feldi. Pokahorn undir stjórn Margrétar Kristínar Sigurðardóttur fær átta milljónir til að setja upp tónleikhúsverkið Kossafar á ilinni. Forspil að framtíð undir stjórn Ævars Þórs Benedikts- sonar fær sjö milljónir til að setja upp barnaverkið Forspil að framtíð. Menningarfélagið Tær undir stjórn Katrínar Gunnarsdóttir fær sjö milljónir til að setja upp dansverkið Öldu. Selsaugu undir stjórn Aðal- bjargar Þóru Árnadóttur fær 6,5 milljónir til að setja upp barnaverkið Þoka/Mjørka. Undur og stórmerki undir stjórn Karls Ágústs Úlfssonar fær 6,5 milljónir til að setja upp Fíflið. Lab Loki undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar fær 5,2 milljónir til að setja upp leikverkið Skáldið í speglinum. Soðið svið undir stjórn Sölku Guðmundsdóttur fær 5,2 milljónir til að setja upp Framhald í næsta bréfi. Heildarlistann má sjá á vefnum rannis.is. 30 fá 132 milljónir Morgunblaðið/Eggert Glöð Sviðslistaráð gerir 20 milljóna króna samning við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með því skilyrði að Hafnarfjarðarbær leggi fram sam- bærilegt framlag til leikhússins.  Úthlutað úr sviðs- listasjóði fyrir 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.