Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Ekki eru gerðar tillögur í öryggisátt í
framhaldi af flugslysi í Svefneyjum á
Breiðafirði um miðjan ágúst 2019.
Hins vegar hvetur rannsóknarnefnd
samgönguslysa flugmenn til þess að
taka ávallt tilhlýðilegt tillit til að-
stæðna. Um borð í flugvélinni voru
flugmaður og einn farþegi og meidd-
ust þeir ekki í óhappinu. Vélin er af
gerðinni Piper PA-18-150.
Krefjandi aðstæður
Vindur var austnorðaustan 20-24
hnútar og í lokaskýrslu flugsviðs
RNSA kemur fram að það sé mat
RNSA að í flugtaki hafi flugvélin leit-
að út af flugbrautinni vegna vind-
áhrifa. Flugbrautin í Svefneyjum sé
það mjó á kafla, um 8-9 metrar, að
hún gefi ekki mikið svigrúm fyrir
flugtak í hliðarvindi. RNSA telur að
veður hafi verið þannig að krefjandi
aðstæður hafi verið til flugtaks í
Svefneyjum á þessum tíma en það
hefði mátt sjá fyrir ef ítarlegri veð-
urupplýsinga hefði verið aflað fyrir
flug þangað.
Í skýrslunni kemur fram að í flug-
taksbruni hafi flugvélin leitað til
vinstri og út af grasbrautinni þar sem
hún féll í fjöruborðið og hafnaði á
hvolfi um 80 metra frá brautarenda
að suðvestanverðu. Við rannsóknina
kom fram að ekkert athugavert var
við stjórnveli flugvélarinnar í flugtak-
inu og störfuðu þeir eðlilega.
Brotlenti á Skálafellsöxl
Rannsóknarnefndin hefur einnig
gefið út lokaskýrslu vegna brotlend-
ingar eftir snertilendingu á Skála-
fellsöxl í september 2019, eins og
greint hefur verið frá á mbl.is. Flug-
maðurinn, sem var einn um borð, náði
að komast út úr flakinu, en slasaðist
töluvert. Eftir að flugvélin skall í jörð-
ina kviknaði eldur í henni og brann
hún upp að mestum hluta. Vélin var
einnig af gerðinni Piper PA-18-150 að
því er fram kemur í skýrslunni.
Flugmaður var að kanna aðstæður
til lendingar á vegarslóða þegar hann
missti stjórn á flugvélinni með þeim
afleiðingum að hún brotlenti. Í niður-
stöðum RNSA segir: „Það er mat
RNSA að þegar flugvélinni var flogið
eftir Skálafellsöxl hafi sterkur vind-
strengur lyft vinstri væng flugvélar-
innar skyndilega um það leyti þegar
flugvélin nálgaðist klettabrún fjalls-
ins vinstra megin við flugstefnuna.
Við það hafi flugmaðurinn misst
stjórn á flugvélinni, með þeim afleið-
ingum að hún skall í jörðina. Með-
verkandi þáttur er að flogið var hægt
og nærri klettabrún.“
RNSA beinir því til Samgöngu-
stofu að beita sér í forvörnum og
fræðslu er varðar flug við fjöll eða í
fjalllendi. Jafnframt beinir RNSA því
til flugmanna að gæta varúðar ef flog-
ið er nálægt fjöllum eða fjallsbrúnum
og ígrunda vel veðuraðstæður á flug-
leiðum sínum.
Ljósmynd/RNSA
Svefneyjar Flugvélin á hvolfi í fjöruborðinu eftir óhappið í ágúst 2019.
Vindurinn hafði
áhrif í Svefneyj-
um og á Skálafelli
Skýrslur RNSA um tvö flugslys
Flugsvið rannsóknarnefndar
samgönguslysa skráði 23 mál
á árinu 2020 af þeim atvikum
sem tilkynnt voru. Fjögur
þeirra voru skráð sem flugslys
og tíu sem alvarleg flugatvik/
flugumferðaratvik. Ekkert
banaslys varð á árinu 2020.
Til samanburðar voru 48
mál skráð á árinu 2019 þar
sem átta þeirra voru skráð
sem flugslys og 23 sem alvar-
leg flugatvik/flugumferð-
aratvik. Tvö banaslys urðu í
flugi 2019.
Færri mál
skráð 2020
FLUGSVIÐ RNSA
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin auglýsir í dag eða
næstu daga útboð á þverun Þorska-
fjarðar í Reykhólasveit. Er þetta
fyrsta framkvæmdin við endurbæt-
ur á Vestfjarðavegi, kafla sem
kenndur er við Teigsskóg, vegna
þess að áætlað er að hluti hans muni
fara þar í gegn í framtíðinni.
Mun leiðin styttast um rúma níu
kílómetra við þessa framkvæmd.
Auglýst á EES-svæðinu
Verkið er það stórt að það þarf að
auglýsa á Evrópska efnahagssvæð-
inu. Vegagerðin hefur kynnt auglýs-
inguna á þeim vettvangi og bíður
staðfestingar. Strax og hún berst
verður verkið boðið út.
Verkið felst í þverun Þorskafjarð-
ar, rétt sunnan við raflínuna sem
þar liggur yfir. Byggð verður 260
metra löng brú auk fyllingar. Veg-
urinn verður um 2,7 km langur og
liggur frá Kinnastöðum að Þóris-
stöðum. Nyrðri endinn tengist við
gamla veginn þar sem hann liggur
upp Hjallaháls.
Vegagerðin hefur framkvæmda-
leyfi fyrir lagningu vegar frá Þóris-
stöðum og út með Þorskafirði og yf-
ir Djúpafjörð og Gufufjörð, yfir á
Skálanes, en sá hluti vegarins bíður
vegna þess að ekki hefur samist við
landeigendur í Teigsskógi um að
láta land undir veginn.
Enn ganga bréf á milli Vegagerð-
arinnar og landeigenda vegna þess.
Þegar þar að kemur færist vegurinn
af Hjallahálsi og Klettshálsi og ekki
þarf að fara inn fyrir firðina.
Sigurþór Guðmundsson, deildar-
stjóri hjá Vegagerðinni, segir gert
ráð fyrir að framkvæmdir við þver-
un Þorskafjarðar geti hafist í byrjun
apríl í vor og að vegurinn verði
tilbúinn vorið 2024. Segir hann að
verkið taki lengri tíma en ella vegna
þess að fergja þurfi botn fjarðarins
og láta veginn síga áður en hægt
verður að ganga frá honum í rétta
hæð.
Fjörðurinn er frekar grunnur en
þó fer talsvert efni í fyllingu og
grjótvörn. Efni fæst í skeringum
beggja vegna fjarðarins og úr námu
sem þar er nálægt.
Gengur vel í Gufufirði
Borgarverk vinnur að mun minna
verki á Skálanesi og í Gufufirði, á
hinum enda hins umdeilda kafla.
Þar er um að ræða 6,6 km kafla frá
slitlagsenda á Skálanesi að Gufu-
dalsá í Gufufirði. Nýtist sú fram-
kvæmd að fullu á meðan gamla leið-
in er farin en aðeins fyrsti hlutinn,
1,2 km, mun nýtast sem hluti af
Vestfjarðavegi þegar leiðin fer á
nýja veginn yfir firðina. Meira er því
lagt í síðarnefnda hluta vegarins.
Sigurþór segir að verkið gangi vel
og sé nokkurn veginn á áætlun.
Verkinu á að ljúka í júní og þá verð-
ur allur kaflinn kominn með bundið
slitlag.
Vestfjarðavegur stytt-
ist um níu kílómetra
Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjast í vor
Bundið slitlag frá Skálanesi að Gufudalsá
og þverun ásamt brú yfi r Þorskafjörð
Dj
úp
ifj
ör
ðu
r
Gufu-
fjörður
Þor
ska
fjör
ður
Þo
rs
ka
fjö
rð
ur
B
erufjörður
Skálanes
Teigs
skóg
ur
Hja
llah
áls
Gufudalssveit
Melanes
Ódrjúgs-
háls
Fyrirhugaður Vestfjarðavegur
um Teigsskóg (leið Þ-H)
Núverandi
Vestfjarðavegur
Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Loftmyndir ehf.
Útboð: þverun
Þorskafjarðar,
2,5 km og
260 m brú
Bundið slitlag
á 5,4 km kafl a
frá Melanesi að
Gufudalsá
Breikkun og bundið
slitlag á 1,2 km kafl a frá
Skálanesi að Melanesi
Núverandi vegir Fyrirhugaður vegur um Teig sskóg
Framkvæmdasvæði og útboð