Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 12

Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 12
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íþungum rekstri sveitar-félaganna á tímum kórónu-veirukreppunnar hefur núkomið á daginn að þróun útsvarstekna í fyrra var öllu já- kvæðari en búist var við. Í skýrslu starfshóps fjármála- og efnahags- ráðherra um eftirfylgni efnahags- aðgerða vegna faraldursins, sem birt var í seinustu viku, segir að hlutabótaleiðin og atvinnuleys- istryggingakerfið hafi dregið úr falli útsvarstekna sveitarfélaga. Í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að útsvar sem innheimt var í stað- greiðslu frá febrúar til desember sl. var 4% hærra en í sömu mánuðum á árinu á undan. Staðgreiðslan var sérstaklega meiri á seinustu mán- uðum ársins og segja má að sveit- arfélögin hafi svo fengið óvæntan jólaglaðning þegar þau fengu undir árslok ríflega þriggja milljarða upp- gjör á útsvarsgreiðslum sem frestað hafði verið vegna áhrifa faraldurs- ins. „Í því skyni að mæta efnahags- legum áhrifum heimsfaraldursins var gerð breyting á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda. Breyt- ingin færði launagreiðendum sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna far- aldursins heimild til að fresta allt að þremur gjalddögum skatta, þ.m.t. útsvari, á tímabilinu apríl til desem- ber 2020. Í lok árs var sveitar- félögum greitt útsvar, sem frestað hafði verið, alls 3,1 milljarður krón- ur. Rétt er að taka fram að sveit- arfélögum hafði ekki verið gerð grein fyrir áhrifum frestunar greiðslna og komu greiðslur í lok árs þeim nokkuð á óvart,“ segir í umfjöllun á vef sambandsins. Staðgreiðslan 7,2% meiri frá júlí-desember en 2019 Í samanburði á þróun útsvars og mánaðarlegri innheimtu í fyrra og á árinu 2019 kemur fram að fram undir mitt árið var staðgreiðsla svipuð bæði árin en þegar leið að hausti varð staðgreiðslan meiri en árið áður, einkum í desember. „Á tímabilinu febrúar til júní var staðgreiðslan 2020 0,4% meiri en 2019. Hins vegar var stað- greiðslan 7,2% meiri á tímabilinu júlí til desember 2020 en á sömu mánuðum 2019. Þessi umskipti má rekja til aðgerða ríkisstjórnar í vinnumarkaðsmálum. Skiptir þar sköpum hin sk. hlutabótaleið og lenging tímabils tekjutengdra at- vinnuleysisbóta,“ segir í umfjöllun sambandsins. Munur eftir landshlutum Atvinnuleysið hefur stóraukist sem kunnugt er en það hefur komið afar misþungt niður á einstökum svæðum og heilu landshlutunum. Það hefur svo aftur haft mikil áhrif á staðgreiðslu útsvars. Í samantekt sambandsins kemur fram að í sveit- arfélögum þar sem atvinnuleysið hefur aukist mikið hefur orðið lítil hækkun á staðgreiðslu útsvars á íbúa á hverjum stað. Á Suðurnesjum þar sem al- mennt atvinnuleysi var komið í 21,4% í nóvember sl. lækkaði stað- greiðsla útsvars á mann á milli ára en hún jókst t.d. á sama tíma um 4,5% á Vestfjörðum. Einnig má sjá að heildar- hækkun staðgreiðslunnar í fyrra var mest meðal landshlutanna á Suðurlandi eða 4,6% frá sömu mán- uðum á árinu á undan. En ef stað- greiðslan er reiknuð á hvern íbúa hækkaði staðgreiðslan á mann á Suðurlandi aðeins um rúmlega 1% í fyrra vegna mikillar fjölgunar íbúa. Þar var fólksfjölgunin hlutfallslega mest á landinu eða 3,3% á fyrstu þremur árafjórðungunum. Breytingar á íbúaþróun hafa þannig áhrif á samanburð á þróun útsvarsins. Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði staðgreiðsla útsvars um 4% í fyrra frá árinu á undan en ef hún er reiknuð á íbúa var hækkunin 2%. Meira innheimt og óvænt greiðsla í árslok Innheimt staðgreiðsla á mánuði Milljarðar króna, 2019 og 2020 30 25 20 15 10 5 0 2019 2020 Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 7,2% aukning á tímabilinu júlí til desember 2020 miðað við sama tíma árið 2019 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sveitarfélöglandsinsberja sér nú mörg á brjóst yfir því að þau séu að lækka fasteigna- skatta. Sveitar- félögin segja jafn- framt að á þessu ári muni tekjur þeirra af fast- eignagjöldum lækka að raun- gildi. Ástæðan er sú að fasteignamat fyrir þetta ár var hækkað um 2,2% að jafnaði á landinu, en því er spáð að neysluverðsvísitalan muni hækka um 2,7%. Sveitarfélögin ættu að fara varlega í að hrósa sér eða kveina undan lækkandi tekjum af fasteignagjöldum því að þessir talnaleikir segja ekki alla söguna. Fasteignamatið hefur hækk- að verulega á undanförnum ár- um. Eitt helsta hlutverk fast- eignamatsins er að vera til grundvallar fasteignagjöldum. Hækkun fasteignamats bætir engu við tekjur þeirra sem búa í húsnæði eða nota það til at- vinnurekstrar. Fasteignamat á að miðast við hækkun húsnæð- isverðs. Ábati af hækkun hús- næðisverðs kemur hins vegar aðeins í hlut eigandans við sölu. Fram að því er hækkunin bara tölur á blaði á meðan fast- eignaeigandinn finnur fyrir því að gjaldið hækkar. Fasteignamatið veitir sveit- arfélögum í raun fjarvistar- sönnun þegar fasteignagjöld hækka í takt við fasteignamat- ið. Stjórnmálamenn geta yppt öxlum og sagt að þeir hafi ekk- ert gert vegna þess að álagn- ingarhlutfallið sé það sama þótt upphæðin hafi hækkað um fjölda prósentustiga. Sum sveitarfélög hafa þó lækkað fast- eignagjöldin til að koma til móts við þetta óréttlæti. Eins og sagði í upphafi hækkaði fasteignamatið fyrir þetta ár um 2,2% og er það minnsta hækk- unin um langt sekið. Fyrir árið 2020 hækkaði það hins vegar um 6,1%, í hittifyrra um 12,8% og árið þar áður um 15,5%. Mörgum hafa blöskrað þess- ar hækkanir og hafa þær vegið þungt í atvinnurekstri. Fyrir- tæki geta flest lítið annað gert en að velta þeim út í verðlagið. „Þessar fasteignaskatts- hækkanir eru orðnar að hálf- gerðri eilífðarvél þar sem skattstofninn skrúfast upp á ári hverju,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður Fyrir- tækja í hótel- og gistiþjónustu, í viðtali um þessi mál fyrir nokkrum misserum og var ekki skemmt. Ellefu af 30 stærstu sveit- arfélögunum lækka nú fast- eignaskatta. Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgar- svæðinu, sem lækkar fast- eignagjöld af atvinnuhúsnæði. Það hljómar eins og loks sé komin ástæða til að hrósa borginni, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að áfram er hlutfallið hæst í borginni af sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. Hingað til hef- ur borgin verið með hlutfallið í leyfilegu hámarki. Það þurfti kórónuveiruna til að hvarflaði að meirihlutanum í borginni að gefa eftir. Grannsveitarfélögin voru bara fyrri til og gengu lengra. Borgin lækkar fast- eignagjöld en hlut- fallið er enn hærra en hjá nágranna- sveitarfélögunum} Talnaleikir Breytingar áfréttum Stöðv- ar 2 hafa vakið nokkra athygli og viðbrögðin benda til að margir séu farnir að átta sig á að það sem rætt hefur verið um stöðu fjöl- miðla hér á landi er raunveru- leiki sem ríkið verður að bregð- ast við, enda ber það mesta ábyrgð á því hvernig komið er. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í gær í samtali við mbl.is að Rík- isútvarpið kostaði ríkissjóð fimm milljarða og hefði aðra tvo í auglýsingatekjur. „Við fjár- lagagerðina kom kvörtun úr Efstaleiti og það voru umsvifa- laust reiddar fram 400 milljónir aukalega. Ég man ekki eftir annarri stofnun sem hefur feng- ið slíkar trakteringar. Ég tel að ýmislegt hafi gengið á sem ekki er fullrætt,“ sagði Þorsteinn. Þetta eru umhugsunarverð ummæli og ekki síður þau ummæli Páls Magnússonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, að flokkurinn telji að taka beri Ríkis- útvarpið af auglýsingamarkaði en að hann eigi von á að sjálf- stæðismenn muni í grófum dráttum, eins og það var orðað, styðja fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Í samtali við mbl.is sagði hann einnig: „Rekstrarstaða einkarekinna fjölmiðla hefur líklega aldrei verið eins erfið og núna. Samkeppnin er meðal annars frá samfélagsmiðlum sem taka allt að 20% af tekj- unum til sín. Þetta eru aðilar sem hafa engar skyldur á Ís- landi. Það gerir veru ríkis- útvarpsins á auglýsingamarkaði enn meiri tímaskekkju.“ Alþingi kemur saman í næstu viku. Þá hlýtur að mega vænta umræðu um stöðu og framtíð fjölmiðla á Íslandi. Alþingi hlýtur að ræða þá stöðu sem uppi er } Raunveruleiki fjölmiðla R íkisstjórninni hefur algerlega mistekist að upplýsa þjóðina um hvenær búið verður að bólusetja nógu marga til að svokölluðu hjarðónæmi sé náð og mögulegt að hefja uppbyggingu á ný. Alger óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnar um bólu- setningar og landsmenn engu nær um hvenær bóluefni berst, hvað mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið. Það blasir hins vegar við öllum að það voru mistök að treysta Evrópusambandinu fyrir hagsmunum Íslendinga í þessu máli í stað þess að gera sjálfstæða samninga eða í það minnsta tryggja varaleið og semja sjálfir við framleiðendur bóluefna. Ef marka má erlenda fjölmiðla þá virðist vandi ESB m.a. vera sá að þeir sem ábyrgðina báru stóðu ekki undir henni. Því voru of litlir fjármunir til reiðu til bóluefnakaupa og of seint farið af stað. Einnig hefur komið fram að lönd innan ESB héldu „sínum fyrirtækjum“ á lofti og settu kvaðir um að kaupa af þeim þó langt sé í afhendingu þeirra lyfja. Að endingu var skrifræðið enn einu sinni ESB til trafala á meðan Bretar gátu einfaldlega flýtt sínu ferli og samþykkt lyfin. Enn og aftur sýnir það sig að Evrópusambandið er ótryggur farvegur fyrir ákvarðanir sem þjóðir verða að taka með hagsmuni eigin borgara í huga. Miðstýringin frá Brussel, sem þjóðirnar létu yfir sig ganga þegar kom að kaupum á bóluefni, virkaði augljóslega ekki meðan frelsið til að ákveða eigin hagsmuni og gera samninga í samræmi við þörfina nýttist Bretum, Ísraels- mönnum og fleirum. Frelsið er yndislegt, sungu Íslendingar hástöfum upp úr 1990 og hefur það ekkert breyst þótt sumir nái ein- hvern veginn að telja sjálfum sér trú um að það að festa sig undir hatti ESB tryggi meira frelsi. Dæmin segja annað. Undirritaður hefur kallað eftir því að fá af- henta þá samninga sem gerðir hafa verið um kaup á bóluefnum. Beiðni um það barst heil- brigðisráðuneytinu 4. janúar sl. Líklega eru þetta miklir og langir samningar því langan tíma virðist taka að skanna þá inn og senda. Nú kann að vera að samningarnir séu staðl- aðir af hálfu ESB og í þeim sé að finna ákvæði sem á einhvern hátt festa stjórnvöld í ferlinu og ef svo er þá er þeim mun athyglis- verðara að stjórnvöld skrifi undir slíkt. Sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eru ekki aðilar að ESB og ættu að hafa tækifæri til þess að gæta að eigin hagsmunum. Stjórnvöld verða nú þegar að upplýsa allt er varðar af- hendingartíma lyfjanna og hvenær bólusetningu verður lokið. Ef það er rétt sem fram hefur komið hjá okkar helstu sérfræðingum, t.d. Kára Stefánssyni, að bólusetn- ingum verði ekki lokið fyrr en seint á árinu þá eru áætl- anir ríkisins, líkt og fjármálaáætlun og fjárlög, lítils virði og kórónukreppan dregst á langinn með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir landsmenn. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Hvenær verður búið að bólusetja? Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Staða sveitarfélaga er misjöfn og hafa ýmsar aðgerðir verið ákveðnar af hálfu ríkisins til að veita þeim stuðning vegna áhrifa faraldursins. Heildar- stuðningurinn við viðspyrnu sveitarfélaga er upp á 5.155 milljónir kr. og þar af voru 2.970 millj. kr. bein framlög á seinasta ári í gegnum fjárfestingarátak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra þar sem raktar eru helstu að- gerðir. Þar kemur m.a. fram að endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna annars húsnæðis sveitar- félaga en íbúða voru 155 millj- ónir kr. í fyrra, viðbótarframlag vegna fjárhagsaðstoðar var 720 millj. kr., stutt var við málefni fatlaðra með 670 millj. kr. við- bótarframlagi og 500 millj. eru til stuðnings við sveitarfélög sem standa höllum fæti. Milljarðar í viðspyrnuna STUÐNINGUR RÍKIS Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óvissa Áhrif faraldursins koma mjög misjafnlega niður í samfélaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.