Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 Vetur Fótboltakappar í kvenna- og karlaliðum meistaraflokks Tindastóls létu ekki hríðarbyl aftra sér á æfingu á Sauðárkróki nýverið. Nú leyfist íþróttafólki að æfa og keppa innanhúss. Óli Arnar Brynjarsson Ég ætla að fullyrða eftirfarandi (og vona að staðhæfingin sé rétt): Enginn sitjandi þingmaður tæki það í mál að ríkið keypti banka fyrir 150 millj- arða eða jafnvel meira. Þetta er svipuð fjár- hæð og það kostar að reka alla heilsugæslu á landinu í fimm ár eða reka öll hjúkrunar- og dvalarrými í tæp þrjú ár. Enn fráleitara er að þingmenn sameinist um að kaupa tvo banka og verja til þess 350 millj- örðum króna. Sú fjárhæð jafngildir þriggja ára framlagi ríkisins til sjúkrahúsa. Með ofangreinda fullyrðingu í huga vekur það nokkra furðu, svo ekki sé meira sagt, að einhverjir hafi eitthvað við það að athuga að losað verði um eignarhald ríkisins á hluta- bréfum í Íslandsbanka og bréfin skráð. Engin ríkisstjórn hefur haft það á stefnuskrá að ríkið sé alltumlykjandi á íslenskum fjármálamarkaði og bindi hundruð milljarða króna í áhættusömum rekstri. Ágreining- urinn er um hvort nauðsynlegt sé að ríkið haldi á ráðandi hlut í einum við- skiptabanka eða ekki. Meira að segja vinstri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði þá skýru stefnu að selja allan eignarhlut rík- isins í Íslandsbanka og hluta í Landsbanka, þótt ríkið ætti að eiga góðan meirihluta í síðarnefnda bankanum. Þá var hlutdeild ríkisins á fjármálamarkaði mun minni en nú er. Ríkið átti 81% hlutafjár í Lands- bankanum og 5% í Íslandsbanka, auk 13% hlutar í Arion banka. Ramminn frá 2012 Skömmu fyrir jól féllst Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á tillögu Bankasýslu rík- isins um sölu á hlutum í Íslandsbanka í al- mennu útboði og að skrá öll hlutabréf í bankanum í kjölfarið á skipulegan verð- bréfamarkað á Íslandi. Ráðherra hefur þegar sent fjárlaganefnd og efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis greinargerð vegna söl- unnar og óskað um- sagna nefndanna en auk þess hefur Seðlabankinn fengið sama erindi. Allt er þetta í samræmi við ákvæði laga sem samþykkt voru á Alþingi árið 2012, að frumkvæði þáverandi ríkisstjórnar og fjármála- ráðherra, Oddnýjar Harðardóttur. Í greinargerð með frumvarpinu sem síðar varð að lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyr- irtækjum (nr. 155/2012) er bent á að eignarhald ríkisins í fjármála- fyrirtækjum sé ekki vegna mark- vissrar stefnu um að „auka umsvif ríkisins á fjármálamarkaði heldur er um að ræða afleiðingar og viðbrögð við hruni fjármálakerfisins“. Þá seg- ir orðrétt: „Með vísan til þessa eru ekki tald- ar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjár- málafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu, að undanskildum skil- greindum lágmarkshlut í Lands- bankanum hf. sem nú er í meiri- hlutaeigu ríkisins. Lagt er til með frumvarpinu að sett verði almenn lög um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem innihaldi fastmótaðan ramma utan um það hvernig sölumeðferð eignarhlutanna skuli háttað, í stað þess að sótt sé sérstök lagaheimild í fjárlögum fyrir sölu á hverjum og einum eignar- hlut.“ Í langtímaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar og VG í ríkisfjár- málum 2012 til 2015 komu fram „áform um umtalsverða tekjuöflun af sölu ríkisins á eignarhlutum í fé- lögum og fyrirtækjum, einkum sölu ríkisins á eignarhlutum í fjármála- fyrirtækjum“. Grunnur að sterkri stöðu Það var hins vegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tryggði með stöðugleikasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna að Landsbanki og Íslandsbanki komust að fullu í eigu ríkissjóðs. Allt frá þeim tíma, líkt og í vinstri stjórninni, hefur verið litið svo á að ríkið ætti ekki að vera langtímaeigandi banka (a.m.k. ekki meirihlutaeigandi). Með því að losa um eignarhald ríkisins í fjármálafyrirtækjum er í raun verið að innleysa hluta af stöðugleika- framlögum sem lögðu grunninn að sterkri fjárhagsstöðu ríkissjóðs sem aftur reyndist forsenda þess að hægt hefur verið að takast á við efnahagslega erfiðleika vegna kórónuveirunnar. Skammlíf samsteypustjórn Sjálf- stæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók fram í stjórn- arsáttmála að til langs tíma litið sé ekki „ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum“. Þess vegna sé mikilvægt að minnka hlut ríkisins „í varfærnum skrefum og víðtækri sátt“. Áherslan var á „opið og gagnsætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreifingu eign- arhalds“. Og gefin voru fyrirheit um almenningsvæðingu bankakerfisins. Þetta var m.a. í samræmi við hug- mynd sem Bjarni Benediktsson setti fram í ræðu á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins árið 2015. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er sleginn svipaður tónn: „Eignarhald ríkisins á fjármála- fyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjár- festir í að minnsta kosti einni kerf- islega mikilvægri fjármálastofnun.“ Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi var boðuð og skyldi hún lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir væru teknar um fjár- málakerfið. Við þetta var staðið og fóru fram ítarlegar umræður í þing- sal í janúar 2019 auk umfjöllunar í þingnefnd. Bjarni Benediktsson sagði af því tilefni: „Umgjörð um sölu er lögbundin og að auki skal salan samrýmast eig- endastefnunni. Þannig er skýrt hvaða meginreglur skal halda í heiðri við undirbúning og sölu, en þær eru: Opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Þetta eru þau leiðarljós sem ber að fylgja þeg- ar kemur að því að losa um eignar- hluti ríkisins í bönkunum.“ Ekki riðið feitum hesti Ekki er um það deilt að umsvif ríkisins á íslenskum fjármálamark- aði eru gríðarleg, meiri en í öllum löndum sem við berum okkur gjarn- an saman við. Það er aðeins í Rúss- landi, Kína, Norður-Kóreu, ríkjum í Norður-Afríku og Suður-Ameríku sem fyrirferð hins opinbera á fjár- málamarkaði er svipuð eða meiri en hér á landi Í lok þriðja ársfjórðungs liðins árs var bókfært eigið fé Íslandsbanka og Landsbanka 431 milljarður og ætla má að virði eignar ríkisins sé um 340 milljarðar. Með öðrum orðum; það eru bundnir sameiginlegir fjármunir landsmanna í tveimur fjármála- fyrirtækjum sem nema að minnsta kosti 12% af áætlaðri vergri lands- framleiðslu á síðasta ári. Þessu til viðbótar höfum við bundið tugi millj- arða í lánasjóðum, þar á meðal Íbúðalánasjóði (nú Húsnæðis- og mannvirkjastofnun). Tap ríkisins af starfsemi Íbúðalánasjóðs á síðustu tíu árum slagar upp í verðmæti bankanna tveggja. Stöðugleikasamkomulag við kröfuhafa, sem færði banka að fullu í eigu ríkisins, var hvalreki. En utan hans hefur ríkið ekki riðið sérlega feitum hesti með eignarhaldi sínu og þátttöku í áhættusömum rekstri fjármálafyrirtækja og lánasjóða, ólíkt því sem margir halda fram. Skiptir engu hvort litið er til síðasta áratugar eða lengra aftur í tímann. Þá er fórnarkostnaðurinn við að binda hundruð milljarða í fjár- málakerfinu ekki meðtalinn, eða hvaða neikvæðu áhrif eignarhald ríkisins að stærstum hluta fjár- málakerfisins hefur á samkeppni. Áætlun um að selja hluta af eign ríkisins í Íslandsbanka í almennu út- boði og skrá hlutabréfin á markað, er varfærin. Á sama tíma og ríkis- sjóður safnar skuldum er skyn- samlegt að losa um eignir, ekki síst þær sem ríkið hefur aldrei ætlað að eiga til lengri tíma. Í umhverfi lágra vaxta er það einnig skynsamlegt að bjóða eignir til sölu. Fjárfestar – ekki síst lífeyrissjóðir – þurfa á fleiri kostum að halda til að ávaxta fjár- muni. En eins og með skattalækk- anir þá eru þeir til sem aldrei telja að tíminn sé réttur til að hrinda góð- um hugmyndum í framkvæmd. Þeir segjast ekki mótfallnir hugmyndinni sem slíkri, en aðstæður eru bara ekki réttar, tíminn ekki réttur eða aðferðafræðin (jafnvel þeirra eigin) röng. Eftir Óla Björn Kárason »Engin ríkisstjórn hefur haft það á stefnuskrá að ríkið sé alltumlykjandi á fjár- málamarkaði og bindi hundruð milljarða í áhættusömum rekstri. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. Ekki riðið sérlega feitum hesti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.