Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 17

Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 17
kofunum hjá þér, svo víða þekk- ingu hafðir þú á öllu. Öll börn og unglingar dáðu þig og dýrkuðu, hvort sem það voru ungir körfu- boltastrákar eða systkinabörn þín þá var umhyggja þín einstök í þeirra garð. Takk fyrir allt, þú varst einstakur afreksmaður, ekki einungis í körfuboltanum og viðskiptum, heldur einnig með fjölskyldunni þinni og öllum þín- um frábæru vinum. Hvíl í friði. Þinn mágur, Baldvin Ari. Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð minn kæra vin Ágúst H. Guðmundsson, en er um leið fullur þakklætis fyrir all- ar þær góðu stundir, sem við höf- um átt saman, minningar sem eru meira virði en orð fá lýst og eiga eftir að ylja manni um ókom- in ár. Ágúst var drengur góður, skynsamur, traustur, áræðinn, gamansamur en umfram allt góð- ur vinur. Afrek Ágústs og þeirra hjóna eru mörg, góðir minnis- varðar um framtakssemi og stór- hug. Elsku Guðrún, Ásgerður Jana, Júlíus Orri, Berglind Eva og fjölskylda, hugur minn er hjá ykkur og megi þið öðlast styrk á þessum erfiðu tímum og guð vaki yfir ykkur. Sveinn Arnar Steinsson. Í dag kveðjum við Gústa, góð- an vin sem hefur kvatt okkur allt of snemma. Kynni okkar hófust fyrir um 35 árum þegar hann flutti norður til Akureyrar og hóf nám við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og síðar VMA. Gústi var hugmyndaríkur, athafnasamur og mikill gleðigjafi. Mikið var brallað á þessum árum og lentum við í mörgum ævintýrum. Með árunum skildi leiðir okkar landfræðilega þegar hluti vin- anna flutti suður og nokkrir til útlanda. Þrátt fyrir fjarlægðina, jafnvel heimsálfa á milli, ræktaði Gústi alltaf vináttuna og var hann í raun límið sem batt okkur sam- an. Þegar Gústi greindist með hinn illvíga sjúkdóm MND fyrir rúmum þremur árum styrktust vinaböndin aftur. Við komum oft saman síðustu árin og gerðum margt skemmtilegt. Við fórum á NBA-leik til að sjá lið hans, Bost- on Celtics, spila, hittumst í sum- arhúsi Gústa og Guðrúnar á Siglufirði þar sem m.a. var álpast í sjósund seint um kvöld. Oft hitt- umst við heima hjá Gústa og Guð- rúnu í kaffi, fórum í bíó saman og í ferðir fram í fjörð til að fylgjast með framkvæmdum við Tjarna- virkjun. Tíminn sem við áttum saman síðustu árin er ógleyman- legur í alla staði. Gústi hóf uppbyggingu á Tjarnavirkjun með vini sínum Heimi eftir að hann veiktist og var það afrek hjá honum að ná að klára byggingu virkjunarinnar. Gústi náði miklum árangri á mörgum sviðum og var gaman að fylgjast með honum og var í raun aðdáunarvert að sjá hversu já- kvæður og baráttuglaður hann var þrátt fyrir illvígan sjúkdóm. Fjölskylda hans stóð þétt við bakið á honum og vinir hans gerðu það einnig. Við áttum sam- an ótal skemmtilegar og dýrmæt- ar stundir og fyrir það viljum við þakka. Minningin um góðan dreng lifir. Við vottum Guðrúnu, börnum þeirra og öllum aðstand- endum innilega samúð. Heimir, Heiðar, Páll, Stefán, Einar Pálmi og Sigvaldi. Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn átthögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. (Jón úr Vör) Það var alltaf svo bjart yfir Ágústi, hann var heilsteyptur persónuleiki, fallegur að utan sem innan. Kynni okkar má rekja til upp- vaxtaráranna á Patró, þessara áhyggjulausu æskuára þegar allt lífið er fram undan. Í gegnum ár- in höfum við séð hversu vel Ágústi farnaðist í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar við hittumst, hvort sem það var á förnum vegi, fyrir vestan eða á þorrablóti brottfluttra Patreks- firðinga, urðu alltaf fagnaðar- fundir og strákurinn með tindr- andi augun brosandi út að eyrum. Þegar við fréttum af veikind- um Ágústs og að til stæði að hlaupa í hans nafni fyrir MND- félagið í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018 var aldrei spurning í okkar huga um að taka þátt í því. Þarna stóð vinur okkar úr þorp- inu frammi fyrir einni stærstu áskorun lífsins, að takast á við ólæknandi sjúkdóm. Hann end- urskipulagði lífið út frá breyttum aðstæðum, skapaði minningar fyrir sig og fjölskyldu sína. Við vinkonurnar erum þakk- látar fyrir tvö ógleymanleg ferða- lög til Akureyrar þar sem við heimsóttum þau hjónin Ágúst og Guðrúnu sem tóku höfðinglega á móti okkur. Ágúst sýndi okkur framkvæmdirnar við Tjarnar- virkjun og nutum við þess heið- urs að vera viðstaddar vígslu hennar tæpu ári síðar. Það er dýrmætt að hafa fengið að fylgj- ast með þeim krafti og viljastyrk sem Ágúst sýndi síðustu ár og sendum við fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásta, Sigga, Nanna, Edith, Guðrún og Rakel. Kveðja Hljóðum skrefum vegaslóð á enda geng. Heyri síðustu tóna dagsins fjara út. Stíg inn í svala huliðsslæðu örlaganna. Svalt húmið blikar í þögninni. Strýkur vanga blær hins óborna dags. (VS) Valgarður Stefánsson. Ágúst vinur minn er fallinn frá alltof snemma. Við kynntumst í gegnum körfuboltann og eftir að synir okkar hófu að etja kappi saman urðu samtölin fleiri og vin- áttan sterkari. Lið Þórs og Stjörnunnar í árgangi 2001 voru frá upphafi með yfirburði í ár- ganginum og skiptust þau á að vinna titlana sem í boði voru. Ágúst hafði byggt upp sterka liðsheild, grunngildin voru á hreinu. Stefnt var að því að vinna andstæðinginn en á drengilegan hátt, þar sem borin var virðing fyrir andstæðingnum og dómur- um. Á mótum var hópurinn alltaf saman á milli leikja, umgengni og kurteisi skein af hópnum. Ágúst var fyrirmyndin og fann maður hversu mikla virðingu allir báru fyrir honum og sást það best á hversu vinmargur hann var í körfuboltasamfélaginu. Ágúst var yfirvegaður og hógvær, en engu að síður mikill keppnismað- ur. Hann sýndi strákunum okkar þremur mikinn áhuga, vildi fá að vita hvernig þeim gengi í sport- inu og samgladdist þegar vel gekk. Þegar synir okkar urðu síðar samherjar í unglingalandsliðinu varð samband okkar sterkara og samtölin fleiri. Við sátum oft á hliðarlínunni og ræddum um leik- inn. Í veikindum hans fannst mér hann geta gleymt sér þegar við komumst á flug með tal okkar um körfubolta. Fyrir rúmu ári þurfti hann að leggjast á spítala fyrir sunnan og þegar ég heimsótti hann var fyrst grátið, en síðan náðum við löngu samtali um körfuboltann eins og svo oft áður. Við Auður heimsóttum Ágúst og Guðrúnu sl. sumar. Ágúst tjáði sig í gegnum tölvuna og ég fann hversu erfitt það var fyrir hann, svörin voru stutt og hann vildi segja miklu meira. Í júlí fór- um við aftur norður þegar Ágúst opnaði stoltur virkjunina sína, gleðileg stund en samt erfið. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þessar stundir með Ágústi, fjöl- skyldu hans og vinum. Ég kveð góðan vin sem fór allt- of snemma og við Auður og strák- arnir sendum Guðrúnu, Júlíusi Orra, Jönu, Berglindi og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Jón Kr. Gíslason. Vinur minn hann Gústi hefur nú kvatt okkur eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn síðastliðin ár. Við Gústi vorum jafnaldrar og kynntumst í gegnum körfuboltann á unglingsárum, fyrst sem mót- herjar og síðar sem samherjar. Við lékum saman með Þór á ár- unum 1989 til 1991 og á þeim árum myndaðist órjúfanleg vinátta sem óx og dafnaði með árunum. Ég á margar skemmtilegar og ógleymanlegar minningar um Gústa sem tengjast m.a. keppnis- ferðalögum úr körfuboltanum, sumarfríum innan- og utanlands með fjölskyldum okkar, bátsferð- um um Eyjafjörð svo fátt eitt sé nefnt. Það var mjög gaman að vera með Gústa, hvort sem það var við leik eða störf, enda var maðurinn einstaklega skemmti- legur, alltaf fjör og mikið hlegið. Ég þykist vita að á engan sé hallað þegar fullyrt er að enginn hafi lagt meira af mörkum til körfuboltans á Akureyri en Gústi. Hann lék með yngri flokkum og meistaraflokki félagins um árabil, að leikmannsferli loknum sneri hann sér að þjálfun. Í þjálfuninni fann hann sig einstaklega vel og náði framúrskarandi árangri með bæði yngri flokka og meistara- flokk Þórs. Undir hans stjórn unnu yngri flokkar félagsins fjölda Íslands- og bikarmeistara- titla og hann á einnig besta árang- ur sem meistaraflokkur karla hef- ur náð til þessa. Auk þess að sinna þjálfuninni af alúð var hann prím- usmótor í öllu starfi deildarinnar um áratuga skeið. Þeir eru ófáir leikmennirnir sem hafa hlotið leið- sagnar Gústa, bæði innan og utan vallar. Samband hans við leik- menn sína var einstakt og margir eiga honum margt að þakka, enda var hann alltaf boðinn og búinn að rétta þeim hjálparhönd sem á þurftu að halda. Fyrir Gústa voru allir jafnir og honum leiddist sýndarmennska og sjálfsupphefð. Hann var ótrúlega vinmargur og mikill vinur vina sinna. Gústi hafði lengi gengið með það í maganum að reisa virkjun og fór ég í ófáar ferðir með honum um Eyjafjörðinn til þess að skoða mögulega virkjunarkosti. Hann lét síðan verða af því að hefja virkjunarframkvæmdir á Tjörn- um í Eyjafjarðarsveit. Þrátt fyrir veikindin tókst honum að ljúka ætlunarverki sínu og Tjarnar- virkjun var tekin í notkun á síð- asta ári. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með því hvernig hann tókst á við veikindi sín, uppgjöf var ekki til í hans orðabók, gamansemin var aldrei langt undan og hann kom ótrúlegustu hlutum í verk. Fyrst og fremst var Gústi mik- ill fjölskyldumaður, hann var svo lánsamur að kynnast henni Guð- rúnu sinni og eignast með henni þrjú frábær börn sem hann var óendanlega stoltur af. Gústi var kallaður frá okkur allt of snemma og fráfall hans skilur eftir stórt skarð. Fyrir mér var hann fyrst og fremst góður vinur sem ég á alltaf eftir að sakna. Ég, Margrét Sunna og dætur okkar sendum Guðrúnu, Ásgerði Jönu, Júlíusi Orra, Berglindi Evu og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Takk fyrir allt liðið og hvíldu í friði elsku vinur. Jón Örn.  Fleiri minningargreinar um Ágúst H. Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 ✝ Þorlákur IngiSigmarsson fæddist á Land- spítalanum 20. september 1999. Hann lést 27. des- ember 2020. For- eldrar hans eru Sesselja Hreins- dóttir, f. 24. janúar 1975, og Sigmar Örn Sigþórsson, f. 26. desember 1973. Systur Þorláks eru Ástrós Elma, f. 30. september 1993, og Þorbjörg Lilja, f. 21. ágúst 2001. Þorlákur bjó fyrstu fjögur ár ævi sinnar í Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Fjögurra ára gam- Eftir grunnskólagöngu lauk Þorlákur nokkrum önnum í Flensborg en fór síðan á vinnu- markaðinn og sinnti þar ýms- um störfum. Þar af á leikskól- anum Arnarbergi þar sem hæfileikar hans komu skýrt fram enda með eindæmum ein- lægur og hlýr einstaklingur og átti starfið því vel við hann. Þorlákur var vinmargur og laðaði að sér fólk úr öllum átt- um. Hann átti auðvelt með að eignast vini og hafði ríka sam- kennd með öðrum. Þorlákur var einstakur og tilfinninga- ríkur ungur maður, sem talaði opinskátt um tilfinningar sínar og baráttu við andleg veikindi. Útför Þorláks fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 13. janúar 2020 og hefst athöfnin klukkan 13. Streymi frá útför: https://www.sonik.is/thorlakur Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat all flytur hann ásamt fjölskyldu til Hafnafjarðar þar sem hann eyðir stærstum hluta ævi sinnar. Þorlákur gekk í Lækjar- skóla og byrjaði snemma að æfa fótbolta en það áhugamál fylgdi honum ævilangt. Þorlákur spilaði upp alla yngri flokka hjá FH og var mikill FH-ingur. Í seinni tíð spilaði Þorlákur með Hauk- um og síðustu árin með Ísbirn- inum þar sem hann var fyr- irliði. Þorlákur var alla tíð mikill Liverpool-maður. Þú varst allur alheimurinn, en jafnvel rauðar rósir fölna eins og bjartir dagar kvölda blómið mitt. Elska þig að eilífu elsku kút- urinn minn. Þín mamma. Elsku ljúfi drengurinn minn, Amma geymir fallega bjarta brosið þitt í hjarta sér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Ástarkveðja Þín amma Ingibjörg. Þorlákur Ingi var einstakur karakter sem var vinur vina sinna og talaði ávallt um hversu mikið hann elskaði fjölskyldu sína. Alltaf brosandi og hlæjandi sem allir í kringum hann smit- uðust af. Þorlákur var með stórt hjarta og tók öllum opnum örmum, mikill íþróttamaður og enn þá meiri Liverpool-maður. Söknuðurinn er mikill en minning um einstakan vin lifir í hjörtum okkar. Bjarni Snær, Steinar Ingi, Viðar Elí og Egill Steinar. Elsku hjartans ástin mín og frænkuprinsinn minn. Hjartahlýi drengurinn minn. Þú varst svo góðhjartaður og máttir ekkert illt sjá. Þú varst viðkvæm sál en samt svo harður. Þú hafðir mikið keppnisskap og gafst ekki svo auðveldlega upp. Þú fæddist inn í stóran stelpuhóp og það var stundum ekkert auðvelt að vera eini strákurinn en dáður varstu og dýrkaður. Þú varst svo ánægður þegar litlu frændur þínir bættust í systkinahópinn og þú varst alla tíð mikil barnagæla og löðuðust börn auðveldlega að þér. Þið systkinabörnin voruð náin og mikill kærleikur ríkir ykkar á milli. Það er mikið skarð, sorg og söknuður við fráfall þitt. Hlýja faðmlagið og fallega brosið þitt verður alltaf í hjört- um okkar ásamt öllum fallegu minningunum sem ylja okkur og gefa okkur styrk í sorginni. Elsku hjartans ástin mín, fal- legi og ljúfi frænkuprinsinn minn. Margs er að minnast, margs er að sakna. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Við elskum þig og við munum aldrei gleyma þér. Alltaf saknað, aldrei gleymdur. Blessuð sé minning þín, elsku ástin mín. Guð blessi minningu þína og varðveiti. Guð gefi þér ljós og frið. Elsku ástin mín, guð veri með þér hjartað mitt. Hver minning er dýrmæt perla. Hvíl þú í kærleik og friði. Lifðu í ljósinu engilinn minn. Ljúf minning þín lifir. Góða nótt elsku hjartans ástin mín. Ástarkveðja. Þín Gunnhildur frænka. Elsku yndislegi frændi okkar, orð fá því ekki lýst hvað þín er sárt saknað. Þú varst sumar um vetur, dagsins ljós og sólsetur. Fegursta blóm, nú heimurinn grætur þú varst sólin um miðjar nætur. (JJS) Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ástarkveðja, þínar frænkur, Guðrún Snæbjörg, Jóhanna Jörgensen, Lísbet Ó. Jörgensen og Þórdís Hafrún. Þorlákur Ingi Sigmarsson HINSTA KVEÐJA Við elskum þig að eilífu elsku bróðir okkar. Þínar systur, Lilja og Ástrós. Engum líkur og sannur vinur. Minning þín mun lifa að eilífu elsku vinur. Sigurður Tómas Hjartarson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEIÐDÍS NORÐFJÖRÐ rithöfundur, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 7. janúar. Útförin fer fram 21. janúar og verður streymt. Gunnar Jóhannsson Gunnar Gunnars. Norðfjörð Gréta Matthíasdóttir Jón Norðfjörð Ragnheiður Svavarsdóttir Jóhann V. Norðfjörð Linda Björk Rögnvaldsdóttir börn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BRYNDÍSAR JÓNSDÓTTUR, Suðurlandsbraut 62, sem lengst af bjó á Laugarásvegi 61, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans á 11-G og líknardeild 6-D fyrir einstaka umönnun og góða þjónustu. Sigríður Snæbjörnsdóttir Sigurður Guðmundsson Jónas Snæbjörnsson Þórdís Magnúsdóttir Herdís Snæbjörnsdóttir og fjölskyldur Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.