Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Göngutúr frá Bústaðakirkju kl. 13 á miðvikudaginn. Höldum millibili og njótum þess að ganga saman. klæðum okkur eftir veðri, og ég hlakka til að sjá ykkur. Hólmfríður djákni. Seltjarnarnes Námskeið eru í samráði við leiðbeinendur. Kaffikrók- urinn, handavinna og samvera i sal er eingöngu fyrir íbúa Skólabraut- ar eins og sakir standa. Virðum sóttvarnir og grímuskyldu. Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ Anna Guðlaugfæddist í Reyk- holti á Fáskrúðs- firði 17. nóvember 1943. Hún lést á heimili sínu 31. des- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Að- albjörg Magn- úsdóttir, f. 17. desember 1923, d. 26. desember 2018, og Þorsteinn J. Sigurðsson, f. 27. apríl 1919, d. 28. maí 2015. Anna var elst fimm systkina, þau eru Sigurður, f. 1946, Þór- ólfur, f. 1949, Jóhanna Rósa, f. 1955, og Oddný Jóna, f. 1957. Þann 4. júní 1961 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi B. Kristinssyni, f. 1941. Börn þeirra eru 1) Krist- inn viðskiptafræðingur, f. 1961, eiginkona hans er Cecilie B. Anna ólst upp á Búðum á Fá- skrúðsfirði og fór til náms á heimavistarskóla í framhaldi af barnaskóla um 14 ára aldur eins og almennt var á þessum árum. Skólinn var Hlíðardalsskóli í Ölfusi þar sem hún kynntist eft- irlifandi eiginmanni og tengdist þar mörgum vinaböndum sem haldist hafa óslitið síðan. Flest af sínum búskaparárum bjuggu þau hjónin í Reykjavík og á Eg- ilsstöðum þar sem Anna rækti húsmóðurhlutverkið og uppeldi barnanna sinna. Eftir því sem þau uxu úr grasi sinnti hún störfum tengdum heilbrigð- isþjónustu þar sem hugur henn- ar stóð jafnan til þjónustu við þá sem á þurftu að halda. Útför Önnu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 13. janúar 2021, kl. 13. Vegna fjöldatak- markana verða einungis þeir nánustu viðstaddir útförina en henni verður streymt á slóðinni utfor-anna.is. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/ y6obwov4 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 1964. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 2) Þorsteinn tölv- unarfræðingur, f. 1965, eiginkona hans er Lise M. Ka- spersen, f. 1965. Þau eiga þrjú börn. 3) Aðalbjörg Íris sjúkraþjálfari, f. 1969, eiginmaður hennar er Ei- ríkur Ingvarsson fram- kvæmdastjóri, f. 1968. Þau eiga tvö börn. 4) Brynjar háskóla- kennari, f. 1970, eiginkona hans er Melanie Davíðsdóttir, f. 1968. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. Ólafur á soninn Örvar Omrí endurskoðanda, f. 1979, eiginkona hans er Kolbrún Kjartansdóttir leikskólakenn- ari, f. 1980. Þau eiga þrjú börn. Elsku mamma mín er látin. Ég er enn að reyna að átta mig á þessari staðreynd. Það er skrítið að geta ekki hringt og spurt um alls konar. Við vorum vanar að tala saman næstum því á hverj- um degi, samt er svo margt sem átti eftir að ræða og spyrja um. Alltaf byrjaði hún á að spyrja hvernig við fjölskyldan hefðum það. Er Eiríkur betri í hnénu? Líður krökkunum vel? Velferð allra í kringum hana skipti hana mestu máli og aldrei fannst henni of mikið á sig lagt, fannst alltaf sjálfsagt að gera allt sem hún gæti fyrir aðra. Mamma ólst upp austur á Fá- skrúðsfirði, elst fimm systkina og á heimilinu bjuggu einnig amma hennar og afi og langamma. Hún fór snemma að heiman til að fara í skóla. Þar kynntist hún pabba og þau stofn- uðu heimili aðeins 17 og 19 ára. Þeirra heimili varð eins og mið- stöð fjölskyldunnar hér fyrir sunnan. Heimilið stóð alltaf opið fyrir fjölskylduna þegar þau komu suður og alltaf var hún til í að útrétta það sem þurfti fyrir fjölskylduna fyrir austan. Mamma var sú sem hélt öllum saman, aldrei datt henni í hug að vera móðguð eða reið út í neinn. Hún átti svo gott með að setja sig í spor annarra og skilja þeirra hlið. Ég hef fengið nokkur símtöl síðustu daga þar sem fólk segir mér hvað það saknar allra sím- talanna og umhyggjunnar sem hún sýndi því. En nú er komið að kveðju- stund, svo allt of snöggt og allt of snemma. Söknuðurinn er yfir- þyrmandi en sú tilfinning sem er ríkust núna í hjarta okkar er þakklæti. Þakklæti fyrir að eiga svo umhyggjusama móður, þakk- læti fyrir allar góðu minningarn- ar, samveruna, ferðalögin bæði innanlands og utan, bústaðaferð- irnar, samtölin og góðu ráðin. Blessuð sé minning einstakrar móður og tengdamóður Íris og Eiríkur. Elsku tengdamamma, í djúpri sorg sit ég nú og trúi því ekki og skil varla að komið sé að leiðar- lokum og kveðjustund. Hvar byrjar maður þegar maður kveð- ur einhvern sem hefur verið manni svo undurkær í áratugi? Líf mitt hefur verið samofið þínu lífi frá því ég fyrst man eftir mér enda þú og tengdapabbi og for- eldrar mínir miklir vinir frá ung- um aldri. Það var alltaf mikil til- hlökkun sem fylgdi því að fara í heimsókn til Önnu og Óla. Ég og Kiddi, frumburðurinn, urðum snemma góðir vinir, vináttan breyttist síðar í ást og snemma á unglingsárum urðum við par. Við tók nýtt hlutverk, þú ekki lengur bara vinkona mömmu heldur einnig tengdamóðir mín sem tókst mér með opnum örmum frá fyrsta degi í nýju hlutverki og gerðir breytt hlutverk auðvelt fyrir unga stúlku. Ég hef alla tíð talið mig hafa unnið stóra vinn- inginn í tengdaforeldralottóinu, og stend fast við það, en betra fólk en ykkur Óla er ekki að finna. Þú varst ofursamvisku- söm, heiðarleg, ráðagóð og frá- bær fyrirmynd að öllu leyti í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur. Hjálparhöndin ávallt út- rétt, hvort sem það var til þess að hvetja til dáða, sauma óléttuföt, passa barnabörnin eða leggja þitt af mörkum við veisluhöld. Kristindómur var ríkur hluti af þínu lífi. Þú tjáðir trú þína ekki mikið í orðum, varst þó staðföst en lifðir svo sannarlega trúna með framkomu þinni við allt þitt samferðafólk í lífinu. Þú varst ástrík, full af fyrirgefningu, um- burðarlyndi og tilbúin til að hlúa að þeim sem á þurftu að halda. Þitt lífsviðhorf var að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni og sagðir gjarnan tökum bara Pollýönnu á þetta. Þú varst svo sannarlega okkar Pollý-Anna! Þú kenndir mér snemma að gráta ekki dauða hluti, þeir koma og fara en það sem skipti öllu máli í lífinu er fjölskyldan. Þér leið aldrei betur en þegar þú safnaðir öllum ungunum þínum saman, á slíkum stundum gættir þú jafnframt að því að mæta sér- þörfum hvers og eins í mat og drykk. Þið Óli hafið fetað lífsins leið saman í rúm sextíu ár sem ein órofin heild, þið hafið alltaf verið sem einn maður. Missir Óla er hvað mestur en við afkomend- urnir munum standa vörð um hann um ókomna tíð. Við lærðum af þeirri bestu, mikilvægi þess að rækta fjölskyldutengslin og hlúa að fólkinu okkar. Sorgin er sár og ristir djúpt og mína einu huggun er að finna í okkar sam- eiginlegu trú, þeirri staðföstu trú að við munum hittast á ný í faðmi frelsarans sem hefur heitið okk- ur endurfundum. „Því svo elsk- aði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki son sinn til að dæma heim- inn, heldur til að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“ (Jóh. 3:16-17) Hafðu þökk fyrir allt, þín tengdadóttir Cissie. Cecilie B. H. Björgvinsdóttir. Elsku amma. Hvernig má það vera að við erum staddar hér, við sem vorum að plana gönguferð í Kringluna og fá okkur eins og einn kaffisopa í leiðinni þegar ástandið í samfélaginu yrði betra en héðan í frá verða gönguferðir í Kringlunni alltaf til heiðurs þér. Það allra besta er að þegar ég loka augunum sé ég fallega bros- ið þitt og heyri yndislega hlát- urinn þinn óma í huga mínum, það var þitt kennileiti, þannig varstu alltaf. Mikið er ég þakklát fyrir allar þær minningar sem við höfum skapað í gegnum tíð- ina og allt það sem þú hefur kennt mér. Þú kipptir þér aldrei upp við hvað fór mikið fyrir mér, þegar ég sullaði eða hvað annað heldur hlóst þú bara og sagðir að það fylgdi bara nafnu okkar eða þegar við gleymdum okkur í lyft- unni því hvorug okkar ýtti á takkann og stóðum dágóða stund án þess að fatta neitt, það sem við hlógum. Við áttum svo marg- ar góðar stundir saman sem við sátum og hlógum alveg út í það óendanlega og aðrar þar sem við gátum rætt saman um allt alveg sama hvað það var. Fátt finnst mér skemmtilegra en að kaupa varaliti þótt ég noti þá ekki eins oft og þú gerðir, þú fórst ekkert, ekki einu sinni að ná í póstinn varalitalaus, þökk sé þér á ég ansi gott safn. Það var enginn sem hefur haft jafn gott lag á mér og þú alveg frá barnsaldri, ég er ofsalega tapsár en bara þú gast sagt Anna mín það þurfa alltaf einhverjir að vinna og ein- hverjir að tapa og mér leið strax betur þótt það væri ég sem tap- aði, alveg sama hvaða skapi ég var í, bara það að heyra hæ Anna mín eða hæ elskan þá varð allt enn þá betra. Mikið á ég eftir að sakna samtalanna okkar og sím- talanna, þau voru mér afskap- lega dýrmæt, þú varst alltaf svo hógvær að þú hélst þú værir að trufla en þau skiptu mig meira máli en þig nokkurn tímann grunaði. Bara það að heyra rödd- ina þína fékk mann til þess að núllstillast, þú hringdir og sagðir hæ elskan, þá varð allt gott og ég fékk friðartilfinningu alveg sama hvað gekk á. Mér hefur alltaf þótt gott að koma til ykkar afa, það er eins og að koma á minn griðarstað, það er alltaf tekið á móti manni með bros á vör og opnum faðmi, síðan vildir þú alltaf gefa mér að borða og þá var alltaf töfruð fram ein- hvers konar veisla, þótt þér þætti það nú ekki sjálfri, þótti mér það alltaf. Síðast en ekki síst elsku amma, þú gafst okkur allra bestu gjöfina; kærleika, þú varst kærleikur. Ég elska þig amma, þín Anna María H. Kristinsdóttir. Daginn fyrir gamlársdag fór ég í heimsókn til hennar stóru systur, eins og maður kallaði hana alltaf frá því maður man eftir henni. Hún var fyrsta barnapían mín. Það vantaði ekki að hún var dugleg að leika við okkur bræðurna, fórum oft í gönguferðir og berjamó. Ég var stoltur af því þegar ég fór með pabba í minn fyrsta róður á Haf- liða, þá fékk ég að eiga sjálfur það sem ég dró og fiskaði. Sama ár gengu þau Óli mágur í sitt hjónaband og þetta sem ég fékk fyrir aflann minn var brúðkaups- gjöfin þeirra, og ekki vantaði þakklætið frá þeim. Í tvo vetur, þegar ég var á Hlíðardalsskóla, voru Anna og Óli þar og það var svipað og að hafa bara mömmu við hliðina á sér. Anna passaði alltaf upp á að allt væri í lagi og að mann vant- aði aldrei neitt. Þegar fjölskyldan stækkaði á Berginu og samskiptin fóru að aukast var gaman að heimsækja Önnu frænku. Vorum oft á jóla- dag og alltaf var það jafn gaman. Já, ekki datt manni það í hug þegar við spjölluðum saman dag- inn fyrir andlátið að þetta væri síðasta samtalið. Hún var bara furðulega hress og sagði ég við hana að við myndum sjást á næsta ári, sem varð svo ekki raunin. Nú, þegar litið er til baka, er auðvitað mikill söknuð- ur en samt er ég fullur þakklætis fyrir öll samskiptin við þau hjón- in í gegnum árin, bæði milli okk- ar en einnig allra hér á Berginu, og við vitum að við munum mæt- ast aftur þegar Kristur sækir alla þá sem bíða hans. Elsku stóra systir, takk fyrir allt. Ég sendi samúðarkveðjur til allra í fjölskyldunni og Óla. Kveðja frá öllum á Berginu. Þórólfur (Dói). Gleðin og sorgin eru samrýmdar systur og án hvor annarrar einskis megnugar. (Svava Strandberg) Systurnar gleði og sorg hafa svo sannarlega látið á sér kræla síðustu daga. Þó svo sorgin hafi orðið yfirsterkari minnir gleðin sífellt á sig og mildar sorgina. Allar góðu minningarnar sem ég á um yndislegu, hjartahlýju og dásamlegu stóru systur mína fylla hjarta mitt þakklæti, þakk- læti fyrir að hafa átt hana alltaf að. Anna Lauga var elst og ég yngst. Hún var mér allt í senn systir, vinkona og fyrirmynd. Hún systir mín nálgaðist málin á móðurlegan hátt, af bjartsýni og jákvæðni, svo manni leið betur eftir samtal við hana. Hún sýndi fjölskyldu minni ævinlega mik- inn áhuga og bar hag okkar allra fyrir brjósti bæði í gleði og sorg. Sökum Covid-19 var lítill sem enginn samgangur okkar á milli í mjög langan tíma. Þegar ég fór í heimsókn til þeirra Óla á annan í jólum hafði ég ekki hitt þau frá því í sumar en sem betur fer var Anna dugleg að hringja í litlu systur sína. Í hvert einasta skipti sem við heyrðumst spurði hún um öll börnin okkar Ella, tengda- börn og barnabörn og ef hún vissi af veikindum hringdi hún nær daglega til að fylgjast með, meira að segja eftir að hún sjálf var orðin mikið veik. Í síðasta skiptið sem við hitt- umst, 30. desember, var Anna Lauga nokkuð hress og við átt- um yndislega stund sem ég mun varðveita í hjarta mínu um ókomin ár. Ég sýndi henni myndir af barnabörnunum og jólunum okkar. Við ræddum um daginn og veginn en svo fór hún allt í einu að hafa áhyggjur af því að hún hefði ekki gefið litlu ömm- ustrákunum mínum neina al- mennilega gjöf þegar þeir fædd- ust, þar sem Covid hefði komið í veg fyrir að hún gæti hitt fólk. Svona var Anna Lauga, alltaf að hugsa um aðra. Annað dæmi sem lýsir henni svo vel er þegar sprengja sprakk fyrir utan gluggann og hún fór eitthvað að fetta fingur út í þessi læti og seg- ir svo: „Það var svo mikið sprengt í gær og mér varð hugs- að til Skottu, sem er svo hrædd á þessum tíma!“ Ekki hvarflaði að mér, þegar ég kvaddi hana þenn- an dag, að daginn eftir kæmi ég til að kveðja hana hinstu kveðju. Já, hún Anna Lauga var ein- stök og skilur svo margt gott eft- ir sig fyrir okkur hin til að til- einka okkur. Við Elli áttum margar yndislegar og gefandi stundir með Önnu og Óla. Við fórum saman í leikhús, út að borða og einnig í ferðalög bæði austur á land og til Ítalíu. Ekki má gleyma góðu stundunum í Litlabæ þar sem öllum leið vel enda dásamlegur staður og höfð- inglegar móttökur. Ég kveð elsku stóru systur mína með söknuði en ekki síst þakklæti fyr- ir allt sem hún var mér og fjöl- skyldu minni og hugga mig við það að nú líður henni vel. En minning þín lifir björt og hlý. Hún lifir í huga mér svo óendanlega skýr. (Júlía A.) Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín Oddný Jóna (Odda) og fjölskylda. Elsku systir mín. Það var þungbært að kveðja árið 2020, nokkrum klukkutím- um eftir að hafa kvatt þig og þú sofnaðir svefninum langa. Ósjálfrátt leitar hugurinn í all- ar þær yndislegu minningar sem ég hef um þig og fjölskylduna þína. Þú og Óli hafið alltaf verið mér eins og auka mamma og pabbi. Ég fæddist árið sem þú varðst 12 ára og þegar ég var tveggja ára gömul varst þú farin að heiman. Ég var 6 ára þegar frumburðurinn þinn fæddist og það er í raun mín fyrsta lifandi minningin af þér, lítil svarthvít mynd þar sem þú heldur á Kidda. Og ég man að ég starði á þetta fyrirbæri í mjög langan tíma og trúði varla að stóra systir mín væri orðin mamma og ég móð- ursystir. Fljótlega fékk ég að vera barnapía fyrir bæði Kidda og Steina heima á Fáskrúðsfirði og fór m.a. til ykkar á Hlíðardals- skóla til að passa strákana. Það eru margar ljúfar minningar frá þessum tíma, m.a. þínar dásam- legu kökur og tertur. Þegar ég sjálf fór á Hlíðar- dalsskóla þá var það sjálfsagður hlutur að vera hjá ykkur Óla í öll- um fríum og á jólunum. Það var ekki mikið verið að flækjast á milli landshluta á þessum árum, því það var oft mikill snjór fyrir austan og ófært. Það var allt í lagi þó ég kæmist ekki heim um jólin. Ég átti dásamlegan tíma og ég upplifði að vera ein af fjöl- skyldunni ykkar. Ég átti ætíð athvarf hjá ykkur Óla. Ég bjó mörg ár erlendis og þegar ég kom heim til Íslands í frí, þá var það sjálfsagður hlutur að vera hjá ykkur þegar á þurfti að halda. Ég fæ aldrei fullþakkað ykkur Óla fyrir að hugsa um mig og taka mig inn á heimilið í fleiri vikur eftir aðgerð sem ég fór í 2004, svo ég væri ekki ein fyrir norðan. Seinna þegar ég var í millibilsástandi að bíða eftir hús- næði, þá tókstu ekki annað í mál en að ég væri hjá ykkur í Frosta- foldinni í margar vikur. Þessi umhyggja og ást var svo lýsandi fyrir þig, alltaf að hugsa um aðra og ég naut virkilega góðs af því alla tíð. Aníta heitin á Stöðvar- firði bar óendanlega virðingu fyrir þér og talaði ætíð um þig sem klettinn í fjölskyldunni og það varst þú svo sannarlega. Foreldrar okkar horfðu alltaf á þig og Óla sem sína stoð og styttu í einu og öllu. Ég minnist einnig með hlýju hvernig við systur unnum saman að því að sinna mömmu og pabba eftir að þau komu á Eir. Það var ein- stakt. 2020 er búið að reynast erfitt, en í sumar gafst tækifæri til að ferðast innanlands og ég er svo óendanlega þakklát fyrir að þú og Óli buðuð mér með í ferð um Vestfirðina. Þetta var dásamleg ferð, það var sól og heiðskír him- inn nánast alla þessa 6 daga sem við vorum þar og alltaf varst þú að athuga hvort ég vildi stoppa til að taka myndir. Þú varst einstök, elsku systir mín, þú sýndir mikið æðruleysi þegar á bjátaði, en það var alltaf stutt í bros og hlátur og oft minntir þú mig á Laugu ömmu, nöfnu þína, sami léttleikinn og mikill húmor. Þú varst kletturinn okkar og hélst svo vel utan um okkur öll, alltaf að hugsa um að aðrir hefðu það gott. Þín er sárt saknað. Minning þín lifir í mínu hjarta, ástarþakkir fyrir allt. Þín systir, Rósa. Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Önnu Guðlaugu Þor- steinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.