Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 60 ára Snæbjörn er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en býr í Erluhólum. Hann er einn eigenda Green Iceberg Iceland sem vinnur að hönnun og þróun kælibúnaðar fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Maki: Úlfhildur Elísdóttir, f. 1962, bók- ari hjá Garra. Börn: Guðrún, f. 1980, Guðni Steinar, f. 1982, Elísa, f. 1986, Hrafnhildur, f. 1991, og Stefán Örn, f. 1993. Barna- börnin eru orðin fimm. Foreldrar: Guðni Steinar Gústafsson, f. 1940, fv. endurskoðandi og einn stofnenda KPMG, og Guðrún Snæ- björnsdóttir, f. 1941, fv. stjórnunarritari hjá Stöð 2. Þau eru búsett í Mosfells- bæ. Snæbjörn Tryggvi Guðnason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt í samskiptum við sterkar persónur, og það finnst þér sérlega spenn- andi. Gerðu það upp við þig með hverjum þú vilt deila tíma þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það væri ekki vitlaust að blanda geði við nýtt fólk og víkka sjóndeildarhringinn. Leyfðu öðrum að njóta gleðinnar með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Einhver gæti tekið upp á því að gera þér óvæntan greiða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er margt sem hvílir á þér og þér finnst erfitt að einbeita þér að hlut- unum. Fyrsta skrefið í að bjarga heiminum er að hugsa vel um sjálfan sig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ágæt aðferð til að eyða yfirnógri orku er að búa til lista yfir allt sem þig langar til að afreka. Heimurinn ferst ekki þótt eitt- hvað þurfi að sitja á hakanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það má margt af samstarfi við aðra læra og sérstaklega þá list að sameina skoðanir svo takast megi að hrinda málum í framkvæmd. Ef þú heldur kynningu í dag, verður hún alger smellur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt eftir að koma samstarfs- mönnum þínum á óvart með hugkvæmn- inni. Mörg vandamál munu hverfa ef þú einbeitir þér að stöðunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert við því að gera þótt þú fáir ekki öllu ráðið um sérstakt verkefni. Láttu ekki hugfallast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn hentar vel til að safna upplýsingum sem geta nýst þér í vinnunni. Breyting á vanagangi dagsins er einmitt það sem þú þarfnast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að verja sjálfan þig bet- ur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af fólki sem þér finnst einblína á þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í einörðum samræðum kunna að koma upp mál sem ekki er þægilegt að ræða en verður samt að leysa. Sýndu and- stæðingunum virðingu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er löngu tímabært að þið sýnið ástvinum ykkar hvern hug þið berið til þeirra. Hafðu hugfast að allt á sér sinn stað og sína stund. þetta verið í heilbrigðistækni- fyrirtækjum en samt aðeins víðar. Ég var t.d. einn af stofnendum Auð- ar sem síðar breyttist í Virðingu. Það var náttúrlega allt annar geiri, en það var fróðlegt.“ Edda sat í stjórn Lyfjafræðinga- félags Íslands (LFÍ) 1977-1991, þar af varaformaður 1983-1987 og for- maður 1987-1991. Hún var forseti norræns þings lyfjafræðinga í Reykjavík 1994, varamaður í Út- flutningsráði Íslands 2005-2011, sat í stjórn Íslandsstofu 2013-2016, Við- skiptaráðs Íslands 2012-2016, Euro- pean Generic Medicines Associa- tion, nú Medicines for Europe, 2006-2014, þar af forseti 2011-2013. G uðbjörg Edda Eggerts- dóttir fæddist 13. jan- úar 1951 á Landspít- alanum en ólst upp í Hafnarfirði. „Ég hef alltaf búið þar, fyrir utan þegar ég var erlendis, og allt mitt fólk sömu- leiðis. Ég átti fyrst heima á Skers- eyrarvegi í Vesturbænum, en var sex ára þegar fjölskyldan fluttist í Arnarhraunið og þar var ég þar til ég gifti mig.“ Edda gekk í Barnaskóla Hafnar- fjarðar 1957-1964, tók landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967 og lauk stúdentsprófi af náttúru- fræðideild frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971. Hún lauk miðprófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 1973, kandídatsprófi í lyfjafræði, M.Sc. Pharm, frá Danmarks Farmaceutiske Höjskole, nú Copen- hagen University, 1976. Edda var faglegur forstöðumaður lyfjaheildsölunnar Farmasía hf. 1976-1980, lyfjakynnir fyrir inn- lenda framleiðslu Pharmaco hf. 1980-1982, markaðsstjóri hjá Delta hf. 1983-1999 og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Delta 1999-2001. Hún var jafnframt faglegur forstöðu- maður fyrirtækisins og forstöðu- maður útflutnings- og þróunarsviðs. Edda var aðstoðarforstjóri Delta og framkvæmdastjóri útflutningssviðs 2001-2002, framkvæmdastjóri sölu til þriðja aðila hjá Actavis Group hf. 2002-2008, aðstoðarforstjóri Actavis Group hf. 2008- 2010 og forstjóri Actavis á Íslandi 2010-2014. „Ég var hjá Actavis nánast allan minn starfsferil og óx upp með fyrir- tækinu,“ segir Edda, en Delta tók upp nafnið Actavis eftir að hafa sameinast Pharmaco og auk þess keypt fyrirtæki víða erlendis svo þörf var á nýju nafni. „Eftir að ég hætti hjá Actavis þá hef ég lagt það fyrir mig að fjár- festa, sérstaklega í sprota- fyrirtækjum, og svo hef ég líka tek- ið sæti í nokkrum stjórnum. Ég var þegar komin í stjórn Össurar og Auðar Capital áður en ég hætti hjá Actavis, en það má segja að ég hafi síðan lagt þetta fyrir mig og sit enn í þónokkrum stjórnum. Mest hefur Hún sat í stjórn Auðar Capital hf., síðar Virðingar, 2007-2017, Össurar hf. frá 2013, Florealis ehf. frá 2014, Orf Líftækni hf. frá 2015, Brunni Vaxtarsjóði frá 2015, Mentis Cura ehf. og Mentis Cura AS 2015-2019, Vistor hf. frá 2015, Saga Medica, nú Saga Natura ehf., frá 2016 og Cori- pharma Holding ehf. frá 2018. Edda hefur setið stjórn í Íslensku óp- erunnar frá 2016 og stjórn Vísinda- sjóðs Krabbameinsfélags Íslands frá 2015. Edda hlaut heiðursmerki Lyfja- fræðingafélags Íslands 1995 og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1.1. 2012. Hún hlaut ald- arviðurkenningu Verkfræðinga- Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, lyfjafræðingur og fjárfestir – 70 ára Fjölskyldan Eggert, Edda, Haraldur Sveinn og Eyj- ólfur á Nýja-Sjálandi 2014, en Eggert bjó þar að mestu frá 2012 og þar til núna í desember. Úr forstjórastóli í fjárfestingar 40 ára Áslaug er Reykvíkingur en býr á Kársnesbraut í Kópa- vogi. Hún er BA frá Listaháskólanum og MFA frá School of Visual Arts í New York. Áslaug er listamaður og kynningarfulltrúi hjá Hafnarborg og er núna með myndlistarsýningu á NORR11 á Hverfisgötu.. Maki: Finnur Hákonarson, f. 1975, upp- töku- og hljóðmaður. Börn: Elísabet Agla Nicholasdóttir, f. 2009, og Margrét Unnur Finnsdóttir, f. 2019. Stjúpbörn eru Ísa Dóra og Jónatan Þengill Finnsbörn. Foreldrar: Friðjón Örn Friðjónsson, f. 1956, hæstaréttarlögmaður og Margrét Sigurðardóttir, f. 1957, kennari í Landa- kotsskóla. Þau eru búsett í Reykjavík. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir Til hamingju með daginn Stórfjölskyldan Á jóladegi árið 2019 á Nýja-Sjálandi. Hjónin Edda og Eyjólfur við Iguazu-fossana í Argentínu 2018. Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.