Morgunblaðið - 13.01.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
England
Wolves – Everton..................................... 1:2
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Ever-
ton og lék í 75 mínútur.
Burnley – Manchester United................ 0:1
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Burnley.
Sheffield United – Newcastle ................. 1:0
Staðan:
Manch. Utd 17 11 3 3 34:24 36
Liverpool 17 9 6 2 37:21 33
Leicester 17 10 2 5 31:21 32
Everton 17 10 2 5 28:21 32
Tottenham 16 8 5 3 29:15 29
Manch. City 15 8 5 2 24:13 29
Southampton 17 8 5 4 26:19 29
Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26
Chelsea 17 7 5 5 32:21 26
West Ham 17 7 5 5 24:21 26
Arsenal 17 7 2 8 20:19 23
Leeds 17 7 2 8 30:33 23
Crystal Palace 17 6 4 7 22:29 22
Wolves 18 6 4 8 19:26 22
Newcastle 17 5 4 8 18:27 19
Burnley 16 4 4 8 9:21 16
Brighton 17 2 8 7 21:28 14
Fulham 15 2 5 8 13:23 11
WBA 17 1 5 11 11:39 8
Sheffield Utd 18 1 2 15 9:29 5
B-deild:
Bournemouth – Millwall ......................... 1:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 78. mínútu hjá Millwall.
Luton – QPR............................................. 0:2
Staða efstu liða:
Norwich 23 14 5 4 31:20 47
Swansea 23 12 7 4 27:13 43
Bournemouth 23 11 9 3 38:19 42
Brentford 22 11 8 3 36:21 41
Reading 23 12 4 7 34:28 40
Watford 22 10 7 5 25:17 37
Middlesbrough 22 10 6 6 28:18 36
Stoke 23 9 8 6 26:22 35
Barnsley 23 10 4 9 27:29 34
Bristol City 22 10 3 9 23:24 33
Blackburn 23 9 5 9 38:27 32
Preston 23 10 2 11 30:31 32
Belgía
Oostende – Eupen.................................... 1:1
Ari Freyr Skúlason kom inn á sem vara-
maður á 71. mínútu hjá Oostende.
Staða efstu liða:
Club Brugge 42, Genk 38, Charleroi 33,
Leuven 32, Anderlecht 32, Antwerpen 31,
Beerschot 29, Oostende 29, Kortrijk 29.
Spánn
Granada – Osasuna .................................. 2:0
Atlético Madrid – Sevilla ......................... 2:0
Staðan:
Atlético Madrid 16 13 2 1 31:6 41
Real Madrid 18 11 4 3 30:15 37
Barcelona 18 10 4 4 37:17 34
Villarreal 18 8 8 2 26:17 32
Real Sociedad 19 8 6 5 29:16 30
Sevilla 17 9 3 5 21:15 30
Granada 18 8 3 7 21:29 27
Celta Vigo 18 6 5 7 22:28 23
Cádiz 18 6 5 7 15:22 23
Real Betis 18 7 2 9 22:31 23
Levante 17 5 6 6 23:24 21
Athletic Bilbao 18 6 3 9 21:22 21
Getafe 17 5 5 7 15:18 20
Valencia 18 4 7 7 24:25 19
Eibar 18 4 7 7 15:18 19
Alavés 18 4 6 8 16:23 18
Real Valladolid 18 4 6 8 16:25 18
Elche 16 3 7 6 14:21 16
Osasuna 18 3 6 9 15:27 15
Huesca 18 1 9 8 14:28 12
Evrópudeildin
Olimpia Mílanó – Valencia ................. 95:80
Martin Hermannsson skoraði tvö stig
fyrir Valencia og stal boltanum tvívegis á
þeim rúmu fimm mínútum sem hann lék.
Valencia er í 10. sæti af 18 liðum í deild-
inni með 10 sigra í 19 leikjum.
NBA-deildin
Charlotte – New York........................ 109:88
Cleveland – Memphis......................... 91:101
Orlando – Milwaukee ......................... 99:121
Washington – Phoenix ..................... 128:107
Atlanta – Philadelphia ....................... 112:94
Portland – Toronto........................... 112:111
Sacramento – Indiana ...................... 127:122
Dallas – New Orleans ....................... frestað
Efstu lið í Austurdeild:
Boston 7/3, Milwaukee 7/4, Philadelphia
7/4, Indiana 6/4, Orlando 6/5, Charlotte 6/5,
Atlanta 5/5, Miami 4/4, New York 5/6.
Efstu lið í Vesturdeild:
LA Lakers 8/3, LA Clippers 7/4, Phoenix
7/4, Utah 6/4, Portland 6/4, Golden State
6/4, Dallas 5/4, Oklahoma City 574, San
Antonio 5/5, Denver 5/5.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Haukar .................... 18.15
Smárinn: Breiðablik – Keflavík........... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – KR ............. 19.15
Origo-höll: Valur – Skallagrímur ........ 20.15
Í KVÖLD!
HM 2021
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óhætt er að segja að útbreiðsla kór-
ónuveirunnar hafi haft gríðarleg
áhrif á heimsmeistaramót karla í
handknattleik sem hefst í Kaíró, höf-
uðborg Egyptalands, í dag.
Tvær þjóðir neyddust í gær til
þess að draga lið sín úr keppni á
mótinu. Fyrst voru það Tékkar sem
voru með alls sautján smit í sínum
hópi þegar liðið átti að leggja af stað
til Egyptalands.
Norður-Makedónía kemur í þeirra
stað, tekur sæti Tékka í G-riðli og
mætir Svíum í fyrstu umferðinni
strax á morgun. Hin tvö liðin í þeim
riðli eru einmitt Egyptaland og Síle
sem hefja heimsmeistaramótið með
opnunarleik í Kaíró í dag klukkan 17
að íslenskum tíma.
Í gærkvöld tilkynntu síðan Banda-
ríkjamenn að þeir kæmust ekki með
sitt lið á HM eftir að átján smit komu
upp í hópnum þar sem liðið dvaldi við
æfingar í Danmörku. Þeir freistuðu
þess að reyna að senda tólf leikmenn
til Kaíró í dag en urðu að gefast upp
og hætta við að taka þátt í móti sem
hefði verið þeirra fyrsta í tuttugu ár.
Sviss var varaþjóð númer tvö og
var boðið sæti bandaríska liðsins í
gærkvöld. Þar með gæti Sviss orðið
einn af mótherjum Íslands í milliriðl-
inum í Egyptalandi.
Erlingur næstur á listanum
Þá var lið Grænhöfðaeyja, sem
keppir á HM í fyrsta sinn, í vand-
ræðum í gær en eftir að sjö smit
komu upp í leikmannahópnum þar
sem liðið dvaldi í æfingabúðum í
Portúgal var staða þess tvísýn í gær-
kvöld.
Fari svo að Grænhöfðaeyingar
komist ekki til Egyptalands, eða
Sviss afþakki sætið, er komið að Er-
lingi Richardssyni og hans læri-
sveinum í landsliði Hollands sem var
í þriðja sætinu á biðlistanum fyrir
keppnina.
Brasilíumenn hafa líka verið í basli
og eru mættir til Egyptalands án
lykilmanns og þjálfara sem eru með
veiruna. Svíþjóð, Túnis, Ungverja-
land og Pólland hafa ennfremur öll
glímt við smit í sínum leikmannahóp-
um undanfarna daga.
Stærsta mót sögunnar
Þetta kórónuveiruvesen hefur að
vonum dregið athyglina frá mótinu
sjálfu sem er það 27. í röðinni og það
þriðja sem haldið er í Afríku. Egypt-
ar voru áður mótshaldarar árið 1999
og árið 2005 var það haldið í Túnis.
Þá er um að ræða umfangsmesta
heimsmeistaramót sögunnar í íþrótt-
inni því í fyrsta skipti eru þátt-
tökuþjóðirnar 32 talsins en þær hafa
verið 24 allt frá því HM var haldið á
Íslandi árið 1995.
Meirihluti leikja á mótinu fer fram
í Kaíró en því er líka dreift um ná-
grannaborgirnar. Ein þeirra er
splunkuný verðandi höfuðborg
landsins sem hefur ekki fengið nafn
ennþá og gengur því bara undir
nafninu „Nýja höfuðborgin“. Þar
leikur Ísland leiki sína í F-riðlinum,
gegn Portúgal, Alsír og Marokkó, en
fer síðan ef allt gengur eðlilega til
annarrar nýlegrar borgar, sem ber
það frumlega nafn „6. október“. Þar
er milliriðillinn leikinn og mótherjar
væntanlega Frakkland, Noregur og
annaðhvort Austurríki eða Sviss.
Komist Ísland í átta liða úrslit
leikur liðið í nýju höfuðborginni eða í
Borg El Arab og íslenska liðið þyrfti
að komast í undanúrslit til að spila í
Kaíró sjálfri.
Breytt keppnisfyrirkomulag
Fjölgun liða um átta kallar á
breytt keppnisfyrirkomulag. Núna
leika liðin í átta fjögurra liða riðlum
þar sem þrjú efstu liðin í hverjum
þeirra komast áfram í milliriðil en
neðsta liðið fer í keppni um sæti 25
til 32, eða í svokallaðan Forseta-
bikar.
Nú verða 24 lið í milliriðlum í stað
tólf áður. Þar er því leikið í fjórum
sex liða riðlum og tvö efstu liðin í
hverjum riðli komast í átta liða úrslit
keppninnar sem fara fram 27. jan-
úar.
Sterkur milliriðill
Danir mæta til leiks sem heims-
meistarar en þeir unnu Norðmenn í
úrslitaleiknum í Herning fyrir
tveimur árum, 31:22, og hrepptu þar
með sinn fyrsta heimsmeistaratitil.
Frakkar fengu bronsið eftir sigur á
Þjóðverjum.
Þetta segir sitt um hve sterkur
milliriðill íslenska liðsins verður en
þar myndi liðið mæta bæði silfur- og
bronsliði síðasta heimsmeistaramóts
og þyrfti að skáka a.m.k. öðru þeirra
til að komast í átta liða úrslitin.
HM af stað í
dag í skugga
veirunnar
Bandaríkin og Tékkland drógu sig út
AFP
Kunningjar Elvar Örn Jónsson í baráttu við Frakka á HM 2019. Frakkar
verða væntanlega aftur andstæðingar íslenska liðsins í Egyptalandi.
Martin Hermannsson skoraði tvö
stig og stal boltanum tvívegis fyrir
Valencia þegar liðið heimsótti
Olimpia Mílanó í Evrópudeildinni í
körfuknattleik í gær. Leiknum lauk
með 95:80-sigri Olimpia Mílanó en
Martin lék í rúmlega fimm mínútur
með Valencia sem var 18 stigum
undir í hálfleik. Valencia tókst aldr-
ei að ógna forskoti ítalska liðsins í
síðari hálfleik og þar við sat. Val-
encia er með tíu sigra og tíu töp í tí-
unda sæti Evrópudeildarinnar en
átta efstu lið deildarinnar komast í
úrslitakeppnina.
Náðu sér ekki
á strik á Ítalíu
Ljósmynd/@YarisahaBasket
Tap Martin og félagar eru í tíunda
sæti Evrópudeildarinnar.
Bandaríkjakonan Mikaela Shiffrin
kom fyrst í mark í heimsbikarnum í
svigi á Hermann Maier-brautinni í
Flachau í Austurríki í gær. Þetta
var fyrsti sigur Shiffrin í svigi á
heimsbikarmóti í þrettán mánuði
og þá var þetta í hundraðasta skipt-
ið sem hún kemst á verðlaunapall í
heimsbikarnum. Hún varð þar með
áttundi skíðamaðurinn sem afrekar
það frá því að fyrst var keppt í
heimsbikarnum fyrir 54 árum.
Shiffrin tók sér hlé frá keppni á síð-
asta ári eftir andlát föður síns en
hún er einungis 25 ára gömul.
Sögulegt hjá
Shiffrin í Flachau
AFP
Einbeitt Shiffrin vann sinn fyrsta sig-
ur í heimsbikarnum í þrettán mánuði.
Manchester United er komið í efsta
sæti ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu eftir sigur gegn Burn-
ley á Turf Moor í deildinni í gær.
Það var Paul Pogba sem skoraði sig-
urmark leiksins á 71. mínútu með
lúmsku skoti utan teigs eftir send-
ingu frá Marcus Rashford.
„Við sýndum það frá fyrstu mín-
útu að við vorum komnir hingað til
þess að sækja þrjú stig og það tókst.
Þetta var góð frammistaða hjá
öllu liðinu en það er nóg eftir af
tímabilinu og núna er mikilvægt fyr-
ir okkur að halda haus,“ sagði Pogba
í samtali við Sky Sports í leikslok.
Þetta er í fyrsta sinn síðan sir
Alex Ferguson var með liðið sem
það kemst í efsta sæti ensku úrvals-
deildarinnar en Ferguson lét af
störfum eftir tímabilið 2013.
Jóhann Berg Guðmundsson var í
byrjunarliði Burnley í leiknum en
þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur
Jóhanns í deildinni síðan 23. nóv-
ember. Jóhann hefur verið afar
óheppinn með meiðsli undanfarin
tvö tímabil en hann lék allan leikinn
á hægri kantinum hjá Burnley.
Þá var Gylfi Þór Sigurðsson fyrir-
liði Everton sem vann sinn fjórða
deildarsigur í fimm leikjum gegn
Wolves á Molineux-vellinum í Wolv-
erhampton. Leiknum lauk með 2:1-
sigri Everton en íslenski landsliðs-
maðurinn hefur verið fastamaður í
liði Everton síðan í byrjun desember
og staðið sig afar vel. bjarnih@mbl.is
AFP
Sigurmark Paul Pogba fagnar marki sínu á Turf Moor í Burnley í gær.
Paul Pogba skaut
United á toppinn
Fjórði sigur Everton í fimm leikjum