Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.01.2021, Qupperneq 28
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu ann- að kvöld, fimmtudagskvöld, verður fluttur flautu- konsert eftir finnska tónskáldið Kaiju Saariaho en verk- ið er innblásið af fuglasöng. Einleikari er Áshildur Haraldsdóttir. Einnig hljómar hin tilfinningaþrungna fjórða sinfónía Roberts Schumanns. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en hann hlaut nýverið ásamt hljómsveitinni tilnefningu til hinna virtu Grammy- verðlauna. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir án hlés og í samræmi við sóttvarnalög er sætaframboð takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnahólf. Áshildur leikur flautukonsert eftir Saariaho undir stjórn Daníels Heimsmeistaramót karla í handknattleik hefst í Egyptalandi í dag með viðureign heimamanna og Síle- búa. Það er hins vegar kórónuveiran sem hefur verið í aðalhlutverki á síðasta sólarhringnum fyrir mót því í gær þurftu bæði Tékkland og Bandaríkin að draga lið sín úr keppni vegna fjölda smita í sínum röðum. Fleiri lið eru í vandræðum. Norður-Makedóníu og Sviss var boðið að taka sæti þeirra á mótinu. »23 Kórónuveiran í aðalhlutverki þegar HM er að hefjast í Egyptalandi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Pípulagningameistarinn Böðvar Markan hefur tengst pípulögnum frá barnæsku, starfað við iðnina í 35 ár og þar af rekið fyrirtæki sitt B. Markan ehf. í um 20 ár, stofnaði fyrirtækið 2001. „Ég hef alltaf verið með um 10 manns í vinnu og rekst- urinn gengið vel,“ segir hann. Böðvar ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Í næsta húsi, Sörla- skjóli 70, bjó Guðmundur Ásgeirsson pípulagningameistari og hann kom honum á bragðið frekar en Hörður Markan, faðir hans og pípulagn- ingameistari, og Hörður yngri, sem vann einnig lengst af sem pípulagn- ingamaður. „Það rann greinilega snittolía í blóðinu í Skjólunum,“ rifjar Böðvar upp. „Ég er örverpi, pabbi var 52 ára þegar ég fæddist og dó 1987, þegar ég var 19 ára, en þá hafði ég þegar fengið nasasjón af pípu- lögnum eftir að hafa aðstoðað Guð- mund lengi. Hann kom mér af stað frekar en pabbi og Hörður bróðir, en svo breyttist það þegar ég vann sem verkamaður við lagnir við hliðina á Herði bróður og félögum á Hótel Sögu 1986.“ Hann leggur áherslu á að vinnan fyrir Guðmund hafi ekki verið neitt hálfkák. „Ég féll alveg fyrir þessu og byrjaði fljótlega að taka að mér vinnu fyrir fólk auk þess sem ég breytti öll- um ofnum heima í Sörlaskjólinu þeg- ar ég sá að þeir voru vitlaust smíð- aðir. Rúllaði með þá í kerru út í Örfirisey, lét sjóða nýjar múffur á þá og breytti eirlögninni.“ Tengir gamla og nýja tíma Böðvar lærði handtökin hjá Guð- mundi. „Hann kenndi mér að lóða og slaglóða eirlagnir og þegar ég fór í byggingarvinnu kynntist ég Marinó Jóhannessyni, verðandi meistara mínum, og var kominn á samning rétt eftir að pabbi dó.“ Hann upplýsir að hann hafi keypt snittvélina af Guð- mundi. „Eitt sinn vildi maður kaupa hana af mér og ég var nánast búinn að rúlla henni út þegar ég sagði hon- um að ég gæti ekki selt vélina, því hún spilaði svo mikla rullu í lífi mínu.“ Eftir að Böðvar útskrifaðist sem meistari 1994 starfaði hann sem ein- yrki þar til hann stofnaði fyrirtækið. „Hörður bróðir vann hjá mér og fyrir mig sem undirverktaki þar til hann féll frá langt um aldur fram 1999.“ Bræðurnir voru líka í fótbolta í KR, Hörður í sigursælu liði í meistara- flokki og Böðvar m.a. Íslandsmeistari í 3. flokki. „Þegar ég var í 6. flokki var hann í „Old boys“, en ég fór reyndar stundum með honum í fótbolta á laugardögum.“ Foreldrar Böðvars dóu með skömmu millibili og hann segist hafa verið heppinn að geta notað pípulagn- irnar til þess að vinna sig út úr sorg- inni. „Vinnan gefur mér mikið, ég er alltaf á fullu og naut þess að hafa góða menn mér til aðstoðar og styðjast við. Ragnar heitinn Gunnarsson, mágur minn, skrifaði upp á fyrir mig og þeg- ar verið var að taka út verkin vildi ég bara fá tíu. Átta kom ekki til greina. Ég vildi ekki bregðast þessum mönn- um.“ Hann áréttar að handtökin sem hann lærði í æsku komi sér vel, ekki síst vegna mikilla breytinga sem hafi orðið í lagnaefni og öðru. „Ég nýti mér tæknina og þekki líka alla þessa gömlu hluti, sem kemur sér vel við endurnýjun og viðgerðir enda er slagorðið okkar „vinnum í lausnum“. Morgunblaðið/Eggert Stoltur Böðvar Markan pípulagningameistari við gömlu snittvélina, sem hann keypti af Guðmundi í Skjólunum. Snittolían í Skjólunum  Böðvar Markan hefur unnið í lausnum í pípulögnum í 35 ár ... stærsti uppskriftarvefur landsins! MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.