Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 4

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Árið 2020 var sannkallað hörmungarár, rétt- nefnt annus horribilis, þar sem kórónuveiran grúfði yfir öllu. Staðfest er að um 1,8 milljónir manna hafa látist af hennar völdum, tugmillj- ónir veikst, og heimshagkerfið dróst saman um a.m.k. 7% af hennar völdum. Það og skuldasöfnun mun hafa áhrif um áratugaskeið. Á Íslandi hafa 29 látist veikir af kórónuveir- unni, um áhrif á atvinnulíf þarf ekki að fjölyrða og ríkisfjármálin verulega veikluð eftir. Það er bjartara yfir komandi ári, bólusetn- ingar eru hafnar og víða er vonast eftir betri tíð með blóm í haga. Samt skyldi enginn efa að kórónuveiran verður áfram í forgrunni. Á hinu pólitíska sviði heimsins eru að verða ýmsar breytingar. Nýr (en 78 ára gamall) Bandaríkjaforseti tekur við 20. janúar, Bretar og Evrópusambandið þurfa að feta sig eftir faraldur og Brexit, Merkel Þýskalandskansl- ari á förum og Macron Frakklandsforseti stendur höllum fæti heima fyrir. Í austri hefur harðstjórinn Xi Jinping enn hert tökin. Samt sem áður má vonast eftir umskiptum í efnahagslífi heimsins á næstu árum, þótt það fari hægt af stað 2021. Þar horfa menn m.a. til þriðja áratugar liðinnar aldar, þegar aflvélar atvinnulífsins fóru á fullan snúning eftir fyrri heimsstyrjöld og spönsku veikina, sem lagði um 50 milljónir manna í gröfina. Nýja árið á Íslandi fer að miklu leyti í að uppræta kórónuveiruna og að ná þeirri efna- hagslegu viðspyrnu, sem nauðsynleg er eftir kreppuna. Eins og fram kom hjá Bjarna Bene- diktssyni fjármálaráðherra er stórfenglegur hallarekstur ríkisins í plágunni byggður á veð- máli um að ferðaþjónustan taki skjótt við sér aftur, eins og raunar má sjá ýmsar vísbend- ingar um. Þar liggur Íslendingum á og ríkis- stjórninni alveg sérstaklega, enda alþingis- kosningar boðaðar næsta haust. Við blasir að þar verður fyrst og fremst kos- ið um hvernig ríkisstjórninni tókst til í baráttu við veiruna. Jú, stjórnarandstaðan mun reyna að sprikla, þá sennilega helst um stjórnarskrá og auðlindamál, en skákar varla veiru og við- spyrnu. En þó að ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur hafi tekist ágætlega upp á „þessum for- dæmalausu tímum“ er ekki þar með sagt að umræða um kórónuveiruna leggist öll með henni. Hópsmitið á Landakoti er enn óuppgert mál og það gæti reynst Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra afar erfitt, tala nú ekki um ef Alþingi skipar rannsóknarnefnd, líkt og Píratar hafa stungið upp á. Þá er stutt í umræðu um ráðherraábyrgð, Landsdóm og það allt, sem hleypt gæti kosningabaráttunni upp. Annars er athyglisvert hve litlar fylgis- sveiflur hafa verið á flokkunum á kjörtíma- bilinu. Þær hafa helst birst í fylgisfalli vinstri- grænna eftir ríkisstjórnarmyndun og hjá Miðflokki í kringum Klaustur. Það er alls ekki ósennilegt að miklar persónuvinsældir for- sætisráðherra tosi upp fylgi flokks hennar á kjördag og að staðan reynist mikið til svipuð og í kosningunum 2017. Af myndinni efst á síðunni sést vel sá stöð- ugleiki, að ekki sé sagt stöðnun, sem kominn er í stjórnmálin eftir ólgu eftirhrunsáranna. Þar ganga allir flokkar til kosninga með sömu forystu og síðast, nema Píratar, sem eru for- ystulausir. Það hefði þó ekki þurft að vera þannig, margir telja t.d. að Lilja Alfreðsdóttir menn- ingar- og menntamálaráðherra hafi gefið frá sér formennsku í Framsókn. Vitanlega verða einhverjar hrókeringar og þar sem prófkjör eru viðhöfð getur ýmislegt gerst. Þannig er Lilja Alfreðsdóttir vafalaust að hugsa sér til hreyfings, því fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er í allra tæpasta lagi. Eins er hvísl- að um það meðal sjálfstæðismanna í höfuð- staðnum, að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kunni að skora Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á hólm um efsta sætið. Það mun tæplega nokkru breyta um skipan efstu sæta í kjördæmunum tveim- ur, en kann fremur að vera táknræn birtingar- mynd kynslóðaskila í flokksforystunni. En um hvað verður kosið næsta haust? Jú, um veiruna og ríkisstjórnina, en einnig lær- dóma faraldursins og hvert menn vilja stefna að honum loknum. Það getur reynst erfitt, jafnvel óvinsælt, að vinda ofan af þeim gríðar- lega auknu ríkisafskiptum, sem gripið var til í neyð. Íslendingar hafa verið fljótir að ná sér upp úr efnahagshremmingum, en þar mun reyna mjög á aflvélar atvinnulífs og verð- mætasköpun. Er líklegt að það takist ef náðar- faðmur hins opinbera mun áfram umlykja allt þjóðlífið? Þeirri spurningu þurfa kjósendur að svara eftir rúma níu mánuði. Forystumenn flokkanna í kosningasjónvarpinu 2017. Ekki lítur út fyrir annað en að nákvæmlega sama lið leiði flokkana í kosningabaráttunni næsta haust, nema hjá Pírötum sem ekki eiga forystu. Rúv. Joe Biden tekur við embætti Bandaríkja- forseta, 78 ára og ferskur eftir því. AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari kveður á nýja árinu eftir tæp 16 ár í embætti. AFP Kemur bráðum betri tíð? Fæstir geta víst kvatt árið 2020 nógu hratt, en 2021 verður áfram undirlagt af kórónuveirunni og eftirmálum hennar ANDRÉS MAGNÚSSON er fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu. Nýja árið á Íslandi fer í að uppræta kórónuveiruna og að ná þeirri efnahags- legu viðspyrnu, sem nauðsynleg er eftir kreppuna … en einnig lærdóma faraldursins og hvert menn vilja stefna að honum loknum. TÍMAMÓT: 2020 VAR HÖRMUNGARÁR, EN 2021 BIRTIR YFIR ’’ Hjá Boris Johnson forsætisráðherra Breta getur leiðin aðeins legið upp á við. AFP Xi Jinping herðir tökin, en viðhlæjendum hefur fækkað mjög og enn færra um vini. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.