Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Ein oggulítil veira. Hún fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, fann sér bústað í mannfólkinu og olli þar oft miklum usla. Sumir guldu með lífi sínu, aðrir töpuðu heilsu. Enn aðrir misstu vinnu og lífs- viðurværi. Hún hefur valdið hungursneyð og fjármálahruni heilla þjóða. Heimilis- ofbeldi hefur aukist, sjálfsmorð eru tíðari og þunglyndi og kvíði herjar á. Það er fátt gott um kórónuveiruna að segja. Veira í fjarlægu landi Áramótin 2019/2020 gladdist fólk um allan heim, kyssti hvað annað og skálaði fyrir þessu komandi ári með flottu töluna: 2020. Það gerist ekki flottara! Nýr áratugur, ný fyrirheit, 2020 skyldi vera árið! En partíið stóð ekki lengi. Strax í janúar bárust fréttir af veiru sem gengi manna á milli í Kína. Þar var hart tekið á málum og fólk hélt sig innandyra. Flest venjulegt fólk, sem ekki er lært í veirufræðum, hugsaði í upphafi lítið út í þessa oggulitlu veiru í fjar- lægu landi. Hún kemur ekkert hingað, hugsaði fólk. Annað átti eftir að koma á daginn og það kom að því. Fyrsti Íslending- urinn greindist 28. febrúar. Og svo koll af kolli. Það sama var upp á teningnum í öllum löndum heims. Heimurinn fór á hvolf. Sameiginleg minning jarðarbúa Elstu menn og konur muna ekki aðra eins tíma. Það sem er merkilegt við þá er að þeir eru sannarlega fordæmalausir. Sjaldan eða aldrei hefur allur heimurinn í heild orð- ið fyrir árás. Styrjaldir og hamfarir eru staðbundnar. En þessi veira lagðist á háa sem lága; frá túndrum Síberíu til frum- skóga Úganda til sjávarþorpa Íslands. Hún spyr ekki um stað, stund, kyn, aldur, litar- hátt. Fátt hefur verið meira rætt um, spáð og spekúlerað um, rifist um og grátið vegna en fjandans veiran. Hún er komin til að vera í sameiginlegu minni jarðarbúa. Öll höfum við reynslu af veirunni, á einn eða annan hátt. Aðeins í vísindaskáldsögum átti eitthvað slíkt að geta gerst. Veirufræðingar heims vissu þó betur. Almannavarnadeildir víða um heim voru með áætlanir sem settar voru í gang með hraði. En það dugði ekki til því veiran er bæði lúmsk og skæð og skýtur upp kollinum hvar sem er. Hver hefði trúað því fyrir einu ári að það að rétta manni kaffibolla gæti dæmt hann til dauða! Fórnir hafa verið færðar Íslendingar sneru bökum saman og undir dyggri forystu þríeykisins, heilbrigðis- ráðherra og Kára höfum við siglt í gegnum veirutíma betur en margar aðrar þjóðir. Hvernig hefði árið verið án Ölmu, Víðis og Þórólfs? Og ekki má gleyma öllu heilbrigð- isstarfsfólki, sem á mikið hrós skilið. Lík- lega hefur árið verið því þungbært. Það hef- ur unnið undir miklu álagi í heitum og óþægilegum hlífðarbúnaði í aðstæðum sem bókstaflega eru hættulegar. Því þrátt fyrir varnir er veiran á sveimi allt í kring á vinnustaðnum. Fórnir hafa verið færðar. Tæplega þrjátíu manns týndu lífi, yfir fimm þúsund hafa veikst. Fimmtíu hafa þurft á gjörgæslu að halda. Nærri 45 þúsund Íslendingar hafa farið í sóttkví á árinu. Dæmi eru um fólk sem fór þrisvar, fjórum sinnum í sóttkví! Margir glíma við eftirköst veirunnar löngu eftir að hún hvarf úr líkama þeirra. Bragð- og lyktarskyn hverfur. Orkuleysi, þreyta, verkir um allan líkamann. Kannski til frambúðar. Smitskömm og sóttvarnahólf Daglegt líf þjóðar fór úr skorðum. Öll ferða- plön fuku út í veður og vind. Flugi var af- lýst dag eftir dag. Brúðkaupum og ferm- ingum frestað, jarðarförum streymt í gegnum tölvu. Gamla fólkið kirfilega lokað inni á dvalarheimilum, því til varnar. Ung- lingum sem áttu að vera að dansa á busa- böllum og kynnast nýjum vinum var skipað að vera heima. Erlend orð eins og zoom og teams urðu almenningi jafn töm og mjólk og brauð. Líka orð eins og rakningarteymi, smitskömm, sóttvarnahólf. Orð sem eru hluti af daglegu tali árið 2020. Hálf þjóðin hefur setið heima mánuðum saman, unnið vinnu sína við tölvu við mis- góðar aðstæður. Höft og bönn voru sett á okkur til varnar. Grímuskylda var tekin upp með haustinu og aðeins tíu máttu koma saman. Raðir af grímuklæddu fólki fyrir ut- an verslanir voru allt í einu algeng sjón. Pirringur og gremja, skömm og skammir, velvild og tillitssemi. Fólk hefur þurft að taka á honum stóra sínum. Íslendingar lögðu land undir fót Í Sunnudagsblaðinu í desember var viðtal við Helgu Rósu Másdóttur, hjúkrunardeild- arstjóra á bráðamóttöku, þar sem hún lýsir álaginu á spítalann, sóttkví trekk í trekk með þremur litlum börnum, Covid- veikindum allrar fjölskyldunnar og andláti föður sem hún fékk aðeins að kveðja í augnablik í fullum hlífðarbúningi. Hún fékk sannarlega að kynnast veirunni frá öllum hliðum og sagði alvarleg í bragði: „Þetta ár er búið að vera alls konar.“ Og þótt öll þjóðin hafi ekki þurft að upp- lifa það sama og hún er óhætt að segja að þetta ár er búið að vera alls konar. Og ekki bara slæmt, því það er seigt í fólki og það finnur leiðir til að lifa af og hafa gaman líka. Íslendingar lögðu land undir fót í sumar og skoðuðu fallega landið sitt, í þetta sinn án átroðnings þúsunda ferðamanna. Sem betur fer opnaðist smá gluggi í sumar til ferðalaga, á milli bylgna. Heilu fjölskyldurnar keyrðu hringinn, gistu í tjöldum, húsbílum eða gistihúsum, glödd- ust saman og bjuggu til dýrmætar minn- ingar. Það þarf nefnilega ekki að fara til Marokkós eða Madagaskar til að eiga góðar stundir saman og búa til minningar. Það má líka gera það á Seyðisfirði. Börnum verða sagðar sögur Nú stöndum við enn á tímamótum því ára- mót eru alltaf tímamót í huga fólks. Nýtt ár, ný fyrirheit, enn á ný. Fólk strengir heit sem aldrei fyrr, gerir plön, hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir. 2020 átti að verða frábært ár en varð það svo sannar- lega ekki. 2021 stendur vonandi undir vænt- ingum. En nú eru líka önnur tímamót en þau sem við sjáum á dagatalinu, því bóluefnið er komið. Það eru bjartari tímar fram undan skulum við vona. Ferðamenn fara að öllum líkindum að streyma til landsins með vor- inu. Við getum andað léttar, án grímu. Við getum mætt til vinnu, hlegið saman á kaffi- stofunni, án ótta. Unga fólkið fær loks að njóta menntaskólaáranna. Gamla fólkið má hitta börn og barnabörn. Fólk má knúsast og faðmast og kyssast. Kannski ekki alveg strax, en það styttist í það. Þegar horft er yfir gamla árið er alltaf gott að finna það góða eða draga lærdóm af því slæma. Vissulega var þetta ekki óska- árið hjá neinum, en engu að síður gekk lífið dag eftir dag. Yfir mörgu er að gleðjast. Við hefðum getað farið mun verr út úr þessu ári en við gerðum. Sumir fundu ástina, aðrir giftu sig og lítil börn fæddust líka á því herrans ári 2020. Lítil saklaus börn sem vita ekkert hvað gekk á í heiminum. Þeim verða sagðar sögur í framtíðinni; af fæðing- arárinu þeirra sem var svo fordæmalaust. Árið 2020 verður lengi í minnum haft sem árið fordæmalausa. Íslendingar jafnt sem aðrir jarðarbúar hafa þurft að breyta öllum sínum venjum til að verjast kórónuveirunni skæðu sem tók mannslíf, skildi suma eftir með króníska verki og aðra með sorg í hjarta eftir ástvinamissi. Börnin hafa ekki far- ið varhluta af veirunni og hafa mörg þeirra þurft að vera innilokuð í sóttkví, oft vikum saman. Morgunblaðið/Ásdís Árið sem var alls konar Árið 2020 er árið fordæmalausa; árið sem kórónuveiran skæða herjaði á mannkynið. Margir eiga um sárt að binda og heimurinn verður aldrei aftur eins. En það er seigt í mannfólkinu og nú hillir undir betri tíma með bóluefni og blóm í haga. ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR hefur verið blaðamaður á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 2015. Hún var áður ljósmyndari blaðsins frá 1995-2007. Styrjaldir og hamfarir eru staðbundnar. En þessi veira lagðist á háa sem lága; frá túndrum Síberíu til frumskóga Úganda til sjávarþorpa Íslands. TÍMAMÓT: KÓRÓNUVEIRAN SETTI HEIMINN Á HVOLF ’’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.