Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Morgunblaðið/Eggert Hefur kórónuveiran breytt lífi okkar til frambúðar? Kórónuveiran varð til þess að heiminum var skellt í lás og hefur breytt lífsmynstri og hegðun fólks. Flestir geta ekki beðið eftir að losna úr viðjum veirunnar og geta aftur um frjálst höfuð strokið, en margir eru þó á því að ýmis áhrif veirunnar muni fylgja okkur enn um sinn. Hefur kórónuveiran breytt lífi okkar til frambúðar og hefur hún breytt þér? STÓRA SPURNINGIN Freistandi er að spá því að fólk verði nægjusamara, kjarnaðra, minna stressað, vandlátara á það sem það kýs að fylla tíma sinn með, hætti að upplifa þá pressu að finnast það þurfa að gera „allt“ og fylla hverja stund með einhvers konar plani, verði meðvitaðra og íhugulla. En fyrst mun það auðvitað sleppa sér eins og beljur að vori, ég held að það tímabil sé óhjákvæmilegt. En svo gæti líka bara allt farið í sama farið og áður hvað allt þetta varðar. Praktískt séð held ég að vinnustaðir og efri skólastig muni nota fjarvinnu í bland við staðvinnu; það er margt gott við hvort tveggja og við munum sjá alls konar tilraunir til að ná hinu fullkomna jafn- vægi þar. Við lærum vonandi líka betur að meta hluti sem okkur áð- ur þóttu sjálfsagðir en hafa ekki verið það að undanförnu. Það hefur enginn sloppið við að staldra örlítið við á þessu ári og líta inn á við. Extróvertar hafa til dæmis margir uppgötvað að það getur nú bara verið dálítið fínt að hanga heima og gera ekki neitt og intróvertar hafa margir hverjir uppgötvað á hundraðasta og eitthvað degi í samkomutakmörkunum að þau eru nú kannski aðeins félagslyndari en þau höfðu haldið. Í stóra samhenginu hefur faraldurinn sett mörg mikilvægustu umhugsunarefni heims- byggðarinnar í brennidepil og gert þau meira aðkallandi. Faraldurinn hefur bæði afhjúpað og aukið á misrétti og misskiptingu auðæfa og forréttinda. Hann hefur líka fengið okkur til að íhuga umhverfisvána á nýjan hátt, mögulegar framtíðarógnir verða áþreifanlegri þegar við tökumst saman á við ógn sem hefur áhrif á líf okkar allra. Faraldurinn hefur minnt okkur rækilega á hversu samtvinnuð örlög okkar allra eru. Von- andi berum við gæfu til að sigla inn í framtíð þar sem lögð verður áhersla á að allar mann- eskjur fái lifað sem bestu lífi, í góðu jafnvægi við náttúruna og umhverfið. Birna Anna Björnsdóttir er rithöfundur Í vor stóðu félagsfræðingar við Háskóla Íslands að fyrirlestraröð á netinu þar sem áhrif kórónuveirunnar voru skoðuð út frá hinum ýmsu vinklum sem okkar fræði búa yfir. Þá fékk ég tækifæri til að skoða ástandið út frá mínu sérsviði, dægurtónlistarfræðinni. Ég spurði, hvað getur félagsfræði menningar sagt okkur um ósköpin sem dundu á samfélögum heims í fyrstu bylgjunni? Það var nánast dulin gæfa fyrir mig sem fræðimann hversu fljótt það varð ljóst að menning – í öllu sínu formi – er okkur beinlínis nauðsynleg og lokun leikhúsa, tón- leika- og kvikmyndasala setti ugg að fólki. Við vitum oftast ekki hvað okkur er kærast, fyrr en það er bókstaflega tekið frá okkur. Virði þess- ara hluta, gildi þeirra, varð því mjög skýrt. En svo ég einblíni á minn málaflokk, tónlistina og samfélagslega samhengið, varð snemma ljóst að þörf okkar fyrir tjáningu, að ekki sé talað um samveru, varð öllum augljós. Þá urðum við líka einkar vör við þessa aðlögunarhæfni og sjálfsbjargarviðleitni sem er mannskepnunni í blóð borin. Fólk varð lausnamiðað, sýndi af sér seiglu og nýsköpun í árferðinu hefur verið þó nokkur. Ég ætla ekki að dvelja við neikvæðu afleiðingarnar fyrir tónlistariðnaðinn á heimsvísu, þær hafa verið reifaðar til fulls við ótal tilefni. En það sem stendur vonandi eftir – þegar veiran hefur verið snúin niður fyrir fullt og fast – er aukin virðing, heilt yfir, fyrir lista- og menningarlífi sem starfsemi sem leggur sannanlega sitt af mörkum hvað hreina lýðheilsu fólks varðar. Mig grunar að þær raddir sem heimta að listafólk fái sér almennilega vinnu verði færri í framtíðinni. Þessi faraldur hefur eðli málsins samkvæmt breytt mörgu til frambúðar. Streymistónleikar munu að öllum lík- indum ekki hverfa að fullu og ég sé fyrir mér meiri samslátt fjar- og staðlausna. En vonandi hafa þessar hörmungar komið á breytingum hið innra, aukið á þakklæti, æðruleysi og auðmýkt gagnvart því að ekkert í heimi hér er sjálfsagt. Arnar Eggert Thoroddsen er poppfræðingur 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.