Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 14
Það er svo merkilegt að hugsa til þess að fyrir tíma kórónuveir- unnar hefði maður aldrei getað trúað því að heimurinn gæti orð- ið eins og hann er núna. Engin náin samskipti, tveggja metra fjarlægð og streymis þetta og streymis hitt. Merkilegast finnst mér hvað við erum fljót að aðlaga okkur aðstæðum sem við myndum aldrei geta látið okkur detta í hug fyrr en þær eru orðn- ar að veruleika. Ekki hefði ég getað séð fyrir mér að ég sæti fyrir framan myndavél í tómu rými og syngi fyrir hana vitandi að tugir manna fylgdust með mér í tölvunum sínum og þetta myndi ég svo kalla alvörutónleika. Ég held að kórónuveiran hafi breytt lífi okkar til frambúðar, en til langtíma litið á góðan hátt. Nýir lifn- aðarhættir og aðferðir til þess að takast á við hversdagsleikann hafa litið dagsins ljós. Vinna tónlistarmannsins tók snarpa U-beygju og allt í einu þurfi maður að horfa á atvinnu sína frá öðrum sjónarhornum, leita leiða til þess að geta sinnt ástríðu sinni og leyft öðrum að hlusta og taka þátt í listinni. Fyrir mitt leyti var þetta eitt lærdómsríkasta ár sem ég hef lifað, erfitt var það en ég er viss um að nú liggur leiðin bara upp á við. GDRN er tónlistarmaður 14 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Þetta ár hefur verið skrýtið. Sumir eiga eftir að minnast mikillar ein- veru vegna einangrunar eða sóttkvíar. Aðrir þess að sjá ekki vinnu- félagana nema á tölvuskjá svo vikum eða mánuðum skiptir. Enn aðrir að eiga ekki lengur vinnufélaga. Þótt við höfum ekki gengið jafnlangt og ýmsar aðrar þjóðir í sótt- varnaaðgerðum hefur veiran haft mikil áhrif á daglegt líf fólks og auð- vitað á efnahagsmálin. Stjórnvöld hafa þurft að stíga fast inn í ástand- ið, bæði til að styðja við fólk og fyrirtæki, en líka með því að hafa afskipti af hegðun almennings í ríkara mæli en við þekkjum. Að yf- irvöld settu fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk, bönnuðu íþrótta- starf og menningarviðburði, skoruðu á fólk að ferðast innanhúss og segðu því hversu marga má hitta um jólin er nokkuð sem fæst okkar áttu sennilega von á að upplifa. Og þeir árgangar sem nú eru í framhaldsskóla höfðu eflaust allt aðrar hugmyndir um þennan tíma lífs síns en þeir þurfa nú að horfast í augu við. Á jákvæðari nótum má nefna að fundum hefur fækkað. Kannski nýtist tíminn aðeins betur. Þröskuldar til þátttöku hafa lækkað með fjarfundum, og það er nokkuð sem ég vona að verði varanlegt. Slík samskipti koma alls ekki í staðinn fyrir þau hefðbundnu en eru góð viðbót. Staf- ræn þjónusta er orðin sjálfsögð krafa en ekki möguleiki í framtíðinni. Það getur ýmislegt gerst enn, enda er þetta ekki búið fyrr en þetta er búið og því vandi að segja hvað eða hvort eitthvað hafi raunverulega breyst. Þótt spár hafi tilhneigingu til að eldast illa ætla ég samt að leyfa mér að segja að við verðum fljót að taka upp gamla siði. Fólk mun ferðast, grímulaust, hittast, heilsast og faðmast, og sennilega boða of marga fundi. En mögu- lega munum við kunna betur að meta alla þessa hluti sem okkur þóttu sjálfsagðir áður. Svanhildur Hólm Valsdóttir er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Í upphafi hvers árs hef ég lagt í vana minn eins og margir aðrir að setja mér markmið fyrir komandi ár. Markmið mín hafa hingað til snú- ið fyrst og fremst að íþróttaiðkun minni, hvernig ég get bætt sjálfa mig sem manneskju og íþróttamann. Þegar ég hef sett mér markmið hef ég reynt að einblína á þá hluti sem ég get stjórnað í mínu atferli eða hugsun. Í upphafi árs 2020 setti ég mér að vanda markmið en þó með öðru sniði þar sem ég lagði takkaskóna á hilluna á haustdögum 2019. Öll markmið sem sneru að hefðbundinni íþróttaiðkun voru ekki lengur í forgrunni og var því öll áhersla lögð á nýjan starfsvett- vang og fjölskyldu mína. Nú var kominn tími á að njóta frítímans, eftir langan og farsælan feril, með fjölskyldu og vinum. Gera hluti sem líf fótboltakonunnar hafði ekki boðið upp á hingað til. Til að gera langa sögu stutta fóru öll mín markmið eins og líklega markmið flestra annarra út um gluggann mjög snemma á liðnu ári. Kórónuveiran mætti til landsins í febrúar og þar með varð líf okkar flestra gjörsamlega stjórnlaust. Óttinn við hið óþekkta, óvissan á vinnumarkaði, áhyggjur okkar af veikum ástvinum og fleira átti eðlilega hug okkar allan. Á einu augabragði var stjórn á grunnþáttum eins og hreyfingu, atvinnu og áhugamálum ekki í okkar höndum lengur. Blessunarlega horfir til betri vegar, þar sem bóluefnið er komið til landsins og okkar stór- kostlega framlínufólk ásamt þeim, sem eldri eru og veikari fyrir, hafa fengið fyrstu skammtana. Við erum vonandi á næstu mánuðum að komast í gegnum þessa fyrstu baráttu en ég er hrædd um að okkar næsta áskorun og áskorun næstu ára felist í að græða þá sviðnu jörð sem veiran hefur skilið eftir sig. Vissulega mæðir mest á þeim sem misstu ástvini sökum veirunnar og glíma enn við eftirköst hennar. Aðrir þættir eins og atvinnumissir og andleg og líkamleg heilsa fólks eiga mögulega eftir að skríða fram á næstu mánuðum. Hvað verður um unga fólkið okkar sem er lítið sem ekkert búið að stunda hefðbundið skóla- eða frístundastarf? Erum við að fara að horfast í augu við brottfall úr menntaskólum og íþróttum ungra iðkenda? Verður atvinnu- leysið varanlegt og munu minni og meðalstór fyrirtæki lifa þetta af? Tíminn einn mun leiða það í ljós hvað verður. Eitt er þó víst að með samhug og skýrum markmiðum aukum við líkurnar á að við komumst í gegnum þetta sterk sem aldrei fyrr. Árið var þungt fyrir marga og ansi lær- dómsríkt fyrir okkur mörg. Hlutir sem töldust sjálfsagðir fyrir 12 mánuðum teljast ekki vera það í dag og hefur reynslan af þessum tímum vonandi sýnt okkur að við getum verið þakklát fyrir margt, fyrir okkar frábæra framlínufólk, heilbrigðisstarfsfólkið okkar sem hefur unnið nótt sem nýtan dag til að sinna þeim sjúku og halda okkur upplýstum um stöðu mála; allt gert til þess að hjálpa okkur hinum að finna stjórn í stjórnleysinu. Eitt er víst; ég fer bjartsýn inn í árið 2021 og ætla sem fyrr að setja mér markmið. Markmið sem vísa mér veginn inn í nýja og spennandi tíma. Markmið sem veita mér aðhald, gleði og hvetja mig áfram í betri útgáfu af sjálfri mér. Margrét Lára Viðarsdóttir er sálfræðingur og fyrrverandi knattspyrnukona Engar hörmungar hafa valdið jafn miklum félagslegum og efna- hagslegum usla um heimsbyggðina alla á liðinni öld og Covid-19. Slíkur atburður markar spor. Dagleg samskipti munu breytast, því miður verða faðmlög, koss- ar og jafnvel handabönd fátíðari, kannski glatast eitthvað af inni- leikanum í samskiptum. Samtöl, fundir og verslun verða rafrænni, flugferðum fækkar, kannski verðum við heimakærari. Ég vona þó að fjarfundir taki ekki alveg yfir mannleg tengsl, eitthvað skortir við samskipti gegnum vélar, maður er manns gaman. Þróun faraldursins og mismunandi viðbrögð við honum hafa sýnt mikilvægi þekkingar og vísinda við lausn vandamála, um það er Ísland gott dæmi og verður það vonandi til eftirbreytni. Því erum við betur sett en margar aðrar þjóðir. Margir eiga samt um sárt að binda, því miður. Covid-19-faraldurinn er mikill atburður sem mun veita vísindamönnum og ekki síður lista- mönnum af öllu tagi innblástur um ókomna tíð, einstök lífsreynsla. Sérstakt er, ekki síst fyrir lækni, að horfa á nýjan sjúkdóm verða til, vera staddur í auga stormsins. Við höfum sinnt sjúklingum okkar eftir bestu getu, stundum með þá ógnvekjandi vitneskju í huga að sjúk- dómurinn er nýr, og allt of lítið um hann vitað. Þetta hefur staðið til bóta, þótt langt sé í að öll kurl séu komin til grafar. Eigi að síður er tilkoma bóluefna himnasending, lykillinn að lausn, kórónuveiran verður samt ekki kveðin í kútinn fyrr en öll heimsbyggðin hefur verið bólusett. Að lokum er hollt að minnast þess að þó að Covid-19 líði undir lok munu aðrar sóttir láta á sér kræla. Varla líður svo ár að ekki komi fram nýr smitsjúkdómur, og enginn vafi er á að í ná- lægri framtíð mun sagan endurtaka sig í einhverju formi. Sigurður Guðmundsson er smitsjúkdómalæknir á Landspítala og fv. landlæknir Ég hef enga trú á því að kórónuveiran breyti Íslendingum í raun til frambúðar. Það blasir hins vegar við að plágur og kreppur eiga mikinn þátt í að umbreyta lífinu á móður jörð. Kórónuveiran er plága og henni fylgir allsherjarkreppa víða um heim. Það sem gerir okkar samfélag svo sérkennilegt er sú staðreynd að plágur, krepp- ur og náttúruhamfarir eru svo viðvarandi og hafa mótað þjóð okkar svo mikið að nánast má segja að þessi fyrirbæri séu hér eðlilegt ástand. Hér er ekki hægt að gera áætlanir nema fyrir stutt tímabil. Við erum sérfræðingar í hamförum. Það ganga engir stjórn- unarhættir betur á Íslandi en kreppustjórnun og viðbrögð gegn hvers kyns áföllum. Það koma flóð, fiskurinn hverfur. Það koma rigningasumur, hafís og kalskemmdir þannig að ekki næst að ná saman fóðri. Það fer að gjósa og heilu sveitirnar og bæjarfélögin kafna í hrauni og ösku. Hægt er að vekja upp gömlu ættar- og vinasamfélögin með ógnarhraða og út um allt hljóm- ar: „Elsku vinir, við erum í vandræðum. Getið þið nokkuð reddað þessu með okkur?“ Sann- leikurinn er sá að Íslendingar breytast mest í góðæri og velgengni. Ganga í barndóm og haga sér eins og illa uppaldir krakkar. Ég finn ekki fyrir því að kórónufaraldurinn hafi breytt mér. Hef oft tekið eftir því sem kennari að bestu stundirnar til lærdóms eru kreppur og áföll. Ekkert hefur virkað betur fyrir minn þroska en mótlæti og áföll. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að mörgum líður ekki vel í þessu ástandi. Mér var kennt að líta ekki á vandamál sem vandamál – heldur sem orkugjafa og tækifæri til að gera eitthvað öðruvísi. Goddur er rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands Sannleiksveiran Veirufaraldurinn hefur dregið fram alvarlega veikleika í íslensku samfélagi. Ljóst er að þrátt fyrir síhækkandi fjárframlög búa landsmenn við veikburða heilbrigðiskerfi þar sem stefnumörkun hefur lengi verið í molum. Harmleikur á Landakoti varpar ljósi á sinnuleysi ráða- manna gagnvart óviðunandi aðbúnaði og augljósri hættu. Úrræðaleysi og ringulreið ríkti þar til Íslensk erfðagreining kom ríkisvaldinu til hjálpar og hóf skimanir. Krafan um að landsmenn fórnuðu frelsi og stórir hópar atvinnu og afkomuöryggi til að vanbúið heilbrigðiskerfi stæðist álag á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar. Lygilegum fjárhæðum er varið til að bregðast við efnahagslegum hamförum af völdum plágunnar og rörsýni landsstjóra sem stjórnmálamenn á flótta undan ábyrgð afhentu völdin í lýðveldinu. Skattpínt láglaunafólk og millistétt greiðir þann reikning. Afleiðingar faraldurs skella af mestum þunga á fátæku fólki, ungum Íslendingum, og jað- arsettum útlendingum. Veruleika þessa fólks geta ráðandi öfl ekki skilið. Rás atburða hefur staðfest erfiða stöðu íslenskra fjölmiðla sem búa ekki yfir styrk til að sinna aðhaldshlutverki sínu. Meðvirk þögn um hliðaráhrif frelsisskerðingar, lokana, einangr- unar, ofsahræðslu og frestunar læknisþjónustu fer gegn bestu gildum blaðamennsku; ein- lægri forvitni og vitrænum efa. Borgararéttindi eru hvorki tilviljun né sjálfgefin. Þýlyndi gagnvart valdi er ekki heppilegt samfélagseinkenni. Það er áfellisdómur yfir menningu og menntakerfi og veit ekki á gott um framhaldið. Eftir hrun 2008 ræddu landsmenn í fullri alvöru um „nýja Ísland“, jafnvel „nýtt lýðveldi“! Það reyndust órar einir. Samfélag sem situr fast endurtekur en lærir ekki. Ásgeir Sverrisson er starfsmaður ASÍ STÓRA SPURNINGIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.