Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Sjálfvirkni, þjarkar og gervigreindartækni hafa verið að taka yfir vanabundin störf um árabil. Kórónuveirufaraldurinn hefur hraðað þeirri þróun verulega. Hún hefur verið knúin af hinni þríþættu nauðsyn, kröfunni um aukna fram- leiðni, lægri kostnað og meira öryggi fyrir fólk. Skyndilega er snerting manna á milli bæði óæskilegri og eftirsóttari en nokkru sinni. Sendiþjónustur, pípulagningarmenn og jafnvel veitendur heilbrigðisþjónustu hrósa sér af þjón- ustu án snertingar, en við fögnum hverju tæki- færi til að setjast niður með einhverjum yfir málsverði eða hittast augliti til auglitis. Árið 2020 hefur fært okkur heim sanninn um mikilvægi mannlegra samskipta nú þegar gervi- greindarhagkerfið blasir við. Þegar ég hóf feril minn í gervigreind árið 1983 lýsti ég gervigreind í umsókn minni um inngöngu sem doktorsnemi í Carnegie Mellon-- háskólann sem „mælikvarða á hugsanagang mannsins, leið til að útskýra mannlegt atferli“ og „lokaskrefið“ í að skilja okkur sjálf. Að vissu leyti hafði ég rangt fyrir mér og að vissu leyti rétt. Gervigreindarforrit geta líkt eft- ir og jafnvel gert betur en mannsheilinn í mörg- um verkum. En eigi gervigreind að gefa okkur kost á að skilja okkur í raun verður það vegna þess að hún frelsar okkur frá vélrænum leið- indum vanaverka svo við getum einbeitt okkur að mennskunni og samhygðinni á milli okkar. Við vitum nú þegar að mörg af þeim störfum, sem nú er verið að leysa af hólmi, munu ekki snúa aftur vegna þess að með gervigreind má vinna þau mun betur en fólk gerir með nánast engum tilkostnaði. Þetta mun búa til gríðarleg efnahagsleg verðmæti, en mun einnig leiða til fordæmalausrar uppflosnunar vinnandi fólks. Til þess búa okkur nú undir það að milljónir manna flosni upp úr störfum sínum og tryggja að þetta fólk geti öðlast nýja færni þar sem gervigreind er bæði vinnufélagi og verkfæri legg ég þrennt til, endurnar þrjár; endur- menntun, endurstillingu og endurreisn. Það verður hluti af því risavaxna verkefni að hugsa upp á nýtt hvernig við lifum og vinnum til að takast á við helsta efnahagsmál okkar tíma: Gervigreindarbyltinguna. Fyrsta verkið er sennilega auðveldast og það er að vara fólk í störfum, sem eru í hættu, við og gera því kleift að endurmennta sig á sínu sviði með hliðsjón af gervigreind. Góðu fréttirnar eru þær að það er margvísleg „mannleg“ færni sem gervigreind getur ekki náð tökum á: sköpun, fé- lagsleg samskipti, líkamlega flókin eða nákvæm vinna og auðvitað að nota gervigreindartæki, sem þarfnast mannlegra stjórnenda. Endurskoða þarf námskrár verknámsskóla og fjölga námskeiðum fyrir sjálfbær störf. Stjórnvöld ættu að taka forustu og búa til hvata og niðurgreiða slík námskeið frekar en að skoða í blindni umfangsmiklar allsherjarlausnir á borð við borgaralaun fyrir alla. Fyrirtæki gætu einn- ig boðið upp á aðstoð til að hjálpa fólki að finna sér starfsvettvang líkt og Amazon hefur gert með Career Choice. Með þeirri aðstoð er starfs- fólki Amazon boðið upp á allt að 12 þúsund doll- ara á ári til að ná sér í gráður í eftirsóttum störf- um á borð við flugvélaverkfræði, hönnun með aðstoð tölvu og hjúkrun. Hvað sem líður heimsfaraldrinum mun vægi hjúkrunar aukast og störfum í greininni fjölga eftir því sem auður og lífslíkur vaxa. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin spáir því að árið 2030 verði færra starfsfólk í heilbrigðisþjónustu en kveðið er á um í þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna um „góða heilsu og velferð fyrir alla“ sem nemur 18 milljónum starfa. Það er brýn nauð- syn að endurmeta slík störf, sem eru svo mik- ilvæg, en um leið vanmetin, bæði hvernig þau eru metin og hvað mikið er borgað fyrir þau. Þessi störf verða grunnur í hinu nýja gervi- greindarhagkerfi. Um leið og við undirbúum fólk fyrir um- skiptin yfir í hagkerfi knúið af gervigreind þurf- um við einnig að endurmóta mörg af störfum samtímans. Gervigreindin getur líkt og tölvu- forritin fyrir nokkrum áratugum stutt við skap- andi hugsun mannsins með linnulausri færni tölvunnar til að plægja í gegnum býsn af upp- lýsingum, setja fram tillögur um aðra kosti eða reikna út hvernig megi fá sem besta útkomu. Það verður ekki um að ræða eitt, altækt gervi- greindarverkfæri, heldur sérstakt verkfæri fyr- ir hverja grein og viðfang. Við gætum búið til öreindaframleiðslu byggða á gervigreind fyrir vísindamenn í lyfjarannsóknum, notað gervi- greind til að búa til auglýsingaáætlanir fyrir markaðsmenn eða gervigreindarlesara til að sannreyna staðreyndir hjá blaðamönnum. Með því að blanda saman bestun gervigreind- ar og mannlegu innsæi munu mörg störf ganga í endurnýjun lífdaga og jafnvel enn fleiri verða til. Gervigreindin mun sjá um vanabundin verk í samvinnu við menn, sem munu sjá um þau verk sem þarfnast, tja, mennsku. Til dæmis munu læknar framtíðarinnar einkum verða í sam- bandi við sjúklingana en þeir munu reiða sig á gervigreind til að ákveða bestu meðferðina. Við það breytist hlutverk læknisins og mun snúast meira um samhygð og hjúkrun og hann mun geta varið meiri tíma með sjúklingum sínum. Rétt eins og sítenging við netið gat af sér uber-bílstjórann mun gervigreindin leiða af sér störf, sem við getum enn ekki gert okkur í hugarlund. Þegar hafa orðið til störf á borð við gervigreindarverkfræðinga, upplýsingavís- indamenn, upplýsingaskrásetjara og þjarka- verkfræðinga. Við ættum að vera vakandi fyrir því að slík störf verði til og veita þjálfun fyrir þau. Að lokum verðum við að vona, rétt eins og auðugar ítalskar borgir og kaupmenn fjár- mögnuðu endurreisnina í Ítalíu, að gervigreind- in muni verða uppspretta sinnar eigin endur- reisnar. Um leið og vélar taka yfir margar skyldur og verkefni í hinu nýja hagkerfi mun gervigreind leiða til sveigjanleika í hefð- bundnum verkmynstrum og gefa okkur kost á að endurhugsa hlut vinnunnar í lífinu og breyta bæði hinum hefðbundna vinnudegi og mörkun- um við að setjast í helgan stein. Með nýjum samfélagssáttmála yrði meira frelsi og tími og fólk hefði frjálsar hendur til að virkja ástríður sínar, sköpunargleði og hæfileika. Þessir per- sónulegu könnunarleiðangrar gætu eflt það í starfi sem aldrei fyrr. Málarar, myndhöggvarar og ljósmyndarar gætu notað gervigreindarverkfæri til að semja, gera tilraunir, fjölfalda og fínpússa listaverk sín. Rithöfundar, blaðamenn og ljóðskáld gætu not- að nýju tæknina til að fara í skrifum sínum inn á brautir, sem enginn hefði getað ímyndað sér. Kennarar yrðu frelsaðir frá lýjandi einkunna- gjöf og skriffinnsku og gætu gefið orkunni laus- an tauminn til að útbúa kennsluefni, sem ýtir undir forvitni, gagnrýna hugsun og sköpunar- gleði. Gervigreindin getur veitt hjálp við að kenna staðreyndir og tölur þannig að kennarinn getur varið meiri tíma í að þroska tilfinninga- greind nemenda. Endurnar þrjár verða fordæmalaust við- fangsefni fyrir mannkyn. Fyrirtæki munu þurfa að endurmennta gríðarlegan fjölda fólks þegar störfin, sem það hefur unnið, hverfa. Stjórnvöld munu þurfa að afla svimandi upphæða af pen- ingum og dreifa úr þeim til að fjármagna þessi umskipti. Skólar þurfa að finna nýja nálgun á menntun til að útskrifa skapandi nemendur með félagslega færni og þverfaglega þekkingu. Skilgreina þarf allt upp á nýtt: vinnusiðferðið í samfélaginu, réttindi borgaranna, skyldur fyr- irtækja og hlutverk ríkisvaldsins. Í öllu þessu er hlutverk gervigreindar- tækninnar lykilatriði. Ef við förum rétt að mun gervigreindin ekki aðeins frelsa okkur til að leysa úr læðingi sköpunargleðina og samhygð- ina hvert fyrir öðru, heldur einnig mennskuna. ©2020 The New York Times Company og Kai-Fu Lee. Á vegum The New York Times Licensing Group Aly Song/Reuters Matt Edge fyrir The New York Times Gerum gervigreindar- hagkerfið manneskjulegra Það getur hjálpað okkur að búa til nýjan, réttlátan samfélagssáttmála ef við tökum gervigreind opnum örmum – en aðeins ef við munum það sem gerir okkur mannleg. KAI-FU LEE er tölvunarfræðingur, forustumaður í viðskiptum og rithöfundur og hann er formaður og forstjóri áhættu- fjárfestingafélagsins Sinovation Ventures. Í öllu þessu er hlutverk gervigreindar- tækninnar lykilatriði. Ef við förum rétt að mun gervigreindin ekki aðeins frelsa okkur til að leysa úr læðingi sköpunargleðina og samhygð- ina hvert fyrir öðru, heldur einnig mennskuna. TÍMAMÓT: KÓRÓNUVEIRAN LEIÐIR AF SÉR SAMSKIPTI ÁN SNERTINGAR OG VÉLAR LEYSA MENN AF HÓLMI ’’ Starfsmaður og vélmenni á alþjóðlegu gervigreindar- ráðstefnunni í Sjanghæ 2020. Fyrirtækið OpenAI framleiddi hönd knúna gervigreind. Hún lærði að leysa tening Rubiks og sýndi nánast mannlega fimi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.