Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Á þessu ári hefur heimurinn þurft að takast á við tvær risavaxnar áskoranir: kórónuveiruna og efnahagslegu hörmungarnar, sem fylgt hafa í kjölfar sjúkdómsins. Hvor tveggja hefur valdið miklum búsifjum hjá verkamönnum í viðkvæmri stöðu, sem fyrir máttu sætta sig við lág laun og litla félagslega vernd. Áþján þeirra hefur afhjúpað það mikla misrétti, sem víða um alþjóðavæddan heim leikur lausum hala — þar á meðal í tískuiðnaðinum. Sá efnahagslegi þrýstingur sem faraldurinn hefur valdið sýnir hvað tískan er háð ódýru vinnuafli og hversu afdrifarík gagnkvæm þörf þeirra fyrir hvort annað getur verið þegar ósköpin dynja yfir. Alþjóðabankinn hefur var- að við því að allt að 150 milljónir manna geti hrakist aftur í sára fátækt í lok 2021 vegna far- aldursins og því er ekki hægt að horfa fram hjá málefninu. Fyrr á þessu ári þegar kórónuveiran fór að breiðast út og takmarkanir skelltu heiminum í lás kom það sárast niður á undirlaunuðum verkamönnum í fatnaðarverksmiðjum þróun- arlandanna. Þegar birgðakeðjur rofnuðu, greiðslur voru frystar og pantanir voru aftur- kallaðar urðu verksmiðjueigendur víða í Víet- nam, Kambódíu, Indlandi og Bangladess fyrir þungu höggi. Margir starfsmenn voru sendir heim án launa og urðu að reyna að bjarga sér á meðan heilsuvá, sem má eiga von á einu sinni á öld, fór yfir heiminn. Á meðan kórónuveiran hélt áfram að geisa vöktu talsmenn mannréttinda einnig athygli á hlutverki tískuiðnaðarins í að ýta undir kúgun úigúra í Xinjiang-héraði í Kína. Úigúrar eru stærsta þjóðarbrot múslima í Kína og Kommúnistaflokkurinn, sem situr einn að völdum, hefur rekið herferð kúgunar gegn þeim. Allt að ein milljón manna hefur verið handtekin, neydd til að láta af hefð- bundnum lífsháttum og þvinguð til vinnu. Samkvæmt skýrslu ástralskrar rannsóknar- stofnunar, Australian Strategic Policy Insti- tute, voru að minnsta kosti 80 þúsund manns flutt brott frá Xinjiang í verksmiðjur víða í Kína á árunum 2017 til 2019. Þar var fólkið lát- ið vinna, fékk ekki að fara og var undir stöðugu eftirliti. Þessir flutningar virðast hafa haldið áfram árið 2020, jafnvel þótt baráttan við faraldurinn stæði yfir, samkvæmt ríkisreknum fjölmiðlum Kína. Í júlí birti bandalag alþjóðlegra samtaka undir heitinu Bindum enda á nauðungarvinnu úigúra (End Uyghur Forced Labor) nöfn tískumerkja, sem þau telja að hafi ekki gripið til fullnægjandi aðgerða til að tryggja að birgðakeðjur þeirra tengdust ekki nauðung- arvinnu fólks frá Xinjiang. (Um 85% af bómull frá Kína — þaðan koma næstum 20% heims- framleiðslunnar — er frá Xinjiang). Verkamenn í fataverksmiðjum Asíu eru ekki einir um að berjast í bökkum. Í rannsókn blaðsins The Sunday Times of London kom fram að starfsmenn verksmiðju í Leicester fengu aðeins greidd svo lítið sem þrjú og hálft pund á klukkutímann (630 krónur) fyrir hrað- skynditískuframleiðandann Boohoo. (Lág- markslaun í Bretlandi fyrir fólk yfir 25 ára aldri eru 8,72 pund (1.573 krónur) á tímann). Samkvæmt samtökunum Labour Behind the Label (Vinnan á bak við merkið), sem berjast fyrir réttindum verkamanna, störfuðu þó nokkrar verksmiðjur í Leicester áfram meðan á faraldrinum stóð án þess að mikið tillit væri tekið til reglna um nálægð. Sumir starfsmenn sögðu að þeim hefði verið sagt að mæta til vinnu jafnvel þótt þeir hefðu mælst jákvæðir af kórónuveirunni. Á heildina litið eru horfur fyrir lágt launaða verkamenn ömurlegar, sérstaklega á meðan heimurinn berst við banvænan sjúkdóm. Könnun rannsakenda við Imperial College í London gefur til kynna að í löndum með lágar tekjur og í lægri kanti landa með meðalháar tekjur eru fátækir einstaklingar mun líklegri til að deyja af völdum kórónuveirunnar en hin- ir ríku. Í Bandaríkjunum hafa efnahagslegar afleiðingar faraldursins verið verstar fyrir tekjulágt fullorðið fólk. Á fundi frumkvöðla í tísku, sem The Bus- iness of Fashion skipulagði 2016, spurði hol- lenski greinandinn um strauma og stefnur, Li Edelkoort: „Hvernig er það mögulegt að flík er ódýrari en samloka? Hvernig getur vara, sem þarf að sá, rækta, uppskera, kemba, spinna, prjóna, sníða, sauma, prenta, setja á merkimiða, pakka inn og flytja, kostað tvær evrur?“ Þessi spurning hefur verið mér ofarlega í huga alla tíð síðan. Bómullar-, textíl- og klæðaiðnaðurinn tengdust misnotkun vinnuafls löngu áður en kórónuveiran afhjúpaði rotnunina. Tískuiðn- aðurinn hefur lengi verið samsekur í kerfi þar sem greidd eru laun, sem duga ekki til við- urværis, til þess að hagnaðurinn verði sem mestur. Þetta viðskiptalíkan, sem snýst um að selja fjöll af fötum á ósjálfbæru verði, gefur minna og minna í aðra hönd til þeirra, sem sköpuðu það. Tökum Bangladess þar sem búa fjórar millj- ónir verkamanna í fataiðnaðinum. Margir þeirra þéna lítið meira en lágmarkslaun fyrir- skipuð af stjórnvöldum: aðeins 8.000 taka eða minna en 100 dollara (13.600 krónur) á mánuði. Þeir sem berjast fyrir sanngjörnum launum segja að tvöfalda þá upphæð þurfi til að lifa mannsæmandi lífi. Jafnvel hátimbruðustu tískumerkin taka þátt í að arðræna verkamennina í viðkvæm- ustu stöðunni í birgðakeðju sinni. Munaðar- merki á borð við Dior og Saint Laurent snúa sér oft til undirverktaka á Indlandi til að fram- leiða fínlegan útsaum og skreytingar með minni tilkostnaði en ella. Handverksmenn- irnir, sem ráðnir eru til þessara verka, eru sér- lega kunnáttusamir og fá lítinn heiður og lág laun fyrir vinnu sína. Reyndar er það svo að fyrirtækin, sem ráða, ljúka síðustu handtök- unum við að setja flíkurnar saman í Evrópu til þess að geta sett þá misvísandi merkingu að þau séu „Framleidd á Ítalíu“ eða „Framleidd í Frakklandi“. Sagt er að viðbrögðin þegar á bjátar sýni innri mann. Það sama mætti segja um tísku- iðnaðinn í heiminum, sem veltir 2,5 billjónum dollara (340 billjónum eða 340 þúsund millj- örðum króna) og vanda hans. Faraldurinn hef- ur leitt til verulegs tekjufalls og bylgju gjald- þrotabeiðna hjá smásölum. Í sameiginlegri skýrslu The Business of Fashion og McKinsey & Company, sem ég var meðhöfundur að, er því spáð að greinin muni hafa dregist saman um 30 af hundraði nú í árslok. Mun tískugeirinn geta fært sér knýjandi neyð augnabliksins í nyt og breyst til hins betra? Greinin þarf að axla meiri ábyrgð á að betr- umbæta viðskiptalíkan, sem í grundvallar- atriðum á sér rætur í óréttlæti. Lausnin er ekki að segja upp samningum, flytja fram- leiðsluna í verksmiðjur heima fyrir og láta vél- menni koma í stað manna, heldur að beita sér svo um munar fyrir því að bæta vinnuaðstæður mikilvægustu starfsmannanna í geiranum: þeirra sem búa fötin okkar til. Tískufyrirtæki ættu að hafa það í huga þegar þau skipuleggja hina löngu leið að því að komast á réttan kjöl. ©2020 The New York Times Company og Imran Amed. Á vegum The New York Times Licensing Group. Munir Uz Zaman/Agence France-Presse Getty Images Hvernig getur kjóll verið ódýrari en samloka? IMRAN AMED er stofnandi og forstjóri tímaritsins og vefmiðilsins The Business of Fashion. Hvernig getur vara, sem þarf að sá, rækta, uppskera, kemba, spinna, prjóna, sníða, sauma, prenta, setja á merkimiða, pakka inn og flytja, kostað tvær evrur? TÍMAMÓT: KÓRÓNUVEIRAN SÝNDI HVAÐ TÍSKUIÐNAÐURINN ER HÁÐUR MISNOTKUN ÓDÝRS VINNUAFLS ’’ Verkamaður með andlitsgrímu í fata- verksmiðju í Bangladess eftir að stjórnvöld gripu til hafta í mars til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirufaraldurinn steypti tískuiðnaðinum um allan heim í kreppu - í vestrinu hefur verslunum verið lokað, fólki sagt upp og fyrirtæki verið lýst gjaldþrota og um heim allan standa verkamenn í fataiðnaði frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.