Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021
Fjármál Reykjavíkur voru ítrekað til umræðu á árinu. Leyfi til að flytja kyrkislöngur í
Húsdýragarðinn þótti líkt og hugmynd um pálmatré í sílóum til marks um að í borg-
inni væru menn hændir að gæluverkefnum á meðan brýnni mál mættu afgangi.
Morgunblaðið/Helgi Sig.
Febrúar
Kyrkislöngur og pálmatré
Erfitt getur verið að varast kórónuveiruna, enda er hún lítil og ósýnileg og þarf oft
lítið til að hún berist manna á milli. Hins vegar má bægja henni frá með skyn-
samlegri hegðun. Ýmislegt getur þó valdið ruglingi, ekki síst í réttarríkinu.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Apríl
Erfitt að varast veiruna
Ferðamannastraumurinn stöðvaðist snarlega með kórónuveirunni og hafði það
sín áhrif. Þótt landsmenn legðu sig alla fram við að ferðast um landið gátu þeir
ekki fyllt upp í skarðið sem ferðamennirnir skildu eftir sig.
Morgunblaðið/Ívar
Júní
Horfnir ferðamenn
Í byrjun árs var rysjótt tíð og gekk á mið illviðri og látum. Frá Veðurstofunni bárust
einkum fréttir og spár af óveðri. Mörgum var nóg boðið og það átti ekki síður við í
réttarríkinu en annars staðar á landinu.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Janúar
Nú er úti veður vott
Kórónuveiran átti upptök sín á markaði í milljónaborginni Wuhan í Kína, en átti
greiða leið út í heim. Á skíðasvæðum Ítalíu myndaðist skilvirk dreifimiðstöð og
þaðan breiddist veiran hratt út, meðal annars til Íslands.
Morgunblaðið/Ívar
Mars
Greið leið
Mikil titringur var vegna samdráttarins hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar. Tví-
sýnt var um framtíð félagsins, tíma tók að grípa til fjármögnunaraðgerða og harð-
vítug launadeila við flugfreyjur reyndist erfið úrlausnar.
Morgunblaðið/Helgi Sig.
Maí
Icelandair í kröggum
INNLENDAR SKOPMYNDIR ÁRSINS